Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 2

Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 2 Skaðbrenndust og misstu sjón _ eftir sex mínútur í háfjallasól „Ég fór ekki ad fínna fyrir neinu fyrr en ég var komin heim um kvöldió, þá fór’ég að verða rauðari og rauðari, augun þrútnuðu, það fór að renna úr þeim vatn og ég sá allt í móðu. Að lokum missti ég alveg sjónina og sá ekkert í þrjá sólarhringa. Það fór alveg á sömu leið fyrir Birnu vinkonu minni, við brunnum iíka báðar mjög illa og mér finnst sjónin hafa versnað eftir að ég lenti í þessu, en það á kannski eftir að jafna sig,“ sagði Unnur B. Friðriks- dóttir sextán ára nemandi við Menntaskólann í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið um helgina. Þær Unnur og vinkona hennar, Birna Haraldsdóttir, fimmtán ára, urðu fyrir því að skaðbrenna af völdum ljósalampa með fyrr- greindum afleiðingum laugardag- inn 10. þ.m. „Við fórum saman suður í Svartsengi í Bláa lónið, en Birna er með psoriasis og fór til þess að baða sig í lóninu,“ sagði Unnur. „Þegar við vorum komnar upp úr lóninu og ætluðum að fara að skipta um föt í kvennaklefanum, sáum við að beint á móti karla- klefanum var opið herbergi og þar inni ljósalampi með löngum per- um alveg eins og eru í venjulegum sólbekkjum. Ég er nýbúin að taka tíu tíma í sólbekk svo að ég ætti að vera orðin vön ljósum og við ákváðum að prófa þennan lampa. Það voru hvergi neinar aðvaran- ir eða leiðbeiningar um notkun lampans að sjá, nema lítill miði á sjálfum lampanum. Á hann var letrað eitthvað á dönsku, sem ég skildi ekki, þó að ég skilji annars dönsku alveg sæmilega. Það vildi okkur til happs, að við vorum ekki nema sex mínútur í Ijósinu, þá kom mamma Birnu að sækja okkur og var að flýta sér svo við urðum að fara. Annars hefðum við örugglega verið þama miklu lengur því við fundum eng- an hita og það hvarflaði ekki að okkur að ekki væri allt með felldu. En þetta hlýtur að hafa verið ein- hvers konar háfjallasól, sterkari en venjuleg ljós. Þegar einkennin fóru svo að koma í ljós, lá við að ég fengi taugaáfall. Eg var svo hræðileg á að líta, augun ofboðslega þrútin og allt andlitið. Það er ekkert að sjá mig núna, viku seinna, en fyrstu dagana leit ég út eins og fílamað- urinn í samnefndri biómynd. Sem betur fer vorum við með hand- klæði vafin utan um okkur þannig að allur líkaminn er ekki skað- brenndur. En núna er andlitið og hálsinn á mér að steypast út i graftarbólum, sem ég hef aldrei haft áður. Það sem við höfum þó mestar áhyggjur af er sjónin. En við för- | um báðar til augnlæknis á morg- un. Það hefur ekki verið hægt fyrr því augun voru svo þrútin. Birna hefur reyndar ennþá meiri ástæðu til að óttast um augun í sér en ég, því hún hafði ekki góða sjón fyrir. Ég hef hins vegar alltaf haft góða sjón, en síðan þetta gerðist er ég hætt að sjá á töfluna í skólan- : um og þó sit ég á næst fremsta borði í skólastofunni," sagði Unn- ur. „Ég ætla bara að vona að þetta verði ekki til þess að ég þurfi að nota gleraugu það sem eftir er ævinnar." Áhugí fyrir stóriðju- fyrirtæki á Húsavík ... *_& '1 J jC 1 .mXi Kirrrrrf 4k at qAtI- B/EJARSTJÓRN Húsavíkur hefur sent iðnaðarráðherra og staðarvals- nefnd fyrir stóriðju bréf þar sem vakin er athygli á Húsavík með tilliti til staðsetningar stóriðju. Bjarni Að- algeirsson bæjarstjóri sagði í samtali ▼ið blm. Mbl. að þörf væri á að fá þangað einhverskonar stóriðjufyrir- tæki. ýmsar upplýsingar sem safnað hefði verið við undirbúning fyrir- hugaðrar trjákvoðuverksmiðju en áætlanir um uppbyggingu hennar hefðu nú verið lagðar á hilluna. Hluti þessara upplýsinga ætti að geta komið að gagni við undirbún- ing annarra atvinnufyrirtækja. Aðspurður um hvort Húsvíkingar vildu að álver yrði byggt á staðn- um sagði Bjarni að þeir hefðu ekki nefnt neina sérstaka tegund at- vinnufyrirtækis. Sagði hann að ekki hefðu komið upp andmæli gegn stofnun trjákvoðuverksmiðju á sínum tíma en of snemmt væri að segja til um hvernig menn tækju í hugmyndir um álver. Verðlaunamynd Magnúsar úr fjölskyldumyndasamkeppni