Morgunblaðið - 29.11.1984, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
Fyrri tíma fréttaefni
Bókmenntir
Erlendur Jónsson ,
Guðmundur L. Friðfinnsson:
ÖRLÖG OG ÆVINTÝRI.
I. 172 bls. Skjaidborg.
Akureyri, 1984.
Mér telst svo til að Örlög og
ævintýri sé tólfta bók Guðmundar
L. Friðfinnssonar. Langa ævi hef-
ur hann verið skáldbóndi á Egilsá
í Norðurárdal í Skagafirði. Sú var
tíðin að maður þótti fullsæmdur
af þvílíku sæmdarheiti. Það var
fyrir þann tíma er rithöfundar
þurftu að taka sér stöðu sem næst
dyrum fjölmiðla í höfuðstaðnum
svo eftir verkum þeirra væri tekið.
En nóg um það.
Guðmundur hefur einkum látið
frá sér fara skáldsögur, sveitasög-
ur. Hann hefur valið þá leið góðra
rithöfunda að skrifa um það sem
hann þekkir best. Nú stendur
hann á Egilsárhlaði og skyggnist
til allra átta — bæði í tíma og
umhverfi. Hann segir fyrst nokk-
uð frá stað þeim þar sem hann
hefur alið mestallan aldur sinn.
Síðan fara þættir af einstakling-
um sem fyrir einhverra hluta sak-
ir urðu minnisstæðir. Sumir eru
löngu horfnir. Og þeim lýsir hann
eftir sögusögnum og annars konar
heimildum. Aðrir lifðu fram á
hans daga. Og frá þeim getur
hann sagt milliliðalaust. Guð-
mundur er mannlýsingameistari.
T.d. lýsih; hann föður sínum hisp-
urslaust og eftirminnilega. Guð-
mundur segir að fyrrum hafi mun
meira en nú borið á séreinkennum
hvers eintaklings. »0g þegar ég
hugsa um eldri menn, sem ég
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Ásgeir Jakobsson: Líflð er lotterí.
Saga af Aðalsteini Jónssyni og Alla
ríka.
Útg. Setberg 1984
Dugmiklir athafnamenn sem
hafa unnið hörðum höndum frá
fátæktarbasli til fjármuna njóta
jafnan nokkurrar aðdáunar og
mikillar forvitni meðal landans.
Að ekki sé nú minnst á, að forvitn-
in verður oft að frjálslegu tali um
þessa athafnamenn, er þá ýmist
að þeir eru öfundaðir eða úthróp-
aðir, en eftir situr nú samt þessi
tilfinning hjá okkur — sem er
óneitanlega mjög jákvæð — að
virða slíka menn.
Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði
er einn af slíkum mönnum og frá-
sögn hans hlýtur að vekja áhuga.
Hvernig ungur drengur brýst úr
sárustu fátækt til slíkra efna, að
Eskifjörður samtímans er í augum
almennings nánast eign Aðal-
steins, víst hlýtur þarna að vera
margt að frétta.
Ásgeir Jakobsson hefur valið
þann kostinn aö draga upp mjög
skilmerkilega og læsilega mynd af
lífshlaupi Aðalsteins sem at-
hafnamanns. Sú lesning er
skemmtileg og fýsileg, hnyttilega
frá sagt og nákvæm að þvi er best
verður séð. Aðalsteinn segir frá,
sjálfur svona öðru hverju, ekki er
alltaf ljóst, hvenær um endursögn
hans sjálfs er að ræða eða höfund-
ur hefur grúskað í að ná saman
miklum fróðleik og upplýsingum
varðandi umsvif og athafnir Aðal-
steins og bræðra hans fyrr og síð-
ar. Hvað sem því líður er hér að
ferðinni bók sem segir góða og
efnismikla sögu og fengur er að
því að lesa vel og vandlega, þó svo
Guðmundur L. Friðfinnsson
þekkti í æsku, finnst mér þeir
mundu flestir þykja hálfgerðir
furðufuglar nú, ef ekki allir.«
Og furðufuglar hafa þeir verið,
sumir hverjir að minnsta kosti,
sem Guðmundur segir frá í þess-
ari bók. Einn þeirra var bóndi á
Egilsá á fyrri öld. Hann þótti
læknir góður og hafði kynnt sér
þau fræði af erlendum bókum. En
honum þótti líka gott í staupinu.
Og væri hann við skál tók hann
upp á furðulegustu kenjum. T.d.
átti hann til að skjóta af byssu út
um glugga í átt að gestum sem
iögðu leið sína að bæ hans. Slíkir
menn urðu þjóðsagnapersónur.
