Morgunblaðið - 24.08.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
15
Hulda Valtýsdóttir, formaöur Skóg-
rektarfélags íslands.
Erla ívarsdóttir, formaður Skóg-
rektarfélagsins Mðrk i Kirkjubej-
arklaustri.
störfuðu margir í skógræktinni
sem stóðu í eldlínunni í þjóðfélag-
inu.“
„Það er mikil þörf á þessum að-
alfundum," sagði Erla ívarsdóttir,
sem er formaður Skógræktarfé-
lagsins Markar á Kirkjubæjar-
klaustri. „Það er mjög lærdóms-
ríkt að hitta aðra víðs vegar að af
landinu með ólíka reynslu. Við er-
um mjög ánægð yfir því að fá alla
þessa góðu gesti i heimsókn, það
er mikil lyftistöng fyrir héraðið."
Skógræktarfélagið Mörk er með
tvær girðingar nú á Hunkubökk-
um og i Hörgslandi. Erla sagði að
félagið byggist við að fá nýja girð-
ingu og taldi hún að áhuginn
myndi eflast mikið við það. Félag-
ið verður 40 ára nú í haust og eru í
því um 65 félagar.
Skógrækt á
Markarfljótsaunim
Á fundinum var lögð fram til-
laga þar sem skorað var á Skóg-
rækt ríkisins að kanna á hvern
hátt megi koma upp stórfelldum
víði-og asparskógi á Markarfljóts-
aurum. Helstu vandkvæði eru þau
að Markarfljótsaurar eru í eigu
margra aðila.
Á fundinum var einnig sam-
þykkt að fela nefnd að endurskoða
starfshætti Skógræktarfélags ts-
lands og aðalfundi þess. Var lagt
til að skógræktarþing yrði haldið
annað hvert ár.
Á fundinum var lagt til að að-
ildarfélögin í samvinnu við Skóg-
rækt ríkisins, efni til víðtækrar
birkifræsöfnunar á þessu hausti í
þeim tilgangi að sá birki í gróð-
urvana og örfoka land þar sem
lönd eru friðuð.
Vaxandi áhugi á skógrækt
„Við skógræktarfólk verðum vör
við vaxandi áhuga á skóg- og trjá-
rækt hér á landi, bæði meðal
stjórnvalda og almennings og
fögnum því,“ sagði Hulda Valtýs-
dóttir í samtali við blaðamann.
„Segja má að ákveðin þáttaskil
hafi orðið þegar samþykkt var á
alþingi í vor breyting á lögum um
skógrækt þar sem kveðið er á um
hvernig skógrækt getur orðið full-
gild búgrein. Sömuleiðis fögnum
við þeirri ákvörðun forsætisráð-
herra að minnast 40 ára afmælis
lýðveldisins með sérstöku átaki i
skóg- og trjárækt og skipun
nefndar með fulltrúum þingflokka
ásamt fulltrúa frá Skógrækt ríkis-
ins, Skógræktarfélagi (slands og
Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
sem fjalla á um framkvæmdir í
þvi sambandi. Innan vébanda
Skógræktarfélags íslands eru
áhugamannafélög víðs vegar um
land, sem starfa i náinni sam-
vinnu við Skógrækt rikisins. Það
samstarf er mjög mikilvægt fyrir
alla sem hlut eiga að máli og við
treystum því að svo muni áfram
verða.
Skóg- og trjárækt er ákaflega
fjölþætt málefni og skiptist í
nokkra höfuðþætti. I fyrsta lagi
hinn eiginlega nytjaskóg. Þá
mætti nefna útivistarskóga að
ógleymdri skjólbeltarækt sem er
mjög mikilsverður þáttur og
þyrfti að leggja meiri áherslu á.
Með trjárækt er aðallega átt við
ræktun trjáa í þéttbýli og loks er
ótalinn sá þáttur sem stefnir að
því að klæða landið trjágróðri til
að skýla landinu fyrir veðri og
vindum.
Segja má að skóg- og trjárækt á
íslandi hafi slitið barnskónum, nú
eigum við reynslu og þekkingu i
sjóði okkar og er þar fyrir að
þakka framlagi Skógræktar ríkis-
ins sem starfar á vísindalegum
grunni. Sömuleiðs þann reynslu-
sjóð sem fengist hefur með starf-
semi áhugamannafélaganna.
