Morgunblaðið - 29.11.1984, Page 4
4
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
SH semur við Eimskip um flutninga:
Lækkun um 40
millj. kr. miðað
við síðasta ár
UNDIRRITAÐUR hefur verið samn-
ingur milli Eimskipafélags íslands og
SölumiAstöðvar hradfrystihúsanna
um flutninga á frystum fiski til Bret-
Björgun ungmenn-
anna þriggja:
Hjörtur
tók þátt
í leitinni
í SAMTALI blaóamanns
Morgunblaðsins við Hjört Guðbjarts-
son, föður Gunnars Hjartarsonar, sem
var í hópi ungmennanna þríggja sem
lentu í hrakningunum við Prestsvatn,
var um að ræða misskilning í frásögn-
inni þar sem sagt er frá ferð Hjartar á
leitarsvæðið á mánudag. Hjörtur tók
þáttí leitinni á mánudag og kom ekki
í bæinn fyrr en um klukkan tvö um
nóttina, og ók þá jeppanum sem ung-
mennin voru á og höfðu yfirgefið.
Guðbjartur ólason, faðir Hjartar,
starfar hjá Ásbirni ólafssyni hf., en
forstjóri þess fyrirtækis, Björn
Guðmundsson, bauðst til að fara á
fjallabíl sínum austur á mánudag-
inn og bauð hann Hirti að koma með
sér. Báðir tóku þeir þátt í leitinni
fram á nótt, en Hjörtur fór þá með
jeppann í bæinn og ók Björn á eftir
honum. Entist bensínið þar til þeir
komu að Rauðavatni og tók Björn þá
jeppann i tog á sínum bfl síðasta
spölinn. Það er því ekki rétt sem
fram kemur í frásögninni, að Hjört-
ur hafi snúið við er hann frétti í
talstöð að jeppinn hefði fundist
mannlaus. Eru hlutaðeigendur
beðnir velvirðingar á þessum mis-
skilningi, sem birtist í frásögn
Morgunblaðsins.
Fræðslufundur
um vaxtamál
KAUPÞING hf. efnir í kvöld til al-
menns fræðslufundar um efnið: Kaup-
hækkanir — gengisfelling: óverð-
tryggðir bankareikningar og önnur
sparnaðarform.
Á fundinum verða flutt þrjú er-
indi. Dr. Sigurður B. Stefánsson
hagfræðingur mun spá um verð-
bólgu næstu mánuði og nauösynlega
óverðtryggða vexti. Höskuldur
Jónsson ráðuneytisstjóri fjármála-
ráðuneytisins mun svara þeirri
spurningu hvort spariskírteini rík-
issjóðs séu betri en bankareikn-
ingar. Brynjólfur Helgason rekstr-
arhagfræðingur Landsbanka ís-
lands mun fjalla um óverðtryggða
vexti bankanna í vaxandi verðbólgu.
Á eftir framsöguerindum verða
almennar umræöur og fyrirspurnir.
Fundurinn verður haldinn f Krist-
alssal Hótels Loftleiða og hefst kl.
20.30.
lands, meginlands Evrópu og Norður-
landa. Samningurinn gildir til árs-
loka 1985 og felur I sér 30 til 40%
lækkun fiutningsgjalda eftir vöru-
fiokkum.
Samningurinn er gerður á
grundvelli tilboðs, er Eimskipafé-
lagið gerði í umrædda flutninga
samkvæmt útboði SH, en auk Eim-
skipafélagsins bauð færeyska skip-
afélagið Star Shipping í þessa
flutninga. Að sögn Jóns Ingvars-
sonar stjórnarformanns SH felur
samningurinn í sér mismikla lækk-
un á flutningsgjaldi eftir vöru-
flokkum og tilhögun flutninga. Á
hinum helstu vörutegundum sem
SH flytur hefði verðið verið um 140
dollarar á tonn, en miðað við tilboð
Eimskips væri verðið 86 dollarar á
tonn miðað við afgreiðslu á hafnar-
bakkann, en 96 dollarar miðað við
afgreiðslu alla leið.
Jón Ingvarsson sagði ennfremur
að árið 1983 hefðu verið flutt um 28
þúsund tonn til umræddra landa,
og hefði flutningskostnaður numið
um 140 milljónum íslenskra króna.
Miðað viö hina nýgerðu samninga
næmi flutningskostnaður á sama
magni um 90 til 100 milljónum
króna. Lækkunin á hinum nýgerðu
samningum byggist m.a. á aukinni
hagræðingu, notkun nýrrar flutn-
ingatækni svo og samkeppni skipa-
félaga.
æ:
Leitar- og björgunarþyrlan TF SIF.