Símon Dalaskáld þekktu allir
landsmenn. (Sá er þetta ritar hélt
í fyrstunni að hann hefði verið
Ásgeir Jakobsson
að áhugasviðið sé ekki rekstur
hraðfrystihúsa, síldar- eða loðnu-
vinnslan og allt það, er hér í
hnotskurn dregin upp mynd af
miklum athafnamanni og viðfelld-
inni persónu. Á hinn bóginn kem-
ur ekki fram í bókinni að skörp
skil séu milli Aðalsteins Jónsson-
ar og þess manns, sem við köllum
Alla ríka. Aðalsteinn hvort sem
hann er kallaður Alli eða ekki, er
harðduglegur og hressilegur mað-
ur, glaður á góðri stund og hinn
ágætasti fjölskyldufaðir. Hvers
vegna tvískiptingin er höfð er mér
ekki ljóst. Það dregur ekkert úr
því hversu ánægjuleg bókin er af-
lestrar. Auk þess er í henni fjöldi
mynda sem auka verulega á gildi
hennar.
vestan úr Dölum, en það voru
Skagafjarðardalir sem hann var
kenndur við.) Símon kom á flesta
bæi landsins. Eitt sinn kom hann
að Egilsá með fyrirgangi miklum,
og gisti. Var þá kvæntur maður.
Varð sú gisting eftirminnileg Eg-
ilsárfólki. Og spaugileg mjög!
En ekki ferðuðust allir eins og
Símon og »mun hafa verið talsvert
algengt, að fólk eyddi langri ævi
án þess að ferðast nokkurn tíma
milli sýsina, og konur úr afskekkt-
ari byggðum fóru ekki í kaupstað
oftar en einu sinni eða tvisvar á
ævinni, jafnvel aldrei.*
Heimilin voru sérstök ríki með
sínum landamerkjum og lögum.
Og svo mjög bjuggu þau að sínu að
Guðmundur nefnir dæmi þess að
allur fatnaður væri unninn heima
ur heimafengnu efni. Sjálfsþurft-
arbúskapurinn krafðist þess að
allir ynnu eins og þeir höfðu
krafta til, börn jafnt sem aðrir. í
þættinum Tréstaðaskóli tekur
Guðmundur upp frásögn föður
síns þar sem hann rekur bernsku-
minningar sínar, meðal annars frá
því er hann var smali. Það sem þá
var á hann lagt mundi ekki þykja
forsvaranlegt nú, og langt því frá.
En sá sem gekk í þvílíkan skóla
lífsins og lifði það af var þar með
orðinn nokkuð hertur fyrir lífs-
baráttuna.
Friðfinnur, faðir Guðmundar,
var eins og flestir vinnumaður
framan af ævi. Rösklega þrítugur
kvæntist hann tæplega fimmtugri
ekkju. Naumast telur höfundur að
til þess hjónabands hafi verið
stofnað af ást heldur hafi hags-
munasjónarmið ráðið. Þess konar
hjónabönd — með mikinn ald-
ursmun á annan hvorn veginn —
voru þá hreint ekki óalgeng. Blóð
tímans streymdi hægt. Og eigna-
laus vinnumaður, sem tók sér til
eiginorðs fátæka stúlku, átti fárra
kosta völ. Basl og erfiði varð í
langflestum dæmum þeirra fram-
tíð.
Það skýrist betur ef litið er yfir
verðlista frá síðustu aldamótum
sem Guðmundur birtir í bókarlok.
Dagsverk karlmanns var þá metið
á eina krónu eða vel það, árskaup
nam hundrað til hundrað og tutt-
ugu krónum (fæði og húsnæði og
einhver fatnaður mun hafa verið
innifalinn). Konur höfðu talsvert
lægra kaup en karlar. Kaffikflóið
kostaði tvær og þrjátíu, en skyr-
kílóið hins vegar aðeins tíu aura.
Yfirhöfuð sýnist áberandi hve inn-
fluttar vörur hafa þá verið hlut-
fallslega dýrari en innlendar,
einkum væru þær fluttar úr fjar-
lægum heimshlutum eins og kaff-
ið. »Að vinna fyrir sæmilegum
hesti tók oftast tvö ár, fór þó eftir
vinnuafköstum*
Af verðskránni sést hversu
fjarri því hefur farið að unnt væri
að vinna sig frá örbirgð til bjarg-
álna á skömmum tima með hand-
aflinu einu saman. Var þá að
furða þó menn reyndu að stytta
sér leið, jafnvel þó það kostaði
giftingu sem ekki gat að öðru leyti
talist girnileg?
Þar sem hér er aðeins um fyrra
bindi af tveim að ræða skal ekki
fjölyrt meira um efni þess að
sinni. Guðmundur segir skemmti-
lega frá eins og fyrri daginn.
Stundum leikur hann talsvert með
stílinn — jafnvel svo að orðagam-
anið má varla fjölskrúðugra vera
svo ekki sé drepið á dreif athygli
þeirri sem maður vill halda við
efnið. Ekki svo að skilja að listi-
legur stíll sé ekki alltaf til yndis-
auka, en það er bara annar hand-
leggur.
