Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 51

Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 51 urar, svo sem áður er sagt. Þess má geta, að Ketill var móðurfaðir þeirra Narfasona, sem talið er að hafi steypt Sturlungu í eitt rit. Dufgus, faðir Svarthöfða, var dóttursonur Hvamm-Sturlu og hafði í áratug búið í Árnessþingi, á Baugsstöðum og á Strönd í Sel- vogi. Synir hans voru vinir margra nánustu fylgismanna Gissurar. Björn kægill Dufgusson var í flokki þeim, er kom með Gissuri til Apavatns. Ketill og Svarthöfði voru báðir menn, sem mætti líkiegt þykja að Gissur treysti. Er lokið er að segja frá ráða- gerðum Gissurar og Sturlu gegn Oddaverjum, segir svo f íslend- ingasögu:9* „Skyldi Gizurr halda njósnum austr yfir ár ok vita, hvat ráða- gerðum þeir hefi um mál þessi. Margar orðsendingar fóru á millum þeirra Sighvats og Sturlu, er á leið. Um várit eftir páska fór Sturla vestur í fjörðu ok kvaddi upp menn þá, er hann vildi, at færi með honum, fyrst Hrafnssonu ok marga aðra röska menn, er þá voru um alla fjörðu.“ Ég tel líklegt að hið óvænta inn- skot um orðsendingarnar á milli þeirra feðga sé vísbending frá hendi höfundar, að meira búi und- ir en fjárheimtuferð suður á land. Síðan segir:10) „Sighvatr kom norðan í Dali, meðan Sturla var vestr í fjörðum, ok gisti á Jörva ok lét sér margt finnast um vesturför Sturlu ok spyrr at, hví hann hefði farit, en þat kunni engi at segja. Þótti flestum, sem hann myndi gerr vita en þeir, er hann spurði at. Þá er Sighvatr reið ofan Hauka- dal, reið þá Már kumbaldi til móts við hann, fornvinr Sturlunga, ok töluðu þeir margt. Spyrr Sighvatr enn um ferðina Sturlu ok lét sér margt um finnast, en Már kvað hann gerst mundu vita. Þá tók Sighvatr til orða: „Hve lengi mun haldast ofsi sjá inn mikli, er Sturla hefur umfram alla frændr vára?“ Már svarar: „Þat þykir líklegt, at lengi haldist fyrir þínar sakir ok annarra frænda yðvarra göf- ugra. En þó muntu slíku næst geta, bóndi, ok vildi ek heyra, hvers þú gætir til eða hversu þér segir hugr um þetta.“ Sighvatr svarar: „Ekki kann ek til slíks at sjá, en fá eru óhóf al- langæ. En þó má vera, at þetta sé langætt, ef hann drepr eigi brátt fæti, en ef hann drepr, þá mun hann drepa eigi sem minnst.“ Það er athyglisvert, að Sighva- tur, aldraður maður, leggur það á sig að ríða úr Eyjafirði vestur í Dali, snemma vors, í aprílmánuði. Vel er þess vert að gefa gaum að einstökum atriðum í þessari frá- sögn. Sighvatur gistir á Jörva í Haukadal, sem er innan við tveggja tíma reið frá Sauðafelli. Á Jörva bjó Hallur Arason, mikill vinur Sturlunga; þar verður Sig- hvati tíðrætt um vesturför Sturlu. Spyr hverra erinda hann hafi far- ið, en það vissi enginn. Þegar Sig- hvatur hittir Má kumbalda, spyr hann enn um vesturför Sturlu, og fær þau svör, að það muni Sig- hvatur sjálfur gerst vita. Síðari hluti samtals þeirra Más sýnir að Sighvatur hafði þungar áhyggjur af þeirri tvísýnu, sem framundan var. En það þarf eng- an veginn að tákna, að hann hafi ekki stutt Sturlu heilhuga. Það er athyglisvert að Sighvatur segir að uppgangur Sturlu gæti orðið va- ranlegur, „ef hann drepr eigi brátt fæti“. Ljóst er að Sighvatur veit, að það er stutt í örlagaríka atburði. Sfðan segir sagan:10) „Sighvatr kom til Sauðafells um hádegisskeið, ok var lagt hægindi undir höfuð honum í þverpalls- horni, ok talaöi Sólveig við hann. Sighvatr spurði hana at ferðum Sturlu ok erindum í fjörðuna vest- ur. En Sólveig kvað honum þat mundu eigi ókunnara en sér.