Morgunblaðið - 29.11.1984, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.11.1984, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 AFRÍKA Breska sjónvarpsþáttaröðin „The Story of Africa“ eða Saga Afr- íku er að mínu mati einstök fyrir þá sök, að þar er brugðið upp myndum af þróunarsögu heillar heimsálfu á svo listilegan hátt að áhorfandanum opnast nýr og áður ókunnur heimur. í það minnsta hafði ég ekki hugmynd um hversu fjðlbreytt mannlífið er í raun og veru í þessari miklu álfu. Hingað- til hafa fræðslumyndir frá Afríku einkum snúist um hið fjölskrúð- uga dýralíf álfunnar, og þar hafa innfæddir gjarnan leikið hlutverk burðarmannsins. í Sögu Afríku er hinsvegar beint sjónum að mann- lífi álfunnar og athugað hið sögu- lega baksvið þess mannllfs sem nú er lifað í sólarbreyskju álfunnar svörtu. Þannig var til dæmis i 6. þætti, á þriðjudaginn var, tekið fyrir eitt myrkasta skeið afrískrar sögu, timabilið frá 1880 til loka siðari heimsstyrjaldar, en á þessu skeiði skeiðuðu hvitir Evrópu- menn yfir lendur blökkufólksins og hnepptu það i viðjar nýlendu- stefnunnar, en sú stefna sigldi i kjölfar iðnbyltingarinnar er krafðist nýrra markaða og hrá- efna. Áhrif nýlendustefnunnar í þessum sjötta þætti Sögu Afr- íku fannst mér koma skýrt fram, hve djúptæk áhrif nýlendustefnan hefur haft á allt mannlif i Afríku. Hungur hinnar evrópsku iðnbylt- ingar i hráefni, gerði það að verk- um, að i raun raskaðist allt mannlíf á þessum slóðum. Svert- ingjarnir voru reknir til og frá einsog sauðfé, oni lífshættulegar námur eða út á bómullarakra að tína bómull. Hráefnisöflunin krafðist vinnuafls, og engu skeytt um þá atvinnuvegi er fyrir voru. Þannig varð sérhæfing landbún- aðarframleiðslunnar i raun til þess að kippa fótunum undan mat- vælaframleiðslu Afríkubúa. Hinar landlægu afrísku hungurplígur, sem við sjáum svo ljóslifandi i fréttum þessa dagana héldu inn- reið sina í kjölfar nýlendustefn- unnar. Þungur er sá kross Svo sannarlega bera Evrópubú- ar þunga ábyrgð á vesöld þeirri er nú ríkir á sumum svæðum Afríku, það var ekki nóg með að þeir tæmdu heilu landsvæðin af hraustum negrum, er vesluðust upp á fjarlægum plantekrum, og kipptu þannig stoðum undan rótgrónum afriskum samfélögum, heldur skiptu þeir síðar álfunni á milli sín og tóku þannig á vissan hátt upp þrælahald á ný, þótt lög um slíkt hefðu verið afnumin og enn þann dag i dag er slíkt þræla- hald við lýði í Suður-Afríku. Þessi helstefna Evrópumanns- ins var auðvitað framkvæmd í nafni Guðs og góðra siða. Afríku- búarnir voru apalegir í útliti svartir eins og erfðasyndin og að auki heiðnir. Var ekki gustuk að siðmennta þetta lið, og koma þvi í almennilega vinnu, i þágu hinnar glæstu iðnbyltingar. Því miður held ég að fyrrgreind viðhorf sé enn að finna á Vesturlöndum, i það minnsta heyrði ég hér á dög- unum hreyft þeirri kenningu, að aðeins heiðið fólk dæi nú í Eþíópíu, enginn hefði dáið úr hópi hinna kristnu. Ég hef grun um að þessi skoðun eigi sér fylgjendur í trúarsöfnuði er tilheyrir þjóð- kirkjunni. Ég spyr þetta sann- kristna fólk, hvers eiga litlu börn- in að gjalda sem nú eru að deyja í fangi mæðra sinna austur í Eþíópíu. Hvað hafa þau til sakar unnið, framyfir hin er lifa sökum trúarinnar? ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP / S JÓN VARP Andrés Björnsson Á bóka- markað- inum 14 00 í dag les And- rés Björnsson útvarpsstjóri úr nýjum bókum, en þætt- ir þessir hafa verið árviss viðburður í jólabókaflóð- inu undanfarin ár. Að sögn Dóru Ingvadóttur, sem sér um kynningu bók- anna, eru þættir þessir alla virka daga og er yfir- leitt lesið úr þremur bók- um í hverjum þætti, eða 15 bókum á viku. „Það gengur nokkuð treglega að afla efnis í þáttinn núna,“ sagði Dóra, „en það stafar af því að bókaút- gáfur eru seinni á ferðinni nú en áður vegna verk- fallsins. Við fórum samt seinna af stað en venju- lega, en jafnvel þótt bók- aflóðið skelli snögglega á, þá ættum við að geta ann- að því. Það hefur yfirleitt verið lesið úr 130 bókum í þessum þáttum undanfar- in ár og ég reikna með að sú tala haldist óbreytt." Eins og fyrr sagði eru þættir þessir bara virka daga, en þó eru þar und- antekningar á, t.d. verður einnig þáttur á sunnudag. Rokkrásin: DEEP PURPLE Skúli Helgason 16 00 og Snorri Már Skúlason verða með Rokkrásina á sínum stað í dag á rás 2. Að þessu sinni ætla þeir fé- lagar að kynna aldnar kempur sem þó eru ekki á þeim buxunum að gefast upp, Deep Purple. Hljómsveitin Deep Purple starfaði á árunum 1968— 1975 og voru þá framverðir þungarokksins svokallaða. Tíðar manna- breytingar voru í hljómsveitinni, en vinsæl- asta útgáfa hennar og jafnframt sú langlífasta, sem starfaði á árunum 1969— 1973, verður kynnt á Rokkrásinni. Þeir sem skipuðu hljómsveitina á í þættinum Rokkr&sin í dag verður hljómsveitin Deep