Morgunblaðið - 29.11.1984, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 29.11.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 ítarleg kjaramálaumræða á ASÍ-þingi: „Heímtum of mikið af alltof fáum“ MIKLAR umrædur urðu um kjara-, atvinnu- og efnahagsmál á ASÍ-þinginu í gær. í ræðum tuga ræðumanna kom fram mikil óánægja með nýgerða kjara- samninga, einkum vöntun á kauptryggingar- og uppsagnarákvæðum, og áhyggj- ur af stöðu og stefnu verkalýðshreyfingarinnar. Fjölmargar tillögur komu fram til viðbótar ályktunardrögum forystunnar, sem þeir Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verkamannasambandsins og Björn Björnsson, hagfræð- ingur ASÍ, mæltu fyrir. Guðmundur og Björn röktu gang kjaramála undanfarin misseri og lýstu vonbrigðum ASl með að ekki hafi tekist að fara þá leið í nýgerð- um kjarasamningum, sem Verka- mannasambandið hafði forystu um. Guðmundur J. Hallvarðsson frá Dagsbrún sagði innviði verka- lýðshreyfingarinnar veikburða og einingu hennar í hættu. Samning- arnir hefðu skapað fleiri vandamál en þeir leystu. Oánægjan græfi nú um sig meðal launafólks. Það yrði að standa saman gegn fjandsam- legri ríkisstjórn og frjálshyggju- stefnu, sem væri óframkvæmanleg nema lögð væri í rúst sú þjóðfélags- gerð, sem verkalýðshreyfingin hefði átt mikinn þátt í að byggja upp. Hansína A. Stefánsdóttir frá Versl- unarmannafélagi Árnessýslu hvatti til að verkalýðsfélögin berðust gegn yfirborgunum og bónusgreiðslum, sem ekki væru annað en „þrælabón- us“ og blekking. Launþegar ættu að geta lifað af dagvinnulaunum sín- um. Baldur Óskarsson frá VR sagð- ist ekki hafa merkt það af fram- söguræðunum að á þinginu ætti að hefja upp sókn gegn Vinnuveit- endasambandinu, SlS, Sjálfstæðis- flokknum og Verslunarráðinu. Full- trúar markaðskreddunnar ætla að rústa verkalýðshreyfinguna, gera þá ríku ríkari og þá fátæku fátæk- ari, sagði Baldur. Erna Gunnars- dóttir úr Keflavík gagnrýndi samn- ingana harðlega og sagði að enn sæti fiskvinnslufólk á botninum. „Öngþveitið í okkar málum má rekja til þess, að við heimtum of mikið af of fáum,“ sagði Erna. Hrafnkell Jónsson frá Eskifirði sagði það sorglega staðreynd, að margir hefðu nú ekki lengur til hnífs og skeiðar. „Annáll kjara- mála, sem hér liggur á borðum, er óslitin saga ósigra verkalýðshreyf- ingarinnar," sagði hann. Kolbeinn Friðbjarnarson frá Siglufirði beindi gagnrýni sinni inn á við, sagði forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar alls ekki hafa staðið sig nógu vel; ýmislegt af því, sem um hefði verið samið á undanförnum fáum árum, svo sem tvöfalda kerf- ið, unglingataxtinn og lágmarks- laun væri til skammar, „mest fyrir okkur sjálf“. Hann sagði að verka- lýðshreyfingin hefði aldrei látið reyna á samstöðuna. Það hefði BSRB gert með glæsilegum árangri. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ tók undir sjónarmið um að kjaramálastefna sambandsins væri ekki nógu markviss og mótuð. „VSl og Verslunarráðið hafa unnið sam- fellt og öflugt að pólitfskri stefnu- mótun. Þeir hafa tekið pólitískt frumkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa siglt í kjölfar þeirra,“ sagði hann. „Atvinnurek- endur hafa her manns í samfelldri stefnumótun í atvinnu- og efna- hagsmálum. Ég held að við gætum ýmislegt af þeim lært. Við verðum að ná pólitísku frumkvæði. Við get- um ekki sótt pólitísku lfnuna út f bæ. Við verðum sjálf að móta okkar stefnu.“ Margt fleira kom fram í umræð- MorgunblaJii/Ól.K.M. rekia^hér ^ gefSt rÚm ^ að Guðríður Elíasdóttir tekur á móti blómum samherja og vina á Alþýðusam- J ___________________ bandsþingi í gær. Hef aldrei verið forréttindakona — segir Guðríður Elíasdóttir 2. varaforseti Alþýðusambandsins „SEM UNG manneskja mótaðist ég af jafnaðarstefnunni og verkalýðshreyf- ingunni og hef reynt að leggja hvoru tveggja lið eftir þvf sem ég hef getað í 35 ár,“ sagði Guðríður Elfasdóttir, formaður verkakvennafélagsins Framtíðar- innar í Hafnarfirði, sem í gærmorgun var einróma kosin 2. varaforseti Alþýðusambands íslands á 35. þingi sambandsins í Reykjavík. Ásmundur Stefánsson var endurkjörinn forseti ASÍ og Björn Þórhallsson var kosinn 1. varaforseti. Guðríður Elíasdóttir er lágvaxin, kvik og brosmild kona. Kynsystur hennar á þinginu risu úr sætum og fögnuðu kosningu hennar með lófa- taki. Hún sagði í spjalli við blaða- mann Mbl. eftir kosninguna að hún væri „varla farin að átta mig á þessu en víst leggst þetta ljómandi vel f mig. Það má kannski segja að þetta hafi verið möguleiki i nokk- urn tíma en þó var ekkert víst að þingið kærði sig um 2. varaforseta. Nú verð ég að standa mig — og ekki bara fyrir konur, heldur alla. Ég er engin forréttindakona.