Morgunblaðið - 28.10.1984, Page 22
86
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
„Ég veit ekkert hvernig fólk
hagar sér í eyjunum núna“
Anna Kristín Björnsdóttir hef-
ur líklega búið einna lengst núlif-
andi íslendinga á eyjunum í
Breiðafirði. Hún er fædd 4. júlí
1894 í Reykhólasveit, dvaldi tals-
vert sem unglingur í Látrum, en
flutti ásamt manni sínum, Svein-
birni Péturssyni, í Skáleyjar upp
úr 1920. Þar bjuggu þau i 26 ár,
fluttu þá yfir í Svefneyjar og
bjuggu þar í 20 ár, en þá fluttu
þau í Flatey og bjuggu þar í 16 ár,
eða þangað til Sveinbjörn lær-
brotnaði í fyrra. í kjölfar þess
urðu þau að yfirgefa eyjuna og
setjast að í Stykkishólmi, þar sem
Sveinbjörn er enn rúmliggjandi á
spítalanum. Við heimsóttum önnu
í litla húsið hennar í Hólminum.
„Við keyptum þetta í fyrra á 215
þúsund og borguðum allt út. Ég
hef alltaf verið á þeirri skoðun að
það borgi sig ekki að skulda neitt,“
segir hún og býður okkur inn í
litlu stofuna sem er full af stofu-
blómum og krosssaumsmyndum.
Húsið sem þau keyptu sér í Flatey
var fyrsta húseignin þeirra þrátt
fyrir langan búskap, en lengst af
voru þau í vinnumennsku á eyjun-
um.
- Anna, þú hefur búið lengst af á
eyjunum í Breiðafirði. Hefurðu
ekki frá mörgu að segja?
„Hvað ætli ég muni, ég er orðin
svo gömul að ég er búin að gleyma
öllu.“
- Þú lítur nú ekki út fyrir að
vera orðin níræð, gætir vel verið
rúmlega sjötug eftir útlitinu að
dæma.
„Ég get ekkert gert að því. Það
eru allir að segja þetta við mig og
ef fólk trúir mér ekki nefni ég
bara ártalið.”
- Það hafa fáir búið jafn lengi
og þið í eyjunum ...
„Það veit ég ekki, en það hafa
fáir verið jafn lengi i hjónabandi
og við. Fólk er alltaf að skilja bæði
hér og annarstaðar. Það er líka
farið að gifta sig áður en það er
fermt.“
- Var það öðru vísi í þínu ung-
dæmi?
„Já, nú er hver einasta mann-
eskja gift, bæði i eyjunum og eins
uppi á landi.“
Það var lika miklu fleira fólk i
eyjunum hér áður. Þegar við flutt-
um fyrst í Skáleyjar voru þar
fimm bæir. Ég ólst upp i stórum
systkinahóp, við vorum svo mörg
systkinin að okkur gat aldrei
leiðst. Ég átti 9 systkini, var sú
tíunda, nú er helmingurinn dáinn
af þeim. Þegar ég var krakki var
ég 4 vetur í Látrum, það voru t.d.
um 30 manns sem frænka min
skammtaði þar á einu heimili, og á
eyjunni voru 2—3 aðrir bæir.
Það sagði mér kona sem bjó með
mér í Flatey, að þar hefði allt ver-
ið fullt af fólki, jafnvel 2—3 fjöl-
skyldur í hverju húsi og húsin öll
uppljómuð með olíulömpum. En
nú vill enginn búa nema í kaup-
stöðum. Ég veit ekkert hvernig
fólk hagar sér i eyjunum núna, en
mér er sagt að það sé með öll þæg-
„Mér þykir igætt að búa hér í
Stykkishólmi, hef ekki vantist því
betra." Anna Kristín fyrir utan húsið
sitt í Hólminum.
Vinaminni, fyrsta húsið sem þau Anna Kristín og Sveinbjörn eignuðust í Flatey.
- Hvar hefur þér fundist best að
búa?
„Mér hefur allstaðar liðið vel.
Ég kann ágætlega við mig hérna,
ég hef eignast hér marga góða
kunningja sem lita til min.“
- Varstu aldrei einmana á vet-
urna i eyjunum?
„Nei, þó Sveinbjörn hafi verið
um 30 vertíðir á togurum, þá hafði
ég börnin hjá mér, við tókum tvö
fósturbörn, sem hafa verið okkur
eins og við ættum þau. Annað býr
nú i Reykjavik en hitt i Kópavogi.
indi, jafnvel uppþvottavél hvað þá
annað. Það fer meira að segja til
útlanda héðan úr plássinu, eða svo
hef ég heyrt.“
- Hefur þú farið til útlanda?
„Nei, og ég hef aldrei komið i
flugvél. Meðan ég bjó í Skáleyjum
og Flatey skrapp ég þó stundum
til Reykjavikur.
- Hvað gerðuð þið ykkur til
skemmtunar i eyjunum i gamla
daga?
„Ekkert, við vorum alltaf að
vinna."
- Er gott að búa hér á Stykkis-
hólmi?
„Mér þykir það ágætt, ég hef
ekki vanist þvi betra."
- Þú vilt ekki fá þér sjonvarp
eða heimilisdýr til að stytta þér
stundirnar?
„Nei, það er þrennt sem ég vil
ekki fá inn á mitt heimili: hundar,
kettir og sjónvarp, i þessari röð.
En ég er með sima, það vildi að ég
tæki inn síma meðan ég bjó i Flat-
ey og ég flutti hann með mér
hingað.“
»
„Fólk getur lifað hér
góðu lífi ef það
vill leggja
Hinn bóndinn i Flatey heitir
Svanhildur Jónsdóttir. Hún hefur
verið í Flatey í 17 ár, þar af hefur
hún búið ein sl. 7 ár. Svanhildur er
úr Gufudalssveitinni, hún er með
60—70 kindur, og eftir sauðburð á
vorin flytur hún þær yfir í Gufu-
dalssveitina, en þangað er um 4
tima sigling úr Flatey með fjár-
flutning á ltilum trillum.
„Jú, þetta er frekar erfiður
búskapur," segir hún um leið og
það á sig"
hún treður tóbaki i pipuna og
kveikir í. Svanhildur er fjögurra
barna móðir, börnin hennar eru
12, 15, 19 og 21 árs. í vetur verður
þó aðeins einn sonur hennar
heima, Tryggvi, auk Kristjáns
Gunnarssonar úr Svefneyjum sem
þar verður í vinnumennsku hluta
vetrar, en Svanhildur gerir ráð
fyrir að búa ein síðar í vetur.
— Ert þú ekki ein fárra kvenna
sem bera starfsheitið bóndi?
Svanhildur, annar bóndinn f Flatey, isamt syni sínum, Tryggva.