Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUPAGUR 1& NOVEMBER I9&4 ur, spyr Gunnlaugur og horfir á málverkin i vinnustofunni. Það er erfitt að koma reglustiku við þegar línurnar eru bognar, annars myndi ég nota svoleiðis reglustiku. — En þú varst líka hjá Gunnlaugi Sccving — hann hafði líka áhrif á þig sem málara er það ekki? Nei, Gunnlaugur hafði ekki mikil áhrif á mig þó ég lærði nokkuð af honum í tækni. Það voru hugmyndir Þorvalds sem höfðu áhrif og grófu um sig hjá manni og gerðu strik i reikning- inn. — Ertu lengi að vinna hverja mynd? Já, yfirleitt er ég seinn — ég er lengi að vinnna og oft er ég að Ég veit það ekki, jú, það getur vel verið. Þetta er náttúrulega sköpun — það er allt málverk sköpun. — Og leit, segir Gunnlaugur. Já, það er nátúrulega einhvers konar leit. En ekki geri ég þó mik- ið af því að skoða listaverkabækur eða þess háttar. Mér finnst þær fremur leiðinlegar. Það er líka betra að vera í friði með það sem maður er að gera — fyrir óvið- komandi áhrifum, meina ég. — Mér virðast andstæður ríkjandi í þessum málverkum þínum og togstreita, segir blm. Mbl. Já, það eru andstæður. Það eru láréttar og lóðréttar línur, — það eru auðvitað andstæður. Og svart og hvítt. En hvað á ég að segja. ífum, það er ekkert fyrir mig. En sumir vilja ekki skilja öðruvísi myndir. Einu sinni þegar ég var með sýningu kom til min maður og spurði: „Er þetta allt uppúr yð- ur?“ — Ég man ekki hvort ég svaraði honum nokkru, en mér fannst þetta góð spurning hjá manninum. — Gunnlaugur segir að málverkin þín verki veki óróa hjá fólki — að ein mynd eftir þig sem átti að hanga uppi í Landsbankanum hafi verið tekin niður vegna þess að starfsfólk- ið þoldi hana ekki. Já, þau eru ekki hvíldarlist.Eg vil nota fáa liti og fáar línur — og að engu sé ofaukið. — Og þú ert ekki fagurkeri? Jú, ég get verið það og er það reyndar oft. En ég hef meiri áhuga á innihaldinu. — Þú fórst svo til náms í Dan- mörku að loknu námi í Myndlista- skólanum. Já, þar var ég við akademíu og svo í einkaskóla. Prófessorarnir við akademíuna voru einkenni- legir sumir. Flestir voru afgamlir og einn meira að segja orðinn lit- blindur af elli. Annar var einatt að sneiða að franska málarnum Léger, sem var einhver fremsti málari síns tíma i Frakklandi. En maður hætti fljótlega að taka mark á þeim, þessum körlum. — Enn einkaskólinn? Ég var alveg ákveðinn i hvað ég „Áhættan tekin" í eigu Samvinnu- ‘rygginga. mála ofaní, mála yfir aftur og aft- ur. öðruvísi vill þetta ekki ganga fyrir mér. En þetta getur gefið myndum aukið gildi — það gerir að þær eignast sinn eigin æviferil sem glittir í gegnum málinguna ef vel er að gætt. — Hefurðu ekki oft orðið hissa á gömlum myndum eftir þig — hvernig þær orka á þig, spyr Gunnlaugur. Nei, það held ég varla — og man reyndar ekki til þess. Ég hef ekki svo mikinn áhuga á myndum sem ég hef málað, þær skipta mig litlu. Já , stundum tek ég til handar- gagns gamlar myndir eftir mig og mála ofaní þær en það er þá af því að ég hef aldrei verið ánægður með þær. — Þú málar mikið í svörtu og hvítu. — Hann vann einu sinni heilt ár með allt í svörtu og hvítu og not- aði aldrei lit. Er ekki erfitt að mála myndir með svörtu og hvítu, Karl? Það getur verið snúið — kannski þess vegna sem maður gefur sig að því, af því að það reynir á. Þetta er allt^el meint sem ég geri. — En þú gerir aidrei skissur? Nei, ég geri aldrei skissur að myndum. Stundum geri ég skissur á eftir, en aldrei á undan. Það er mín aðferð að láta myndina skap- ast jafn óðum — það verður allt að koma óvænt, það er jú ævintýrið — að gerast óvænt. — Og þetta er sköpun — þú málar af köllun, köllun sem þú verður að hlýða hvað sem í skerst, segir Gunnlaugur. Það er mjög erfitt að að færa liti og form yfir í talað mál — verkið verður að standa fyrir sinu. Mál- verk er raunveruleiki — þar er ekki verið að líkja eftir öðrum hlutum. — Mér finnst ég sjá nútímann í málverkum þínum — geimskot og nýjar víddir, segir Gunnlaugur. Þú ert langt á undan þinni samtið! Nei, það er ekki rétt. Það er ekk- ert svoleiðis að finna i mínum verkum — ég er í takt við sjálfan mig, en ekki nútímann. Og það Þýðir að ég er ekki á undan minni samtið. — Þú vinnur mikið er það ekki? — Hann vinnur stundum 18 klukkustundir í beit og svo er hann alveg útkeyrður, segir Gunnlaugur. Að mála, það er að vinna og ekk- ert annað, segir Karl. Málverkið vcrður til í vinnunni og það er ekk- ert nema vinna. — Hvað varð til þess að þú gerðir listmálun að ævistarfi? Ég byrjaði 12 ára að mála og vildi aldrei gera annað. Faðir minn reyndi mikið til að gera eitt- hvað úr mér, en það gekk ekki hjá honum. — Hvað byrjaðir þú að mála? Ég málaði Skerjafjörðinn, him- ininn og sjóinn. Þar ólst ég upp. Og húsin — þau voru svo mynd- ræn þessi gömlu hús. — En svo hættir þú við motíf, hvenær gerðist það? Kannski tók maður ekki eftir því hvernig það gerðist. Maður fór að velta því fyrir sér hvort gulur litur þyrfti endilega að vera hús- gafl eða blár litur sjór. Já, ég er löngu horfinn frá mót- Málverkið „Himinn, hauður og haT*. Gjöf dr. Gunnlaugs til Krabba- meinsfélagsins. Á myndinni eru gef- andinn og Halldóra Thoroddsen formaður Krabbameinsfélagsins. vildi læra og vildi ekki eyða tima i annað. Ég var mjög heppinn með kennara í einkaskólanum. — En að námi loknu. Var ekki lítið um peninga þegar heim kom? Jú, það var mjög erfiður tími hjá mér og mikið basl. Það fór ekki að að rætast úr fyrir mér fyrr en ég kynntist Gunnlaugi Þórðar- syni, en síðan hefur mér gengið þokkalega. Mér hefur aldrei gengið að selja myndirnar mínar. Gunnlaugur er eiginlega sá eini sem kaupir af mér. Stundum er þetta skoplegt. Við fórum einu sinni með eina myndina mína til kaupsýslumanns — hann hélt víst að ég væri lands- lagsmálari. Karlinn var ekki seinn að hætta við kaupin þegar hann sá myndina — en undanhaldið var skipulagt fyrirfram, sem betur fór. — Hefur þér aldrei dottið í hug að leggja listina á hilluna og fara út í að græða peninga. Þetta er það eina sem ég kann. Mín vellíðan byggist á því að mála. Það er allt sem ég óska mér. — En er starfið ekki einmanalegt á köfium? Nei, ég finn góðan félagsskap innan um liti og form. Þetta starf er mér nóg. Viðtal: Bragi Óskarsson 31 ÁRAMÓT I KAUPMANNAHÖFN: Skemmtileg 6 daga ferð 28. des. Gist er á SAS Royal, fyrsta flokks hóteli í hjarta borgarinnar. Innifalið er: Flug, gisting m/morgunverði og verðið er aðeins kr. 11.200,- (í tvíbýli). VEISLA Á GAMLAÁRSKVÖLD: Þátttakendum stendur til boða glæsilegur kvöldverður og skemmtun á gamlaárskvöld. Dagskrá: Kampavlnslystauki, fjögurra rétta málsverður, borðvln að eigin ósk. Eftirréttur: Kaffi m/köku og glas af koníaki. Eftir miðnætti: Léttur náttverður, skemmtiatriði, tónlist og dansað til morguns. Verð: 560 dkr. VIKA: HELGI HELGI 5 nætur 3 nætur 11.980 9.048 7.935 SKEAN DHU HOTEL**** Tvíbýli m/baði og morgunmat INNIFALIÐ: Flug og gisting. — BROTTFÖR: Vikurferðir, þriðjudaga. Helgarferðir — 5 nætur fimmtudagar. Helgarferðir — 3 nætur laugardagar. Flugvallarskattur kr. 250,- ekki innifalinn. — Barnaafsláttur 2 — 11 ára. Vikuferð kr.5.000.- Helgarferðir kr.4.000.- 0-2ja ára greiða kr.800.- LADBROKE DRAGONARA HOTEL VIKA: HELGI HELGI Belford Road 5 nætur 3 nætur Tvíbýli m/baði og morgunmat 12.997 9.774 8.370 Einbýli m/baði og morgunmat 15.707 13.888 9.532 INNIFALIÐ: Flug, Keflavík—Glasgow— Keflavík og gisting. BROTTFÖR: Vikurferðir þriðjud. — Helgarferð 5 nætur, fimmtud. - Helgarferð 3 nætur, laugard. — Flugvallarskattur kr. 250.- ekki innifalinn. — BARNAAFSLÁTTUR: 2—11 ára. Vikuferð kr. 4000.- Helgarferð kr. 3.000.- 0 — 2ja ára greiða kr. 800,- Ferðir milli Glasgow og Edinborgar eru ekki innifaldar, en þar á milli eru mjög góðar rútu- og lestarferðir. Miðað við skráð gengi 1/11 '84. =! FERÐA i!l MIDSTODIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.