“ Hún er komin af verkafólki á Akranesi, næstelst í hópi fjórtán systkina, „svo víst þurfti maður að taka til hendinni heima í gamla daga. En ég átti gott og heilbrigt heimili. Þar mótaðist ég og hef aldrei dregið dul á, að ég er jafnað- armanneskja. Og það er heldur ekk- ert leyndarmál, að ég heillaðist mest af Sveinbirni Oddssyni, sem var stórmerkur verkalýðssinni og foringi á sinni tíð heima á Skaga. Hjá honum fékk ég mitt pólitíska uppeldi." I stríðslok kom til róðra á Akra- nesi ungur sjómaður úr Hafnar- firði, Jónas Sigurðsson. 1945 voru þau Jónas og Guðríður gift og flutt- ust til Hafnarfjarðar. Fjórum árum síðar var hún „nörruð til að verða gjaldkeri í Framtfðinni f eitt ár en þau urðu nú talsvert fleiri,“ sagði hún. Nú hefur Guðríður verið for- maður Framtíðarinnar í sautján ár. Hún sagðist ekki reikna með að á sínum högum yrðu breytingar þótt hún væi i nú orðin varaforseti í Al- þýðusambandi íslands. „Nei,“ sagði hún, „ég er búin aö druslast þetta í mörg ár og reyni að halda áfram að vinna eftir bestu getu. Ég hef alla tið verið sjómannskona, ól upp tvö börn og hef fengið mína lífsfyllingu sem móðir og verkalýðskona." Fjölmennasti klúbbur landsins og aörir góðir gestir, velkomnir KLÚBBURINN A UTSYNARKVOLD FRÍ-KLÚBBSSTEMMNINGU í BRCADWAr sunnudaginn 2. desember 1984 Kl. 19.00 HúsíO opnaö, Frf-klúbb»*tarf«menn aumars- ins taka á móti gestum og bjóða þá velkomna. Kl. 19.30 „Fríklúbburinn á sólarströndum ’84“ Frumsýning nýrrar kvikmyndar. Ingólfur Guöbrands- son forstjóri Utsýnar kynnir. Kl. 20.00 Veislan hefst með suö- rænu sniöi, gómsætum róttum og Frí-klúbbsfjöri. Fjölbreytt skemmtiatriöi, m.a. . ... \ TÍSKUSÝNING, Modelsamtökin ^Fri-klubbsfelagar og gestir kveöja \ ^ nýjustu vetrartlskuna frá . sumariö og heilsa vetri a glæsilegri \ 1 Jírkuhúsi Frí-klúbbshátíð með bráöhressu og ' fjörugu fólki. Rúllugjald Frí-klúbbsins er aðeins kr. 100,- í staö kr. 170,-. Fríklúbbskjör: Kvöldverður á kr. 385,- luai uenuiia vra Hinn síhressi Hermann Gunnars- son kynnir. Framkvstj. Frí-klúbbsins, Pálmi ________ Pálmason stjórnar, honum til aö- stoðar veröa hinir rómuöu Frf- klúbbsfararstjórar: Erlingur Karlsson (Spánn), Katrín Pálsdóttir (Portúgal), Ingibjörg Hjaltalín (jtalía) Hildigunn- ur Gunnarsdóttir (Portúgal), Hrafn- hildur Valbjörnsdóttir (ítalía) og Jón- ína Benediktsdóttir. næsta árs í verö- DANSSYNING, sérsaminn dans frá Dansnýjung Kol- brúnar Aöalsteinsd. STÓR-BINGÓ meö Útsýnarferöum laun, heildarverö mæti vinninga kr. 63.000,- Fjölbreyttir feröamögu- leikar vetrarins kynntir meö nýrri feröaáætlun. Frf-klúbbsfararstjórar bregöa á leik með þátt- töku gesta. Dansinn stiginn með Frí- klúbbsfjöri til kl. 01.00. Ný 8 manna hljómsveit Gunnars Þórðarssonar og söngvararnir Björgvin Halldórsson, Sverrir Guö- jónsson og Þuriöur Sig- uröardóttir. MATSEÐILL A: Serstakur þriþrettaður sælkeramatseöill á sér- verði. kr. 650,- Koníakslöguö humarsúpa. Lambabuffsteik m/ristuö- um sveppum, bacon- steiktum kartöflum, gljáö- um gulrótum, blómkáli m/ostabráö, salati og rauövínssósu. Fyllt bökuö epli m/kókos- fyllingu og rjóma. MATSEOILL B: Modelkeppnin Ungfrú og Herra Útsýn 1985 hefst. Odyr en Ijuffengur Fri - klubbsmatseðill i spænsk um grisaveislustil: Aðeins kr 385,- Svínakjöt, kjúklingar m/salati, sósu og blönd- uöu grænmeti. Sérstakt Frí-klúbbstilboð ATH.: Ákveðið hvorn matseöilinn þið veljiö um leiö og pantaö er. Tryggðu þér pláss í tíma í síma 77500, því húsið fyllist fljótt. Borðapant- anir og míöasala í Broadway daglega á milli kl. 11—19.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.