Morgunblaðið - 24.08.1984, Side 10

Morgunblaðið - 24.08.1984, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 Fló FEF á laugar- dag í Skeljanesi Girnnar Helgi Hálfdánarson, Fjárfestmgarfélaginu: Vaxtabreytingarnar hafa gleymst í kjaraumræðunum VEGNA mikillar aAsóknar á flóa- markadi FEF um síðustu helgi, og sakir þess að mikið hefur bætzt við af varningi verður flóamarkað- urinn aftur í Skeljanesi 6, á laug- ardag 25. ágúst frá 2—5 e.h. Mik- ið af fatnaði verður til sölu og er sérstaklega gott úrval af barnaföt- um og tízkukjólum frá öllum tím- um og á allar stærðir og gerðir. Engin flík er seld á hærra verði en 40 krónur, að því er segir í frétta- tilkynningu frá FEF. Húsgögn, heilleg og þénug, ódýr og af ýmsu tagi verða á boðstólum, borizt hefur mikið af lampaskermum, skrautvörum, og leikföngum o.fl. Eins og áður hefur komið fram verður Fréttabréf FEF til- búið um mánaðamótin og þá sent skuldlausum félagsmönn- um. Afmælisritið sem kemur út í nóvember, hið vandaðasta að gerð verður einnig sent skuld- lausum félagsmönnum þegar þar að kemur. Meðal efnis í af- mælisritinu má nefna greinar eftir Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, Vigdísi Gríms- dóttur, kennara og rithöfund, Jóhönnu Sigurðardóttur, alþm., viðtöl við einstæða foreldra, greint er frá byggingar- og bún- aðarsögu Skeljanesshússins, greinar eftir börn einstæðra for- eldra og fleira og fleira. Ritið verður prýtt fjölda mynd úr starfi FEF. Lumi einhverjir fé- lagsmanna á skemmtilegum myndum, sem henta í ritið þigg- ur ritnefndin þær, svo og aðrar hugljómanir með þökkum. Rit- stjóri afmælisritsins er Jóhanna Kristjónsdóttir, form. FEF og aðrir í nefndinni eru Birna Karlsdóttir, Guðnv Kristjáns- dóttir, Kristjana Asgeirsdóttir, Sigrún Þórðardóttir og Þorbjörg Oddgeirsdóttir. „ÁHRIFIN á peningamarkaðinn verða margvísleg, en sumra þeirra verður þó ekki vart fyrr en frá líður. Ahrif, sem nú þegar er farið að gæta, eru auðvitað stórbætt staða spari- fjáreigenda, en þeir eiga nú um að velja aukið úrval sparnaðarkosta á hagkvæmum kjörum, sem eru með þeim bestu, sem gerast í heiminum. Kjör lántakenda hafa hins vegar versnað talsvert í bili,“ sagði Gunn- ar Helgi Hálfdánarson, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins hf. þegar blaðamaður Morgunblað- sins innti hann eftir áliti hans á því hvaða áhrif aukið frjálsræði í vaxta- málum og vaxtahækkanir inn- og út- lána hafi á efnahagslífið. „Þessar ráðstafanir draga úr ásókn eftir lánum og minnka eyðslu. Þó er hugsanlegt, að þess- ara áhrifa gæti ekki að fullu fyrr en eftir áramótin, þar sem mörg fyrirtæki og einstaklingar hafa nú þegar tekið ákvarðanir um útgjöld og fjárfestingar ársins. Ljóst er þó, að áhrifin munu draga úr þeirri þenslu, sem illu heilli, hefur verið haldið uppi hér á suðvest- urhorninu að undanförnu. í þeim kjaraumræðum, sem átt hafa sér stað að