“ Enn spyr Sighvatur um erindi Sturlu vestur á firði, og enn fær hann sama svar. Með hinu þri- tekna svari: Að sjálfur muni Sig- hvatur gerst vita um erindi Sturlu, virðist söguhöfundur gefa í skyn að vesturför Sturlu sé sam- eiginleg ráð þeirra feðga. Líklegt má telja, að ráð um hana hafi ver- ið gerð í þeim orðsendingum, sem fóru milli feðganna og getið var um hér framar. Frásögnin um spurningar Sig- hvats gefur einnig í skyn, að hann sé að firra sig aðild að áformum Sturlu, með því að þykjast ekkert vita. Jafnframt má ráða af frá- sögninni, að Sighvatur sé að graf- ast fyrir um hvort héraðsmönnum sé kunnugt um liðsafnað Sturlu á Vestfjörðum. Sighvatur, sem bers- ýnilega var varkár að eðlisfari, óttaðist að efni orðsendinganna hefði kvisast út. Þessvegna fór hann sér hægt, þegar hann kom í Dali og lagði þessar spurningar fyrir vini og nágranna Sturlu. Að minni hyggju, var ráðagerð þeirra feðga fólgin í því, að lið- safnaður Sturlu í Dölum og Borg- arfirði væri ekki meiri en svo, að hæfilegt mætti teljast vegna fyrirhugaðrar ferðar, enda myndi mikill liðsdráttur á þeim slóðum fréttast skjótlega suður á land. Hinsvegar eru allar líkur til þess, að vandalítið hafi verið að kveðja upp her manns á Vestfjörðum, án þess að fregnir um það bærust Gissuri í tæka tíð. Þessvegna var brýn nauðsyn, að ekki fréttist hvert væri erindi Sturlu vestur á firði. Rétt er að benda á, að ekki verður annað séð en að jafnvel þeir, sem stóðu Sturlu næst, voru óvitandi um hverra erinda hann fór. Síðan segir:10) „Þá var sagt inn, at menn tveir riðu hvatliga neðan frá Leiðar- hólmi. Þótti mönnum líkast, at vera myndi Sturla, ok svá var. Ok þegar hann kom á bæinn, gekk hann til föður síns ok fagnaði hon- um ok settist niðr at fótum hon- um. Sighvatr spurði hann at ferðum hans ok erindum í fjörðuna. En Sturla lét sér fátt um finnast. Sig- hvatr var styggr í talinu ok sagði þat eitt erindi verit mundu hafa, er vera myndi verra en ekki. Stur- la kvað hann þat eigi mundu vita. Spratt hann þá upp ok gekk út, kom inn aftr og settist i sama stað. Sighvatr tók þá til orða: „Ætlar þú suðr um Iand?“ Sturla svarar: „Mælt hefi ek þat.“ „Þar hefir þú illt erindi, er þú ætlar að deila um fé Kols,“ segir Sighvatr, „því þar er þat fé, er margr mun stórt illt af hljóta, því at illa er fengit.“ Þá svarar Sturla: „Sé ek þat fé, er ek ætla, at eigi muni betra af hljótast." „Hvert er þat?“ segir Sighvatr. „Þat er fé Snorra, bróður þíns,“ segir Sturla. „Fyrr mun þér þat bera en þetta,“ segir Sighvatr." Ekki verður annað betur séð en að orðræður þeirra feðga í skálan- um á Sauðafelli hafi átt að berast út á sama hátt og samtal þeirra á Grund, vorið á undan. Með þessum samræðum virðist undirstrikað að svo líti út sem ferðin suður um heiði sé fjárheimtuferð. Það gegnir furðu að Sighvatur, sem árið áður tók þátt i því með Sturlu að ræna Snorra Sturluson öllum eignum hans vestanlands, skuli nú hneykslast. Styður það skoðun mína, að þarna sé um upp- gerð og yfirdrepsskap að ræða. Eftir þetta ríða þeir feðgar út á Eyri (Narfeyri), og Sighvatur síð- an heim norður. Hlutverki hans var lokið. Hann hafði einnig gen- gið úr skugga um, að ekkert hafði kvisast um erindi Sturlu vestur á firði. Ljóst er, að ráðagerð þeirra feðga hefur staðið og fallið með því að Gissur fengi engan pata af liðsafnaði Sturlu á Vestfjörðum. Gissur hefði þá skynjað, að ekki var allt með felldu, og búist við. Næst segir sagan, að Sturla hafi dregið lið saman í Dölum, en hann hafi ekki kvatt upp menn í Borg- arfirði fyrr en fjarðamenn komu að vestan. Hélt hann með allt lið- ið, 360 manns, suður á Bláskóga- heiði. Er þeir komu undir Hrafna- björg, kom á móti þeim sendimað- ur Gissurar og