Morgunblaðið - 24.08.1984, Page 40

Morgunblaðið - 24.08.1984, Page 40
OPIÐALLA DAGA FRA KL. 11.45-23.30 A US TUfíS TRÆTI22 INNSTRÆtl. SlMI 11633 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 VERÐ f LAUSASÖLU 25 KR. Blöndun laxastofna hér er alltof míkil „ÞAÐ ÆTTI hiklaust að gefa gaum að orðum Nordengs um þá hættu, sem getur stafað af blöndun laxa- stofna. Þótt menn séu almennt þeirrar skoðunar, að ekki eigi að blanda saman stofnum, er það gert hér í allt of miklum mæli,“ sagði lón Kristjánsson, fiskifræðingur, er Mbl. bar undir hann kenningar norsks fiskifræðings, Hans Nord- engs, sem heldur því fram að ratvísi laxins og þeir lífeðlisfræðilegu þætt- ir, sem stjórna laxagöngum, geti gjöreyðilagst vegna kynblöndunar við eldisfisk og aðra laxastofna. Frá þessu greinir ítarlega í frétt á bls. 19 í Mbl. í dag. — segir Jón Kristjáns- son fiskifræðingur um athyglisverðar kenningar norsks vísindamanns Nordeng segir að þessi „erfða- mengun" sé ein meginskýringin á því, að lax gangi nú tregar í norsk- ar ár en var fyrir fáum árum. „Laxinn veit ekki lengur hvar hann á ætt sína og óðul,“ segir hann. Jón Kristjánsson er gamall nemandi Nordengs og kunningi og þekkir kenningar hans því vel. „Áhrif af þessari stofnablöndun eru ekki merkjanleg hér ennþá,“ sagði Jón, „enda tekur þetta lang- an tíma. Ratvísi norska laxins hefur kannski minnkað um 10—15% en hann á samt talsvert eftir. Ég held að Nordeng sé fyrst og fremst að vara menn við og benda á, að hætta geti verið fram- undan ef þess er ekki vel gætt að halda stofnunum hreinum. Við ís- lendingar ættum sérstaklega að hugsa okkar gang, þvi hér hika menn ekki við að kaupa seiði frá öðrum landshlutum eða jafnvel útlöndum ef þeir eru ekki sjálfum sér nógir.“ Góða veðrið áfram BÆNDIJK á sunnan- og vestanverðu landinu hafa fagnað langþráðum þurrki síðustu daga og hafa margir þegar náð að bjarga talsverðu af heyjum í hlöðu eftir langvinnan óþurrkakafla. Frístundabændurnir á Hjarðarnesi á Kjal- arnesi, Ólafur G. Jósefsson og Keynir Jósefsson, voru þar engin undantekning, en á blaðsíðu 4 er spjallað við þá og nágranna þeirra. Gott veður verður um allt land í dag, samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunhlaðið aflaði sér á Veðurstofu íslands í gærkvöldi, og var þar einnig gert ráð fyrir ágætu veðri á morgun, laugardag. Þó fylgdi það spánni að þykknað gæti upp við suðurströndina á laugardag og á sunnudag var gert ráð fyrir suð-austlægri átt með skýjafari fyrir sunnan og jafnvel lítilsháttar rigningu. Ljtem. MbL/Bjarni. Hraðamælingar við grunnskólana EKKI ER mjög langt þangað til skólarnir byrja og þá flykkjast nýir og smávaxnir vegfarendur út í um- ferðina. Umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík mun á næstunni fylgjast vel með akstri öku- manna nálægt grunnskólum borgarinnar og mæla hraða öku- tækja þar. Myndin var tekin nærri Seljaskóla i gær, þegar verið var að fylgjast með um- ferðarhraðanum. Sigurgeir Ólafsson iim garða í Þykkvabæ: Ekki kartöflu- myglusveppur EKKl ER UM það að ræða að mygia sé í kartöflugörðum Þykk- bæinga eins og óttast hafði verið. Sigurgeir Ólafsson plöntusjúk- dómafræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins tók sýni úr 10 görðum í Þykkvabænum og af einum bæ í Villingaholtshrepp. Rannsóknir á þessum sýnum leiddu í Ijós, að þar sem um sjúkar plöntur var að ræða, voru einkennin eins og um grámyglu væri að ræða, sem er ekki næstum eins skaðleg og kartöflumyglan, sam- kvæmt því sem Sigurgeir sagði. Sigurgeir sagði að upphaf þessarar könnunar hefði verið að blettir á blöðum fundust, og kartöflur sem höfðu viss ein- kenni myglu. Hann hefði því far- ið austur, til þess að taka sýni .Skreidarútflytjendur stofna fyrirtæki með