Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 1

Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 1
128 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 226. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Yfirmaður herafla Bandaríkjanna: Hætti við heim- sókn til Chile Sutiafo, 17. DÓTember. AP. JOHN A. Wickham hershöfðingi, yf- irmaður herafla Bandaríkjanna, sem boðið hafði verið að koma til Chile um síðustu belgi og fylgjast með her- æfingum, hctti við ferðina til að láta í Ijós óánægju bandarískra stjórn- valda með framkvæmd herstjórnar- innar á lögum um neyðarástand. Er þetta haft eftir ónafngreindum heimildarmönnuum í Santiago. Heimildarmennirnir segja, að Pinochet, leiðtoga herstjórnarinn- ar, hafi verið greint frá því, að Bandaríkjastjórn væri mjög ósátt við neyðarlögin og framkvæmd þeirra, en varnarmálaráðuneyti Chile og sendiráð Bandarikjanna í Santiago hafa ekkert viljað um málið segja. I vikunni sem leið hvatti utan- ríkisráðuneytið í Washington til þess að stjórn og stjórnarandstaða í Chile reyndu að ná samkomulagi um að endurreisa lýðræði í land- Skæruliðar í E1 Salvadon Tilboð um ein- hliða vopnahlé WaHhinglon, 17. nóvember. AP. EINN af forystumönnum skæruliða í El Salvador sagði í gær, að hann og menn hans væru tilbúnir til að gera vopnahlé ef yfirmenn stjórnarhersins fcllust á það. Duarte, forseti, hefur boðað nýjar viðræður við skæruliða í desember nk. Guillermo Ungo, sem stýrir pólitískum armi skæruliðahreyf- ingarinnar, sagði á fundi með er- lendum fréttamönnum, að hreyf- ingin hefði samþykkt að leggja einhliða niður vopn um stundar- sakir ef gengið yrði að vissum skilyrðum, sem hann nefndi ekki BBC: Sjónvarpar ekki fegurðarsamkeppni frekar. Sagði hann ennfremur, að skæruliðar hefðu áhuga á að taka á einhvern hátt þátt í sveitar- stjórnarkosningunum, sem haldn- ar verða í landinu í mars nk. Ungo vildi þó ekki svara því hvort form- legt vopnahléstilboð yrði sett fram í viðræðum skæruliða við stjórnvöld, sem fyrirhugaðar eru á næstunni. Jose Napoleon Duarte, forseti E1 Salvador, sagði í gær, að við- ræður við skæruliða yrðu teknar upp aftur í desember en ráðgert hafði verið, að þær yrðu seinni hluta þessa mánaðar. Sagt er, að skiptar skoðanir séu innan stjórn- arinnar um þessar viðræður en Duarte vildi ekkert um það mál segja. Skokkað í kvöldkyrrðinni. Ljósm. Ól.K.M Sveltandi Afríkubúum verður að hjálpa til sjálfsbjargar að öðrum kosti verður enginn endir á neyðaraðstoðinni Loadoa, 17. flórefliber. AP. Forráöamenn BBC, breska ríkisútvarpsins, skýrðu frá því í gær, að ákveðið hefði verið að hætta að sjónvarpa frá fegurðar- samkeppni, þar sem slíkar sýn- ingar væru tímaskekkja á öld jafnréttis og nánast móðgandi. Ákvörðun þessi kemur til framkvæmda eftir að sjón- varpað hefur verið frá úrslita- keppninni um fegurstu stúlku Bretlands í janúar á næsta ári. Tilkynning BBC er birt degi eftir að helsti keppinauturinn, óháða sjónvarpsstöðin ITN, sjónvarpaði keppninni um kjör Ungfrú heims. Talið er að um 500 milljónir manna í 20 lönd- um hafi fylgst með þeirri út- sendingu. Sameifluóu þjóAuflum, 17. BÓTomber. AP. AFRÍKUBÚAR horfast í augu vió hungur og harðrétti, sem setja munu alvarlegt mark á það fólk, sem nú er aö vaxa upp i álfunni. Kom þetta fram hjá talsmanni Barnahjálparsjóós SÞ, sem sagði, aö farsælla væri ef vestrænar þjóóir notuðu aðstoóina til að hjálpa fólkinu til sjálfsbjargar í stað þess að gefa því mat um stundarsakir. Bert Denmers, talsmaður Barnahjálparsjóðs SÞ, sem kom frá Eþíópíu í vikunni, sagði, að vestrænar þjóðir hefðu verið svo uppteknar af eigin efnahagskröggum, að þær hefðu ekki sinnt neyðarkalli Eþíópíumanna og annarra þjóða fyrr en allt var komið í eindaga. Sjö milljónir manna syltu heilu hungri og líklega gæti ekkert orðið flestum þeirra til bjargar úr því sem komið væri. Sagði Denmers, að 200 af 500 milljónum manna í Afríku hefðu orðið fyrir búsifj- um af völdum þurrkanna, sem væru þeir mestu í rúma öld. Bert Denmers kom í búðir, sem SÞ hafa komið upp í fjöll- um Eþíópíu, og segir af því dapurlegar sögur. Á þessum slóiðum fer hitinn niður undir frostmark á nóttunni og fólkið, aðframkomið af vannæringu, hrynur niður eins og flugur á hverri nóttu. Sagði hann, að ef þróunarhjálpinni yrði ekki ger- breytt myndu vestrænar þjóðir að verða að koma til hjálpar reglulega á nokkurra ára fresti. Bert Denmers leggur til, að í stað þess að gefa fólkinu aðeins mat verði því borguð laun fyrir að hjálpa sér sjálft, leggja vegi, reisa hús og planta út trjám. Fyrir launin gætu menn greitt fyrir matinn og hefðu það ekki lengur á tilfinningunni, að þeir væru bara ósjálfbjarga öreig- ar. Denmers sagði, að enn vant- aði mikið á að neyðarhjálpin kæmi að fullum notum. Lyf vantaði og ýmsa hversdagslega hluti aðra, sem nauðsynlegir væru til að fólkið gæti notað matinn, sem því væri gefinn. Hann nefndi sem dæmi, að þótt fólkið úðaði í sig korninu létist það unnvörpum úr hungri vegna þess, að það gæti ekki lengur melt það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.