Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 85 Svein Ellingsen Myndlíst Bragi Ásgeirsson Fjallið Mont SL Vktoríe f Provence (1982). Það er ekki á hverjum degi, sem maður sér jafn mikla einlægni í meðhöndlan pentskúfsins og hjá norska málaranum og sálmaskáld- inu Svein Eliingsen. Listamaðurinn (f. 1929) er staddur á íslandi í sinni fyrstu heimsókn og kynnir myndlist sína í formi 71 gvassmyndar í and- dyri Norræna hússins fram til 16. september. — Þetta er mikill fjöldi mynda en þó fer merkilega lítið fyrir sýn- ingunni vegna þess að hér er um smámyndir að ræða eða svonefnd- ar „miniatúríur". Tæknin sem Ell- ingsen notar á sér langa sögu og viðhafði m.a. Hans Holbein yngri hana í míniatúríur sínar á 15. öld. Sá málaði raunar á pergament og myndir hans og fleiri er aðhylltust þessa tækni i míniatúríur sínar hafa haldið sér ótrúlega vel. Gouache-tæknin stendur þannig á gömlum og traustum grunni. I myndum Svein Ellingsen birt- ist einhver upphafinn og trúarleg- ur kraftur og þær eru málaðar af mikilli natni og einlægni enda sit- ur hann ósjaldan yfir sama mynd- efninu í heil fimm ár. Þetta eru allt mjög hreint mál- aðar myndir og auðsjáanlega gerðar af mikilli þekkingu á tækn- inni enda er listamaðurinn vel skólaður. Þá eru myndirnar al- gjörlega lausar við þá trúarlegu væmni, er stundum fylgir þessari myndgerð því að hér koma fram agaðar tilfinningar og upprunaleg einlægni gerandans. Er hreint furða hve hann nær miklu úr litlu myndefni og hve blæbrigðarík- dómurinn getur orðið mikill á litl- um fleti. Og þótt listamaðurinn staðsetji oft musteri, klaustur, kirkjur og trúarlegar verur inn í myndir sínar þá virka aðrar myndir þar sem hann lætur sér nægja eitt fjall ekki síður sem málaðar af guðlegum innblæstri. Hér eru sem sagt ekki á ferð myndir umbrota og óheftrar tján- ingar heldur fágunar og aga. Svein hefur þannig lítið að sækja til listhefðar aldarinnar og lætur sér nægja að rækta sinn garð. Og þó er ekki hægt að segja að þessar myndir séu gamaldags því að yfir þeim er fágun og þokki, sem verð- ur að teljast til hins sígilda í tíma og rúmi. Lærdómsríkt er að skoða hér vel myndir svo sem „Búdapest" (1), „St. Victoriae-fjallið" (12), „I fótspor Cézanne" (13), „Grenen við Skagen“ (34) og „Hallingskarvet" (71). Þetta er óvenjuleg sýning, sem ánægjulegt var að skoða. L“J r * Úr i úrvali. Hér eru sýnishorn af nokkrum gerðum. Hálsúr í keðju. Stálúr með keðju. Plastumgjörð. Litir: Svart, rautt, bleikt. Ritföng: Pluto blýantar ............ 7,- Bókaplast 3x33cm ..........39,- Hringfarar (Sirklar) .... frá 36,- Stílabækur/ reiknings- bækur ................frá 9,- Teikniblokkir A-4 .........49,- Teikniblokkir A-3 .........55,- Reglustikur með reiknivél, klukku og samanburðartöflu. M. ^ « Skólatöskumar vinsælu FJÁLLRÁVEN og önnur góð vörumerki úr níðsterkum efnum. JJJbod: Skolavörumar ' ærdu hiá okkurn st. 80-116 399,- Barnaúlpur m.hettu .... Skólabuxur, flauel .......st. 110-150 349,- Skólabuxur, denim .. frá 445,- Skólaúlpur ........frá 1.225,- Gott úrval af allskonar fatnaði. Skólabækur-kennslubækur Við bjóðum allar skólakennslu- bækurnar sem gefnar eru út af Almenna bókafélaginu og Bókaút- gáfunni Iðunni. HBtPBkTffh Margir stíga nú sin fyrstu skref á skólabrautinni, en aðrir taka upp þráðinn þar sem frá var horfið s.l. vor. Að mörgu þarf því að hyggja. Skólafatnaði, skólabókum, skólatöskum, ritföngum og ýmsu fleiru. Þessu fylgja oft mikil útgjöld fyrir heimilin og skólafólkið. Það er því mikils um vert að beita hagsýninni. Kaupa vandaða vöru á góðu verði, — fá mikið fyrir litið. AHKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.