Morgunblaðið - 28.10.1984, Side 18

Morgunblaðið - 28.10.1984, Side 18
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 CHAPIIN OG í október árið 1952, mánuði eftir að Charles Chaplin og fjölskylda hans steig um borð í Queen Elizabeth í New York á leið til Bretlands, lét bandaríska alríkislögreglan (FBI) frá sér fara hnausþykka skýrsiu um grínleikarann fræga, sem náði yfir næstum 40 ára tímabil af ævi hans og í var m.a. yfirlit um stjórnmálaleg tengsl hans og ástarævfintýri. Eitt eintak var sent James P. McGranery dómsmálaráðherra, sem hafði til- kynnt 20. september að hinn breskættaði Chaplin mundi ekki fá leyfi til að koma aftur inn í landið án þess að vera yfirheyrður áður af útlendingaeft- irlitinu. En það var ekki nóg með að alríkislögreglan hefði áhuga á Chaplin, heldur einnig njósnaþjón- usta landhers og flota, CIA, skattstofan, innanrík- isráðuneytið og meira að segja bandaríska póst- þjónustan. í dag eru ennþá til eitthvað um 15 þúsund blaðsíður af opinberum skýrslum um Chaplin, sumar hverjar hafa nýlega verið dregnar fram í dagsljósið samkvæmt lögum um upplýs- ingaskyldu. Púsundir blaðsíðna hafa verið eyði- lagðar eða er enn haldið leyndum. hann veitti fjárstuðning: Sp: Veittir þú Kommúnista- fiokknum fjárstuðning á árunum 1922 og ’23? Sv: Nei. Sp: Hefur þú einhvern tímann veitt Kommúnistaflokknum fjár- stuðning? Sv: Það er ég viss um að ég hef aldrei gert. Ekki svo ég ... Eg i.g er Chaplin bjó í Bandaríkj- unum í um 40 ára skeið. Njósnaþjónusta hersins fór fyrst að fylgjast með honum árið 1919 vegna fjárstuðnings hans við róttækling- inn Max Eastman, sem gaf út tímaritið Liberator. Þremur árum seinna réðst alríkislögregian inn á ráðstefnu bandaríska Kommún- istafiokksins i Bridgman, Michig- an, og hafði uppá bréfum og skýrslum, er tengdu Chaplin við „Parlor Bolsheviki", sem var auð- ug klíka í Kaliforníu, sem m.a. sósíalistinn Upton Sinclair og verkalýðsleiðtoginn William Z. Foster voru orðaðir við. í október 1942 talaði Chaplin í ræðu fyrir opnun „annarrar víg- línu“ til stuðnings Sovétmönnum í stíðinu og níu mánuðum seinna var hann orðinn rækilega flæktur í rannsókn alríkislögreglunnar á hinu fræga faðernismáli, sem leikkonan Joan Barry höfðaði gegn honum. Chaplin var grunað- ur um að hafa brotið lög um hvíta þrælasölu og um að hafa brotið á borgararéttindum leikkonunnar. Árið, sem rannsóknin stóð yfir (Chaplin var sýknaður 1944 af báðum ákærunum), söfnuðu alrík- islögreglumennirnir að sér yfir þrjú þúsund blaðsíðum af skýrsl- um og viðtölum, sem í voru meðal annars aðdróttanir þess efnis að Chaplin hefði tvisvar skipað fyrir um fóstureyðingu, tvisvar lagt á ráðin við lögregluna í Beverly Hills um að fiæma Barry úr bæn- um og að hann hefði verið flæktur í svartamarkaðsbrask. Þeir voru meira að segja þess fullvissir að Chaplin hefði á einhvern hátt tek- ist að skipta um blóðflokk fyrir blóðprufuna, sem sýndi svo ekki varð um villst að hann var ekki faðir að barni Barry, Carol Ann. Alríkislögreglan hafði komist að því að Barry, sem hét að vísu Mary Louise Gribble í fyrstunni, hafði fram að þessu notað fjölda dulnefna og ferðast um landið skiljandi eftir sig ógreidda reikn- inga og vonsvikna biðla eins og t.d. J. Paul Getty. Á meðan á rannskókn alríkis- lögreglunnar á Barry-málinu stóð, unnu starfsmenn hennar náið i samvinnu við skattstofuna og starfsmenn útlendingaeftirlitsins í þeim tilgangi að safna saman upplýsingum um hvaðeina er snerti persónu Chaplins og hans einkamál. Markmiðið var augljóst. Það átti að reyna að tengja hann alþjóðlegu kommúnistasamsæri. Einn maður var sérstaklega lið- legur við að gefa lögreglunni upp- lýsingar. 