Morgunblaðið - 24.08.1984, Page 33
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
33
og umræðurnar raunverulega snú-
ist um, séu í raun réttri eiginlega
hin veigaminni aukaatriði. Er þá
nokkur ástæða til að trúa því, að
Bandaríkjamenn muni láta ein-
mitt það ráða úrslitum um sína
helztu og dýrmætustu þjóðar-
hagsmuni, hversu ánægðir þeir
séu með frammistöðu Evrópu-
manna? Það er erfitt að trúa því.
En kæmi það hins vegar í ljós, að
Vestur-Evrópa kysi, gagnstætt því
sem ætlað er, að halda ekki uppi
nokkurn veginn raunsærri stefnu í
varnarmálum sínum, kynni hlut-
deild Bandaríkjamanna að fá á
svip, sem bæri fremur keim af
ögrun og fæli í sér meiri áhættu
en reyndin hefur verið fram til
þessa. Þá kynni það að hafa á sér
meiri skynsemdarblæ þetta með
heimkvaðningu bandarísks her-
afla frá Vestur-Evrópu og stefnu-
breytingu Bandaríkjamanna á vit
þeirra herfræðilegu valkosta, sem
fyrir hendi eru að þeirra áliti. Það
myndi að öllum líkindum einnig
vekja spurninguna um alveg nýjar
hliðar í sambúð risaveldanna, en
það virðist á hinn bóginn hvorki
gerlegt né tímabært eins og sakir
standa.
Rök fyrir Reagan?
Því hefur verið haldið fram, að
öldungadeild bandaríska þingsins
hafi veitt Reagan forseta dipló-
matískan byr undir vængina með
því að láta í Ijósi þetta greinilega
óánægju með frammistöðu ríkja
Vestur-Evrópu eins og fram kom í
afstöðu þeirra 41 öldungadeild-
arþingmanns, sem greiddu at-
kvæði með tillögunni. Ástæðan er
sú, að Reagan geti nú sagt við ráð-
amenn Vestur-Evrópu, að ef fram-
lög ríkja þeirra til varnarmála
aukist ekki og nái að minnsta
kosti þriggja-prósenta markinu,
muni þau öfl, sem þessa stundina
eru minnihlutinn í bandaríska
þinginu, geta styrkst og vaxið upp
í að verða meirihlutinn. Vestur-
Evrópa eigi því, með því að sýna
lit í þá átt að auka fjárframlög sin
til varnarmála, að geta verið
Reagan forseta innan handar við
að hafa taumhald á ástandi mála
innan bandaríska þingsins og
koma í veg fyrir að meirihluti
myndist á þingi, sem sé fylgjandi
einhliða heimkvaðningu banda-
rísks herafla frá Vestur-Evrópu.
Slíkir þankar geta svo sem haft
ýmislegt til síns ágætis í því skyni
að skýra nánar vissa aðferð við
röksemdafærslu. En svo framar-
lega sem við Vestur-Evrópubúar
höfum á réttu að standa varðandi
þá ályktun okkar, að það sé enn
sem komið er í þágu þjóðarhags-
muna Bandaríkjamanna að komið
verði í veg fyrir, að Ráðstjórnar-
ríkin vinni sér yfirburðastöðu og
nái undirtökunum í Vestur-Evr-
ópu, þá hefur slík röksemdafærsla
vart nokkur áhrif á gang mála.
Það sem umfram allt verður að
koma fram er, að Bandaríkjamenn
sjálfir geri það sæmilega lýðum
ljóst, hverjir séu þessir banda-
rísku þjóðarhagsmunir að þeirra
eigin skilning, og hvernig þeirra
skuli gætt. Sjái forseti Bandaríkj-
anna sér ekki fært að sannfæra
bandarísku þjóðina um, að megin-
drættirnir í þeirri utanríkis-
stefnu, sem Bandaríkin hafa
hingað til fylgt, séu stöðugt í þágu
bandarískra þjóðarhagsmuna, þá
verður ekki annað sagt en að það
sé ósköp lítið, sem Vestu-Evrópa
út af fyrir sig getur gert í því máli.
Ríkin í Vestur-Evrópu leggja þó,
þegar öllu er á botninn hvolft
fram sinn vissa drjúga skerf til
varnarmála álfunnar.
