Morgunblaðið - 28.10.1984, Síða 16

Morgunblaðið - 28.10.1984, Síða 16
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 KrLstján Ólafsson á Dalvík: „Safnað Hefur komið upp byggða- safni á eigin spýtur etta er einhver árátta sem maður fær og losnar ekki við, sagði Kristján Ólafsson á Dalvík sem hefur í fimmtán ár safnað gömlum munum úr byggðarlagi Dalvíkur og nágrennis, og á nú orðið all álitlegt safn. Við bönkuðum upp á og fengum að skoða safnið, sem inniheldur á bilinu 950 til 1000 muni. Það vakti athygli blaðamanns að munirnir voru allir í röð og reglu, snyrtilega uppraðaðir og hreinir, rétt eins og komið væri á opinbert safn. Hvaðan hefurðu aðallega fengið þessa muni? Hlutirnir eru nánast allir frá Dalvík og úr Svarfaðardalnum. Það má segja að þrjú heimili séu aðal uppistaðan og það eru býlin Yira-Holt, Ytra-Hvarf og Melar í Svarfaðardal. Fólk er að gauka þessu að manni af því það veit að maður er að safna þessu og svo vegna þess að það veit að hlut- irnir fara ekki úr safninu heldur verða hér jafnvel þó ég flytji og byggðasafn verði ekki komið formlega á fót. Munirnir eru nú á bilinu frá 950 til 1000 og allir eru þeir skrásettir þar sem ég færi inn allt það sem ég veit um hvern hlut, eins og til hvers hann var notaður, og hverjum hann tilheyrði. Þetta húsnæði er orðið allt of lítið og ég er með bílskúr úti í bæ sem er fullur af stærri munum og senn kemur að því að ég þarf að leigja viðbót- arhúsnæði. Eins og þú sérð þá er kjallarinn fullur af þessu og garðurinn líka og enn eru munir sem ég kem hvergi inn. Ég er t.d. nýbúinn að fá hluti sem eru um 100 og eru ekki komnir á skrá. Draumurinn er auðvitað að Dalvík fái sitt eigið byggðasafn og það kemur að því. Spurningin er hvenær. Að sjálfsögðu myndu munirnir hérna fara beint þang- að. Kristján Ólafsson, fulltrúi kaupfélagsstjóra á sjávarntvegssviði, safnar einnig frímerkjum. Kristján hefur um 15 ára skeið safnað gömlum munum úr byggð- arlaginu og hefur komið upp miklu og vel hirtu safni með u.þ.b. 1000 munum. Er ekki mikil vinna að standa í þessu? Jú, það er óhætt að segja það. Það þarf að útbúa spjaldskrá yf- ir munina og skrásetja þá. Ef þeir eru illa farnir þarf að lag- færa þá þó ég breyti engu og láti þá vera í upprunalegu formi. Það þarf að þrífa og þurrka af og konan mín hefur nú hlaupið und- ir bagga með mér hvað það snertir. Það vantar fleiri klukku- stundir í sólarhringinn ef ég ætti að geta sinnt þessu eins og ég vildi. Kaupirðu sjálfur eitthvað af munum? Nei, alls ekki. Ég held að fólk ætlist ekki til greiðslu, því þó ég sé að safna þessu kemur þetta safn til með að tilheyra Dalvík- ingum í framtíðinni. Þó ég ágirnist vissa hluti þá reyni ég aldrei að sníkja þá eða bjóða borgun. Fólk kemur og býður mér hlutina. Þetta væri kannski öðruvisi ef ég væri ekki að safna þessu svona persónulega, þ.e.a.s. ef ég væri kannski að safna fyrir byggðasafn Dalvíkur. Hefurðu söfnunaráráttu á fleiri sviðum? Já, ég er nú hræddur um það. Eins og ég sagði áðan er ég hald- inn, þessari söfnunaráráttu og auk þess að safna þessum mun- um safna ég frímerkjum, bókum og tímaritum. Þetta er í raun- inni ekkert verra en að vera að horfa á myndbönd hálfu og heilu kvöldin og ég tel þetta vera miklu heilbrigðara. Fólk verður að hafa einhver áhugamál og sérstaklega er fólk lætur af störfum er nauðsynlegt að hafa eitthvað að hverfa til. í fyrra stofnuðum við tíu félagar hérna félag safnara sem við köllum „AKKA“félagið en menn akka samkvæmt skilgreiningu orða- bókar einhverju saman og þann- ig er nafnið tilkomið. í félaginu safna meðlimir einhverju eins og jólakortum, frímerkjum o.s.frv. • Við hittumst, vinnum að sýning- um, héldum fyrir skömmu frí- merkjasýningu sem stóð í þrjá daga, miðlum fróðleik og tölum um áhugamálið að safna. Þetta er skemmtilegur félagsskapur. Annars er þetta tímafrekt að safna svona og maður verður að gæta sín að fara ekki að safna fleiru sem oft vill verða freist- andi. Er almenningi leyft að koma og skoða hérna hjá þér í kjallar- anum? Já, já, og hér koma iðulega ferðamenn og fá að skoða. Það eru allir velkomnir hingað til að líta á þetta svo framarlega sem húsrúm leyfir, sagði Kristján að lokum. GRG Það er ekki aðeins kjallari heimilis hans sem er fullur af gömhim hlutum heldur er garðurinn hans undirlagður líka. Á myndinni má sji gamla kolavigt. Morgunblaðið/ Friðþjófur Ef lesendur blaðsins eiga leið um Dalvík þi er þeim að sögn Kristjins velkomið að Ifta i safnið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.