Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 30
110 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Michael sinni hefur birzt á popphimninum. Nýjasta platan hans, Thriller, hefur þegar selzt í stærra upplagi en nokkur önnur LP-plata fyrr eða síðar og tónleikaferð hans um Bandaríkin þver og endilöng hefur verið svo tilþrifamikil og hlaðin íburði að enginn annar hefði efni á slíkri útgerð nema ef vera skyldi NASA, svo notuð séu orð þess manns sem ber ábyrgð á skipulagningunni. Tónleikar í New York voru hápunktur ferðarinnar og segir hér frá þeim og „maskínunni“ sem hefur gert þennan 25 ára gamia söngvara að heilli iðngrein, ef svo má að orði komast. Anddyrið í Helmsley Park Hot- el í New York — en þeirri stofnun er bezt lýst svo að hún sé í „síð-Liberace-stír — var að fyll- ast af Michael Jackson-eintökum. Tvífararnir voru eins og mý á mykjuskán. Undir gylltu ljósa- krónunni stóð táningurinn Micha- el Jackson í einkennisbúningi reglunnar við hlið stúlku sem sat í hjólastól og fitlaði við dökku gler- augun, mjög upptekinn af sjálfum sér. Rétt hjá, fyrir framan stóran spegil í gylltum ramma, stóð smækkuð og enn yngri útgáfa af Michael Jackson í pallíettu-jakka með einn hvítan hanzka þar sem hann snarsnerist á alla og enda og kanta fyrir framan hóp kaup- sýslumanna, sem voru ruglaðir í ríminu, í miðri hringiðu drauma- maskínu Michael Jackson. Þetta er draumavél í glerhörð- um sölustíl. í anddyrinu var fleira fólk — öryggisverðir í jakka- fötunum sínum, einkennisklæddir lögregluþjónar, vöðvastæltir negr- ar í æfingagöllum, vopnaðar lögg- ur f einkennisbúningi — á nálum og ákveðnir í að sjá til þess að þeir aðdáendur sem voru komnir svona langt kæmust ekki lengra. Það var á hreinu að jafnvel þessi hjörð af afsprengjum Jackson átti ekki möguleika á að komast að lyftun- um sem voru aðgangurinn að hin- um luktu hæðum — beint uppi yf- ir anddyrinu — þar sem Jack- son-fjölskyldan hafði leitað hælis. Alvarlegar líkamsmeiðingar biðu þeirra sem yrðu svo vitlausir að reyna. Fyrir utan gistihúsið beið mannfjöldinn sem hafði staöið sína vonlausu varðstöðu daglangt í þeirri daufu trú að raunveru- legum Jackson sæist bregða fyrir í svip í einhverjum glæsivagninum sem stóð utan dyra. Bílarnir voru bara hafðir til að villa um fyrir fólkinu. Þeir Jackson-bræður eru nefnilega komnir á það stig í líf- inu að þeir ferðast ekki með öðru en lyftum sem ætlaðar eru starfs- fólki, og síðan liggur leið þeirra um neðanjarðarbílgeymslur og þaðan komast þeir með því að fela sig í sendiferðabílum. Þeirra er stöðugt gætt — nema þegar þeir eru á sviðinu — og forðað frá því að almenningur glápi á þá úr of mikilli nálægð. Þeirra er m.a.s. gætt mjög vel á þessari „Sigurför Jacksona" þar sem allir Jackson-bræðurnir, sex talsins, syngja sig út og suður um gjörvöll Bandaríkin. Á fjórum mánuöum halda þeir 40 tónleika með 2,5 millj. tónleikagesta og þeir sem eru hnútum kunnugir eru sammála um að þetta sé íburð- armesta fyrirtæki í gjörvallri sögu hins amríska skemmtanabransa. Isalarkynnum sfnum, langt fyrir ofan kófið á Manhattan fréttum við að Michael Jackson væri að horfa á sjónvarpið og halda uppi á snakki alls konar lögfræðingum, endurskoðendum og ráðgjöfum, á meðan einkamatreiðslumaður hans stæði frammi í eldhúsi og hreinsaði grænmetið sem ræktað væri með fullkomlega náttúrleg- um hætti og hann ætlaði að hafa til kvöldverðar. Hann er trúr köllun sinni sem vottur Jehóva og þar sem leiðir hans hafa legið að undanförnu hefur hann hætt sér út í úthverfin til að dreifa Varðturninum. Senni- lega er enginn annar vottur Jehóva sem vinnur þetta verk í dularklæðum. Hann notar sér- stakt munnstykki til að breyta sinni frægu og fögru ásjónu og til að hylja hana hefur hann slútandi hatt og skammt undan er sendi- ferðabíll troðfullur af vörðum sem vaka yfir honum. Og svo ver hann, að því er okkur er sagt, allmiklum tíma til að vitja dauðvona barna í sjúkrahúsum. Á hverjum tónleikum er heilli her- deild af hjólastólum ekið á vett- vang og stundum kemur meira að segja fyrir að sjúkrarúmum er ek- ið í salinn og raðað upp á bezta stað við sviðið. Hvorki sjúkir, lam- ir né dauðvona eru útilokaðir frá þessari blessun áratugarins í skemmtanabransanum. Það