Morgunblaðið - 28.10.1984, Page 33

Morgunblaðið - 28.10.1984, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 97 Væntanleg er á markað- inn plata með söngvar- anum Kristni Sig- mundssyni ásamt und- irleikaranum Jónasi Ingimund- arsyni. Kristinn hefur náð óvenju góðum árangri í list sinni á skömmum tíma. Hann hélt utan til frekara náms nú í haust og hitti blm. hann að máli skömmu áður. „Á plötunni eru bæði íslensk og erlend sönglög. Efnisvalið er mjög fjölbreytt, íslensku lögin eru allt frá gömlum þjóðlögum til Atla Heimis og Gunnars Reynis, og sama er að segja um erlendu sönglögin þar er m.a. að finna ítalska slagara og sönglög eftir Richard Strauss." Er ekki hætta á að platan sé fremur sundurlaus? „Við tókum upp efni sem hefði rúmast á 3 plötur og völdum síð- an úr. Þegar við hlustuðum svo á það í heild fannst okkur þetta ekki sundurlaust, og held ég að vel hafi tekist með efnisval. Markmiðið var að halda plötunni á háu plani hvað gæði varðar, en eins ætluð til afþreyingar. Það má segja að þetta sé rjóminn af því sem ég hef haft á efnis- skránni undanfarið. Upptakan á þessari plötu var með öðrum hætti en gengur og gerist. Við fórum ekki í stúdíó, því að þar er nánast enginn hljómburður, en við vildum fá á plötuna ákveðinn tónleikablæ. Upptökur fóru fram í Logalandi í Borgarfirði, þar er mikil kyrrð, t.d. enginn umferðarhávaði, og þar er eitt besta píanó á landinu. Við vorum þarna í 4 daga og allt- af eitthvað fólk í salnum, því að heimsóknir voru tíðar. Halldór Vikingsson tók upp plötuna og lagði hann mikinn metnað í hana og er upptakan með þvi besta sem gerist. Ég er líka svo heppinn að hafa fengið að vinna með Jónasi Ingi- mundarsyni, samstarf okkar hefur alltaf verið mjög gott.“ ferli, ég er eiginlega hálfgert dekurbarn!" Þú hefur þá ekki viljað fara til Vínar aftur? „Ef ég hefði ekki fengið þetta tækifæri hefði ég líklega farið til Vínar aftur. Það sem mér leidd- ist við Vín, var að mér fannst ég ekki koma nógu miklu í verk. Skólinn var frekar illa skipu- lagður, þar var enginn lesstofa, og erfitt að fá pláss til æfinga." Heldur þú að þú hefðir átt að byrja fyrr í söngnámi? „Ég er ekkert viss um að mér hefði gengið svo vel ef ég hefði byrjað fyrr. Ég held að þá hefði ég ekki unnið eins markvisst. Ég fór í háskólanám og lærði vinnu- brögð, og seinna þegar ég var að kenna lærði ég að koma fram fyrir hóp fólks án þess að setja mig í ákveðnar stellingar, sem er mikill kostur. Ég hef öðlast lífs- reynslu sem hefur hjálpað mér mikið. Lífsreynslan og þroskinn eru nauðsynleg til að geta túlkað texta. Maður verður að leita uppi tilfinningu sem maður hefur sjálfur og setur hana utan um ljóðin. Túlkunin verður dýpri eftir því sem menn eldast. T.d. söngv- arar d Souzay, það má segja að þeir séu raddlega búnir að vera, en þeir hafa gengið í gengum svo margt á langri æfi að þeir geta túlkað ljóð eins og þeir séu að gera það í fyrsta skipti, alltaf á nýjan og dýpri hátt. „Ég er eiginlega hálfgert dekurbarn“ Styrkur frá Rotary En nú ert þú að fara erlendis í nám, hvert? „Ég er að fara til Washington og verð hjá kennara sem heitir John Bullock, sem kenndi Willi- am Parker. Það var Parker sem kom þessu öllu í kring, ég var hjá honum á námskeiði fyrir 2 árum, og svo þegar ég hitti hann síðasta vetur var hann búin að fá þennan kennara til að taka mig í tíma og skipuleggja þetta allt. Ég fer ásamt fjölskyldu minni og fékk styrk til þessarar náms- dvalar, sem nægir til dvalar í eitt ár. Styrkurinn er frá Rotary félögum í Reykjavík. Ég hef fengið þetta upp í hendurnar án þess að ég hafi þurft að hafa mikið fyrir því, eins og segja má um flest annað á mínum söng- - segir Kristinn Sigmundsson, söngvari, sem gefur út hljómplötu og fer í framhaldsnám í söng Það er á engann hátt hægt að gefa einhverja eina leiðbeiningu hvernig eigi að túlka ljóð. Eg lærði hjá Eric Werba að það sem aldrei má gera er að herma eftir öðrum, túlkunin verður að vera persónuleg." Fólk sem einungis sækist eftir frægð nær aldrei langt Ráðleggur þú ungu fólki að fara út á þessa braut? „Walder Berry var spurður þessarar spurningar einu sinni, og hann sagðist segja við fólk sem hygði á þessa braut, „farðu ekki nema þú megir til, þ.e. ef þú hefur ekkert val“. Það getur eng- inn náð langt nema hafa mjög sterka innri þörf og þörfin ein er megnug til að knýja menn áfram, þörfin fyrir að ná full- komnun í túlkun. Fólk sem sækist einungis eftir frægð eða viðurkenningu nær aldrei langt. Það kom mér mjög á óvart út í Vín hve margir þar sóttust fyrst og fremst eftir frægð og því að verða ríkir. Fólki er haldið út í námi í gegnum falskar gyllivonir vegna þess að einhver kennari sagði einhvern tíma að það yrði starna ef það lærði að syngja. Það er svo mikil samkeppni og svo mikið af góðum söngvurum, að það er nánast heppni ef hann kemst að og menn þurfa að hafa óskaplega mikið fyrir því.