Morgunblaðið - 28.10.1984, Síða 21

Morgunblaðið - 28.10.1984, Síða 21
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 85 „Hef verið því mótfallinn að allir þurfi að flytja til Reykjavíkur“ Skáleyjar liggja u.þ.b. 7 km suð- ur frá Svínanesi og Kvígindisfirði. Það er talið að um 160 eyjar, smá- ar og stórar tilheyri jörðinni. Þar búa nú bræðurnir Jóhannes og Eysteinn Gíslasynir. Jóhannes er á ferðalagi er okkur ber þar að á bátnum Sæfara, en Eysteinn stendur úti á hlaði og býður okkur inn í bæ. Þeir bræður eru nýbúnir að reisa þar tveggja hæða hús með útsýnisturni þar sem sjá má út á fjörðinn í allar áttir og segir Ey- steinn þetta mjög gagnlegt m.a. til að fylgjast með kindunum en í Skáleyjum er búpeningi talið flæðihætt og því gott að hafa yfir- sýn yfir fjörurnar. Húsið er veg- legt og vandað og sjást varla betri hús í kaupstöðum, en þeir bræður hófu byggingarframkvæmdir 1981 og nú er húsinu rétt ólokið, eftir er að gera innréttingar á efri hæð- „Við ákváðum að byggja húsið hér nokkurnveginn á sama stað og gamli bærinn stóð,“ segir Ey- steinn. „Gamla húsið hét Sólheim- ar, en við gáfum þessu húsi nafnið Ljósheimar við fjölmenna athöfn síðustu helgina í júlí." I eyjuna komu um 60 manns, afkomendur Sigurborgar og Gísla Jóhannessonar foreldra þeirra Jó- hannesar og Eysteins. Nafnið Ljósheimar drógu þeir bræður af gömlum lýsiskolum úr steini sem komu upp úr húsgrunninum. „Ég hef svona heldur verið því mótfalh..n að allir þurfi að flytja til Reykjavíkur," segir Eysteinn, en forfeður hans hafa búið í eyj- unni í marga ættliði. „Þegar ég man fyrst eftir mér voru sjö byggðar eyjar hér í hreppnum. Um 1920 voru hér á eyjunum á fimmta hundrað manns. Á stríðs- árunum komst los á fólk og það fór að flytja. Bjarneyjar og Her- gilsey fara í eyði ’46, Sviðnur ’56, en lengst er búið í Svefneyjum, Látrum og Skáleyjum, en Skáleyj- ar er eina eyjan í dag, auk Flateyj- ar, sem búið er í allt árið um kring. Það hefur þó ekki verið búið hér óslitið alla tíð, mig minnir að það hafi verið níu vetur sem eyjan var mannlaus, Jóhannes bjó þá f Flatey og ég var kennari á Flat- eyri. Árið 1977 ákváðum við að hefja hér félagsbúskap, og höfum verið hér óslitið síðan.“ Þeir bræður eru með 120—130 fjár á fóðrum, en féð er flutt i Kollafjörð yfir sumartímann. „Þetta er margt tvílembt og því nokkuð stór hópur á haustin. Við erum með kýr fyrir heimilið og ölum upp kálfa sem við fáum í landi. Stærsti þátturinn í eyja- búskapnum eru þó þau hlunnindi sem fylgja eyjunum, æðavarp er hér talsvert, og sömuleiðis selveið- ar þó það hafi nú dregið úr þeim vegna þess hve lélegt verð fæst fyrir skinnin. Þangtekja er bú- grein sem bæst hefur við það sem fyrir var, þangið hér hefur verið nytjað frá því þörungavinnsla hófst á Reykhólum. Mesti annatíminn hér í bú- skapnum er í júni, en þá eru á annað hundruð dagsverk sem þarf að vinna og þetta er leyst meira og minna með aðkomufólki. Hér eru yfirleitt um 10—12 manns í heim- ili á sumrin, en öllu færra á vet- urna.