Nígeríumönnum Framtíðarmark- mið fiskveidar og vinnsla í Nfgeríu SAMKOMllLAG hefur nú náðst utn stofnun sameiginlegs útgerðar- og fisk- vinnslufvrirtækis skreiðarútflytjenda og Nígeríumanna. Fyrirtækið verður í Nígeríu og í meirihlutaeigu íslendinga, en nígerísk stjórnvöld eiga eftir að staðfesta samkomulagið. Megin- markmið fyrirtækisins veröur fyrst í stað að kanna á hvaða svióum hægt er að nýta þekkingu íslendinga í sjávar- útvegi og í kjölfar þess veiðar og vinnsla við strendur Nígeríu. Það er fyrir miliigöngu Chiev Ak- in George, forseta verzlunarráðs Nígeríu, og skreiðarútflytjenda hér, sem þetta samkomulag hefur náðst, en hann hefur að undanförnu rætt viðskipti Nígeríu og íslands við ýmsa hagsmunaaðila og stjórnvöld hér á landi. Akin George sagði í samtali við Morgunblaðið, að í fram- tíðinni yrði hlutverk þessa fyrirtæk- is fiskveiðar og vinnsla af ýmsu tagi svo og útflutningur sjávarafurða. Kappkostað yrði að sjá Nígeríu fyrir nægilegum fiski og aðstoða stjórn- völd við uppbyggingu sjávarútvegs- ins. Þá sagði Akin George, að Is- landsheimsóknin hefði verið mjög árangursrík, og meðal annars hefði náðst samkomulag við Hafrann- sóknastofnun um að hún tæki við tveimur til þremur mönnum frá haf- rannsóknastofnun Nígeríu i ein- hvern tíma, þeim til upplýsingar og kennslu. Hann sagðist vonast til, að með batnandi fjárhag Nígeríu og stofnun þessa fyrirtækis, gæti Níg- ería að nýju farið að kaupa skreið af fslendingum, en mikilvægt væri, að jafna viðskipti landanna, til dæmis með því, að fslendingar keyptu olíu frá Nígeríu. Ólafur Björnsson, stjórnarfor- maður Samlags skreiðarframleið- enda, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að fyrst í stað yrði kannað hvaða möguleikar væru fyrir hendi í Nígeríu áður en frekari ákvarðanir um franthaldið yrðu teknar. Kanna þyrfti hvernig þekking okkar gæti komið Nígeríumönnum að gagni, hvaða fiskitegundir væru fyrir hendi og fleira í þeim dúr. Því væri enn engan veginn ljóst hvort íslenzk fiskiskip yrðu notuð við veiðarnar, þegar og ef af þeim yrði. Það eru Samlag skreiðarframleið- enda, skreiðardeild SÍS, Sameinaðir skreiðarframleiðendur og Févesk, sem standa að stofnun fyrirtækisins með Nígeríumönnum. sem víðast, og rannsóknir hans á þessum sýnum í gær hefðu ekki leitt til þess að hann hefði getað einangrað kartöflumyglu í sýn- unum, én það sagði hann að hefði örugglega tekist ef um kartöflu- myglusveppinn hefði verið að ræða. „Ég er því kominn á þá skoðun," sagði Sigurgeir, „að hér sé um grámyglu að ræða, sem er sveppaskemmd. Þessi sveppur er mun meinlausari en kartöflu- mygla. Hann fer í dauðan vef og að líkindum hefur bleytan í sumar gert það að verkum að hann hefur vaxið áfram inn í lif- andi vef.“ Sigurgeir sagði að full ástæða væri til þess að vera vel á verði, einkum í tíð eins og verið hefði í sumar, því votviðri og hlýja væru kartöflumyglunni mjög hliðholl. Hann sagði að kartöflubændur hefðu tekið ábendingum í þá átt mjög vel, og þeir væru vel á verði gagnvart öllu því sem óvenjulegt væri eða óvenjulegt gæti talist. Stúlka með hönd í færiband á Reyðarfirði KeyAarnrói, 23. áfpisL VINNUSLYS varó hér f Austursfld f morgun, þar sem fískvinnsla fer fram, er 14 ára gömul stúlka lenti með hægri hönd sína f færibandi. Varð aö logsjóða færibandið í sundur til þess að hægt væri að losa stúlk- una. Læknir kom hingað frá Eskifirði og var farið með stúlkuna í veg fyrir flugvél á Egilsstöðum. Hún var flutt á sjúkrahús í Reykjavík, en ekki er enn hægt að segja til um hversu mikið stúlkan er slösuð. Talið var að hún væri handarbrot- in. Vonast er til þess að hún muni halda hendinni og fullum mætti, því fingurnir virtust heilir. Gréta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.