Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 93 Og eftir langa rútuferö og svefn í stólum var notalegt að setjast í hann þennan og láta sóltjaldið um að verjast sterkustu sólargeishinum. í gamla bæjarhluta Aþenu, Plaka-hverfinu, eru verslanir á hverju götu- horni. og merkja inn vinnutíma sinn á og hóti lögreglan nú að kyrrsetja rút- una í 12 klukkustundir. Grísku bíl- stjórarnir voru að vonum óhressir yfir þessu og eftir mikið japl jaml og fuður tókst loks að heimta rútu- garminn úr höndum lögreglunnar og áfram var haldið, þrátt fyrir fullyrðingar Þjóverjanna að það væri lífshættulegt hverjum þeim sem upp í rútuna stigi. Það er ekið nótt sem dag, yfir Austurrfsku landamærin í gegnum ægifagurt landslag. Þaðan er keyrt i gegnum Júgóslavíu og yfir til Grikklands. Við sjáum hvernig landslagið því sem sunnar dregur, þar til gróðurinn er orðinn hálf kyrkings- legur, enda talið að einungis um þriðjungur landsvæðis á Grikk- landi sé ræktanlegur. Rúmum þrem sólarhringum eftir að lagt var af stað frá London er komið til Aþenu, og hafði þá verið ekið nótt sem dag. „Erum við nokkuð að breytast í stóla?“ spurði einn far- þeginn annan, og miklar umræður hófust um það hvort það gæti verið vanabindandi að sofa sitjandi! Nýi og gamli tíminn í Aþenu í Aþenu búa um fjórar milljónir íbúa, en um þrír fjórðu íbúanna hafa flust til borgarinnar á undan- förnum 30 árum. Unga fólkið í fjallaþorpunum og eyjunum flýr heimkynni sfn og verða þatttak- endur f hinum amerfska draumi eins og hann kemur fram f Dallas og öðrum sápuóperum, flytja til stórborgarinnar í von um betra líf. Borgin er byggð upp af allmörgum hverfum, sem hvert um sig hefur nokkurskonar miðbæ eða verslun- armiðstöð, og algengt er að fjöl- skyldur og heilu eða hálfu þorpin flytjist í sama hverfi. Þannig hafa hverfin jafnvel á sér hálfgerðan smábæjarbrag og ýmsum gömlum venjum og siðum er viðhaldið á nýja staðnum. Einn þeirra siða sem kemur ferðamanni á óvart, eru setur karlmanna á kaffihúsum, en þeir hafa þann sið að sitja og drekka kaffi og þjóðardrykkinn ouzo á þartilgerðum stöðum, og spila backgammon. Konur fá ekki að stíga þar inn fæti, og f tímarit- inu „The Athenian" var fyrir skömmu sagt frá kaffihúsi sem grfskar konur höfðu opnað f svip- uðum tilgangi og karlarnir. Varla hafði kaffihúsið þó slitið barns- skónum fyrr en þeim hafði tekist að loka þvi, á þeim forsendum að það hefði ekki leyfi til að starfa, en aðalástæðan virtist þó vera sú að kaffihúsið olli miklu fjaðrafoki meðal þeirra sem bjuggu f ná- grenninu og lögreglan því oft köll- uð á vettvang. Kaffihús grfsku kvennanna hefur því verið lokað frá þvf í mars sl., en þær ætla þó að opna aftur innan tfðar og fá til þess opinbera heimild stjórnvalda, þvf eins og þær segja i áðurnefndri grein: „Reglur lýðræðisins hljóta að gilda jafn fyrir konur og karla, og við hljótum að hafa leyfi til að hittast og ræða málin þar sem við viljum hvort sem staðurinn heitir kaffihús eða eitthvað annað.