“ Þarf ákveðinn persónuleika? „Já ég held það, flestir hafa þörf fyrir að láta ljós sitt skína og miðla öðrum af sjálfum sér, eru alla vega sjálfsöruggir á yf- irborðinu. Ef menn eru feimnir og lokaðir i það minnsta upp á sviði, geta þeir ekki orðið söngv- arar.“ Hélst vildi ég helga mig ljóðasöng Hvort á Ijóðasöngurinn eða óperusöngurinn betur við þig? „Helst af öllu vildi ég helga mig ljóðasöngnum, en þar er miklu harðari samkeppni en í óperusöngnum, enda markaður- inn miklu minni. Ég hef fengist minna við óperur en ljóðasöng og vil auka við mig á því sviði. Ég hugsa að ég láti ljóðin til hliðar fyrst í stað. Ljóðasöngur- inn höfðar betur til mín en auð- vitað mótast þetta að einhverju leyti af atvinnumöguleikum. Maður leggur miklu meiri pers- ónuleika í ljóðin, annað glepur miklu meira í óperunni, eins og hreyfingar á sviði. Það er mjög gaman að vinna að óperusýn- ingu, og andrúmsloftið þar er engu líkt. Hér á landi er skiptingin milli Ijóðasöngvara og óperusöngvara ekki eins ákveðin og erlendis, hér verða sðngvarar að geta sungið allt. Okkar þjóðfélag er of lítið fyrir þessa skiptingu. Og flestir söngvarar vinna eitthvað annað með söngnum. Hér eru söngvara svo fáir að þeir geta ekki verið veikir, erlendis er allt- af vara fólk en hér er það ekki hægt. Það gat enginn t.d. sungið rakarann þegar ég veiktist síð- asta vetur og var það mjög erfitt — það er svakaleg tilfinning að vera ómissandi!" Heldur þú að ef samkeppnin væri mciri hér á landi næðist betri árangur? „Það er hugsanlegt að árangur væri betri ef samkeppnin væri til staðar. En þrátt fyrir allt þá er hann góður. Hér er góður starfsandi, en ef samkeppnin væri meiri myndi hann versna til mikilla muna. Erlendis er hann oft á tíðum mjög slæmur, þar eru illindi milli fólks og mik- ið baktal. Það eru til margar miður fallegar sögur úr óperu- heiminum þar sem hver reynir eins og hann getur að klekkja á keppinaut sínum. Ef við þyrftum að skipta á þvi vil ég frekar hafa það eins og það er. Sýningarnar hér eru mjög góðar og unnið mjög vel. Oft næst ekki mikil heild á sýning- um erlendis vegna þess að stjörnurnar koma á nokkrar sið- ustu æfingarnar. Hér er held ég ekki eins rikjandi sveit- amennska eins og margir vilja vera láta.“ Hvað cr svo framundan? „Það er alveg óráðið. Aðal at- riðið núna er að ná framförum og ég held að ég hafi öll ytri skilyrði til þess i vetur. Ég hef aldrei verið of bjartsýnn, þá verður maður líka siður fyrir vonbrigðum.“ SN Lautinant Miriam Oskarsdóttir til starfa í Panama SUNNUDAGINN 28. október verður sérstök kveðjusamkoma í Herkastalanum í Revkjavík fyrir lautinant Miriam Óskarsdóttur, sem nýlega var vígð til kristniboða. Hún er nú á förum til Panama, þar sem hún mun taka til starfa við flokk Hjálpræðishersins í Panama- borg í byrjun nóvember. í frétt frá Hjálpræðishernum segir að nú séu rúm fimmtíu ár síðan Hjálpræðisherinn á ís- landi sendi siðast kristniboða til starfa erlendis. Þá fór brigader Árni M. Jóhannesson heitinn til starfa í Perú ásamt fjölskyldu sinni. För Miriam er því merkisviðburður í sögu Hjálp- ræðishersins hér á landi. Blaðamaður Morgunblaðsins hafði sambandi við Miriam af þessu tilefni og var hún spurð hvernig henni litist á nýja starf- ið. „Mér líst vel á þetta," sagði hún. „Þessi ferð hefur verið I undirbúningi í langan tíma, þó að ég hafi ekki vitað í hvaða landi ég myndi starfa fyrr en nú í vor. Það eina sem ég vissi var að ég ætti að fara til Latnesku Ameríku. Undirbúningurinn hefur aðallega fólgist í því að ég hef að rifjað upp spænskuna, farið í bólusetningar og fengið ýmsar praktískar upplýsingar.” Hvemig verður starfi þínu háttað í Panama? „Ég býst við að ég starfi mikið við samkomuhald en starfið mun einnig tengjast alls konar félags- legri aðstoð. Annars veit ég ekki nákvæmlega, enn þá, hvað ég mun gera. Það stendur til að víkka út starfsemi Hjálpræðis- hersins þarna og mun ég taka þátt í því.“ Hve lengi býst þú við að dvelja í Panama? „Ég reikna með að vera í fjög- ur ár. Ég hef hitt fólk sem hefur verið í Panama og það segir mér að þar sé fallegt, en mjög heitt, en ferðin leggst mjög vel í mig,“ sagði Miriam að lokum. Lautinant Miriam Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.