Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
Systkinin Brynja María og Tryggvi Sigurður tóku fram sleðann sinn
og skelltu sér á svellið.
Ólafsfjörður:
A
skautum
skemmti
ég mér
Gott skautasvell myndaðist á
Ólafsfirði í haustfrostunum að
undanförnu og nýtti sér það bæði
yngri og eldri kynslóðin. Meðfylgj-
andi myndir tók Svavar Magnús-
son, fréttaritari Morgunblaðsins á
Ólafsfirði á dögunum.
Hólmfríður Vala búin að binda á
sig skautana og tilbúin.
Það er Iff og fjör á svellinu og skiptir þá greinilega ekki máli hvort
farið er um á skautum, skíðum eða hjólum.
Einn þeirra, sem
brugðu sér á
skauta þennan
daginn var Stef-
án Bjarnason,
læknir og fékk
dóttir hans að
fylgja með.
o»
Enginn veit að óreyndu
fivernig er að klæðast ósviknum loðfeldi
EGGERT feldskeri - LAUGAVEGI 66
- fyrir þá sem velja aðeins það besta
Eðvarð Ingólfsson
Fimmtán
ára á föstu
ÆSKAN hefur gefíð út bókina
„Fimmtán ára á föstu“ eftir Eðvarð
Ingólfsson.
7 frétt frá Æskunni segir, að þetta
sé unglingasaga „sem segir frá Lísu,
fímmtán ára draumadís allra stráka,
og keppinautum um hylli hennar. —
Árni, bekkjarbróðir Lísu, er mjög
hrifínn af henni, svo hrifinn að hann
verður stundum andvaka af ást. En
það er einn Þrándur í Götu. Hún er
á föstu með mótorhjólatöffara sem
er tveim árum eldri en hún. Árni
hefur gefíð upp alla von um að ná í
Lísu þar til óvæntir atburðir verða
og spenna færíst í leikinn ...
Fimmtán ára á föstu fjallar einn-
ig um sumarstörf táninganna og
skipti þeirra við fjölskyldu og vini.
Sagan er skemmtileg og hrífandi
og segir á nærfærinn hátt frá
gleði og sorgum, kviða og vonum
þessa unga fólks. Hún gerist á
einu sumri og í lokin hafa mikil
tíðindi gerst ..."
Fimmtán ára á föstu er fimmta
bók Eðvarðs Ingólfssonar. Áður
hefur hann sent frá sér tvær ungl-
ingabækur, Gegnum bernskumúr-
inn og Birgi og Asdísi.
Þú svalar lestrartxirf dagsins
á^íöum Moggans!