Nú blasa við okkur óunnin, en
heillandi verkefni, sem skógrækt-
arfélögin með Skógrækt ríkisins
að bakhjarli eru reiðubúin að tak-
ast á við.“
Tómas Ingi Olrich, formaður Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga.
vistarsvæði á Akureyri. (Jtivist-
arsvæðið er um 300 hektarar. Við
höfum kannski þá sérstöðu meðal
skógræktarfélaganna að við erum
bæði á landbúnaðarsvæði og
þéttbýli."
Á aðalfundinum lagði Skóg-
ræktarfélag Eyfirðinga fram til-
lögu um starfssvið Skógræktar
ríkisins og skógræktarfélaganna.
Hvað felur þessi tillaga í sér?
„Við viljum að skógræktarmál
verði tekin til endurskoðunar og
reynt verði að skilgreina verka-
skiptingu milli skógræktarfélag-
anna og skógræktar ríkisins. Við
viljum að skógrækt ríkisins hafi
forgöngu um allt rannsóknarstarf
og leiti t.d. að erlendum trjáteg-
undum til að reyna hér og hún á
að móta skógræktarstéfnuna.
Skógrækt ríkisins á líka að hafa
yfirumsjón með bændaskógunum.
Skógræktarfélögin eiga aftur á
móti að ala upp plöntur og gróð-
ursetja, þannig á að virkja heima-
menn. Skógrækt ríkisins er með
plöntuuppeldi núna og við líka,
þeir aftur á móti geta selt plöntur
á niðurgreiddu verði sem okkur er
hins vegar ekki unnt. Við viljum
að skógræktarfélögin taki þessa
starfsemi í sípar hendur."
• ■ ' i »- i 'i ' II ' 1 ■ ■' ‘
Hægt aö skógklæða
landið án þess að
friða það algjörlega
Rætt við Ingva Þorsteinsson, magister
SÍÐAN árið 1980 hafa staðið yfir
tilraunir í tveimur af fegurstu
skóglendum landsins, á Hall-
ormsstað og á Stálpastöðum í
Skorradal. Tilraunirnar hafa mið-
ast að því að kanna hve mikil
áhrif sauðfjárbeit hefur á skóg-
lendi landsins.
Rannsóknastofnun landbún-
aðarins stóð fyrir þessum rann-
sóknum í samvinnu við skóg-
rækt ríkisins. Ingvi Þorsteins-
son, sem hefur staðið einna
mest að rannsókninni, skýrði í
erindi sínu á aðalfundi skóg-
ræktarfélagsins á laugardag
frá niðurstöðum þessara rann-
sókna.
Tilrauninni lýkur nú í haust
og hefur þá staðið í 5 ár. „Við
þurfum ekki að halda henni
áfram, við erum búnir að eyði-
leggja nóg,“ sagði Ingvi þegar
blm. hitti hann að máli og
spurði hann um rannsóknina.
„Rannsóknin fór fram í bestu
skóglendum landsins, þar sem
gróður er algjörlega óspilltur.
Alitið hefur verið að beitin hafi
útrýmt skógunum sem voru
hér, þó það komi auðvitað fleira
til eins og skógarhögg og tíma-
bundnar sveiflur í veðurfari.
Ýmsir búfjárræktarmenn hafa
legið okkur á hálsi fyrir að vera
með staðhæfingar sem aldrei
hafi verið sannaðar. Tilraunin
átti að ganga úr skugga um
hvernig sauðfjárbeit fer með
skóglendi.
Ingvi Þorseinsson, sem hafði um-
sjón með rannsókninni í Hall-
ormsstað og Skorradal.
birki. Skaðinn er mestur vegna
þess að skógurinn endurnýjar
sig ekki. Barrplöntur, sem náð
höfðu lámarkshæð, sluppu aft-
ur á móti óskaddaðar. Sumar-
beitin orsakar ekki skemmdir á
eldri trjám sem hafa náð 3—4
metra hæð, þau eru ekki
skemmd.
í öðru hólfinu, sem var
þyngra beitt, örlaði fyrir jarð-
vegseyðingu og ef svipuðu beit-
. >. x vM ý’:
• 'I- v. /' '-ý«
x' -
Á þessari mynd sést mismunurinn á bláklukku, eftir því hvort hún var á
svæði þar sem fjárbeit var, eða utan girðingarinnar. I hólfi 120 var
töluvert beitarálag en mun meira í hólfi 130.
Núna eru 1.250 ferkm. lands-
ins skógivaxnir, en talið er að
um 25—30 þús. hafi verið það
þegar landið byggðist."
— Hve stórt svæði tókuð þið
fyrir í Hallormsstaðaskógi?