segir, að þeir voru sáttir Kolur og Ormur. Sturla þyrfti ekki að koma, „báðu hann aftr hverfa, ef honum líkaði þat“. Sturla reiðist orðsend- ingunni, og gerir Gissuri boð að finna sig að Apavatni. Ljóst er, að þegar hér er komið sögu, hefur Gissur verið grunlaus um að brögð væru í tafli. En víst má telja, að þegar hann sá flokk Sturlu, hafi hann skynjað að svik myndu búa undir. Gissur kom að Apavatni með fjóra tugi manna. Gengu þeir á tal saman, hann og Sturla. Eftir að Gissur hafði fullvissað Sturlu um að enginn liðsafnaður væri á Suð- urlandi, fer Sturla til trúnaðar- manna sinna og segist hafa grun um, að liðsöfnun sé á Rangárvöll- um. Hann segist gruna Gissur um svik, og vilja ekkert undir honum eiga. „Skulum vér taka Gizurr með valdi, en taka af þeim vápnin öll- um.“n) Gissur átti einskis annars úr- kosti en að gefa sig á vald Sturlu. Nú telur Sturla að allir boðar séu að baki; áform hans komist heil í höfn, og ekki ástæða til að fara dult með þau. „Gizurr spyrr Sturlu þá, hví hann léti leggja hendr á hann. Sturla bað hann ekki efast í því, at hann ætlaði sér meira hlut en öðrum á íslandi. „En mér þykkir sem þá sé allir yfirkomnir, er þú ert, því ek uggi þik einn manna á íslandi, ef eigi ferr vel með okkr.““12) Síðan varð Gissur að sverja Sturlu eiða um trúnað og utanferð sína. Þessi viðburður, að stórhöfðingi í fjölmennasta héraði landsins er fangaður í heimabyggð sinni, er einstæður atburður á þessum tíma. Þess eru varla dæmi, að nokkur höfðingi Sturlungaaldar hafi verið svo grátt leikinn. Höfð- ingjar þeirra tíma voru mjög varir um sig. Þeir lögðu metnað sinn í það, að ekki væri unnt að ráðast inn á ríki þeirra með her manns þeim að óvörum. Þetta var því gíf- urleg niðurlæging, sem Gissur hefur seint fyrirgefið. Enda urðu allir, er verið höfðu í Apavatnsför, að greiða honum stórfé í bætur ári síðar. Daginn eftir ríður Sturla með allan flokkinn um Grímsnes og heim að Reykjum í ölfusi. Gissur reið með þeim, afvopnaður og und- ir strangri gæslu. Ekki verður betur séð, en að Sturla hafi beinlínis lagt undir sig heimili Gissurar á Reykjum. Enda segir sagan, að menn hafi verið sendir um Grímsnes og ölfus eftir nautum; þau rekin til Reykja og etin þar um helgina, sem var hvítasunnuhelgi. Til Reykja kom Ormur Svínfell- ingur með sveit manna. Þangað voru einnig boðaðir þeir Teitur, bróðir Gissurar og bræðrungar hans, Hjalti biskupsson og Magn- ús Hallsson. Líklegt má telja, að þeir hafi átt hlutdeild í þeim goð- orðum, sem Gissur fór með. Enda var þá talað um, hver skyldi fara með þau og taka við ríki Gissurar, f umboði Sturlu. Nokkrum dögum síðar var haldinn almennur fund- ur við Þjórsá. Þar tók Hjalti bisk- upsson við ríki Gissurar og hét að styðja Sturlu í hvívetna. Ormur Svínfellingur tók að sér að hafa Gissur í gæslu þar til hann færi utan. Að þessu loknu skipaði Sturla málum manna á Suðurlandi eftir sínu höfði og reið síðan vestur í Dali. Engin skýring er tiltæk á því, hversvegna Sturla bjó ekki þannig um hnútana gagnvart Gissuri, sem augljóslega hafði lykilaðstöðu á Suðurlandi, að öruggt gæti tal- ist. Það er nánast óskiljanlegt, að hann skyldi treysta nauðungareið- um Gissurar, þegar það er haft í huga, að í þá daga voru lítt virtir eiðar, sem menn unnu sér til lífs. Auk þess mæltu lög þjóðveldisins svo fyrir, að ekki væri skylt að halda nauðahandsal. Hinn losara- legi og ótrausti viðskilnaður Sturlu við málefni Gissurar hlaut að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Sú skýring, að Sturla hafi orðið fyrir trúarlegri vakningu í Róm- arferð sinni12) gæti verið rétt, en ég leiði hest minn