Morgunblaðið - 29.11.1984, Page 27

Morgunblaðið - 29.11.1984, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 27 Þetta skipulag þykir ekki sjálfsagt hvar sem er í heiminum. Sjávarútvegur og iðnaður hafa fetað í fótspor landbúnaðarins í þessu efni. Iðnráðgjafar lands- hlutasamtaka sveitarfélaga eru nýjasti sprotinn á þessum skipu- lagsmeiði. Þetta skipulag er sér- lega mikilvægt fyrir þau fyrirtæki sem eru of smá til að ráða hvers konar sérmenntaða menn til sín. Bændur voru einnig brautryðj- endur um skipulag afurðasölu og tryggðu með því framleiðendum jafna aðstöðu til að koma afurðum í verð. Þetta gerðu þeir innan hér- aðs með sláturfélögum, mjólkur- samlögum og öðrum samvinnufé- lögum sem tóku við afurðum til sölu. Samtök þessara afurðasölu- fyrirtækja tóku svo að sér útflutn- inginn. Ríkið skipulagði grænmetis- verzlunina þannig að framleiðend- ur hefðu sem jafnasta aðstöðu til að koma afurðum sínum í verð, og dreifing til neytenda um land allt komst í fast horf. Aðrar búgreinar hafa haft lausara skipulag. Dæmi um það er eggjasalan sem nú er í deiglunni. Viðskipti við afurða- sölufélögin gefa lítil tækifæri til undanbragða i skattframtali. Fátt er mikilvægara í fámenn- inu en friður og eindrægni meðal nágranna. í sveitum landsins er nú víðast hvar góður félagsandi sem má mikið þakka því að sveit- ungum er ekki mismunað við af- urðasölu. Útgerðarmenn, stórir og smáir, skipulögðu útflutning sinn á svip- aðan hátt og bændur með sölu- sambandi fiskframleiðenda og sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Iðnaðurinn kom hér síðastur með útflutningsmiðstöð sína. Þetta skipulag er mikilvægt til að smá- fyrirtæki langt frá markaðnum fái notið sín. Framtakssamir einstaklingar hafa oft ráðið miklu um farsæld síns byggðarlags. Sjaldan hefur slíkt framtak enzt nema eina kynslóð eða tvær. Þegar einstakl- ingsframtakið eitt sér hefur brugðizt, hafa sveitarfélög og samvinnufélög með aðild reyndra einstaklinga tekið á sig ábyrgð á atvinnurekstrinum. Með þessu er ekki sagt, að slíkur félagsskapur leysi allan vanda, en erfitt er að sjá hvernig ýmsum byggðarlögum hefði reitt af, ef menn hefðu ekki haft sveitarfélögin og samvinnu- félögin að styðjast við. Það hefur verið tiltölulega ein- falt mál fyrir íbúa byggðarlag- anna að fela sveitarfélögunum ábyrgð á atvinnurekstri þegar aðrir hafa brugðizt. Sveitarfélögin hafa verið afmörkuð við nánasta atvinnusvæði íbúanna. Málið hef- ur þá legið beint við, þar sem það hefur verið til augljóss ávinnings fyrir alla íbúana. Kaupfélögin hafa náð yfir stærra svæði, en hafa þó mörg tekið þátt í atvinnu- rekstri á verzlunarstöðunum. Þau hafa m.a. getað boðið fram þjálfað forystulið sem annars vantar oft á minni stöðum. Þetta rekstrarfyrirkomulag hef- ur reynzt sérlega mikilvægt, þegar byggðarlag hefur orðið fyrir efna- hagslegu áfalli sem það hefði ekki staðizt með öðru móti. Þegar þjóð- félagið í heild verður fyrir efna- hagslegu áfalli má mæta því með ráðstöfunum eins og að hækka gengi erlends gjaldeyris og styrkja þar með stöðu þeirra sem afla hans, en takmarka um leið eyðsluna. Lítið byggðarlag sem verður fyrir áfalli verður að mæta því