Mest er um vert að hér segir frá
fólki og atburðum á slóðum þar
sem höfundur gjörþekkir allar að-
stæður, man sumt sjálfur, auk
þess sem hann hefur getað gengið
að nærtækum heimildum um fyrri
öld, og getur þá jafnframt manna
best metið og vegið gildi þeirra.
Nokkrar gamlar mannamyndir
eru í bókinni, prýðilega skýrar,
auk þess teikningar af gömlum
bæjum, allt til æskilegs stuðnings
við efni bókarinnar.
Af ánægjulegum
athafnamanni
Lísbet Sveinsdóttir
Leðurfatnaður
og leirbrennsla
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í Gallerí Langbrók kynna
þessa dagana tvær listiðnaðar-
konur framleiðslu sína. Eva
Vilhjálmsdóttir sýnir leðurfatnað
sem unninn er úr kálfa- og
lambaskinni og hún hefur hann-
að en Lísbet Sveinsdóttir sýnir
árangurinn af tilraunum sem
hún hefur gert með að brenna
leir í jörðu niðri vestur á Breiða-
firði.
Þetta er lítil en þekkileg sýn-
ing, — húsnæðið er varla svo
stórt að það þoli tvær sýningar
nema í léttu kynningarformi og
máski er það einmitt svo með
þessar sýningar listakvennanna.
Leðurfatnaður Evu er mjög
vandaður og vel formaður — var
ekki laust við að listrýnirinn
færi að öfunda hitt kynið fyrir
að eiga þess kost að klæðast slík-
um pragtflíkum og saknaði þess,
að ekki væri svolítið hugsað um
karlpeninginn hér.
En satt að segja þarf fatnað-
urinn meira rými til að njóta sín
til fulls en Gallerí Langbrók hef-
ur upp á bjóða þrátt fyrir að
kynningin eigi að öðru leyti gild-
an rétt á sér á þessum stað.
Mér þykir það mjög af hinu
góða hve kvenþjóðin hefur sótt í
sig veðrið á undanförnum árum
um hvers konar textíl- og fata-
hönnun og ekki skyldi mig undra
þótt hér sé á ferð kímið að
gróskumikilli starfsemi er í
framtíðinni kunni að færa þjóð-
arbúinu gilda sjóði í beinhörðum
gjaldeyri.
Leirmunir Lisbetar bera það
með sér, að hér sé um tilrauna-
starfsemi að ræða, þeir eru ein-
faldir og traustvekjandi. Yfir
þeim er svipur upprunaleika og
jarðarmagna og þótt þeir láti lít-
ið yfir sér í fyrstu grípa þeir við
nánari kynni eins og allt er ber
með sér galdraseið gróðurmold-
arinnar.
Handmáluð ljóð
Handmáluð ljóð nefnist sýn-
ing tveggja ungra listamanna að
Kjarvalsstöðum, þeirra Böðvars
Björnssonar og Valgarðs Gunn-
arssonar. Sýnd eru átján hand-
máluð ljóð eftir Böðvar, unnin í
samvinnu við Valgarð og eru þau
útfærð í olíu, krýl og pastel.
Á sýningunni eru einnig fjöru-
tíu myndir Valgarðs, sem út-
færðar eru í blandaðri tækni svo
sem olíu, vatnslit og gvasslitum.
Þetta er um margt sérstæð sýn-
ing og setja ljóðamyndirnar
sterkan svip á heildarmyndina
en eru þó í hrjúfara lagi. Hins
vegar eru myndir Valgarðs mjög
„artistískar" í útfærslu og „kól-
oristi" er hann út í fingurgóma
við útfærslu hinna smærri
mynda, sem eru hver annarri
hrifmeiri. Honum fatast þó mjög
flugið er hann vinnur í stærri
formum og er mér það lítt skilj-
anlegt hví hann notar þar allt
önnur og léttvæg vinnubrögð.
Hann ætti einmitt að geta yfir-
fært innileika litlu myndanna
yfir í stærri form með léttum
leik ef vilji ér fyrir hendi. Þá eru
litlu myndirnar mjög persónu-
legar frá hendi gerandans í
flestum tilvikum, en það eru hin-
ar stærri ekki.
Annars skiptir stærð mynda
engu máli um listræn gæði svo
sem allir vita.
Það er mestur kostur við
handmáluðu ljóðin, að þau skulu
vera á móðurmálinu en ekki t.d.
á ensku svo sem algengara er. Þó
er málnotkun skáldsins í hirðu-
lausara og grófara lagi en það er
víst í tísku núna, sem víða er
gengið yfir erlendis, að nota
orðaforða lágkúrunnar. Þetta
minnir á sumt á graffiti klósetta
heimsborganna en fært í skipu-
legri búning.
Ljóðamyndirnar eru sam-
vinnuverk og kennir maður þar
margra snjallra litasamsetninga
frá hendi Valgarðs Gunnarsson-
ar.
Þetta er óvenjuleg sýning er
hefði betur átt heima í sölum
Nýlistasafnsins.