Morgunblaðið - 24.08.1984, Side 5

Morgunblaðið - 24.08.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 5 Lóðaúthlutanir í Reykjavík 1984: Á fímmta hundrað lóð- um hefur verið úthlutað Á borgarráðsfundi síðast- liðinn þriðjudag var lagt fram yfirlit yfir lóðaúthlutan- ir í Reykjavík frá áramótum til 15. ágúst, en alls hefur verið úthlutað 413 lóðum undir einbýlis-, rað- og fjöl- býlishús, auk lóða undir 60 íbúðir í fjölbýli og 40 rað- húsa. Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum og varð því að gera 81 lóð fyrir einbýlis- hús byggingarhæfar, en við gerð fjárhagsáætlunar var ekki gert ráð fyrir að það yrði gert á þessu ári. í Grafarvogi I (Reykjafold, Logafold og Hverafold) er búið að úthluta 140 einbýlishúsalóðum og 33 lóðum fyrir raðhús. Gatna- gerðargjöld nema 64.424 þúsund krónum. Úthlutun í Grafarvogi II (Funafold) skiptist þannig að 37 lóðum fyrir einbýlishús hefur verið úthlutað, en 20 fyrir raðhús. í Grafarvogi III var úthlutað 77 einbýlishúsalóðum, en ennfremur lóðum undir 60 íbúðir í fjölbýli til verkamannabústaða og 40 lóðum til raðhúsa. Gatnagerðargjöld eru samtals 43.466 þúsund krón- ur. Alls hefur 21 lóð undir einbýl- ishús og 33 fyrir raðhús verið út- hlutað í Seláshverfi suður, og nema gatnagerðargjöld rúmum 14 milljónum króna. í Jakaseli hefur 20 lóðum verið úthlutað og eru gatnagerðargjöld samtals 7,7 milljónir króna. Sex lóðum undir 12 parhús, 3 lóðum undir 33 rað- hús og 24 íbúðir í fjölbýli og einni undir íbúðir í fjölbýli (VR) hefur verið úthlutað í Kringlumýri og nema gatnagerðargjöld samtals 13.961 þúsund krónum. f Bólstaðarhlíð hefur lóð undir 66 íbúðir í fjölbýli verið úthlutað, og eru gatnagerðargjöld um 4 milljónir króna. Og í Stigahlíð voru 21 lóð fyrir einbýlishús seld- ar og var söluverð tæpar 35 millj- ónir króna, en gatnagerðargjöld 202 þúsund krónur. í greinargerð Hjörleifs Kvar- an, skrifstofustjóra borgarverk- fræðings, segir að svæði verka- mannabústaða verði ekki gert byggingarhæft á þessu ári, en gatnagerðargjöld eru færð á bið- reikning og munu koma til skuldajöfnunar vegna þátttöku borgarsjóðs í byggingu verka- mannabústaða. Gatnagerðargjöld af húsi aldraðra verslunarmanna í Kringlumýri og samtaka aldr- aðra við Bólstaðarhlíð koma ekki til greiðslu en færast á biðreikn- ing og koma til skuldajöfnunar vegna þátttöku borgarsjóðs i þjónusturými þessara bygginga. Þá kemur helmingur gatna- gerðargjalda vegna sölulóða í Stigahlíð til greiðslu á árinu 1985, samkvæmt skilmálum sem samþykktir voru í borgarráði fyrr á þessu ári. Starfshópur stjórnarflokkanna: Skoðar sjóðakerfið FORMGNN stjórnarflokkanna, þeir Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra og Þorsteinn Pálsson al- þingismaður, hafa kvatt til liðs við sig ýmsa menn til þess að vinna í viðræðuhópura að einstökum mála- flokkum, í tengslum við verkefna- lista ríkisstjórnarinnar, sem nú er unnið að, myrkranna á milli, sam- kvæmt því sem forsætisráðherra upplýsti blaðið í gær. Einn starfshópurinn vinnur nú að skoðun á þeim tillögum sem liggja fyrir varðandi breytingar á sjóðakerfinu og uppstokkun og í tengslum við það, leiðir til nýsköp- unar atvinnulífsins. Þennan hóp skipa þeir Friðrik Sóphusson, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins og Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbankans, fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og fyrir hönd Framsóknarflokksins eru þeir Finnur Ingólfsson, aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra og Þorsteinn Ólafsson framkvæmda- stjóri hjá Sambandinu. Ráðstefna um brjóstagjöf ÁHUGAFÉLAG um brjóstagjöf og Sjúkrahús Skagfirðinga, gangast fyrír ráðstefnu í Varmahlíð í Skaga- firði dagana 8. og 9. september nk., sem ber yfirskriftina „Brjóstagjöf á íslandi“ og er öllum opin. Áhugafé- lag um brjóstagjöf var stofnað f Skagafirði og hefur nú starfað í tvö ár. Aðalmarkraið félagsins er að veita fræðslu og ráðgjöf um brjósta- gjöf til þeirra sem þiggja vilja en stofnendur og flestir félagsmenn, eru mæður sem hafa haft böm á brjósti, og vilja miðla af sinni eigin reynslu og þekkingu. Elisabeth Helsing mun flytja fyrirlestur á ráðstefnunni en hún er norskur næringarefnafræðing- ur sem skrifað hefur mikið um brjóstagjöf og ágæti hennar. Marga Tome, dósent við Háskóla íslands, hefur kannað brjóstagjöf meðal íslenskra kvenna og mun hún kynna athuganir sínar á ráðstefnunni. Hörður Bergsteins- son læknir og Sigríður Sigurðar- dóttir sagnfræðinemi, munu ræða um brjóstagjöf á íslandi á öldum áður. Auk þess munu tvær konur í Áhugafélagi um brjóstagjöf segja frá ráðstefnu um brjóstagjöf sem þær sóttu í Bonn í júnímánuði sl. Þá verður rætt um starfsemi áhugafélagsins og samskonar fé- laga, sem stofnuð hafa verið á fleiri stöðum á landinu, og um hugmyndina að sameiningu þess- ara félaga í eina landshreyfingu, að því er segir í fréttatilkynningu Áhugafélags um brjóstagjöf. Klingjandi kristall rrz. N r KOSl V rA J V. bO. DA Bankastræti 10, Reykjavík, sími 13122. í tilefni sýningarinnar Heimiliö ’84 bjóöum viö 10% afslátt af öllum vörum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.