á annan hátt. Ofangreint skipulag þykir nú orðið svo sjálfsagt, að kostir þess vilja gleymast, þegar mistök koma í ljós. Áfram hlýtur að verða byggt á þessum grunni. Næst verður fjallað um byggða- stefnu í þágu höfuðborgarsvæðis- ins, um endurskipulagningu byggðarinnar, um óhóflega fjár- festingu og um veilur í skipulagi atkvæðagreiðslu. Björn S. Stefánsson dr. scient hef- ur stundað þjóðfélagsrannsóknir. ekki að takmarka aðgang að þeim. Stjórnmálamenn verða að ein- setja sér það að búa þannig um hnútana að við þegnarnir þurfum aldrei aftur að þola slíka einangr- un frá umheiminum sem við urð- um að þola í síðasta verkfalli. Aðferðin, sem dugar til þess að svo verði ekki aftur, er einföld. Stjórnmálamennirnir þurfa ein- ungis að fela ábyrgðina á að mata okkur á fréttum og upplýsingum nægilega mörgum og innbyrðis óháðum aðilum sem aldrei gætu hugsanlega sameinast um að ein- angra okkur. Frjáls samkeppni er öruggasta tryggingin fyrir því. Hún lifi. Rejnir Hugason er rafmagnsverk- fræðingur og framkræmdastjóri TiHrubúðarinnar hf. Drengjasaga frá Akureyri Skjaldborg hf. á Akureyri hefur geflð út barnasöguna Símon Pétur eftir Martin Næs í þýðingu Þórodds Jónassonar. Þóra Sigurðardóttir myndskreytti bókina. Martin Næs er Færeyingur, sem starfar nú sem bókavörður á Ak- ureyri. Hann hefur áður sent frá sér bækur og þýtt af íslenzku. Ár- ið 1981 hlaut hann barnabóka- verðlaun bæjarstjórnar Þórshafn- ar ásamt teiknaranum Martiní Joensen. Símon Pétur, drengurinn sem sagan segir frá, er fjögurra ára og á heima í Fjörunni, syðst á Akur- eyri. Bókin er 70 blaðsíður, unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Bók um kyneðli SKJALDBORG á Akureyri hefur geflð út bókina „Kyneðli og kyn- mök“ eftir Bandaríkjamennina Al- ice Kahn Ladas, Beverly Whipple og John Delbert Perry í þýðingu Giss- urs Ó. Erlingssonar. Brynleifur H. Steingrímsson læknir Selfossi skrifar formálsorð og segir m.a. „Þessi bók á að mín- um dómi erindi til allra kvenna og karla en þó alveg sérstaklega til lækna, hjúkrunarfræðinga, sál- fræðinga, félagsfræðinga og ann- arra ráðgjafa. Það er ekki vansa- laust fyrir þá sem stunda lækn- ingar eða ráðgjöf að þekkja ekki til innihalds þessarar bókar. Vonandi verður bókin til þess að kynfræðslu verði komið á í Há- skóla Islands og öllum þeim skól- um, sem fást við fræðslu á lífeðli mannsins." Bókin er 198 blaðsíður, unnin hjá Prentsmiðju Bjöms Jónsson- ar. HVUNNDAGS S P A U G 24 SKOPSÖGUR UM ATBURÐI ÚR DAGLEGA LÍFINU KOSTABOÐ I KAUPFELAGINU í eina viku frá föstudeginum 30. nóvember veröa heimilisvörur frá eftirtöldum framleiöendum seldar á sérstökum vildarkjörum: ACKMA Finncrown stálpottar 1 V2 Itr. og 3 Itr. ,,Exclusive" 28 cm steikarpanna meö loki. DURALEX Púnssett fyrir 6. Kjörin tækifærisgjöf. J.G. Hrínglaga lausbotnaform í fprum stæröum. Athene Postulínsmatar- og kaffistell. W-V'- þjánusta er sérgreín okkar* TRYGGING AMIÐSTÖÐIN ? V:'v■■■■? ',í-. í.Tv- . i -■ V -•••■•V.: •" ’ ,.„A ' " ■■;V.'vv., .:' ' •'•••■v:;;.v' i..-..//.,<.J rtUí&V V.v v';-T £■$$$?£&&'■ V : ■■ •::::' ' ■ — ■. ■•'•■. •-., '•■■. ■ , .-v.: j.vvv';. :

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.