„Við beittum á 10 hektara
svæði og skiptum því niður í 2
hólf með mismunandi miklu
beitarálagi. Það sem við sjáum
á þessum stutta tíma sem til-
raunirnar hafa staðið yfir, er
að það hefur orðið algjört hrun
á vissum plöntutegundum, sér-
staklega blómjurtum sem
prýða skóglendi. Þegar tilraun-
in byrjaði voru blómtegundir
um 30 að tölu en eru einungis
um 15 nú. Öllum trjánýgræð-
ingi hefur verið ýtrýmt og því
enginn endurhýjun á víði og
-r-rr-
arálagi væri haldið í hólfunum
myndi grasið hverfa að mestu
og lélegri plöntur taka við og
síðan jarðvegseyðing.
Við sjúm að aðeins á 4 árum
hefur orðið mikil breyting á
skóginum og hvað þá ef sauð-
fjárbeit er í áratugi eða í aldir.
Þetta gróðurríki sem er hér
núna er ekki eðlilegt gróðurfar
landsins heldur afleiðing beit-
__ U
ar.
— Hvernig getur skógrækt
og beit farið saman?
„Það getur farið saman á
þeim forsendum að ekki sé
vetrarbeit, það þarf að friða
land í 15—20 ár þegar skógur-
inn er orðinn gamall og gefa
þannig ungviðinu tækifæri.
.i b . iti
Beitarálag má heldur ekki vera
of mikið.
Þessi tilraun var ekki gerð til
þess að athuga hvernig hægt er
að beita á 1.250 ferkm. heldur
til þess sjá hvernig hægt er að
skógklæða landið án þess að
friða það algjörlega. Skóglendi
er líka margfalt betra beitar-
land en skóglaus úthagi. Til
þess að þetta geti gerst getur
bóndinn t.d. skipt landinu niður
í reiti og friðað einn reit í einu
Það verður að bíða kannski í
10—15 ár áður en hægt er að
fara að beita á þann reit. Síðan
er hægt að taka næsta reit við
hliðina á honum og friða hann.
Með þessum hætti er hægt
smám saman að skógklæða
stórt svæði."
— Var mun meiri fallþungi
þeirra dilka sem komu frá
Hallormsstað?
„Við ofbeittum þetta svæði
og því var hann ekki meiri en í
meðallagi. En í Stálpastaða-
skógi var fallþungi um 19—20
kg enda var enginn ofbeit þar
og skógurinn skemmdist ekk-
ert.
Markmiðið með hóflegri beit
er að halda gróðurjafnvægi
með háu beitargildi. Síðan má
aldrei beita svo mikið að þetta
jafnvægi raskist. Gróðurástand
landsins er mjög slæmt eða um
4—5 hektarar fyrir hverja
lambá. Það ætti að vera vanda-
laust að 4—5falda þessi beit-
argæði og minnka svæðið í 1 he
fyrir lambá. Ef ég leyfi mér að
vera svolítið bjartsýnn þá segi
ég að á 10—20 arum ætti mark-
inu að vera náð. Það er hægt
með skipulegri og hóflegri beit.
Þetta tel ég vera þá einu raun-
hæfu leið fyrir landið í heild,
því sannleikurinn er sá að við
höfum ekki efni á öðru en t.d.
að alfriða stór svæði. Beitiland
getur aldrei verið blómum
prýtt, það getur einungis verið
það á friðuðum svæðum, þess í
stað verða grös ríkjandi og því
gróðurlendi eigum við að við-
halda."
— Er mikill hljómgrunnur
meðal bænda fyrir þessum
hugmyndum?
„Þó að rýrnun gróðurlendis
hafi verið mikil, hefur undan-
farið stefnt í rétta átt, sem
stafar af landgræðsluaðgerðum
og fækkun sauðfjár. Mér hefur
fundist að bændur hafi á þessu
mikinn skilning. Það þarf að
styrkja þá til að koma á skipu-
lagi í landnýtingu og það þarf
að vera skipulag á öllum fram-
kvæmdum. Nytjaskógar geta
vaxið ágætlega hér og það þarf
að breyta þessum hefðbundna
landbúnaði. Það er ekki hægt
að skógklæða landið án sam-
vinnu við bændur."
— Hættið þið að beita núna í
haust í skóginum?
„Við friðum núna annað hólf-
ið og sjáum þá hve langan tíma
það tekur að gróa upp að nýju.
Það sem vakti mesta furðu hjá
okkur er hve stuttan tíma það
tók sauðkindina að eyðileggja
skóginn. En við vitum að það
tekur oftast lengri tíma að
byggja hluti upp en að rífa þá ■ ]
niður."
——
,.„í *,
■ f ? 11 *
Ht':
VM* *«
'V