Mazda. Börnin eru Silja og Ari Magnúsarbörn. Hlaut verðlauii i ljósmyndakeppni Mazda-verksmiðjanna MAGNÚS Hjörleifsson, Ijósmynd- ari í Hafnarfirði, var einn tuttugu Ijósmyndara sem hlaut verðlaun í fjölskyldumyndasamkeppni jap- önsku Mazda-bflaverksmiðjanna. Þúsundir Ijósmyndara sendu myndir í keppnina, að því er segir í auglýsingu Mazda í bandaríska fréttaritinu Time, þar sem verð- launamyndirnar tuttugu eru birtar. Tólf þeirra verða í almanaki Mazda fyrir 1985, mynd Magnúsar þará meðal. „Ég tók þessa mynd í kvöldsól- inni í september á heimkeyrsl- unni að Bessastöðum," sagði Magnús Hjörleifsson er blm. hafði samband við hann. „Ég tók myndina sérstaklega fyrir þessa keppni og tók reyndar einnig myndir við Straum en þeir hafa verið hrifnari af þessari.“ Verðlaunin voru 3000 dollarar eða nærri 100 þúsund krónur ísl. Magnús hefur fengist við myndatökur í tólf ár, lengst af jafnhliða starfi sínu sem offset- prentari, en er nú í fullu starfi sem ljósmyndari hjá SAM- útgáfunni. Hann hefur tvisvar áður unnið verðlaun í alþjóðleg- um ljósmyndasamkeppnum. Myndir í fjölskyldumynda- samkeppni Mazda bárust víðs- vegar að úr heiminum, allt frá íslandi til Papúa Nýju-Gineu. Um áttatíu íslendingar sendu myndir í keppnina og sendu að- eins níu þjóðir fleiri myndir. Af sigurvegurunum tuttugu eru tólf Bandaríkjamenn. „Það er ekkert að sjá okkur núna, en fyrstu dagarnir voru hræðilegir," sögðu þær Unnur (tv.) og Birna, en myndin er tekin u.þ.b. viku eftir að þær brunnu í Ijósalampanum við Bláa lónið. Magnús Hjörleifsson Ijósmyndari. Bjarni sagði að til staðar væru INNLENTJ Sjónvarpið sýnir feg- urðarkeppni ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi á föstudag með öllum greiddum at- kvæðum gegn einu að kaupa til sýn- ingar í sjónvarpi þátt frá keppninni Ungfrú Heimur, sem fram fér í London í vikunni. Fulltrúi kvennalistans, Elín- borg Stefánsdóttir, greiddi at- kvæði gegn því að þátturinn yrði sýndur. Kvaðst hún vera mótfallin „kroppasýningum" eins og feg- urðarsamkeppni yrði að teljast. 10 ár frá hvarfi Geirfínns Einarssonan Hinir dæmdu allir lausir Á MORGUN, mánudaginn 19. nóvember, eru 10 ár liðin frá hvarfi Geirfinns Einarssonar, sem leiddi af sér umfangsmesta saka- mál hér á landi, að minnsta kosti á seinni tímum. Þrír menn hlutu dóma í málinu árið 1980 — Sævar Ciecelski, Kristján Viðar Viðars- son og Guðjón Skarphéðinsson. Sævar hlaut þyngsta dóm, sem kveðinn hefur verið upp hér á landi á seinni tímum, 17 ára fangelsi, Kristján Viðar hlaut 16 ára fangelsisdóm og Guðjón 8 ár. Þeir hafa allir af- plánað sína refsingu, það er helming refsivistar sinnar og Dularfullt mannhvarfl Lögreglan biður uyn upplysingar t.rirf lnnur F.lnar*»«i* VID rrum búnir að ranmaka þriia mál mjoc nákvæmlega. en það hefur ekkert komið fram. »em grlur *kýrl frrðlr Grirflnn* lál fundar við manninn I llafnar- búðinm Við hofum kannað alla þrlll. f jármál »em annað. rn rkk- erl hrfur humtð fram. *rm grfur nr‘n> tMwniOn-'' «♦«»« »* * FullvM er að það hafi verift karl- maður »rm »purði efrir Gelrfinni I simanum Utlu eílir tlmlallð yf»r- Kaf Gcirfmnur heimili sltt og hef ur rkki »é*l þar *lð*n Hann fór akandi burt á hifretð *innl <V|»77 »em cr rauð Cortina árgrrð 1070 Hif rciftm fanntt á miðvikudðit þar Fyrsta frétt Morgunblaðsins um hvarf Geirfinns Einarssonar birtist 23. nóvember 1974. eru nú á reynslulausn, sem kall- að er. Guðjón lauk afplánun sins dóms fyrir nokkrum árum, Kristján Viðar í júní 1983 og Sævar i apríl 1984. í nóvember 1974 skýrði Mbl. frá „dularfullu mannshvarfi" — að Geirfinnur Einarsson úr Keflavík hefði horfið og stæði umfangsmikil leit að honum. Ári síðar var Sævar Ciecelski handtekinn ásamt ungri konu. Nokkru síðar voru þrír menn úrskurðaðir í gæzluvarðhald vegna meintrar aðildar og sátu þeir inni í nokkra mánuði. Þeir voru saklausir. Ekkert sakamál hefur vakið jafn mikla athygli hér á landi og „Geirfinnsmálið". Þrátt fyrir víðtæka leit hefur lík Geirfinns Einarssonar aldrei fundist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.