alveg frá þvf að ræða um það. En sú spurning sæk- ir á, hvernig þessu hefði lyktað, ef raunsæismaðurinn Sighvatur, sem ekki lét sér allt fyrir brjósti brenna, hefði verið með í förinni. Alkunna er, hvernig þessum málum lauk. Gissur var látinn laus. Ásbirningar og Haukdælir gerður bandalag sín á milli, en þeir feðgar, Sturla og Sighvatur, fengu enga rönd reist við samei- nuðum herafla þeirra. Tilraun Sturlu til að leggja landið undir Hákon konung varð að engu, og í gerðinu á Örlygsstöðum, þann 21. ágúst 1238, gengu þeir feðgar á vit þeirra örlaga, sem Apavatnsför bjó þeim. Hér á undan tel ég mig hafa fært nokkur rök að því, að skiln- ingur fyrri manna á viðhorfum Sighvats Sturlusonar til valda- áforma Sturlu orki tvímælis. Ég þykist einnig hafa sýnt fram á, að tækifærið til að handtaka Gissur við Apavatn hafi ekki verið einber tilviljun, eins og virðist í fljótu bragði, ef sagan er ekki les- in nema á yfirborði. Hinsvegar er það áleitin spurn- ing, hversvegna höfundur Islend- ingasögu velur hina hlutlausu leið, að láta lesandanum það eftir að skynja, hvað að baki býr í frá- sögninni, í stað þess að segja um- búðalaust frá launráðum þeirra feðga gegn Gissuri. Verður vikið að því síðar. Það er álitið að íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar sé rituð á efri árum hans. Þá voru liðnir frá ör- lygsstaðafundi um það bil fjórir áratugir. Minningin um þá feðga, Sighvat og Sturlu, hefur enn lifað í hugum manna, á Vesturlandi og í Eyjafirði, þar sem Sturlungar áttu stóran garð frænda og vina. Hin dapurlegu örlög þeirra er létu lífið á Örlygsstöðum hafa verið óþrjótandi umræðuefni. Eins og að líkum lætur dvelur höfundur mest við þá feðga, eink- um Sturlu. Augljóst er, að höfund- ur leggur sig í líma við að sýna fram á, að ekki þurfi að óttast um eilífðarvelferð Sturlu. Daginn eftir örlygsstaðafund, eru menn við Vallalaug að ræða, hvort Kolbeinn og Gissur komi að sunnan. Þar er Sturla og leiðir hu- gann að öðru. Hann segir:14) „Mikinn mun ætla ek þess vera með oss frændum, hvern veg þat er gefit. Ef þeir hafa vald yfír mér, frændr mínir, þá hygg ek, at mér sé dauðinn einn ætlaðr. En þat veit guð með mér, þó at ek eiga vaid á þeim, at einskis þeira blóði skal ek út hella.“ Sagan segir að Sturlu var ætl- aður skjöldur, „er á var markat crucifixum“, og að Sturla gekk til Miklabæjarkirkju og söng Ágúst- ínusbæn, en hún veitti fyrirgefn- ing þeirra synda, sem gleymst höfðu í skriftamálum. — Minnir þetta mest á krossfararriddara. Það er athyglisvert, að í orustunni verður Sturla engum manni að bana og særir engan mann sári. Höfundur bregður einnig upp kristilegri mynd af Sighvati á vígvellinum, með öxina öfuga í hendi sér. Rétt eins og hann vildi varast að verða nokkrum manni að skaða. Það er greinilegt, að öll frá- sögnin þjónar ákveðnum tilgangi, sömuleiðis það hvernig sagt er frá lífláti þeirra feðga, en þar er tí- undað hvert sár. Þó eru til menn í liði andstæð- inganna, sem sýna miskunn og mildi. Þegar Sturla, særður þrem sárum og þrotinn af mæði, biður um grið, þá segir Hjalti biskups- son: „Grið skaltu hafa af mér.“ Sagan segir að Hjalti hafi stutt Sturlu út af gerðinu. Kastaði Sturla sér þá niður og var mál hans óskýrt, „ok þótti Hjalta sem hann beiddist prestfundar. Hjalti gekk þá í braut... “15) Gefur höf- undur í skyn, að Hjalti hafi farið þeirra erinda, að Sturla mætti ná prestsfundi. Menn úr liði andstæð- inganna höfðu lagt skjöld og bukl- ara yfir Sturlu, honum til hlífðar. Líklegt má telja, að höfundur dragi fram miskunnsemi Hjalta og annarra til að gera grimmd Gissurar enn ódrengilegri. Auk þess hefur það verið höfuðsynd í þá daga að koma í veg fyrir að dauðvona maður næði prestsfundi. Síðan segir að Gissur komi að Sturlu, þar sem hann liggur, að- framkominn af mæði og blóðrás. „Þá kom Gizurr til ok kastaði af honum hlífunum ok svá stálhúf- unni. Hann mælti: „Hér skal ek at vinna.