Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 68

Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Texti: BERGUÓT INGÓLFSDÓTTIR Guy de Rothschild, höfud ættarinnar ( París, ásamt konu Éui Rothschild-ættin Rithöfundar koma fram á sjónarsviðið Víða um lönd setjast menn niður og rita æviminningar sínar, en það er líkast til ekki oft að út eru gefnar bækur eftir þrjá einstaklinga af sömu ætt á einu og sama árinu. Sú er þó raunin með Rothschild-ættina. í sumar komu út í París bækurnar „Contre bonne fortune" (Þrátt fyrir góð efni) eftir Guy de Rothschild, „La Baronne rentre a cinq heures" (Barónessan kemur aftur kl. fimm) eftir Nadine de Rothschild og í London bókin „Myladi Vine“ eftir Philippe de Rothschild. Sú síðastnefnda er væntanleg á markað í Bandaríkjunum undir nafninu „Baron Philippe". Þegar nafnið Rothschild er nefnt, koma fyrst í hugann bankar og peningalánastofnanir. En þeir ættmenn hafa komið víða við sögu, svo sem við alls konar framkvæmdir, svo og við lista- og menningarmál, að ógleymdum mannúðarmálum. Forfaðirinn Forfaðirinn hét Meyer Amsch- el Bauer og var gyðingur, fæddur í Frankfurt árið 1743. Hann komst úr fátækt til efna við að lána út peninga. Eftir að hann tók að sér að varðveita og ávaxta auðæfi Williams prins og kjör- manns í Hesse-Cassel, þegar hann þurfti að flýja eftir orrust- una við Jena árið 1801, óx hann mjög í áliti. Meyer Amschel auðgaðist vel og tók sér nafnið Rothschild (þ.e. rautt sverð á þýsku) vegna þess að rautt sverð hékk yfir dyrum fyrirtækis hans. Hann lagði því bæði grunninn að miklum auðæfum eftirkomenda sinna og gaf þeim nafn, sem orðið hefur þekkt um allan heim. Fimm synir Við dauða föðurins árið 1812 skiptist auðurinn á milli fimm sona, sem hver fyrir sig tók við útibúum í sitt hvoru landinu. Synirnir voru: f. d. tók við i Meyer Amschel 1773 1855 Frankfurt Solomon 1774 1855 Vín Nathan Meyer 1777 1836 London Karl 1788 1855 Napólí James 1792 1868 París Þeir bræður urðu óhemju voldugir er fram liðu stundir vegna hins mikla auðs, sem þeir réðu yfir, þeir urðu nær einráðir á peningamörkuðum í Evrópu á nítjándu öld. Vegna áhrifa á fjármálasviðinu blönduðust þeir í stjórnmál og lánuðu ríkis- stjórnum fé sem öðrum. Nathan Meyer, sem þótti um margt bera af þeim bræðrum, veitti t.d. Bretum ómetanlega hjálp í baráttunni við Napóleon. Þeim bræðrum var veitt aðals- tign við austurríska keisara- dæmið árið 1822. Þeir komu allt- af fram sem heild í viðskiptum og styrkti það stöðu þeirra og völd og yfirmenn í fyrirtækjun- um voru allir ættingjar þeirra. Þeir bræður fikruðu sig upp eftir þjóðfélagsstiganum og blönduðu geði við fyrirfólk á hverjum stað, andstætt því sem yfirleitt var með gyðinga. Þeir gleymdu þó ekki uppruna sínum og lögðu lið ýmsum málefnum gyðinga. Þeg- ar fram liðu stundir varð það al- gengt að ættingjar gengju í hjónaband og viö það hélst auð- urinn innan fjölskyldunnar, svo voru þeir lagnir við að velja sér auðugt kvonfang. Sonur Nathans Meyer í Lon- don, Lionel, f. 1803 d. 1879, var fyrsti gyðingurinn sem kjörinn var á breska þingiö. Lögum, sem stönguðust á við trúarbrögð gyð- inga, var breytt 1858 til að gera honum kleift að taka þingsæti. Sonur Lionels, Nathaniel Mey- er, f. 1840 d. 1915, var svo fyrsti gyðingurinn sem hlaut aðalstign í Bretlandi. Hann beitti sér mjög fyrir mannúðarmálum og var forseti breska Rauða krossins þegar hann lést. Elsti sonur hans, Lionel Walter, f. 1868 d. 1937, varð annar baróninn af Rothschild. í París tók við, að föður sínum