Morgunblaðið - 18.11.1984, Síða 45

Morgunblaðið - 18.11.1984, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 45 samleik. Bru nú starfandi i blásara- deild a.m.k. sex hljómsveitir. Skýr- ingin á fjölda þeirra er sú, að nem- endur á sama námsstigi mynda alltaf sína eigin hljómsveit. Eftir þriggja til fjögurra ára nám koma þeir síðan inn í blásarasveit skólans. Þá starfar kammerblásarasveit, sem bæði er skipuð kennurum og þeim nemend- um, er lengst hafa náð. Þeir, sem leika á tréblásturshljóðfæri, mynda kvintett. Þá má ekki gleyma þeirri nýlundu, að stofnuð hefur verið sér- stök jass-deild og hafa nemendur hennar myndað hljómsveit. í strengjahljóðfæradeild starfa einnig sjálfstæðar strengjasveitir. Þar er sérstök sveit yngri nemenda, en þeir eldri skipa sér í hljómsveit skólans, sem er fyrsti vísir að sin- fóníuhljómveit. Hún er allfjölmenn og hefur haldið sjálfstæða tónleika og jafnframt tekið þátt i uppfærslu á tónverkum, m.a. meö Passíukórnum og Kirkjukór Lögmannshliðar. Þá má geta þess sem nokkurs konar aukabúgreinar, að nemendum hefur gefist kostur á að starfa við leikhús bæjarins. Á liðnum vetri lék hljómsveit kennara og nemenda und- ir stjórn Roars Kvam við sýningar á My Fair Lady og Kardimommubæn- um. Það veldur okkur þó ósjaldan nokkrum áhyggjum, að nemendur geti ofreynt sig þegar þeir taka þátt i svo fjölþættu hljómleikahaldi með ströngum æfingum, en auk tónlist- arnámsins eru þeir flestir einnig i fullu námi f grunn- og framhalds- skólum. Óttumst við, að eitthvað hljóti þá að sitja á hakanum. Reynd- in er þó sú, að þessir nemendur eru yfirleitt ótrúlega duglegir og spjara sig vel á ðllum sviðum. Þeir njóta þess einnig í almennu námi, að iðkun tónlistar gerir kröfur um mikinn sjálfsaga og gott verklag. Það kemur jafnan í Ijós, að iðni, áhugi og sam- viskusemi vega jafn þungt og hæfi- leikarnir, þó þeir verði nauðsynlega að vera fyrir hendi. Samstarf skólanna Þessu næst vék Jón Hlöðver að samvinnu skólanna. Taldi hann það mikilvægt fyrir framtiðarskipan tónlistarskóla að auka samstarfið við barna- og framhaldsskóla með tilliti til skipulags á starfstfma nemend- anna. Eins og málum er nú háttað myndast oft óæskilegar eyður á starfsdeginum við það að óviða eru nokkur samráð höfð milli skólanna við gerð stundaskrár. Hins vegar er því víða svo háttað í fámennri byggð- arlögum, ekki sfst til sveita, að nem- endur njóta tónlistarkennslunnar á sama stað og annarar fræðslu og skóladagurin verður samfelldur. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir yngstu nemendur, sem eru miklu við- kvæmari fyrir „dauðum" tfmum eða tímum, sem raska eðlilegu samhengi í leik og starfi. Sú jákvæða breyting hefur orðið á högum margra eldri nemenda, t.d. þeirra sem stunda hér menntaskólanám, að þeir geta valið tónlistarbraut og þurfa þá ekki að stunda nám í jafn mörgum greinum þar, en fá aukinn tfma fyrir tónlist- arnámið hér. Þetta er mjög mikil- vægt fyrir þá, sem hafa í hyggju að gera tónlist að ævistarfi, t.d. sem kennarar á þvf sviði, tónlistarflytj- endur eða tónskáld. Ekki er hægt að kanna til hlftar, hvort nemandinn á erindi á þennan vettvang, fyrr en hann getur stundað tónlist f sam- ræmi við þær kröfur, sem hún gerir. Má geta þess til nánari glöggvunar að sá, sem stundar nám á æðri svið- um tónlistar, þarf að verja a.m.k. þrem til fjórum klukkustundum á degi hverjum til æfinga og þjálfunar. Það er varla hægt nema hann helgi sig eingöngu tónlistarnámi eða tekið sé mikið tillit til þess f öðrum skóla, eins og nú er gert á fyrrnefndri tón- listarbraut. Tónlistarár Evrópu 1985 í Tónlistarskólanum á Akureyri er lögð áhersla á það, aö menn fái eins fljótt og auðið er að leika fyrir áheyr- endur. Þess vegna er þar haldið uppi allfjölbreyttum tónleikum. M.a. eru á hverjum laugardegi svonefndir laug- ardagstónleikar, sem eru öllum opnir. Sjá kennarar til skiptis um skipulag þeirra. Þá má geta tónleika blásarasveitarinnar nær jólum og nýárstónleika skólahljómsveitarinn- ar. Þegar minnst er