Purple kynnt. Á myndinni má sjá eitt umslaga um plötu þeirra félaga, en plata þessi hefur selst f milljónum eintaka frá því að hún kom út árið 1970. þessum árum voru þeir Ian Gillan, Richie Blackmore, Jon Lord, Ian Paice og Roger Glover og voru allir þessir kappar mikil átrúnaðargoð ungmenna á tímum síða hársins. Nú hafa þessir menn tekið sig til og endurvakið Deep Purple og hafa þegar gefið út eina hljómplötu, en áður höfðu þeir farið víða og m.a. stofnað eigin hljómsveitir. Skúli og Snorri ætla að leika af nýju hljómplötunni í dag, svo og gömlum plötum þeirra purpurarauðu og kvaðst Skúli vonast til að þungarokksaðdáendur hefðu gaman af. Utvarp ■i í kvöld verður útvarpað beint frá Alþingi 00 íslendinga. Þá fer fram þriðja umræða í neðri deild þingsins um lagagildi samnings milli ríkisstjórnar íslands og Alusuisse um álbræðslu við Straumsvík. Umræðan skiptist f tvær umferðir og fær hver þingflokkur 30 mínútna ræðutíma samanlagt. Umræðan stendur í rúma þrjá tíma og verða eflaust Alþingi fjörugar umræður um álmálið, sem hefur verið eitt helsta deiluefni manna undanfarið. Vegna þessarar út- sendingar í kvöld mun Betlaraóperan falla niður enn einu sinni og er allt útlit fyrir að henni verði ekki útvarpað fyrr en eftir áramót, að sögn starfsmanns dagskrárdeildar Ríkisútvarpsins. ÚTVARP v FIMMTUDAGUR 29. nóvember. 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- son frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregn- ir. Morgunorð: — Sigurveig Georgsdóttir talar. 9Æ0 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Dularfullir atburðir I Flnu- vlk“ eftir Turid Balke. Matthl- as Kristiansen les þýðingu slna (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 104» Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 .Ég man þá tlð“. Lög frá liðnum árum. Umsjón: Her- mann Ragnar Stefánsson. 11.30 .Sagt hefur það verið”. Hjálmar Arnason og Magnús Glslason sjá um þátt af Suð- urnesjum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 1220 Frétfir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 1320 Barnagaman. Umsjón Gunnvðr Braga. 13.30 Tónleikar 144» A bókamarkaðinum. Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 1420 A frlvaktinni. Sigrún Sig- uröardóttir kynnir óskalög sjómanna. 1520 Tilkynningar. Tónleikar. 19.15 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 1925 Veröld Busters Fjórði þáttur. Danskur framhaldsmynda- flokkur I sex þáttum. Þýðandi Ólafur Haukur Slm- onarson. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 2020 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. 15.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1620 Slödegistónleikar a. Rðlusónata nr. 12 I B-dúr K. 454 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Georges Oct- ors og Jenny Solheid leika. b. Pianókvartett I D-dúr op. 23 eftir Antonln Dvorak. FÖSTUDAGUR 30. nóvember Umsjónarmaður Ólafur Sig- urösson. 21.15 Grlnmyndasafnið Skopmynd frá árum jjöglu myndanna. 2120 Aðeins eitt barn (China’s Child) Bresk heimildamynd um við- leitni stjórnvalda I Kfna til að takmarka barneignir. Þótt ýmsum þyki hart að sæta ströngum reglum, sem settar hafa verið I þessu skyni, er Klnverjum Ijóst aö án þeirra væri fyrirsjáanleg offjölgun þjóðarinnar og hungursneyð innan fárra ára. Þýðandi Helgi Skúli Kjart- ansson. Flæmski planókvartettinn leikur. 17.10 Slödegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veöurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 2240 I iðrum Apaplánetunnar (Beneath the Planet of the Apes) Bandarlsk blómynd frá 1969, framhald .Apaplánet- unnar" sem sýnd var I sjón- varpinu I aprll slöastliönum. Leikstjóri Ted Post. Aðalhlutverk: James Franc- iscus, Charlton Heston, Linda Harrison og Kim Hunt- er. Nokkrir geimfarar hafa lent eftir langa ferö á framand- legri plánetu þar sem mann- apar ráða rlkjum en menn eru ánauöugir. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.10 Fréttir I dagskrárlok. 20.00 Beint útvarp frá Alþingi. 3. umræða I neðri deild um samning rlkisstjórnarinnar við Alusuisse. 2320 Tónleikar. 2345 Fréttir. Dagskrárlok. RÁS 2 FIMMTUDAGUR 29. nóvember 10.00—12.00 Morgunþáttur Fyrstu þrjátlu mlnúturnar helgaöar Islenskri tónlist. Kynning á hljómsveit eöa tónlistarmanni. Viðtöl ef svo ber undir. Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Sigurður Sverr- isson. 144»—154» Dægurflugur Nýjustu dægurlðgin. Stjórnandi: Leopold Sveins- son. 15.00—16.00 I gegnum tlðina Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. 164»—174» Rokkrásin Kynning á þekktri hljómsveit eða tónlistarmanni. Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 174»—184» Einu sinni áður var Vinsæl Iðg frá 1955 tll 1962 — Rokktlmabilið. Stjórnandi: Bertram Möller. SJÓNVARP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.