látnum, Alphonse, f. 1827 d. 1905. Bróðir hans Edmond, f. 1845 d. 1934, var þekktur sem „le Baron“, hann var stjórnarfor- maður í Frakklandsbanka og að- stoðaði gyðinga við landnám þeirra í ísrael. Þeir Rothschild-menn létu til sín taka á mörgum sviðum, eins og áður er vikið að. Þeir söfnuðu listaverkum, studdu hverskonar menningar- og mannúðarmál, þeir voru framarlega í ræktun veðhlaupahesta og byggðu hallir Nathan Rothschild, sem lagði grunninn að ættarauðnum f Lon- don. og glæsileg stórhýsi, járnbrautir o.n. Baron Louis de Rothschild var fjármálamaður í Þýskalandi á þriðja áratugnum þegar Hitler komst til valda. Hann var tekinn höndum af nasistum og haldið sem gísl. Lausnarféð, 21 millj. dalir, var það hæsta sem farið hafði verið fram á fyrir nokkurn mann fram að þeim tíma. Eftir heimsstyrjaldirnar báð- ar dró mjög úr umsvifum ættar- innar, það er h.íst að völd þeirra hafi haldist í Bretlandi. Kithöfundarnir Guy de Rothschild sem skrif- aði bókina „Contre bonne for- tune“ var yfirmaður Roth- schild-bankans í París þar til Mitterrand þjóðnýtti alla banka árið 1981, þá fluttist hann til New York. í bók hans kennir margra grasa. Hann segir þar frá æsku sinni og uppvexti meðal annars. Hann var alinn upp i höllinni Ferriéres, sem langafi hans, James de Rothschild, reisti á miðri nítjándu öld, og var þar flest allt með sömu ummerkjum og á fyrri tíð. Höllin er um 20 mílur frá París og þótti óhemju- glæsileg híbýli, sem skrýdd voru með málverkum eftir meistar- ana Rubens, Van Dyke og Gains- borough. Til að annast húshaldið þurfti hvorki meira né minna en þrjátíu manns þegar allt var tal- ið. Þegar Ferriéres var byggt, var rafmagn ekki komið til sög- unnar, en í hverju svefnherbergi var komið fyrir bjöllum, sem tengdar voru við vistarverur þjónustufólks. Hvert herbergi hafði sinn ákveðna hljóm, þann- ig að hægt var að greina hvaðan kallið kom. Höllin var gefin franska rík- inu árið 1970 og flutti þá Guy með fjölskyldu sína í stórhýsi við Place de la Concorde, það var áður eign Talleyrand, en hýsir nú bandaríska sendiráðið. Á árum seinni heimsstyrjald- arinnar flúði Guy með fyrri konu sinni til Bretlands, þar sem hann starfaði um tíma sem liðs- foringi í útlagaher Frakka undir stjórn de Gaulles. Eftir stríðið tók hann við störfum í Rothschild-banka í París. Einn af starfsmönnum bankans var Georges Pompidou og hélst vinátta þeirra alla tíð. Seinni kona Guy de Rothschild heitir Marie-Héléne, fædd Zuyl- ens, og er af þekktri bankaeig- enda-ætt í Hollandi. Frúin er þekkt samkvæmiskona, mikil hestakona og hefur látið til sín taka á listasviðinu. Meðal tíðra gesta þeirra hjóna hafa verið margir þekktir menn og frægar konur. Þar má nefna Pompidou- hjónin, Malraux, Visconti, Onassis, Serge Lifar, Coco Chan- el og Maria Callas. Meðan þau bjuggu í höllinni bauð hún eitt sinn átta hundruð gestum til svokallaðs Proust-dansleiks. Gestir áttu allir að koma klædd- ir í gervum persóna úr skáld- sögum Proust. Þau hjón eru nú búsett í New York, eins og áður segir, og hafa reynt að halda „le style Roth- schild" í híbýlum sínum þar. Bók Guy de Rothschild hefur orðið metsölubók í Frakklandi. Nadine de Rothschild Æviminningar Nadine de Rothschild heita „La Baronne rentre a cinq heures" (Baróness- an kemur aftur kl. 5) og kom bókin út í París í sumar. Hún er ekki fædd með silfurskeið í munni eins og margar þær konur er tengst hafa ættinni. Nadine er af fátæku fólki komin, fædd í iðnaðarbæ I Norður-Frakklandi. Hún hætti í skóia fjórtán ára gömul og