undanförnu, hef- ur að miklu leyti gleymst sú stóra kjarabót, sem sparfjáreigendur hafa fengið á síðastliðnum mán- uðum. Þetta er fólk í öllum starfs- greinum á aldrinum um og yfir 40 ára, en margir úr þessum hópi hafa með hjálp verðbólgunnar náð að borga upp fasteignir sínar og hafa því getað lagt fyrir fé. Hinir, sem eru eða hafa keypt fasteignir að undanförnu á þeim erfiðu kjör- um, sem nú bjóðast á fasteigna- markaðinum, fá hins vegar litla sem enga hjálp frá verðbólgunni og koma því umræddar vaxta- hækkanir afarilla við þá. Ljóst er, að lenging lánstíma verður að koma til, annars er hætt við að þessi vandi endurspeglist i kaup- kröfum. Hér er ef til vill enn einn boltinn, sem er hjá ríkisstjórn- inni.“ — En hver verða langtíma áhrif vaxtabreytinganna? „Langtímaáhrifin ættu að koma fram í auknum sparnaði, sem síð- an gæti leitt til lækkunar vaxta. Þá er ljóst, að þessar breytingar geta haft áhrif á rekstur banka- og sparisjóða. Ég er ekki sann- færður um, að þessir aðilar viti allir, hvaða áhrif hin nýju vaxta- kjör hafi á afkomu þeirra, né er ég sannfærður um hæfni þeirra allra til að standa í samkeppni. Afleið- ing þessa gæti því orðið sú, að nafnið „banki“ byði ekki upp á sama öryggi og áður. Hvort umræddar vaxtabreyt- ingar skili þeim efnahagslega árangri, sem vonast er eftir, er þó algjörlega háð ríkisstjórninni og Ríkissjóði. Þannig verða vextir að fá að gegna þvi lykilhlutverki sínu að slá af óarðbær fyrirtæki og leyfa fjármagninu að leita til bet- ur rekinna fyrirtækja og nýrra arðbærra verkefna. Mikilvægi þessa ættu allir að skilja, en arð- bær atvinnurekstur er forsenda þess, að hér verði greidd mann- sæmandi laun í framtíðinni og að verðbólga verði hófleg. Atvinnurekendur kvarta sumir undan háum vöxtum, en ég held að enn fleiri kvarti undan fjármagn- inu, sem ekki fæst. Það er stað- reynd, að fátt er jafn skaðvænlegt í rekstri fyrirtækja eins og sífellt óöryggi við öflun rekstrarfjár og fjárfestingarlána. Slíkt ástand hamlar gegn markvissum áætlun- um um rekstur fyrirtækja og hag- ræðingu. Ef háir vextir stuðluðu að auknu framboði lánsfjár, er ekki ólíklegt, að jákvæðu áhrifin yrðu víða mun meiri en þau nei- kvæðu, alla vega hjá þeim fyrir- tækjum, sem eru nægilega arðbær og hafa skilyrði til vaxtar. Hætt er þó við að vegna forrétt- indaaðstöðu einstakra fyrirtækja og atvinnugreina geti þessi róður orðið þungur þannig að vöxtunum verði hreinlega ýtt út í verðlagið og/eða óarðbærum fyrirtækjum haldið gangandi með styrkjum og forréttindafyrirgreiðslu. Slíkt er að sjálfsögðu verðbólguhvetjandi og mun hamla gegn bættum lífs- kjörum í landinu. Þá er Ríkissjóð- ur stóra spurningin. Ef hann hyggst yfirbjóða áfram aðra sparnaðarkosti í landinu, er ljóst, I Atvinnuhúsnæöi ■I 160 fm viö Smiöjuveg. | Viö Sólvallagötu I® Parhús, kjallari og 2 hæöir. 