er enginn vafi á því að Michael Jackson er mesta stór- veldið á skemmtanamarkaðnum um þessar mundir. Síðan plata hans, Thriller, kom á markað í nóvember 1982 hefur hún selzt í 40 milljónum eintaka og enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana á verðlaunapalli en í ár hlaut hann átta Grammy- verðlaun. Gífurleg og ört vaxandi sala er í alls konar dóti sem kennt er við Michael Jackson. Nafn hans og ímynd selja hvað sem er, milljónir plakata, boli og jafnvel úr. Bráð- um kemur á markaðinn Michael Jackson-brúða og þegar hafa fyrirframpantanir tryggt að þetta verður mest selda brúða sem nokkurn tíma hefur komið á markað. 9 Jackson er sagður afar vand- fýsinn varðandi gæði þeirrar vöru sem hann lætur bendla sig við. Sagt er að hann hafi hafnað 95—99% allra tilboða sem honum berast og þannig orðið af auka- tekjum upp á nokkrar milljónir á næstu árum. Hann vantar ekki peningana. 1 fyrra hafði hann yfir 50 milljónir dala í tekjur. „Michael er mjög gáfaður og mjög klókur,“ segir lögfræðingur hans, John Branca. „Þetta er ekk- ert Colonel Tom Parker eða Elv- ismál. Að sumu leyti er hann eins og tiu ára krakki og þaðan kemur fjörið. Þetta er sá hluti af mannin- um sem vekur alla þessa athygli. En hin hliðin er sextugur snilling- ur. Hann er klárasti listamaður sem ég hef fyrir hitt.“ Þrátt fyrir alla velgengnina hingað til, bæði sem skemmti- kraftur og söluvara, eru Branca og aðrir í föruneytinu ekki í vafa um að Michael Jackson eigi enn eftir að auka veldi sitt til mikilla muna. öll kvikmyndaver í Hollywood hafa boðið í Jackson og þau kepp- ast um að bjóða hærri og hærri fjárhæðir þannig að þegar er ljóst að Michael Jackson fær greidd hæstu laun fyrir fyrstu kvikmynd- ina sem sögur fara af. í bili er hann að velta fyrir sér tveimur hæstu tilboðunum, að sögn Branca, en uppskrift hans að vel- gengni er einföld: „Maður frum- sýnir æðislega mynd og setur á markað æðislega plötu á sama tíma. Fyrst hugsar maður um söl- una og svo ræktar maður markað- inn. Nú er svo komið að Michael Jackson eru engin takmörk sett nema ef vera skyldi himinninn.“ Allt virðist þetta hafa þau áhrif á fólkið í kringum Jackson að það fær við og við köst og slær um sig með stóryrðum. „Þið getið gleymt öllu því sem hingað til hefur gerzt í skemmtanabransanum," segir auglýsingastjórinn sem ber ábyrgð á sigurförinni. „Þessi ferð er Guatemala og E1 Salvador." Hann höfðaði til þeirrar stað- reyndar að hvorki meira né minna en 650 frétta- og sjónvarpsmenn þyrptust til að vera viðstaddir opnunartónleikana í Kansas City. Sá mannafli nægði til að flytja fréttir af þó nokkrum smástyrj- öldum. Helztu dagblöð í Banda- ríkjunum eru komin með sérstaka „Michael Jackson-deild", svo og til þeirra tíu þúsund beiðna um viðtöl og frímiða á tónleika sem borizt hafa á síðustu vikum. Slfkum beiðnum hefur öllum verið hafnað. En hann hefði alveg eins getað verið að vitna til hins pólitíska ágreinings og innbyrðis erja sem hafa sett svip sinn á allt ferðalag- ið frá því að fyrst var frá því sagt í nóvember sl. í þeim lágkúrulegu átökum eiga hlut að máli lögfræð- ingar, endurskoðendur, auglýs- ingastjórar, ráðgjafar, ýmsir úr Jackson-fjölskyldunni og síðast en ekki sízt - hinn harðsvíraði Don King, negrinn sem mjög hefur lát- ið að sér kveða í sambandi við kynningu á hnefaleikurum. Það var King — sem auðgaðist á því að auglýsa upp Mohammed Ali og Larry Holmes m.a. — sem átti hugmyndina að ferðalaginu og það var hann sem sannfærði foreldra Jackson, Joe og Kathleen, um að hann væri sá maður sem megnaði að sameina Jackson-bræðurna sex og senda þá í þessa tónleikaferð sem áreiðanlega verður ekki endurtekin. King lofaði gróða af þessu fyrirtæki upp á 100 milljón- ir dala. % n reynsluleysi Kings þegar kynning á tónlist er annars vegar, grobb hans og frekjuleg framkoma hefur ekki orðið honum til framdráttar innan Jackson- fjölskyldunnar. Michael, sem féllst á að fara í þessa tónleikaferð fyrst og fremst til að þóknast fjöl- skyldu sinni sem hefur stutt hann með ráðum og dáð frá því að hann hóf feril simm sem skemmtikraft- ur fimm ára að aldri, hefur öðrum Breytt vaxtakjör á spariveltureikningi avoxtun Sámvinnubankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.