Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 59

Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 59 Aðalfundur Landssambands lífeyrissjóða: Stjórnvöld fjár- magni lífeyri ófélagsbundinna Á AÐALFUNDI Landssambands líf- eyrissjóða, sem haldinn var hinn 2. október 1984, voru samþykktar eftir- farandi ályktanir: ★ aðalfundur Landssambands líf- eyrissjóða bendir á, að lögin um eftirlaun til aldraðra renna út um næstu áramót. Telur sam- bandið, að sá 15 ára umþóttun- artími, sem ákveðinn var 1969 sé orðinn fullnægjandi og að hver lífeyrissjóður eigi að sinna félagslegri skyldu sinni við aldraða félagsmenn viðkom- andi stéttarféiags og hefja greiðslur til þeirra frá næstu áramótum. Jafnframt telur fundurinn að stjórnvöld eigi að taka á sig fjármögnun lífeyris til þeirra lífeyrisþega, sem ekki hafa átt aðild að stéttarfélagi og taka lífeyri frá Umsjónarnefnd eft- irlauna. ★ Landssamband lífeyrissjóða skorar á stjórnvöld að fella niður þá skattlagningu á lífeyr- isgreiðslur, sem felst í því, að lífeyrisgreiðslur sjóðanna skerða tekjutryggingu al- mannatrygginga. Dæmi: Eitt hundrað krónum hærri lífeyri frá lífeyrissjóði getur valdið 45 krónu lækkun á tekjutryggingu viðkomandi líf- eyrisþega. ★ Aðalfundur Landsambands líf- eyrissjóða haldinn 2. október 1984, samþykkir að fara þess á leit við stjómvöld, að skattalög- um verði breytt í þá átt að heimilt verði að gjaldfæra á rekstrarreikningi iðgjöld at- vinnurekenda eins og áður var. Á aðalfundinum kom ennfrem- ur fram, að í Landssambandi líf- eyrissjóða eru 43 lífeyrissjóðir. Á aðalfundinum héldu Hallgrímur Snorrason hagfræðingur og dr. Pétur H. Blöndal stærðfræðingur erindi um æskilegustu skipan líf- eyrismála á íslandi. Bjarni Þórðarson trygginga- fræðingur, sem verið hefur for- maður Landssambandsins í 15 ár, baðst undan endurkjöri. Voru honum þökkuð mikil og ósérhlífin störf í þágu landssambandsins. Stjórn Landssambands lífeyr- issjóða skipa nú: Pétur H. Blöndal formaður, Hermann Þorsteinsson varaformaður, Gunnar Zoega rit- ari, Guðmundur H. Garðarsson Austfirðinga- félagið 80 ára UM ÞESSAR mundir er Austfirð- ingafélagið í Reykjavík 80 ára. Það var í þorra 1904 að nokkrir kunnir Austfirðingar búsettir f Reykjavík, komu saman til gleðskapar og til að minnast átthaganna. Það varð til þess að félag var stofnað. Austfirðingafélagið mun því elsta starfandi átthagafélag í borginni. Austfirðingafélagið hef- ur ætíð látið málefni Austurlands til sín taka og stutt ýmis málefni viðkomandi fjórðungnum. Félagið stofnaði Sögusjóð Austurlands 1944 og hefur staðið að útgáfu „Austurlands", safni austfirskra fræða. Félagið var aðalútgefandi að Ættum Austfirðinga eftir sr. Ein- ar Jónsson. Þá hefur félagið m.a. veitt UÍA og „Vonarlandi" á Eg- ilsstöðum góðan stuðning. Til að minnast þess að Austfirð- ingafélagið er orðið 80 ára verður hóf að Hótel Sögu föstudaginn 23. nóvember og hefst það með borð- haldi kl. 20.00. Dagskrá verður fjölbreytt. Þess er vænst að Austfirðingar fjöl- menni. meðstjórnandi, Haraldur Hannes- son meðstjórnandi, Eyþór Þórð- arson varamaður og Loftur Al. Þorsteinsson varamaður. Framkvæmdanefnd Lands- sambands lífeyrissjóða skipa: Bjarni Þórðarson, Hermann Þorsteinsson, Pétur H. Blöndal. (PréCUtilk jBBÍag) Kolbrún Svavarsdóttir sjúkraþjálfari ásamt starfsfólki sínu. Ný endurhæf- ingarstöð NYTT fyrirtæki, Endurhæfingarstöð Kolbrúnar, hóf starfsemi sína hinn 30. maí sl. að Bolholti 6, Reykjavík. Eigandi fyrirtækisins er Kolbrún Svavarsdóttir löggiltur sjúkraþjálf- ari. Tilgangur fyrirtækisins er rekstur sjúkraþjálfunar- og endurhæfingarstöðvar. Hjá fyrir- tækinu starfa 3 löggiltir sjúkra- þjálfarar útskrifaðir frá Háskóla Islands og einn aðstoðarmaður. Daglega koma um 45 manns í sjúkraþjálfun og er aðsókn mjög mikil. Kemur fólk eftir tilvísun frá lækni og greiðir fyrir sam- kvæmt samningstaxta Félags ís- lenskra sjúkraþjálfara við Trygg- ingastofnun ríkisins. (Frétutilkrniiing.) VOGIR TIL ALLRA NOTA S um fyrirtaeki þurfa staðlaða vog fyrir starfsemi sína. önnur þurfa flókið vogakerfi til gagnasöfnunar og framleiðslustýringar, sérstaklega aðlagað starfsemi þeirra. I hvoru tilvikinu um sig hefur Toledo réttu vogina eða vogakerfið. Toledo er einn stærsti framleiðandi iðnaðarvoga í heiminum, og starfar nú í yfir 60 löndum. Toledo þróar og framleiðir vogir og vogakerfi fyrir allar greinar iðnaðar s.s. fyrir kjötvinnslur, fiskvinnslur, almennan iðnað og þungaiðnað. «BB PALLVOCIR Pallvogir af ýmsum gerðum, fyrir borð eða gólf, vogarþol frá 3 kg. upp í 10 tonn. KJÖTVINNSLU" VOGIR Hengivogir eru sérhannaðar með þarfir sláturhúsa og kjötvinnslustöðva í huga. Þær bjóða upp á nákvæmt eftirlit með nýtingu afurða. Geta tengst loftbrautum. BRETTA VOGIR Snjöll lausn á brettaviktun, sem nú verður mun auöveldari. Þjónar líka sem venjuleg gólfvog. fOIUHPO EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI VOGAKERFI Toledo þróar og framleiðir hugbúnað til gagnasöfnunar og framleiðslustýringa í flestum greinum iðnaðar. Getur aðlagað hugbúnað þörfum hvers fyrirtækis. ÞJONUSTA Tæknimenn Plastos h.f. munu sjá um allt viðhald Toledo voga á islandi. Samstarf verður við Toledo í Svíþjóð um breytingu og þróun hugbúnaöar. Ilastos liF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.