TF SIF notuð til leitar-
starfa í fyrsta skipti
LEITAR- og björgunarþyrlan TF SIF sem Landhelgisgæslan tók á leigu 1
Frakklandi í október, var 1 fyrsta sinn notuð hér til leitarstarfa við leit
ungmennanna þriggja sem á svo giftusamlegan hátt björguðust á þríðju-
dag, heil á húfi.
Landhelgisgæslan hefur sem
kunnugt er fest kaup á samskon-
ar þyrlu í Frakklandi en þar sem
hún er ekki væntanleg til lands-
ins fyrr en næsta sumar, tók
gæslan TF SIF á leigu hjá verk-
smiðjunni þangað til. Þyrlan
sem gæslan hefur fest kaup á,
tekur átta farþega líkt og TF
SIF og verður búin tækjum sem
miðast við íslenskar aðstæður.
Að sögn flugmanna þyrlunnar,
þeirra Páls Halldórssonar og
Benónýs Ásgrimssonar, hafa
þeir verið við æfingar á þyrlunni
frá því að hún kom til landsins.
Flugu þeir bæði á mánudag og
þriðjudag i leit að ungmennun-
um þremur en gátu litið aðhafst
fyrir þoku. Sögðust þeir muna
fást við allt leitarflug en aðeins
sjúkraflug inni á landi enn sem
komið væri, þar sem þeir teldu
sig ekki tilbúna til að annast
slikt á sjó úti.
Kópavogur:
Undirbúningur hafinn að bygg-
ingu stærstu sundlaugar landsins
UNDIRBÚNINGUR er nú hafinn að breytingum og endurbyggingu sund-
laugar á Rútstúni í Kópavogi og samkvæmt þeim hugmyndum sem fyrir
liggja verður hér um að ræða stærstu sundlaug landsins, 50 metra langa og
25 metra breiða. Að sögn Jóns Ármanns Héðinssonar, formanns undirbún-
ingsnefndar, er jafnframt unnið að skipulagningu útivistarsvæðis í tengslum
við byggingu laugarinnar á túninu, sem gefið var af beiðurshjónum Kópa-
vogs, Huldu Jakobsdóttur og Finnboga Rúti Valdimarssyni.
Forsögu þessa máls má rekja ingsaðstöðu. Samkvæmt tillögum
allt aftur til ársins 1958, en þann Högnu verður sundlaugin sú
18. júní það ár var lagt fram bréf á stærsta á íslandi, 50 metra löng og
fundi bæjarráðs Kópavogs frá 25 metra breið. Við hliðina verður
vogskaupstaðar, næsta vor, verði
fyrsta skóflustungan tekin að
þessu glæsilega mannvirki, sem
fyrirhugað er að reisa á Rútstúni.
1 undirbúningsnefnd sitja auk
Jóns Ármanns þeir Alexander Al-
exandersson, Bragi Michaelsson,
Páll Helgason og Snorri S. Kon-
ráðsson. f umfjöllun og ákvarð-
anatöku varðandi þessar fram-
kvæmdir hefur nefndin fengið til
liðs við sig Steinar Lúðvíksson
íþróttakennara og forstöðumann
Sundlaugar Kópavogs, Skúla
Norðdal arkitekt og skipulags-
stjóra Kópavogs og Guðmund
Halldórsson verkfræðing, sem
hefur sérhæft sig í sundlaugar-
mannvirkjum.
þeim hjónum Huldu Valdimars-
dóttur og Finnboga Rúti Valdi-
marssyni þar sem þau ánöfnuðu
Kópavogskaupstað alla ræktun og
mannvirki á umræddu ræktunar-
landi við Kópavogsblett. Sú ósk
fylgdi gjöfinni að landið yrði gert
að skemmtigarði fyrir Kópavogs-
búa. Síðan var reist sundlaug á
túninu og var þá aðeins ráðist f að
byggja hluta af sundlaugarmann-
virkjum, þ.e. núverandi aðstöðu,
sem verið hefur óbreytt í liðlega
20 ár. f febrúar síðastliðinn ákvað
bæjarstjórn Kópavogs að skipa
nefnd til að annast undirbúning
að endur- og viðbótarbyggingu
sundlaugarinnar á Rútstúni.
Högna Sigurðardóttir arkitekt,
hefur gert frumtillögu að viðbót-
arsundlaug með tilheyrandi bún-
lítil vaðlaug fyrir börn og einnig
er gert ráð fyrir góðri útiaðstöðu
umhverfis sjálf laugarmannvirk-
in. Hin fyrirhuguðu mannvirki
munu tengjast þeirri sundaðstöðu
sem nú er fyrir hendi, þannig að
samnýting verður á sundlaugun-
um þremur. Gamla sundlaugin
verður eingöngu kennslusundlaug,
en þegar kennsluálagið er sem
mest verður hluti af nýju lauginni
tekinn fyrir sundkennslu.