4 svefnherb. m.m. Laus strax. m Ýmsir möguleikar. Geta verið | tvær íbúðir. Verð 3,3 millj. að vextir munu haldast lengi háir með þeirri afleiðingu að Ríkissjóð- ur einn hefði efni á (með aukinni skattheimtu) að slá lán. Slíkt háttarlag leiddi til stóraukinnar hlutdeildar ríkisvaldsins í atvinnulífinu." — Hver verða áhrifin á verð- bréfaviðskipti? Það er ljóst að verðbréf hafa nú fengið aukna samkeppni frá bönk- unum, sem kann að leiða til minni veltu til skamms tíma litið. Meiri óþægindum veldur þó ómarkviss framkvæmd Seðlabankans á nýju vaxtastefnunni. óvissa um túlkun vaxtaákvæða hefur valdið óöryggi og óvissu á markaðinum, en slíkt ástand er versti óvinur verðbréfa- viðskipta. Ef hægt er að gefa sér þá for- sendu, að jafnvægi skapist á fjár- málamarkaðinum hér á landi, er ljóst að þá mun verðbréfamarkað- urinn ná því innan fárra ára að skipa ekki ósvipaðan sess og hann gerir t.d. á hinum Norðurlöndun- um, en það þýddi margföldun frá núverandi stærð,“ sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson að lokum. Vogahverfi — Raöhús Raöhús meö innbyggöum bíl- skúr, ca. 220 fm. 4 svefnh., góö stofa m.m. Gðð kjör möguleg. Laust eftir samkomulagi. * Góðan daginn! co 68-77-6 FASTEIGISIAIN/IIOLUIM Sverrir Kristjánsson Hús Verslunarinnar 6. hœö. Lögm. Hafsteinn Baldvlnseon hrl. Hjallabraut Hafnarffirðí Til sölu ca. 100 fm mjög björt og vönduö 3ja herb. endaíbúö á 4. hæö. Þvottaherb. innaf eldhúsi. Stór- kostlegt útsýni. Smyrilshólar Til sölu ca. 120 fm 5 herb. falleg íbúö á 1. hæö ásamt bílskúr (4 svefnherb.). Parket og flísar á gólfum. Hef kaupanda aö góöri séreign í góöu hverfi aem n»st skóla. 4 svefnherb. nauösyn, íbúöin þarf aö losna fljótl. Góóar greiöslur í boói. | Sumarbústaöur — Sumarbústaöur '.] viö Skorradalsvatn á úrvaisstaö. Þarfnast lagfæríngar. ■ Lögmenn Hjalti Stemþóraaon hdl„ Gústaf Þór Tryggvasaon hdL Alftahólar + bílskúr — 3ja herb. Falleg 80 fm íbúö á 1. hæð. 20 fm bíiskúr. Nýleg teppi, frábært útsýni. Verö 1850 þús. Engihjalli — 3ja herb. Glæsileg 97 fm íbúö á 5. hæö. Verð 1700 þús. Hraunbær — 3ja—4ra herb. Falleg 90 fm íbúö á 3. hæö + herb. í kjallara meö aögangi að snyrtingu. Ný teppi. Ákv. sala. Verö 1750 þús. Hraunbær — 3ja herb. Falieg 90 fm íbúö á 2. hæö. Toppeign. Verö 1650—1700 þús. Háaleitisbraut — 2ja herb. Gullfalleg 70 fm íbúö á 1. hæö. Verö 1600 þús. Vantar 4ra herb. íbúölr í Seljahverfi, Neöra-Breiöholti. Vantar allar stæröir og geröir eigna á skrá. Skoöum og verömetum samdægurs. Gimli Þórsgötu 26, 2. hæó. Sfmi 25099. Árni Stefónsson viðskiptafr. Góö 4ra herb. íbúö. Filipp^eyjar«Taiwa~ I Farandaíerðinni til Filippseyja verður aðeins gist á fyrsta ílokks hótelum. Þess vegna látum við gististaði eins og þessa íara íramhjá okkur í íerðinni. Hop$ Kop$*Kipa Brottför I 21. desember Brottför n 28. desembez Ifaiandi Vesturgötu 4 - sími: 17445. Sérfræðingar í spennandi sumarleyfisferðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.