á nýjárstónleika má minna á tónlistarár Evrópu, sem gengur í garð um næstu áramót. Er ástæða til þess að hvetja fólk víðs vegar um landið að verða við þeim tilmælum Evrópuráðsins, að gera ár- ið 1985 að upphafi mikilla athafna á tónlistarsviði. Er þess vænst, að þá verði teknar ákvarðanir og sfðan hafnar framkvæmdir, er efli tónlist- aruppeldi, auki tónleikahald og bæti aðstöðu til tónlistarlífs. Tónlistarbandalag íslands Jón Hlöðver hefur átt þess kost að taka þátt f undirbúningi stofnunar Tónlistarbandalags íslands, sem væntanlega verður formlega stofnað við upphaf næsta árs. Þar er gert ráð fyrir að sameina félög tónlistar- áhugamanna, starfandi tónlistar- manna og áhugasama einstaklinga 1 heildarsamtök, sem leggi sig fram um að gera veg tónlistar sem mestan og bestan. Það á að stuðla að bættu skipulagi og auknum samskiptum á sviði tónlistar hvarvetna. Þá er bandalaginu ætlaö að verða ráðgef- andi m.a. fyrir yfirvöld, um stefnu- mörkun í tónlistaruppeldi og tónlist- arlffi. Einnig á það að rækja sam- skipti við önnur lönd, bæði til þess að við getum notið þess f auknum mæli, sem þar er að gerast, og jafnframt komið eigin tónlist og tónlistar- mönnum á framfæri erlendis. Þá mun bandalagið taka þátt f umræð- um um tónlistarnám á alþjóðavett- vangi. Getur engum blandast hugur um, að hér er stórmál á döfinni. Hér vantar hús Ef vikið er að aðstöðu til hljóm- leikahalds á Akureyri er það fremur leiðinlegt til afspurnar, að f þeim söngelska bæ eru aðstæður langt frá þvf að vera viðunandi. Þar er enginn salur, sem hægt er að nota til venju- legs tónleikahalds, ef undan eru skil- in kirkjan, sem er mjög gott hljóm- leikahús, og Borgarbíó. Auðvitað er þess ekki aö vænta, að kirkjan sé alltaf til reiðu og Borgarbió er aðeins falt, þegar ekki eru þar kvikmynda- sýningar, sem er þá helst eftir hádegi á Iaugardögum. Þetta ástand vekur athygli á þvf, að á Akureyri er ekkert félagsheimili, sem fjölmargir smærri staðir geta státað af. Sætir þaö nokk- urri furðu, að f svo stórum kaupstað skuli þessi mikilvægi þáttur menn- ingarmála hafa verið vanræktur svo lengi. Þá vék Jón Hlöðver að þvf, að um þessar mundir er fyrir hendi hús, sem getur bætt úr þessu ófremdar- ástandi. Er það Nýja bíó, sem áður fyrr þjónaði tónlistinni áratugum saman og þótti þá gott til hljómleika- halds. Það er nú falt til kaups. Er vart hægt að trúa öðru, en að með samstillingu og góðum vilja félaga og forráðamanna, Akureyri megi byggja í kringum Nýja bfó þá að- stöðu í hjarta bæjarins, sem getur þjónað bæði sjónlist og tónlist, félög- um og ráðstefnuhaldi um langa framtíð. Við Jón Hlöðver, erum sammála um, að enginn efi leiki á því, að skólabæinn Akureyri beri að gera að verðugum stað lista og mennta. Þá er næsta eðlilegt að gamli miöbærinn verði helsta at- hafnasvæði þeirra þátta. Þess vænti ég, að sú hugmynd verði reifuð hér sfðar, er aukinna fanga verður aflað. Setja verðbólga og verkföll Biblíubréfaskólinn, Pósthóif 60, 230 Keflavík. Álfheimabakarí Alfheimum 6 og Hagamel 67 í TILEFNI AFMÆLIS verðum við með sérstakan afmælisbakstur um helgina. Við bökum sérstök ÁLFHEIMABRAUÐ og AFMÆLISVÍNARBRAUÐ á laugardeginum. Eins ætlum við að sýna hinum fjölmörgu viðskiptavinum okkar þakklæti með því að setja ávísun á 2.500 kr. í IO ÁLFHEIMABRAUÐ, 5 verða í hvorri verslun, þannig að nokkrir viðskiptavinir eiga von á afmælisgjöf á laugardaginn. Auðvitað gefum við að smakka. AFMÆLISTERTA Á SUNNUDEGINUM í tilefni þessara tímamóta fyrirtækisins, bjóðum við upp á sérstaka afmælistertu, og vonumst við til að viðskiptavinir okkar komi og þiggi tertusneið. Að sjálfsögðu verða búðirnar fullar af allskonar kökum og öðru meðlæti, þannig að allir fá við sitt hæfi. Komdu við í Álfheimum eða á Hagamel. SKEMMTIDAGSKRÁ SUNNUDAG ALFHEIMUM 6 Lúðrasveit Rcykjavtkur kl. 15.30 Kór Lanqholtskirkju kf. 16.00 HAGAMEL 67 Lúðrasveit Reykjavikur kl. 14.45 Kór Lanpholtskirkju ffytur sérstaka afmælisdagskrá kl. 15.15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.