“ — Hvernig er að búa hér á vet- urna. Eruð þið ekkert einangruð? „Það er allt annað líf eftir að flóabáturinn Baldur fór að koma hingað til okkar einu sinni í viku allt árið um kring. Stundum er þó allt hér ísi lagt og báturinn kemst ekki að eyjunni, en þá er jafnvel hægt að ganga á ísnum út í úteyj- arnar og báturinn fer þá þangað með póst og annað. Sumir eru reyndar á þeirri skoðun að það sé óþarfi að búa hér á veturna, en ég tel það skipta miklu að búa hér árið um kring, það er svo margt sem eyjarnar hafa upp á að bjóða, og ef þetta fer allt í eyði, fer margt úrskeiðis í sambandi við þessar gömlu nytjar og hlunnindi. Helstu gallar við að búa hér á veturna er að því fylgir ákveðið öryggisleysi, sem hefur áreiðan- lega ekki átt minnsta þátt í því að fólk flutti héðan. Þetta er þó orðið allt annað mál eftir að siminn kom og nú i seinni tíð hefur það komið fyrir að þyrlur hafa komið til hjálpar ef eitthvað ber út af.“ — Heldurðu að eyjarnar eigi eftir að endurupplifa sitt blóma- skeið? „Við gerum okkur vonir um að hér eigi eftir að þróast mannlíf að nýju, en það verður auðvitað margt öðru vísi en það var áður, Eysteinn Gíslason Þeir bræður Eysteinn og Jóhannes hafa reist sér myndarlegt hús f Skáleyj- um. Þessi gamli torfkofl var m.a. notaður hér áður fyrr til að reykja selkjöt Þórdís Una og Árni ásamt Hjalta syni þeirra. Vinnan í frystihúsinu er ólík vinnu í öðrum frystihúsum, hér er fátt starfsfólk og lítið fer fyrir vélum, skelfiskurinn unninn með handaflinu einu saman. Guðmundur hefur gert upp gamla verslunar- húsið sem byggt var 1885 og breytt því í íbúð- arhús. Gömlu búðarinnréttingarnar eru nú hið veglegasta stofustáss. „Annað hvort verður þetta að ganga hér í frystihúsinu eða byggðin leggst í eyði“ „Var út í Svíþjóð er ég ákvað að flytjast hingað, þá hafði ég aldrei komið hingað.“ Hafsteinn Guðmundsson heitir annar bóndinn í Flatey, en hann er jafnframt oddviti Flateyjar- hrepps. Foreldrar hans bjuggu í Skáleyjum, en Hafsteinn er giftur Ólínu Jónsdóttur sem fædd er og uppalin í Látrum. „Við erum búin að búa hér í Flatey í 18 ár ef ég man rétt,“ segir Ólína eða Lína eins og Flat- eyingar kalla hana. „Við bjuggum 6 ár í Grundarfirði áður en við fluttum hingað. Hvernig mér líkar að búa hérna? Ég kann mjög vel við mig, en tel mig löngu vera búna að læra að það er alls staðar eitthvað að, aðalatriðið er að sætta sig við hlutina og draga fram það sem er jákvætt hverju sinni. “ - Hverjir eru að þínu áliti helstu kostir og gallar við að búa hér í Flatey? „Helstu gallarnir finnst mér vera að hér er allt of fátt fólk, það væri æskilegt að við værum fjöl- mennari hér á eyjunni. Af þessum sökum erum við afskipt í sam- bandi við ýmsa þjónustu. Við get- um t.d. ekki hlaupið til læknis ef eitthvað bjátar á, en við erum í ágætu símsambandi við læknana á Stykkishólmi. Við notum símann talsvert hér í eyjunni, verslum t.d. allt í gegnum simann þar sem eng- ar verslanir eru hérna. Þar sem við erum svona fá, er oft erfitt að skreppa frá á veturna, því það er alltaf ákveðin lágmarksvinna sem þarf að leysa af hendi. Það fylgir þessu lífi líka ákveðið frelsi, fólk hér er ekki bundið af klukkunni eins og margir aðrir. Við erum í nánum tengslum við náttúruna, það er talsvert atriði fyrir fólk á svona stöðum að hafa gaman af dýralífi og gróðri. Mér líkar betur að vera í beinum tengslum við náttúruna en vera