Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
47
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
Langlífi íslendinga og hreysti er
að margra áliti mikilli fiskneyslu að
þakka. Fiskur inniheldur æskileg
næringarefni í réttum hlutfollum.
Það er m.a. ástæðan fyrir því hve
mjög nú er hvatt til aukinnar fisk-
neyslu víða um lönd. Þurfum við
hvatningu?
Fiskbakstur
með ostasósu
500 gr soðinn fiskur (2 bollar)
1 stk. egg
Vt bolli rjómi eða kaffirjómi
% bolli brauðmylsna
Vt tsk. salt
V* tsk. paprika
2 matsk. sitrónúsafi
1—2 matsk. bráðið smjör
3 matsk. söxuð steinselja
(eða 1 matsk. þurrkuð persil)
2 matsk. rifinn laukur
1. Fiskurinn er soðinn á venju-
legan hátt. í vatnið með fisk-
inum er ágætt að setja 4 pipar-
korn og lárviðarlauf brotið í
sundur. Fiskurinn verður
bragðmeiri og betri.
2. Hrærið síðan saman eggi,
rjóma, brauðmylsnu, salti,
papriku, sítrónusafa, bráðnu
smjöri, steinselju og rifnum
lauk. Þetta er síðan blandað
með fiskinum.
3. Ofninn er síðan hitaður í 200°.
Fiskblandan er því næst sett i
velsmurt eldfast mót og bökuð
við góðan hita í 30 mín.
Þessi fiskréttur er mjög
fljótlagaður og bragðgóður.
Með honum er borin fram:
Ostasósa
3 matsk. smjörvi eða smjör
3 matsk. hveiti
1 Vt bolli mjólk
Sósan er bökuð upp. Smjörið
brætt. Hveitinu bætt út i og
mjólkinni hrært saman við. Þegar
sósan er orðin jöfn og vel heit, þá
er hitinn lækkaður og 1 bolli af
rifnum osti (mildum) bætt í sós-
una. Hrærið sósuna á meðan
osturinn er að bráðna. Hún er síð-
an bragðbætt með:
Ví> tsk. salti
Vt. tsk. papriku
örlitlum pipar
(Vt tsk. sinnepsdufti)
Sem meðlæti eru soðnar kart-
öflur ágætar svo og hrásalat t.d.
úr gulrótum og eplum:
4 gulrætur rifnar fínt
2 epli rifin gróft
1 tsk. sykur
sitrónusafi (afgangur af því er fór
i fiskrétt)
Vi bolli súrmjólk
Sykur og sítrónusafi hrært með
súrmjólk og blandað rifnum gul-
rótum og eplum. í stað súrmjólk-
ur, sykurs og sítrónusafa má auð-
vitað nota ávaxtayógúrt.
Lárviðarlauf til matargerðar
þarf að velja vel. Þau eiga að vera
græn og helst heil. Það er gæða-
stimpill. Græn blöð geyma bragð-
efnin, brún gefa beyskt bragð.
Brotin blöð eru bragðminni en
heil. Þau þarf samt að brjóta i
sundur áður en þau eru sett i
vökva til að losa um bragðefni sem
þau geyma.
Verð á hráefni
Áætlið um 800 gr — 1
kg af ósoðnum fiski í
fiskbaksturinn.
1 kg. ýsa 80.00 kr.
1 egg 6.50 kr.
1 sítróna 8.00 kr.
V2 bolli rjómi 18.00 kr.
125 gr. ostur ca 100.00 kr.
100 gr. smjörvi 24.20 kr.
Samtals 236.70 kr.
LUX-KEF-SFO
Alla miövikudaga
Boeing 747-200 F
Fiutningsgeta: 120tonn annarra landa.
Cargolux hefur hafiö vikulegar
áætlunarferöir milli Luxemborgar
og San Fransisco/Seattle á
vesturströnd Bandaríkjanna meö
viökomu á íslandi.
Viö þaö opnast miklir möguleikar í
vöruflutningum milli íslands og
Flugtími
Keflavík - San Fransisco 8 klst
Flutningamiðlun COSMOS á íslandi er
umboðsaðili Cargolux hér á íslandi.
Hafiö samband, leitið upplýsinga
um nýjar lausnir á flutningamálum.
III IMS4 VHIIII S
CCS/WCS-
\ ÉSI AM II I
UMBOÐSMENN UM ALLAN HEIM
HAFNARHÚSINU, 101 REYKJAVlK, SlMI (91)-15384