21. júní 1950 sagði Louis F. Budenz, fyrrum aðalritstjóri kommúnistablaðsins Daily Work- er, sem hafði sagt sig úr flokknum fimm árum áður, lögreglunni að árið 1936 hefði Chaplin verið Jafnmikill fiokksmaður og hver annar meðlimur". Budenz hélt þvi einnig fram að snemma á fimmta áratugnum hefðu háttsettir fiokksmenn ráðið Chaplin frá því að gerast bandarískur ríkisborg- ari, „þar sem það myndi vekja upp spurninguna um hann, sem út- lending, gerð yrði árás á einkalíf hans og allrahanda hlutir gætu komið í ljós, sem gætu leitt til þess að hann yrði rekinn úr landi". Að lokum sagði Budenz að honum hefði verið skipað af æðstu mönnum fiokksins að skrifa leið- ara í Daily Workers, sem styddu grínleikarann vegna þess að „við urðum að verja heiðarleika Chapl- ins. kommúnísks listamanns". Áhrifamesta skjal í skýrslu al- ríkislögreglunnar frá 1952 um Chaplin er yfirheyrsla, sem grín- viss. Sp: Dálkahöfundurinn í Holly- wood, Hedda Hopper, skrifaði í dálk sinn þann 27. desember 1943: „Eftir því sem ég hef heyrt, veitti Charlie Chaplin Kommúnista- flokknum 25.000 dollara fjár- stuðning og 100 dollara veitti hann Rauða krossinum.“ Hvað hefur þú um þetta að segja, herra Chaplin.? Sv: Þetta er fullkomin lygi.. Við borgum árlega til Rauða krossins og höfum gert svo í gegn- um árin. Það sama á við um stríðsskuldabréf og allt annað. Ég keypti stríðsskuldabréf fyrir hálfa milljón dollara. Ræðan um „aðra víglínuna", sem Chaplin hélt í New York árið 1942, vakti mikla athygli full- trúanna. Sp: Herra Chaplin, varst þú heiðursformaður menningarfund- ar, sem haldinn var í Carnegie Hall í New York í október 1942? Sv: Ég talaði þar, já. Sp: Þú varst þá heiðursformað- ur þessa fundar? Sv: Ég man það ekki. Ég man að Joan Barry og barnið umdeilda. Chaplin og Oona, kona hans, á samkomu til stuðnings Henry Wallace. leikarinn hafði verið í hjá full- trúum útlendingaeftirlitsins fjór- um árum áður. Chaplin var sér- staklega spurður hvort hann væri meðlimur í hinum og þessum fé- lagasamtökum tengdum Sovét- ríkjunum og hann var yfirheyrður um ýmsa af kunningjum sínum, sem talið var að væru kommúnist- ar. Fulltrúar útlendingaeftirlits- ins voru einnig sérstaklega áhuga- samir um gesti þá sem heimsóttu Chaplin. Þeir spurðu hann að því hvort meðlimir sovésku ræð- ismannskrifstofunnar hefðu heim- sótt hann og Chaplin svaraði: „Ég man það ekki. Sjáðu til, við fáum svo margt fólk í heimsókn. Ég held samkvæmi fyrir mikið af fólki frá ræðismannsskrifstofum, sendiherrum, Kínverjum og svo framvegis. Þeir koma allir i heim- sókn til mín vegna þess að ég er töluvert alþjóðleg persóna, en ekki mikið.“ Chaplin var til lítillar hjálpar þegar fulltrúamir reyndu að fá það út úr honum hvaða samtökum þeir fóru þess á leit við mig að ég talaði þarna. Ég held að Orson Welles hafi verið formaðurinn. Ég var alls ekki formaður og ég átti að tala. Sp: Og hófst þú ræðu þína með þessu ávarpi: „Kæru félagar. Já, ég meina félagar"? Sv: Já. Sp: Og hvað áttir þú nákvæm- lega við með þessu ávarpi? Sv: Ég átti við að það voru greinilega einhverjir Rússar með- al áheyrenda og þar sem við vor- ^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.