“ Hann tók breiðöxi ór hendi Þórði Valdasyni ok hjó í höfuð Sturlu vinstra megin fyrir aftan eyrat mikit sár ok hljóp lítt í sundr. Þat segja menn þeir, er hjá váru, at Gizurr hljóp báðum fótum upp við, er hann hjó Sturlu, svá at loft sá milli fótanna ok jarðarinnar ... “15) Þegar litið er á þessa frásögn, verður skiljanlegri hin dökka minning um Gissur Þorvaldsson. Hinu má ekki gleyma, að þótt Sturla Þórðarson sé gagnmerkur sagnaritari, og halli í engu veru- lega réttu máli, þá getur hann ver- ið nokkuð varasamur þegar Gissur á í hlut. Mikinn hluta æfi sinnar hefur Sturla borið þungan hug til Gissurar, og það virðist lítið hafa dregið úr þeirri óvild, þegar hann, gamall maður, setur saman ís- lendingasögu sína, áratug eftir dauða Gissurar. Reyndar virðist frásögnin af Örlygsstaðafundi veri samin, öðr- um þræði, fyrir þröngan hóp les- enda á Vesturlandi og í Eyjafirði. Tilgangur frásagnarinnar er einnig annar og víðari. Höfundur stefnir að ákveðnu marki. Hinir sigruðu eru hans menn, hann vill veg þeirra sem mestan, þeir eru nánast píslarvottar. Hinsvegar fer það ekki á milli mála, hver sé fanturinn i þessu drama, það er Gissur Þorvaldsson — því verður ekki neitað, að höfundur hefur náð settu marki. Þeir feðgar, Sig- hvatur og Sturla, hafa mikla sam- úð i hugum manna. Jafnframt er það ríkjandi skoðun, að Gissur Þorvaldsson hafi verið hinn versti níðingur. Að lokum kem ég að spurning- unni um Apavatnsför og undan- fara hennar. Hversvegna valdi Sturla Þórðarson frásögn sinni þessa leið? Hversvegna sagði hann ekki vafningalaust frá blekkingum þeirra feðga? Ágætur sagnfræðingur, sem var mér innan handar með ábend- ingar, svarar spurningunni þann- >K16) „Aðferð höfundar markast af atburðum, sem hann segir frá, þetta gerðist á þennan hátt; villu- ljósum var brugðið upp í raun og veru og til þess að frásögnin verði trúanlegri, verður hún að bera þessa leynd, vera felumynd." Þetta er ekki ósennilegt. Þó er það nokkuð ljóst, að Sturla Þórðarson hefur tæpast talið ráðlegt, eins og allt var í pottinn búið, að skýra frá hinu íeynilega samsæri. Hann skildi, að ef lesendur væru leiddir í allan sannleikann um hinn flókna blekkingavef, sem færður var upp til að villa um fyrir Gissuri, og ná haldi á honum, myndi það varpa skugga á minningu þeirra feðga. Gissur öðlaðist samúð manna. Óhlutdrægir lesendur kynnu að líta á örlygsstaðafund sem mak- leg málagjöld, og því næsta afsak- anlegt, að það sást loft undir iljar Gissuri, er hann hjó í höfuð Sturlu með breiðöxi Þórðar Valdasonar. Ólafur Guðmundssoa rar útibúa- stjóri Kúnaðarbankans í Stjkkia- bólmi, áður sveitarstjóri þar, en nú búsettur í Reykjavík. Tilvitnanir 1) Smbr. Sig. Nordal: («1. menning 1942, bis. 329. 2) Smbr. ión Jóhnnneanon: fsl. Snga I 1966, bh.294 3) Snmn rit, bh. 295. 4) konunga nbgnr. 111, 1967, bU. 208. 6) snmn rit bls. 209. 6) Stnrl. 1946,1, bls. 407-408. 7) sama rit bls. 261—262. 8) snmn rit: bls. 289—290. 9) samn rit bta. 410. 10) snma rit hls. 410—411. 11) snnu rit bta. 413. 12) snma rit bte. 414. 13) Marleae ('iklamini: Starla Sighratanon's chieltainnrj. A moral probe. (Fyrirlestur i Sturlastefnu 28/7 1984.) 14) Sturi. 1946.1, bta. 422. 15) sania rit bta. 435. 16) Guéráa Ása Grímsdóttir. sagnfræóingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.