Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 47 Hótel Holt fékk „andlitelyftingu" í sumar þegar sett var upp zink-skyggni yfir anddyri og alla framhlið hússins. Morgunbladið/Friðþjófur Hið nýja bókaherbergi, sem um er rætt I greininni. Þar geta gestir rabbað saman í ró og næði, unnið við skriftir ojs.frv. lega valin í samræmi við heildar- litasamsetningu á hótelinu. Síðast en ekki síst voru sett Sharp-litsjónvörp i hvert her- bergi, „enda er litsjónvarp krafa dagsins í dag eins og sími var áð- ur,“ segir Skúli. Að sögn Skúla hafa þessar breytingar mælst mjög vel fyrir hjá fastagestum hótelsins. í sumar var tekið í notkun á götuhæð nýtt bókaherbergi, sem nýtur mjög mikilla vinsælda. Bókaherbergið er ætlað öllum gestum hótelsins. Þar geta menn setið í næði og rabbað saman, les- ið, unnið við skriftir og fengið framreitt kaffi eða aðra drykki að loknum málsverði. Bókaherbergið er afar vel búið, veggir og bókaskápur úr dökku mahogany. 1 bókahillum eru verð- mætar bækur, sem hótelið hefur eignast. Húsgögnin eru þægileg leðurhúsgögn, valin af Skúla. Hann hefur leitað lengi að réttum húsgögnum og fann þau loks hjá verksmiðju einni á ftalíu. Slík húsgögn, ásamt glæsilegum lista- verkum, eru eins konar vörumerki hótelsins, og eru gott dæmi um þá nákvæmni sem ríkir þegar Tveggja manna herbergi, en þau eru litasjónvarpi. ákvarðanir eru teknar um búnað og útlit Hótels Holts. Utanhúss hefur hótelið einnig fengið andlitslyftingu. Um það bil 2 m breytt zink-klætt skyggni með innbyggðri lýsingu hefur verið sett á alla götuhlið hússins og set- ur það svip á hótelið. Skúli Þorvaldsson hefur farið víða um lönd og heimsótt hótel og sýningar, er orðið gætu að kveikju að nýjum hugmyndum fyrir Hótel Holt. Hann hefur ákveðið allar breytingar, sem gerðar hafa verið að undanförnu, í samráði við Gunnar Magnússon arkitekt. Matsalur Hótels Holts er enn sem fyrr óbreyttur með sínum dökku viðarinnréttingum og frægu listaverkum. Holt hefur allt frá byrjun verið í fremstu röð ís- lenskra veitingahúsa og þar hafa séð dagsins ljós ýmsar nýjungar í búin leðurhægindastólum og matargerðarlist. Aðsókn hefur verið jöfn og góð frá upphafi og hefur aukist seinni árin. Þingholt, sem aðallega er ætlað til einkasamkvæma, var tekið í notkun 1973. Nýtingin hefur verið jöfn og góð og er nú um 78%. Þingholt hæfir öðrum hlutum hót- elsins, dökkar viðarinnréttingar, þung og traust húsgögn og mikið af listaverkum. Starfsmenn Hótels Holts eru nú um 50 talsins. Matreiðslumeistari er Ingvar Jakobsson, yfirþjónn Sveinjón Ragnarsson og móttöku- stjóri Kaino Hjálmarsson. „Erlendar hótelkannanir hafa sýnt að hótelgestir leggja mest upp úr góðu viðmóti. Við höfum lagt kapp á að halda þessu við- móti, allt annað hefur verið endurnýjað," sagði Skúli Þor- valdsson að lokum. — SS öll Aðalfundur Varðar Aöalfundur Landsmálafélagsins Varöar veröur haldinn þriöjudag- inn 20. nóvember kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll viö Háaleit- isbraut. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gestur fundarins Sverrir Herms iðnaðarráöherra flytur ræðu. 3. Önnur mál. Varðarfélagar eru hvattir til aö fjölmenna. Stjórn Landsmálafélagsina Varðar. Nýtt — Nýtt Jólavörurnar eru komnar. Pils, peysur, blússur. Glæsilegt úrval. Glugginn, (Kúnsthúsinu), Laugavegi 40, sími 12854. Hjá Höganás hafa kröfur um gæði alltaf verið settar á oddinn. Úrvalið er fyrir þig ... Hvort sem er á gólf eða veggi, úti eða inni þá finnur þú Höganás flísar við þitt hæfi. Höfum einnig Höganás flísalím, fúgusement og áhöld. Skoðið úrvalið í sýningarsal verslunar okkar. Nýtt sýningarkerfi. Myndasýning á staðnum. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, REYKJAVÍK. Sígildu, vinsælu OSWALD í tveimur hælahæöum, þ.e.a.s. 50mm og 65mm. Litir: hvítt, svart, blátt, brúnt, dðkkrautt, Ijósrautt. Kr. 1.199.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.