gerðist fyrirsæta listmálara í París. Sjálf segist hún hafa komist áfram á snotru andliti og viljastyrk sínum. Síð- ar fékk hún smáhlutverk í kvikmyndum og við kabarett- sýningar á skemmtistöðum. Þegar hún kynntist manni sín- um, Edmond de Rothschild, var hann kvæntur maður og talinn einhver alauðugasti maður ætt- arinnar. Hún varð hjákona hans og það var ekki fyrr en Nadine var orðin rúmliggjandi og komin Vk mánuð á leið að hann gekk að eiga hana, 1963. Hún var alin upp í kaþólskri trú, en skipti yfir og tók gyðingatrú og varð brátt formaður í alþjóðlegum samtök- um zionistakvenna. Hún hefur einnig tekið þátt i hjálparstarfi við ýmis mál viðkomandi gyðing- um, svo sem fyrir fötluð börn og munaðarlaus, innflytjendur til ísrael og fleira. Þau hjón búa í húsi sem hefur útsýni yfir Elysée-hallargarðinn í París, auk þess eiga þau heimili á fleiri stöðum. Hún segist álíta það aðal- markmið sitt að gera mann sinn hamingjusaman. Hann er talinn skapmikill maður og heldur laus á kostunum. Kona hans lætur sér fátt um finnast og segist sammála því sem Beumarchais sagði: „að byrðar hjónabandsins væru svo þungar að ekki veitti af tveimur, ef ekki þremur til að bera þær.“ í bókinni, sem orðið hefur metsölubók í Frakklandi, þykir hún opinská, jafnvel full berorð á köflum. Höfundur er fullur aðdáunar á ættingjum manns sins, sem hún telur alla búna góðum kostum, og telur að ýmsir þættir skapgerðar ein- kenni þá alla upp til hópa. Philippe de Rothschild Bók Philippe de Rothschild heitir „Myladi Vine“ og kom út í London í júní sl. Bandarísk út- gáfa er væntanleg á næstunni en hún mun heita „Baron Philippe", eins og áður segir. Höfundurinn er fæddur í Frakklandi árið 1896 og alinn upp við enska tungu eins og margir ættmenna hans. Hann er sonur manns sem var hálfgerður ævintýramaður í fjármálum og tókst að glutra niður stórum hluta auðæfa sinna. Hann gerði soninn að bústjóra á vínræktarsetrinu Mouton við Medoc árið 1922, en sú eign hafði verið í eigu fjölskyldunnar síðan 1853. Philippe lagði sig fram við að koma framleiðslunni á mark- að og greip til ýmissa bragða. Á þeim tíma var ekki farið að flytja inn vín til Bandaríkjanna og í Evrópu voru kokkteilar að leggja vínmarkaðinn undir sig. Hann þurfti líka að standa i samkeppni við frændur sína á næsta vínræktarsetri, Lafite. Philippe greip meðal annars til þess ráðs að fá fræga listamenn til að gera merkimiðana á vínið og fékk t.d. Matisse og Picasso til slíks. Hann kom upp vínsafni á setrinu og byggði upp með endurskipulagi. En vinnan var ekki það eina, sem hann hugsaði um á unga aldri. Hann var ein- hver alræmdasti kvennamaður í París á sínum tíma. Hann segir sjálfur að sigrar hans í dyngjum kvenna hafi orðið sér undrunar- efni, en viðurkennir að nafnið gæti hafa hjálpað til stöku sinn- um og enn kveðst hann njóta kvenhylli. Málakunnáttu sína notaði hann til að snúa á frönsku mörg- um fegurstu ljóðum breskum frá Elizabethar-tímanum. { bókinni kveður við dálítið annan tón en í þeim tveimur, sem fyrr eru nefndar. Hann leyf- ir sér að gagnrýna Rothschild- ættina á mörgum sviðum. Það er reiknað með að bók Philippe de Rothschild eigi eftir að verða metsölubók eins og hin- ar. Óhætt er að segja að bækurn- ar séu stór skammtur af lesmáli um Rothschild-ættina á einu ári. Það er ekki að efa að mörgum leikur forvitni á því að kynnast hvernig stórauðugt fólk lítur á tilveruna og bækurnar því kær- komnar þeim sem áhuga hafa fyrir Rothschild-ættinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.