Ef málum er svo komið, að um-
ræðurnar um þriggja-prósenta
mörkin geti í raun og veru leitt til
einhliða heimkvaðningar banda-
Hsks herafla frá Vestur-Evrópu,
þá verður að telja fulla nauðsyn á,
að tekið verði til ítarlegrar athug-
unar til hvers við séum eiginlega
að burðast með Atlantshafs-
bandalagið.
Arne Olar Brundtland er aérfræð-
iagur í öryggis- og afvopnarmálum
vid Norsku utanríkismálastofnun-
ina.
Minning:
Solveig Kolbeinsdótt-
ir frá Skriðulandi
Fædd 23. marz 1927
Dáin 5. ágúst 1984
Sennilega hefur drengskapar-
hugtak fornnorrænnar menningar
verið hjartagrónara vitund, skoð-
un og vilja Solveigar frá Skriðu-
landi en annað hið mikla, andlega
mál, sem minnin geyma í íslenzkri
þjóð- og sagnfræði. í reisn þess og
falli mun hún hafa fundið ýtrustu
frábrigði skáldamálsins um menn
geðfelldrar hugkyrrðar sátta og
góðhuga og svo óróans, er leiddi til
ógæfuverka hefnda og holundar-
sára. Lagði Solveig mikla rækt við
islenzk fornfræði og var allt frá
bernskudögunum norður í Kol-
beinsdal handgengin sögunum,
ekki sízt Grettlu og Sturlungu, af
lestri Kolbeins föður síns, er flutti
fram af þeim tilfinninga- og
skilningsrómi, sem var mikill yfir
málinu, og Kristins Sigurðssonar
á Skriðulandi, afa síns. Áttu þau
eina og óskoraða áhugaleið í þessu
efni Kristinn og sonur hans og
sonardóttir, óvenju sammerkta og
eindregna, en kynslóðabil gaf ólík
auðkenni frásagnar, ritstarfa og
skólalærdóms. Munnleg framsögn
var snilldarhæfi á hvíldarstaðnum
Skriðulandi á erfiðri og viðsjálli
gönguleið um Heljardalsheiði á
tima Kristins og konu hans Hall-
fríðar Jónsdóttur frá Efra Ási.
Færi meira til ígrundunar sögu og
ritunar, er þau Kolbeinn og Krist-
ín kona hans Guðmundsdóttir frá
Smiðsgerði bjuggu á Skriðulandi,
þótt harðsóktar ferðir væru enn
tíðar um Heljardalsheiði vegna
viðgerða á símalínunni, sem þar
var lögð í upphafi norður um land
frá Seyðisfirði. Eftirlitsstöð var á
Skriðulandi og skipti sköpum á
svo afskekktum bæ, því að daglegt
samband var við Svarfdælinga og
nágrannastöðvar í Skagafirði.
Koíbeinn vandist því snemma
meðfram fyrri sögu og fornum
háttum hreyfing hinnar nýju ald-
ar og breytingum. Hélt hann veð-
urathuganastöð í áratugi og varð
það ásamt nálægð margra byggða
í línunum í símaborðinu óbein
hvatning til skoðunar nýrri tíðar
sögu og samtímaviðburða.
Hér skal ekki fjölyrt um ritstörf
Kolbeins fræðimanns á Skriðu-
landi, er lézt á sumrinu 1983, 92
ára, enda þótt getið skuli um
minningargreinar hans um horfna
samtíðarvini, vegna hins óvenju-
lega næmis hans i skilningi á lífi
og aðstæðum annarra, fágunar og
glæsileika málsins, svo sem ljós-
ast er af ritgerð hans um síra
Benedikt prófast Vigfússon á Hól-
um og ýmsum greinum í Skag-
firzkum æviskrám.
Solveig var fædd á Skriðulandi
hinn 23. marz 1927, 11 árum eldri
en Hallfríður systir hennar. Sig-
urður bróðir þeirra lézt í bernsku,
en fósturbróður áttu þær, Kolbein
Sigurðsson úr Hjaltadal, er lézt
ungur fjölskyldumaður á Akureyri
fyrir fáum misserum. Allt um
miseldri þeirra Skriðulandssystra
og Kolbeins, var félag þeirra gott
og vinfengi náið. Er söknuður
Hallfríðar mikill eftir Solveigu, en
foreldrar og fósturbróðir horfin
burt á skömmum fresti. Áttu sam-
SVAR
MITT
eftir Billy Giraham
Úr djúpinu
Foreldrar mínir hafa skilið, og ég á heima hjá ömmu minni,
sem er orðin háöldrud. Ég er ekki við eina fjölina felldur og
þarf á hjálp að halda. Ég er í hópi, sem lætur sér ekki allt fyrir
brjósti brenna, og ég óttast, að við göngum of langt. Mig
langar til að breyta Ifferni mínu, en ég hef ekki rekizt á neinn,
sem getur lagt mér lið. Eigið þér ráð handa mér?
