Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 7 Sýnir á Mokka 16. nóvember opnaði Hrefna Lárusdóttir sýningu á 29 vatns- litamyndum i Mokkakaffi að Skólavörðustíg. Hún er Reykvík- ingur, búsett í Luxemborg og hef- ur ekki sýnt hér á landi fyrr. Þessa dagana sýnir hún einnig acryl-málverk í Tríer í Þýzka- landi. Sýningin f Mokka stendur yfir í 3 vikur. NemendaráÖ Stýrimanna- skólans í Reykjavík: Fagnar skýrslu um öryggis- mál sjómanna NEMENDARÁÐ Stýrimannaskól- ans í Reykjavík fagnar ný framkom- inni ifangaskýrslu þingmanna- nefndar um öryggismál sjómanna og tillögum hennar, segir í frétt fri nemendaráðinu. Nemendaráð vill sérstaklega þakka þann skilning á námsmál- um sjómanna og aðstöðumun er sjómenn búa við í þeim efnum og kemur fram í skýrslunni og það er svo sannarlega kominn timi til að „mönnum með salt í hárum“ verði gefinn kostur á að njóta skólakerf- isins sem þeir hafa átt hvað drýgstan þátt í að byggja upp. Eins og nú er ástatt i þjóðfélag- inu er sjómönnum gert erfiðara fyrir um nám en flestum öðrum stéttum í landinu. Þvi skorar nem- endaráð SSR á Alþingi að standa vel og dyggilega að þessu þjóð- þurftarmáli. Því auðveldara sem sjómönnum er gert að afla sér menntunar, því meiri og haldbetri menntun; því öruggara líf fyrir ís- lenska sjómenn. Þeir eiga það inni. Sólbaðsstofu- eigendur ræða stöðuna EIGENDUR sólbaðsstofa stla að hittast á fundi á þriðjudagskvöldið til að ræða þá stöðu sem upp er kom- in í greininni í framhaldi frétta um að óhófleg notkun sóllampa kunni að valda húðkrabbameini. „Það hefur orðið samdráttur hjá öllum stofum en það er ofsagt í Morgunblaðinu að hann sé 50—60% hjá öllum, það er hæsta talan sem ég hef heyrt," sagði Halldóra Helgadóttir, eigandi tveggja sólbaðsstofa, í samtali við blaðið. „Við erum óánægð með þær full- yrðingar sem fram hafa komið í þessu máli að undanförnu og telj- um þær órökstuddar. Ég held að fólk sé farið að sjá þetta, enda hef- ur aðsóknin aukist aftur á allra síðustu dögum,“ sagði Halldóra. SA BESTI VARÐ FYRIR VALINU Adferðin var í sjálfu sér einföld: Við kynntum okkur alla þekktustu skíðastaði Austurríkis og völdum síðan þann besta EINSTÖK AÐSTAÐA í Sölden færð þú á einum stað allt sem til þarf í frábæra skíðaferð. Hvort sem þú ert einn á ferð, með fjölskylduna eða í stærri hóp, uppfyllir Sölden allar þínar kröfur - og heldur meira. Umhverfið er heillandi og veðursæld mikil. Ótrúlega þétt lyftukerfi teygir sig upp eftir hlíðunum og skilar þér í allt að 3.100 m hæð. Brautimar eru vel merktar og allt lagt upp úr því að hver maður finni brekkur við sitt hæfi. Mörg hundruð skíðakennarar eru til taks, útsýnisstaðir, veitingastaðir og hvíldarstaðir eru á hverju „strái“ og dagurinn líður hratt, fullur af skemmtilegum atvikum, - ævintýri líkastur. FRÁBÆRT NÆTURLÍF Þegar líður að kvöldi læturðu notalega þreytuna líða úr skrokknum í sundlaugum, nuddpottum og gufuböðum, og færð þér síðan hressingu á huggulegum bar þar sem útsýnin til snæviþakinna fjalla verður ógleymanleg í Ijósaskiptunum. Kvöldið tekur síðan við í eldfjörugum Tírólabænum: Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir, nætur- klúbbar og hressilegt götulíf gefur hverju kvöldi nýjan lit og setur punktinn yfir i-ið í glæsilegri skíðaferð. SÖLDEN Á EKKI SINN LÍKAN - ÞVÍ GETURÐU TREYST VERÐ FRÁ KR. 17.900 og mjög góðir greiðsluskilmálar að auki! Gisting er fjölbreytt og við allra hæfi. Ferðatilhögun gæti ekki veirð öllu þægilegri: Beint leiguflug til Innsbruck og örstuttur akstur til Sölden. Brottfarardagar: 26. janúar, 9. febrúar, 23. febrúar. . -Xa VY\& _ _ V>'\ð um' Sö\deu Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Sbr. niðurstöður fjölmargra skíðasérfræðinga evrópskra tímarita. söluskrifstofa akureyrl skipagötu is - símar 21400 a 23727 r%2_ Askriftarsíminn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.