Morgunblaðið - 29.11.1984, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
49
Þegar ský
byrgja sól
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Vertu ekki med svona blá augu.
Smásagnasatn Samtaka móðurmáls-
kennara og Máls og menningar.
Fyrra bindi. Ritstjóri: Heimir Páls-
son. Kápumynd: Robert Guillem-
ette. Reykjavík 1984.
Gaman að Samtök móðurmáls-
kennara réðust í að koma út smá-
sagnasafni fyrir unglinga eftir að
hafa efnt til verðlaunasamkeppni
um smásögur. Vertu ekki með
svona blá augu heitir fyrri bókin
með smásögum er bárust í keppn-
ina.
Nafn hennar er frá samnefndri
sögu þeirri er verðlaunuð var, höf-
undur hennar er Olga Guðrún
Árnadóttir. Tíu aðrir höfundar
eiga sögur í bókinni. Sumir af
þekktustu höfundum okkar, aðrir
áður óþekktir að mestu. Það er at-
hyglisvert hve vandaðir þeir eru í
vinnubrögðum sínum og hve vel
þeim tekst að leiða lesanda inn í
hugarhcim sinn til skilnings á
viðfangsefninu.
Verðlaunasagan er snjöll í sam-
blandi sínu af nútíð og fortfð. Að
mínu mati einkennast flestar sög-
urnar af erfiðu sálarlífi persón-
anna, þar sem gleði og gáski æsk-
unnar eru næsta óþekkt fyrir-
brigði. Heimur fullorðna fólksins
er bakgrunnurinn. Skilningsleysi
þess og ráðvilla búa ungum sögu-
persónum oft veröld líka myrkviði.
Flest eru söguefnin sótt í heim
stritandi fólks. Við sem áður
ólumst upp í þessu umhverfi ham-
ingjusöm og kát — þrátt fyrir allt,
leyfum okkur að spyrja: Af hverju
svona dökkt og gleðilaust? Einna
bestu sögurnar í bókinni þykja
VERTU EKKI
MEÐ SVONA
BLÁ AUGU
mér sagan Hlemmur eftir Öddu
Steinu Björnsdóttur og Á ferð í
myrkri eftir Jón Dan. Adda þræð-
ir tilfinningaheim söguper-
sónunnar af innsæi og reynir
hvergi að notfæra sér hugsanir
hennar. Þess vegna kemur út hlý
og sönn mynd af þeim sem vantar
margt en á samt sínar gleðistund-
ir.
í sögu sinni lýsir Jón Dan til-
finningalífi drengsins af djúpum
skilningi og lesandinn verður
átakanlega snortinn af þeirri and-
legu kúgun sem hann er beittur af
þeim er vilja honum best. Ég veit
að þessi bók hefur verið tekin til
kennslu í nokkrum framhalds-
deildum og fagna því.
En kennsluleiðbeiningar með
svona bókum þykja mér óþarfar.
Að minnsta kosti handa þeim sem
stundað hafa bókmenntakennslu.
Þeir vita að bestu leiðbeiningarn-
ar koma frá nemendum sjálfum,
margslungnar og skemmtilegar,
blandast þannig þeirra eigin formi
og frjáls hugsun hvers og eins í
skoðanaskiptum ræður þá ríkjum.
Mál og menning hefur hér sent frá
sér bók sem skylt er að veita at-
hygli.
á sambandið
Löggan unga, leikin af frönskum A1 Pacino, lætur til skarar skríða f
Uppljóstraranum.
Klippt
Kvikmyndír
Árni Þórarinsson
Stjörnubjó: Uppljóstrarinn ☆ ☆
Frönsk. Árgerð 1983. Handrit eftir
skáldsögu Roger Borniche.
Leikstjóri: Serge Leroi.
Aðalhlutverk: Daniel Auteuil,
Thierri Lhermitte, Pascale Roch
ard.
Upphaf kvikmyndar er einatt
til marks um það hvort hún nær
tökum á áhorfanda eða ekki.
Uppljóstrarinn hefst svona: Vfð-
mynd framan á súlnagöng að
kvöldlagi. Kona ekur manni í
hjólastól inn göngin. Klippt f
nærmyndir sniðhallt á fætur
þeirra til skiptis, gangandi kon-
unnar, farlama mannsins f
stólnum. Skyndilega bætist
þriðja fótaparið í þessa sam-
klippingu, fætur karlmanns sem
eltir. Tónlist og taktur hljóðs og
myndar gefa til kynna hvað í
vændum er. Sá sem eltir skýtur
þann í stólnum i hnakkann en
konan dregur sig í hlé.
Morð í upphafi myndar er auð-
vitað rakið til að ná tökum á
áhorfanda, enda hefst trúlega
helmingur allra sakamálamynda
á morði. Og þetta upphafsatriði
er, þótt ófrumlegt sé, skarplega
stílað á allan hátt. Gallinn við
það er sá, að það kemur mynd-
inni f heild ósköp lítið við. Það
leiðir að vísu saman tvær af að-
alpersónunum við jarðarför hins
myrta, unga stúlku og ungan
glæpon, en eftirleikur morðsins,
hefnd í innanhússtríði glæpa-
manna í undirheimum Parísar,
er algjört aukaatriði. Þetta er
dálítið lýsandi fyrir þessa
frönsku sakamálamynd. Efni
hennar, samband ungu stúlk-
unnar, unga glæponsins og
þriðja mannsins, ungrar löggu,
togstreita ástar og andstæðra
póla, glæpa og réttvísi, verður
hálfpartinn undir svölum,
snöggklipptum myndstílnum.
Uppljóstrarinn er of upptekinn
af óvæntum sjónarhornum og
klippingum, vel unnum en til-
finngaköldum umbúðum, á
kostnað innihaldsins. Svona get-
ur góð fagkunnátta ekki siður
hrundið áhorfanda frá í stað
þess að innvígja hann í efnið.
Uppljóstrarinn er aftur á móti
síst verri en þær engilsaxnesku
miðlungsmyndir sem hingað
koma í stríðum straumum, vel
leikin og spennandi á köflum,
umfram allt tilbreyting í um-
hverfi og efni. Hún mun vera sú
síðasta í franska pakkanum sem
Stjörnubíó keypti, en reyndar
var dubbaður upp á amerfsku,
því miður. Svo virðist sem þess-
ar frönsku myndir, sem reyndar
voru ekki nógu vel valdar, hafi
ekki notið aðsóknar á við amer-
íska meðalmynd. Og Stjörnubíó
hyggst ekki endurnýja franska
samninginn. Þetta er leiðinlegt.
Er þá Regboginn orðinn eina
kvikmyndahúsið í Reykjavík
sem býður upp á eitthvað annað
að ráði en enskar og amerískar
myndir. Öll þróun í myndaúrval-
inu í bíóunum hér hefur verið f
jákvæða átt nema þetta: Hin
engilsaxneska einstefna hefur
aldrei fyrr verið jafn yfirgnæf-
andi. Hún getur alvarlega
þrengt kvikmyndasmekk okkar,
dregið úr víðsýni, aukið van-
þekkingu.
ÞESSIR MENN STANDA
Á MEININGU SINNI. . .
m
• • • •
.ENDA Á
SKÓM
Þeir eru hlýir enda pelsfódradir • Þeir eru sterkir enda framleiddir úr
besta fáanlega leðri, sem auk þess er sérstaklega vatnsvarid • Sólarnir
veita viðnám á hálum fleti, þola olíur, sýrur og hita •
ÆTskór
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA