Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
mikill og við lögðum frá og hleypt-
um af stað suður á bóginn. Ég átti
að gæta vaðburðarins og það var
kaðall sem lá niður hlémegin með
seglinu og var notaður til að
hleypa úr vindi. Ef maður tók i
vaðburðinn kom brot í seglið og
vindurinn hljóp úr því. Faðir minn
sat aftur í skut við stýrið og hafði
aðra höndina á stýrissveifinni, en
hina á skautinu á seglinu. Öldurn-
ar voru svo háar að ég sá þær ofan
við seglið bakborðsmegin. En
þetta lánaðist nú allt saman og
honum pabba fórst vel við þetta
eins og annað.
Sautján ára fór ég í Hnifsdal og
vann hjá Hálfdáni i Búð sem var
stór og mikill maður. Þarna var ég
ráðinn fyrir 30 krónur á mánuði
og allt frítt. Þetta er fyrsta vorið
sem ég fer að heiman og reyndist
mér indæll tími. Þá voru engir
vélbátar í Hnífsdal heldur voru
þetta allt árabátar. Við fórum á
páskum en hættum í tólftu viku
sumars. Heima réri ég svo alltaf
og átti minn eigin bát. Þá var það
þannig að á vorin var viss síldar-
ganga og þá veiddi maður síld til
að beita lóðir. Áður en síldin kom
var farið norður á firði og plógað
fyrir kúfisk og hann hafður í
beitu. Við vorum þrír á bátnum og
við fórum alltaf með um 35 lóðir í
róður og fiskuðum oft ágætlega.
Þessi bátur var þrjú tonn og hét
Sæbjörninn. Ég keypti hann sem
árabát, stækkaði hann svo og
endurbætti. En eftir að ég flutti
suður hef ég ekkert verið á sjón-
um.“
Æskudraumurinn rætist
Eftir að þú flyst til Reykjavíkur
heldur þú áfram í bátasmíðinni?
„Á Akranesi búum við í 23 ár og
það verða að teljast bestu ár ævi
minnar, því þar rættist nú æsku-
draumurinn, ég varð minn eigin
húsbóndi og gerðist báta- eða
skipasmiður.
Eftir að ég fluttist til Reykja-
víkur vann ég um skeið hjá æsku-
lýðsfélögum í Reykjavík og Kópa-
vogi og kenndi unglingum báta-
smíði. Mér varð oft hugsað til
æskuáranna, þegar ég var að
smíða mina báta og hafði engan
til að leiðbeina mér, engin verk-
færi, nema vasahnífinn og efnivið-
urinn var rekaviðarkubbur. Ég sá
sjálfan mig í þessum áhugasömu
unglingum, en munurinn var að
þeir gátu borið málin undir full-
orðinn mann, sem vissi um og
kunni að leysa vandamálin sem
komu upp.
Þannig að æskudraumurinn
rætist fram á elliárin og i dag er
ég kominn í hring. Ég smiða litlar
lystisnekkjur fyrir unga pilta,
sama og ég gerði úr rekaviðnum
sem lítill drengur. Þegar ég lít yfir
liðna ævi er ég sáttur og er jarð-
vistinni lýkur þá er það eins og að
opna hurð að óþekktu herbergi og
með þessa vissu megum við vel við
okkar kjör una. Að taka öllu með
jafnaðargeði, vera glaður og um-
gangast gott fólk, það er að kunna
að lifa en það besta af öllu er að
sjá æskudraumana sina rætast.
Viðtal GRG.
Um sumarið fer ég norður og
flyt að Drangsnesi og byggi ný-
býli, gifti mig og við setjumst þar
að i 12 ár. Þar smíða ég báta og
ýmislegt sem til fellur og gengur
vel en svo veikist konan og við
þurfum að flytjast suður. Það
verður úr að við seljum eignir
okkar og förum á Akranes. Það
var þá sem ég sneri mér að báta-
smíðinni. En ég varð að taka próf
þá 45 ára gamall. Annað þótti ekki
sæmandi vegna iðnlöggjafarinnar.
Þar þurfti ég að teikna undirstöðu
að báti og leggja niður kjöl, kjal-
síðu og stefni. Þetta gekk allt sam-
an vel og ég fékk mitt meistara-
bréf.“
Ingi Guðmonsson skipasmiður.
nú orgel á morgun, hann vinnur
hérna í vetur kauplaust. „Auðvit-
að,“ segir Einar, „það er nú ekki
mikið mál.“ Farðu bara á morgun,
veldu þér orgel og láttu skrifa það
hjá mér.“ Nú, ég fór og valdi mér
orgel með vini minum og þetta
orgel á ég enn þann dag í dag.
Þetta er mér einstaklega minn-
isstætt. Manni varð mikið um
þetta að eignast þetta fina orgel
bara si svona.
Annars var starf mitt þennan
vetur aðallega fólgið í þvi að bil-
grindur komu til landsins og við
byggðum síðan yfir þær og þennan
vetur smiðuðum við yfir rúmlega
80 Ford-bíla.
Ingi Guðmonsson skipasmiður
Atta ára setti ég
fyrstu vélina í bát
Frá því að ég man eftir mér hef ég haft yndi af bátum og sem
smástrákum þótti okkur bræðrum gaman að horfa á seglskúturnar sem
voru að veíðum á Húnaflóanum. Þetta var heillandi sjón og við dunduð-
um okkur við að teikna skipin á reikningsspjöld, segir Ingi Guðmonsson
skipasmiður sem blm. heimsótti fyrir skömmu.
Já þeir hafa ekki allir verið háir í loftinu um árin sem byrjuðu að
dunda sér við báta og skútur og horfðu löngunaraugum út á sjóinn til
alvöruskipanna. Viðmælandi minn hefur sjáanlega haldið tryggð við heill-
andi sjón bernskuáranna því enn þann dag í dag getur að líta undrasmíði
úr böndum hans, fegurstu skip, rétt mátuleg að stærð og lögun fyrir litla
fingur að þreifa á og dást að. Og eflaust eiga þessir fögru gripir eftir að
vekja álíka tilfinning eins og segir í þessari vísu.
Kári frekur fyllir voð,
falda skekur hvíta,
áfram rekur góða gnoð,
gleði vekur ýta. (D.Ben.)
En hvenær byrjaði Ingi að
flytja smíðina frá teikningu og yf-
ir í tré?
„Fljótlega fór ég að prófa mig
áfram með að tálga úr rekavið-
arkubbi líkön af skipunum.
Ætli að ég hafi ekki verið átta
ára þegar ég fann upp nýtt lag á
skipi. Rekaviðarkubburinn var þá
táigaður þannig að hann liktist
netaflá. Utan á kubbinn setti ég
borð og borðstokk og í skipið setti
ég tvö möstur, útleggjara, útbjó
segl, stórsegl, aftursegl og tvær
fokkur. Ég smíðaði nokkra svona
báta og reyndi að gera þá fallegri
og fullkomnari. Svona liðu nú
æskuárin við leik og störf, og mað-
ur lét sig dreyma um stóra báta.
Þegar ég var tólf ára gamall fór ég
að róa með föður mínum og oft lá
ég þá fram í stafni og fann út að ef
báturinn ætti að fara vel í sjó þá
þyrfti hann að hafa sérstakt lag
þannig að hann slæi bárunni frá
kinnungnum svo hún skærist ekki
inn í hann, einnig að hann lyfti sér
í siglingunni. Þessar bolla-
leggingar mínar þarna hafa komið
mér að góðum notum við það lag
sem ég síðan hafði á bátum min-
um.“
Hvaðan ertu ættaður Ingi?
„Ég fæddist á kirkjustaðnum
Kaldrananesi við Steingrímsfjörð
18. maí 1902. Foreldrar mínir,
Guðmon Guðnason og Guðrún
Kristjánsdóttir, voru þá húshjón
hjá bóndanum þar. Faðir minn
var fæddur sjómaður og var á
þessum árum formaður fyrir bát
sem hét Áfram. Þá var oft basl að
fá jarðir, en fyrir frændsemi við
Halldór Júlíusson fyrrverandi
sýslumann fengum við Kolbeins-
víkina og þangað flytjum við 1906
þegar ég er fjögurra ára tæplega
og þarna dvel ég til tuttugu og
tveggja ára aldurs.
Innmaturinn úr vekjaranum
varð bátsvélin
Ég var heldur latur að læra.
Vorið sem ég fermdist setti ég í
fyrsta skipti vél í bát. Þetta atvik-
aðist þannig að farkennarinn
hafði sett okkur fyrir en ég sinnt
því lítið. Mamma lofaði þá að gefa
mér gamlan, ónýtan vekjara ef ég
lyki lestrinum fyrir tilskilinn
tíma. Ég gekk strax að þessum
kaupum og dreif mig í lærdóminn.
Þegar ég fékk vekjarann notaði ég
innmatinn til að búa til vél f einn
af litlu bátunum minum. Ég fór
síðan niður að sjó og hugðist setja
bátinn fram. Ég setti vélina af
stað en þá vandaðist málið þvi
báturinn fór aftur á bak. Ég leysti
þetta svo með því að leysa skrúfu-
blöðin sem voru úr blýi.“
Hvemig atvikast það að þú ferð
út í smíðar fyrir alvöru?
„Árið 1919 er byrjað að reisa
verksmiðju f Djúpuvíkinni og þar
er að verki Elías Stefánsson út-
gerðarmaður frá Reykjavfk að
koma á fót síldarsöltunarstöð. Þar
er ég í vinnu, og árið 1917 kemur
Indriði Gottsveinsson fyrsti tog-
araskipstjóri á fslenskum togara
og gerist verkstjóri hjá Elíasi.
Mér hefur alltaf þótt gaman að
dunda f smiðum og Indriði setti
mig alltaf í þær. Hann vill svo
endilega að ég fari og læri smíðar
og veturinn 1925—26 er ég hérna f
Reykjavík hjá Stefáni Einarssyni
og Einari Kristjánssyni á Hverf-
isgötunni. Þar hafði maður ekki
kaup og vann i öllu sem til féll.
Eitt kvöldið þegar ég var að
vinna gerðist það að við vorum að
syngja og gantast, ég og strákur-
inn sem vann með mér. Þá kemur
Guðrún Guðlaugsdóttir konan
hans Einars Kristjánssonar og
spyr hvað gangi á. Við sögðumst
bara vera að fíflast. Ég syng
áfram og þá segir hún: „Þú syngur
alltaf svo mikið. Áttu orgel vinur.“
J4ei,“ segi ég, „ætli ég eignist það
nokkurntíma." Guðrún fer þá
fram á skrifstofu og segir við
mann sinn: „Þú gefur honum Inga
Smíðaöi 96 báta
Hvað voru þeir margir bátarnir
sem þú smíðaðir þar?
„Ég keypti kot á Akranesi fyrir
15.000 krónur með stórri lóð og
þar byggði ég vinnuhús. Ég setti
þar upp verkstæði og á Akranesi
smfðaði ég % báta. Flestir voru
trillubátar 5 til 7 tonna. Þrjá
dekkbáta smíðaði ég, tfu, tólf og
fjórtán tonn. Þrjá snurpubáta og
átta smærri báta gerði ég,
pramma og svo var alltaf um tölu-
verðar viðgerðir að ræða um
breytingar og stækkun á bátum.
Ég hafði aldrei marga menn í
vinnu.“
Stundaðirðu eingöngu skipa-
smíði?
„Já, ég tel það ekki að ég setti
upp þvottahús f félagi við annan.
Einu sinni tók ég upp á því að fá
mér viðarsög og sagaði mikið af
rekaviði á stríðsárunum. Það var
ágætt starf og með því kom ég
fiárhagslega undir mig fótunum.
Á þessum tfma var þetta ekki til
siðs.
Breyttist ekki efniviðurinn og
bátalagið f gegnum árin hjá þér?
„Jú, ég breytti því og ég var
fyrstur með breiðfirska lagið á
bátunum mínum. Annars hafði ég
bátana sérstaklega þunna að
framan, það er að segja það sem
niðri í sjónum var og eins hafði ég
þá ákaflega þunna aftur til hæls-
ins, þannig að skrúfan nái sem
mestum sjó. Sfðan snarbeygði ég
þá út. Þá er stýrið á bátunum mín-
um öðruvísi og hugmyndin er upp-
runnin frá Kanada. Stýrið er tvö-
falt og sjórinn leikur gegnum það,
en það er stýristamminn sjálfur
sem ákveður hvað bilið er breitt
milli platanna. Þetta stýri þykir
gera það mun betur en stýri sem
gerð eru með gamla laginu. Efnið
var fura og eik sem ég notaði.“
Nú stundaðir þú nokkuð sjóinn.
Er einhver saga þaðan minnis-
stæð?
„Jú, þá var ég um tvftugt á sjó
með pabba þvf hann var mikill
sjósóknari. Ég hélt að dagar okkar
væru taldir þá. Við fórum f verzl-
unarferð norður í Reykjarfjörð.
Það var ágætisveður þegar við fór-
um norður, en þangað er um
tveggja og hálfs tíma róður í logni
að Kúbíkum. Þegar við vorum að
erinda kom hvassviðri mikið með
norðaustanvindi. Pabbi vildi fara
strax heim þó sjór væri orðinn
„Það besta er að sjá æskudraumana rætast“