“ „Ekki hægt að breyta heilu landi í fornminjasafn“ Á ári hverju flykkjast ferða- menn til Grikklands, enda munu fáar þjóðir lifa meira f fortfðinni en Grikkir. Ekki er laust við að mörgum þeirra finnist fortiðin jafnvel vera á kostnað þeirra sem nú byggja landið, við heyrðum sög- ur af fólki sem keypti land og gróf fyrir húsgrunni og auðvitað komu upp úr grunninum álitlegur hell- ingur af fornminjum. Fólkið lét yf- irvöld vita og fékk annað landsvæði til byggingar, en allt fór á sömu leið. A þriðja landinu komu þau enn niður á fornminjar og ákváðu að láta engan vita f það sinnið, byggðu húsið og sögðust ekki hafa efni á því að breyta landinu öllu i eitt allsherjarfornminjasafn! Umferð er mikil á götum borgar- innar og mörgum nútfmagrikkjan- um finnst löngu timbært að huga að einhverjum úrbótum, svo sem eins og að koma á laggirnar ein- hverjum neðanjarðarlestum. En það er auðvitað sömu vandkvæðun- um bundið, því undir borginni er að finna aðra borg og heilmikið af hinum margfrægu fornminjum, þannig að nútímagrikkir verða að láta sér lynda að lenda í umferð- arhnútum á mestu annatímunum og aka á yfirfullum strætum. Við fengum smá nasasjón af því hvern- ig það er að keyra um götur Aþenu, er við fengum bíl að láni til að fara til hins sögufræga staðar Delfí sem er í um þriggja klukkustunda fjar- lægð frá borginni. Umferðin var með minnsta móti er við lögðum af stað um morguninn, því flestir Aþenubúar fara út úr borginni f sumarleyfunum, sækja heim eyjar og fjallaþorp. En þrátt fyrir það var ýmislegt að varast, umferðar- reglur eru lítt í heiðri hafðar og það liggur við að það sé látið duga að flauta fyrir horn. I stuttbuxum og rósóttum skyrtum Þó margir nútímagrikkir séu þreyttir á hinnni ævagömlu menn- ingu sem er alls staðar í kring um þá og undir fótum þeirra verður hið sama ekki sagt um ferðamennina sem sækja heim landið. Hvarvetna má sjá túrista í stuttbuxum og rós- óttum skyrtum með myndavélarn- ar á lofti. Flestir eru þeir í gamla bæjarhlutanum, Plaka og i kring- um Akrópólis. í gamla bæjarhlut- anum eru þröngir krákustigar, og sölubúðir fyrir ferðamenn á hverju horni. Við fylgjum straumnum upp hæðar Akrópólis i steikjandi sól- inni. Uppi á hæðinni má líta nokk- ur meistaraverk byggingarlistar- innar, Parþenon sem á blómaskeiði griskrar heiðni var einn helsti helgidómur Aþenu, en breytt í kirkju eftir tilkomu kristninnar. Grikkir virðast reyndar hafa hald- ið þeim sið að mestu leyti að breyta fornum hofum i kirkjur en jöfnuðu hofin ekki við jörðu eins og margar aðrar þjóðir. Tyrkir gerðu Parþen- on síðar að bænahúsi múhameðs- trúarmanna, svo ekki er hægt að segja annað en hofið hafi þjónað mörgum guðum. Skammt þar frá er annað hof Erekþeion, helgað Aþenu verndargyðju borgarinnar, og litið hof sem nefnist Vængjalaus sigur. Á blómaskeiði háborgarinn- ar Akrópólis gengu þeir um hér Sókrates og aðrir meistarar og nærðu unglingana á andlegu fóðri, því líkamleg vinna var þeim langt i frá samboðin. Þeir sem hafa gaman af griskri sögu geta sótt eitthvað af hinum mörgu söfnum borgarinnar heim, en þar er að finna ótölulegan fjölda alls kyns forngripa. Við látum okkur þó nægja að sækja heim National Archaeological, og sjáum m.a. hvernig griskar höggmyndir hafa þróast í gegnum tiðina. Við höfum ákveðið að sækja heim hina heilögu borg Delfi, en frásögn þaö- an verður að bíða betri tima. Við ákveðum að láta fortiðina lönd og leið og bragða einhverja hinna gómsætu rétta sem Grikkir eru margfrægir fyrir. myndir og texti: Valgerður Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.