Fyrirhuguð sundlaugargerð hef-
ur verið kynnt bæjarráði og rædd
í bæjarstjórn Kópavogs ásamt því
að skólanefnd og íþróttaráð hafa
getað fylgst með þróun þessara
mála, að sögn Jóns Ármanns Héð-
inssonar. Hann sagði ennfremur
að undirbúningsnefnd gerði sér
vonir um að á 30 ára afmæli Kópa-
„Gefum bílinn hvað
sem tautar og raular“
— segir Davíð Sch. Thorsteinsson um ályktun Verðlagsráðs
ÞAU MISTÖK áttu sér stað við vinnslu blaðsins í gær að niður féll svar Davíðs
Scheving Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Sólar hf., við þeirri ályktun
Verðlagsráðs að auglýsing fyrirtækisins á Soda Stream-vélum bryti í bága við
góða viðskiptahættL Biðst Morgunblaðið velvirðingar á þessum mistökum en
ummæli Davíðs fara hér á eftin
„Það er alrangt að það komi
niður á neytendum í hækkuðu vöru-
verði þó að við gefum heppnum
Soda Stream-eiganda bíl að gjöf,
því hann er greiddur með ágóða
fyrirtækisins,“ sagði Davíð. „33.
grein sú sem Verðlagsráð vitnar í í
ályktun sinni, stangast að mínu
mati á við ákvæði stjórnarskrár-
innar þar sem sagt er aö allir séu
jafnir fyrir lögum. Hér er útgefend-
um blaða og tímarita heimilt það
sem okkur er bannað. Við ættum
kannski að gefa út „Soda Stream-
tíðindi” til að geta gefið fólki gjafir
í friði.
Verið getur að okkur verði bann-
að að auglýsa bílinn, en við munum
efna loforð okkar og gefa hann hvað
sem tautar og raular," sagði Davíð
Scheving Thorsteinsson.
Ólympíuskákmótið í Grikklandi:
Rivas mætti ekki til
leiks gegn Jóhanni
En það dugði íslensku skáksveitinni
ekki til sigurs gegn Spánverjum
Ftí Axkeli Kinqni á Ólyropfiukákmótiou I GrikkUndi.
SPÁNVERJINN Rivas mætti ekki til leiks gegn Jóhanni Hjartarsyni
þegar íslenska skáksveitin mætti Spáni í 9. umferð Ólympfuskákmótsins
í gær. Þeir áttu að eigast við á 1. borði, en einhver óánægja kom upp {
spönsku sveitinni sem olli þvf að Rivas mætti ekki til leiks. Þar með fékk
íslcnska sveitin auðfenginn vinning, en það dugði þó ekki til sigurs gegn
Spáni, jafntefli varð í viðureign þjóðanna, 2—2. Það var skarð fyrir skildi,
að Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson gátu ekki teflt gegn Spánverj-
um, eru báðir veikir en vonir standa til að þeir mæti til leiks í 10. umferð.
Jón L. Árnason var lengst af dóttir og Sigurlaug Friðþjófs-
með gjörunnið tafl gegn Bellon á
2. borði en Spánverjinn náði að
þráskáka. Jón var þá í miklu
tímahraki — átti aðeins 4 mín-
útur á sfðustu 16 leikina. Guð-
mundur og Fernandez gerðu
jafntefli á 3. borði og Karl Þor-
steins tapaði á 4. borði. íslenska
sveitin er nú í nfunda sæti með
22 vinninga.
Það hefur vakið mikla athygli
að tveir efstu menn Júgóslav-
anna hafa ekki teflt f síðustu
umferðum hér í Þessalóníku.
Þeir hafa setið meðal áhorfenda.
íslenska kvennasveitin sigraði
þá japönsku 2—1. ólöf Þráins-
dóttir gerðu jafntefli og Guðlaug
Þorsteinsdóttir vann.
Sovétmenn halda öruggri for-
ustu á mótinu og hafa enn ekki
tapað leik. 1 5. umferð munaöi þó
litlu og vakti skák Jusupovs og
Nigels Short mikla athygli. Þeir
sátu að tafli í 11 klukkustundir
og átti Sovétmaðurinn mjög í
vök að verjast, en á undraverðan
hátt tókst honum að halda jafn-
tefli. Þá vakti það athygli að
Sovétmenn sluppu naumlega
fyrir horn í viðureign sinni við
Svía, en henni lauk með jafn-
tefli, 2—2. Þannig mátti Bely-
avski þakka fyrir jafntefli við
Ulf Anderson á 1. borði.