á mölinni eins og sagt er. Ég hef mjög gaman að ræktun og því að umgangast dýrin, og það er hægt að hafa mikinn félagsskap af dýr- unum, að mönnunum ólöstuðum." - Á seinni árum hefur þeim fjölgað sem eru hér í eyjunni yfir sumartímann, hafa gert upp gömlu húsin og nota þau líkt og sumarbústaði. Er ekki ólíkt lífið hér á sumrin og veturna? „Jú, þetta eru eins og tveir ólikir heirtíar. Á sumrin er hér yfirleitt fullt af fólki, það er búið í flestum húsunum allt sumarið. Það fylgir því alltaf ákveðin tómleikatilfinn- ing þegar fjölskyldurnar fara heim á haustin. “ - Er þetta ekkert einmanalegt líf? „Ég held að fólk geti orðið miklu íllilegar einmana í þéttbýli en strjálbýli. Sjálfri hefur mig aldrei langað að búa í Reykjavík, þó mér finnist alltaf mjög gaman að koma þangað. Mér finnst fólk miklu stressaðra þar og það vinnur fyrir svo miklu tilgangsleysi. Lífsham- ingjan eykst ekki þó fólk safni að sér ýmsum hlutum." Þau Lína og Hafsteinn eru með um 120 kindur, og hafa fengið nokkra ungkálfa úr landi og alið þá upp. Meðan við Lína höfum set- ið í stofunni og rætt málin hefur Hafsteinn verið að aðstoða Hafþór son þeirra og félaga hans við að koma bátnum þeirra að landi, þar sem kaðall festist í skrúfunni er þeir voru á lúðuveiðum. Hafsteinn er fæddur á Reykja- nesi, Höllustöðum skammt frá Reykhólum. Frá 10 ára aldri ólst hann upp í Norðurbænum á Skál- eyjum. Hann hefur í 10 ár verið oddviti Flateyjarhrepps og undan- farin ár hefur hann unnið talsvert að því að koma upp skelfisk- vinnslu í eyjunni. „Ég er á þeirri skoðun að annaðhvort verði þetta að ganga hér i frystihúsinu, eða byggðin leggst i eyði. Það eru nú um tvö og hálft ár síðan við feng- um leyfi til að veiða og vinna skelfisk, en forsendan fyrir áframhaldandi byggð hérna eru aukin atvinnutækifæri. Ég held það geti í mörgum tilfellum verið kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúið ef byggð leggst niður á svona stöð- um, það hefur t.d. oft komið fyrir að mannslífum hefur verið bjarg- að í skipssköðum af fólki i nálæg- um byggðarlögum, eins og gerðist t.d. við Látrabjarg." - Nú búa hér innan við 20 manns á veturna. Heldurðu að það sé hægt að snúa þessari þróun við, sérðu t.d. fyrir þér 200 manns hér í Flatey eins og tíðkaðist hér áð- ur? „Ég get jafnt séð fyrir mér 200 manna byggð hér i Flatey og eng- an íbúa.“ „Held að margir hefðu gaman af að prófa að búa hér í smátíma“ í skólahúsinu búa Þórdis Una Guðmundsdóttir, dóttir Svanhild- ar bónda í Krákuvör og Árni Sig- marsson ásamt tveim sonum þeirra. „Ég hef búið hér frá þvi ég var á þriðja ári,“ segir Þórdis, „að undanskildum þeim tíma sem ég var í skóla á Reykhólum og tvo vetur var ég í Reykjavík að vinna.“ - Hvernig var að alast upp hér í eyjunni? „Það voru miklu fleiri krakkar hérna þegar ég var að alast upp, við vorum 11 í skólanum og það var alltaf hægt að finna sér eitthvað til að gera. Við vorum t.d. mikið að leika okkur í fjörunni." - Hvernig kanntu við að búa hérna? „Ég kann vel við það, en lífið hér er þó dáltið tilbreytingarlaust. Við förum ekki einu sinni út í búð til að versla, pöntum allt í gegnum símann. Én þetta er mjög heppi- legur staður til að ala upp börn.