Ég vildi, að ég gæti spjallað við þig augliti til aug-
litis. Þú ert í hópi þeirra mörgu, sem ætluðu að
„hressa sig“ á einu og öðru, en það dró þá niður í
svaðið. En þú skrifar mér, predikara, og þá verður þú
að fyrirgefa, að ég predika fyrir þér.
Það er til kærleikur, kærleikur Guðs, handa þér og
handa öllum hinum í hópnum. Guð elskaði þig svo
heitt, að hann fórnaði sér þín vegna. Hann veit um
allar syndirnar, sem þú hefur drýgt og að þær svipta
þig hamingju, af því að þú fyllist sektarkennd.
En hann lætur sér ekki nægja að þekkja þig og
breytni þína. Hann hefur gert ráðstafanir vegna þín.
Biblían segir okkur, að laun syndarinnar séu dauði —
andlegur dauði — einangrun frá Guði. En Guð sendi
son sinn til þess að deyja á krossinum, til þess að sýna
þér fullkomna leið í burtu frá syndalífi þínu. Kristur
dó fyrir þig á krossinum, og hið eina, sem þú þarft að
gera, er að þakka honum fyrir það og trúa á hann sem
frelsara þinn.
Við lendum í miklum erfiðleikum, en Guð skilur
okkur ekki eftir eina og yfirgefna. Þú kemst að raun
um, að Kristur sem dó þín vegna, lifir nú þín vegna.
Láttu hann verða vin þinn. Talaðu við hann, bið
hann um hjálp. Bið hann að veita þér sigur, þegar
freistingarnar sækja á. Gefðu honum tækifæri til að
sýna mátt sinn, og þú finnur, að hann er lausnin, sem
þú væntir og þráir.
rýndar systurnar glatt og fallegt
heimili í Reykjavík á stúdentsár-
um Hallfríðar þar, en þá hafði
Solveig lokið prófi í norrænum
fræðum og var kennari við
Kvennaskólann. Þetta voru
starfskrafnir tímar en skemmti-
legir í vonum og árangri. Foreldr-
arnir voru um þær mundir á Sauð-
árkróki, þar sem Kolbeinn vann að
fræði- og skrifstofustörfum um
sinn eftir 7 ára bókhaldsstörf hjá
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri. Búskap höfðu þau hjónin
hætt á Skriðulandi árið 1955 og
hefur bærinn síðan legið í auðn,
ábyrgð símalínanna um Heljar-
dalsheiði aflétt og mannaferð yfir
fjallið alls engin, nema á bjartan
sumardag. Fækkar þeim mjög, er
minnast fræðaþularins á notaíegu
kvöldi í Skriðulandsbænum, en oft
voru þau minni rakin, er við skóla-
bræður Hallfríðar vorum gestir
þeirra systra í Tjarnargötu 43.
Móttökurnar vöktu slíka ræðu, er
fram voru bornir réttir íslenzkrar
hefðar fyrri ára. Stóð Solveig fyrir
risnu af þeirri aufúsu og mynd-
arskap, sem ekki gleymist, en
minnti á frásögur í Skagfirzkum
æviskrám um Hallfríði og Krist-
ínu á Skriðulandi.
Það var ekki aðeins háskólalær-
dómur kandidat Solveigar í ís-
lenzkum fræðum, sem gaf sögunni
líf og jafnvel óhagganlega mótun í
hugum okkar gesta hennar, heldur
framar öðru sá grunnur, sem hún
byggði á frá Skriðulandi: Lestur-
inn hreimmikli og hinn orðnæmi
stíll, en fléttuð saman fortíð og
nútíð, er aldir minna á eina
örlagastund, líkt og Davíð frá
Fagraskógi komst að orði í slíkri
veru, vinur Skriðulandsfólks. —
Þá var Solveig skelegg í félags-
skoðun, einörð í vilja og snjöll í
framsögn. Hún var gáfuð, lærð og
mjög skemmtileg kona. Auk þess
bar hún þess daglegt vitni, að hún
var handgengin hinu forna nor-
ræna drengskaparhugtaki, vildi
standa um það vörð og efla í heið-
ríkari huga vaxandi drengja.