“ Þau Þórdís og Árni bjuggu í Krákuvör í fyrra en þegar ljóst var að skólinn yrði ekki starfrækt- ur í vetur fengu þau skólahúsið til afnota. „Það voru þrír nemendur í skól- anum í fyrra og þegar eldri stelp- urnar tvær fóru í Laugagerðis- skóla, fannst þeirri yngstu hálf- einmanalegt að vera eini nemand- inn í skólanum svo hún ákvað að fara með þeim.“ Árni vinnur í frystihúsinu og þau Þórdís eru á sama máli um að það vanti fleira fólk í eyjuna. „Okkur líður mjög vel hérna,“ seg- ir Þórdís, „en þetta er áreiðanlega ekki fyrir alla, en þó held ég að margir hefðu gaman af að prófa þetta í smátíma" og Árni bætir við: „Við værum áreiðanlega ekki hér ef skelfiskvinnslan væri ekki hér á staðnum og við vonum að hún geti laðað að fólk.“ Árni er úr Borgarfirðinum, upp- alinn í Deildartungu, „hingað flutti ég fyrir tveim árum og finnst að mörgu leyti mjög gott að vera hérna". - Er eitthvað húsnæði á lausu hér á eyjunni fyrir þá sem vildu koma að vinna í skelinni? „Já það eru einhver hús á lausu. Hreppurinn á þetta hús sem við erum í og annað til sem enginn býr í, þannig að húsnæði er fyrir hendi.“ „Fólk lifir hér í skemmti- legri nálægð við náttúruna“ „Þetta hús er upphaflega byggt sem verslunarhús árið 1885. Eg keypti það 1973 og hef verið að gera það upp smám saman.“ Guð- mundur Olafsson hefur búið í Flatey frá 1972 og segir það of langa sögu i stutt viðtal að segja frá hvernig það atvikaðist. „í ör- stuttu máli þá var ég út í Svíþjóð þegar ég ákvað að setjast að í Flatey, hafði þá aldrei komið hingað, nei, ég á ekki ættir mfnar að rekja héðan, ég er Þingeyingur, frá Húsavík." Guðmundur er þúsundþjala- smiður, er með stóra smiðju á lóð- inni þar sem kennir ýmissa grasa, þar eru smíðaáhöld og verkfæri af ýmsu tagi. Guðmundur var fyrstu árin kennari f Flatey, en hefur snúið sér að öðrum verkefnum undanfarin ár, hefur m.a. unnið talsvert við að gera upp gömlu húsin í eyjunni. Þar að auki hefur hann tekið að sér ýmis verkefni, m.a. myndskreytt bækur, og nú er hann á leið til Bandarfkjanna ásamt konu sinni Ingunni Jak- obsdóttur og bömum, en kona hans hefur verið kennari við Barnaskólann undanfarin ár. „Við komum aftur næsta sumar, ég verð í myndlistarnámi í vetur og við verðum hér næsta sumar. Að óbreyttu ástandi verður skóli líklega ekki hér næstu árin, en það er þó ekki búið að leggja hann niður, kennsla hefst um leið og nemendum fjölgar." Guðmundur er spurður að því hvernig hann kunni við sig í eyj- unni, og hann lætur vel af sér. „Það eru auðvitað gallar, t.d. miklu meiri kostnaður við að hita húsin hér, þar sem allt er hitað með olíu, og allir flutningar miklu erfiðari, en fólk lifir hér í skemmtilegri nálægð við náttúr- una.“ - Heldurðu að Flatey eigi eftir að endurupplifa sitt blómaskeið? „Það virtist vera einhver áhugi fyrir því að flytja hingað fyrir um 10 árum. En Flateyjarhreppur átti ekki því láni að fagna að nýta þau tækifæri sem gáfust Þá til að fjölga íbúum f hreppnum, og gera tilraun til að snúa þeirri þróun við sem þegar var hafin. Ég hef ekki trú á að það verði blómleg byggð hér á þessari öld, en kannski þeirri næstu ef við lif- um af kjarnorkusprengjuna."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.