Hollur hefur slíkur kennari ver-
ið í staðfestu og hlýju og þrekmik-
il lundin til fræða og stoðar. Þá
var það ómældur fengur nemenda
Solveigar, hve glaðsinna hún var
og góðvildin ríkuleg til að færa
hvaðeina til betri vegar.
Eftirlifandi manni sínum, dr.
iuris Hafþóri Guðmundssyni,
sveitunga sínum úr Hólahreppi,
giftist Solveig hinn 17. ágúst 1963.
Áttu þau 2 dætur, sem nú eru við
tvítugsaldur, Önnu Benediktu og
Kristínu Ragnheiði, og svo einka-
soninn Sigurð Kolbein, sem aðeins
14 ára sér ástúðugri móður á bak.
— Guðs gæfa i hinum beztu erfð-
um beggja foreldra fylgi börnum
Solveigar frá Skriðulandi fram á
veg. Þeim, föður þeirra og móður-
systur votta ég innilega samúð í
þakklátri minningu fornrar vin-
áttu.
Ágúst Sigurðsson frá Mælifelli
Jón G. Guðjónsson
kennari — Minning
í dag kveð ég vin minn, Jón G.
Guðjónsson fyrrverandi kennara,
hinstu kveðju. Mér verður hugsað
til liðinna ára. Ég var svo lánsöm
að kynnast þeim hjónum er þau
fluttu í næstu íbúð við mig fyrir 15
árum. Ég hafði verið leið yfir því
að missa það fólk sem þar hafði þá
verið á undan. Ég fann brátt að
annað gott fólk var komið í stað-
inn, sem reyndist mér sem bestu
vinir fram á þennan dag. Ég vil
þakka Jóni fyrir hve hann átti
alltaf hlý og falleg orð er ég átti í
erfiðleikum. Hann gat ætíð gefið
mér góð ráð sem hjálpuðu og
dugðu og litið var með bjartari
augum til næsta dags. Jafnvel í
þungum veikindum hans gat hann
gefið þaö mikið af sjálfum sér að
maður fór glaðari af fundi hans.
Varla hef ég kynnst traustari og
betri manni og væri óskandi að
fleiri væru til.
Að lokum vil ég þakka Jóni og
konu hans fyrir allar þær góðu
stundir sem ég átti með þeim. Veri
hann Guði falinn. Ég veit að Jón-
ína hefur misst mikið, en Guð
mun launa þér, Jónína mín, allt
það sem þú hefur lagt á þig hina
síðustu mánuði, til að létta Jóni
stundirnar. Guð blessi þig og fjöl-
skyldu þína.
Edda Larsen
María E. Helga-
dóttir — Minning
Mig langar að minnast vinkonu
minnar Maríu með nokkrum
kveðjuorðum. Hún lauk sinni jarð-
vist 15. þ.m. á Borgarspítalanum
eftir langvarandi veikindi. Við
áttum margar samverustundir. Þá
ræddi hún um hin duldu rök til-
verunnar sem oss eru svo hulin.
Hún trúði á hið góða, í von um að
birti til. Það dimmdi mikið þegar
þau hjónin urðu fyrir þeirri miklu
sorg að missa elsta son sinn. Efni-
legan og elskulegan pilt í blóma
lífsins. Én þau áttu eftir 2 drengi
og eina stúlku, góð og efnileg börn,
hún var vel studd af sínum trausta
og duglega eiginmanni sem alltaf
stóð við hlið hennar til hinstu
stundar. Ég trúi því staðfastlega
að Maju uppfyllist allar sínar
óskir og þrár á nýjum brautum.
Ég styð þá von mína með orðum
Kahil Gibran „Trúðu á draum
þinn, því hann er hlið eilifðarinn-
ar. Því hvað er að deyja annað en
að standa nakinn i blænum, og
hverfa inn í sólina," Manni hennar
og börnum sendi ég mínar hug-
heilar samúðarkveðjur.
Anna