Morgunblaðið - 29.11.1984, Page 54

Morgunblaðið - 29.11.1984, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 Álsamningar — eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur Samskipti íslendinga við svissn- eska auðhringinn Alusuisse vegna álbræðslunnar í Straumsvík hafa nú staðið í nær tvo áratugi og frá upphafi hafa menn haft skiptar skoðanir á ágæti og hagkvæmni viðskipta okkar við þennan fjár- magnsrisa. Þær deilur sem að undanförnu hafa risið vegna nýgerðs viðaukasamnings ríkis- stjórnar íslands við Alusuisse eru því engin nýlunda. Það sem er hins vegar nýtt í þessum deilum er að nú hafa konur kvatt sér hljóðs á þessum vettvangi þar sem karlar hafa hingað til verið einir um hit- una. Og árangurinn lætur ekki á sér standa. Karlaveldið rekur upp óp og skundar skjálfandi i hnjálið- unum og grátt fyrir járnum inn á síður dagblaðanna sem bólgna út af prentsvertu og hvers kyns ósóma sem á lítið skylt við mál- efnaleg atriði þess máls eða mála sem til umræðu eru. Ég vil því fjalla hér stuttlega um fáein efnis- atriði þess álsamningsins, sem að undanförnu hefur verið til um- ræðu á Alþingi, meðferð þessa máls og hvernig það horfir við okkur Kvennalistakonum. Málsmeðferð ráðherra Þann 5. nóvember sl. undirritaði Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar íslands nýjan viðaukasamning við Sviss Aluminium Limited um ál- bræðsluna í Straumsvík. Undirrit- un þessa samnings hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum, en ekki er eins vist að menn viti að það var ekki fyrr en þennan sama dag sem kjömir fulltrúar á Al- þingi íslendinga fengu þennan samning fyrst í hendur og fylgdu þau skilaboð með að hver dagur sem þingmenn notuðu til að kynna sér þetta stóra mál og móta af- stöðu sína til þess kostaði þjóðina 400 þús. kr. Sú vanvirðing sem Al- þingi var sýnd með þessari málsmeðferð er út af fyrir sig ekk- ert einsdæmi í tíð núverandi ríkis- stjórnar, en þó rekur mig ekki minni til að áður hafi verið settur gjaldmælir á þingmenn sem vinna vilja störf sín af samviskusemi. Ekki var um það að ræða að þingmenn gætu lagt til breytingar á efnisatriðum samningsins, málatilbúnaður ráðherra var á þann veg að annaðhvort var að samþykkja samninginn allan eins og hann kom fyrir eða hafna hon- um. Við undirbúning þessa samn- ings var ekki heldur um það að ræða að fulltrúar allra stjórn- málasamtaka sem sæti eiga á Al- þingi væru hafðir með í ráðum þótt sannarlega væri hér um að ræða mál sem snertir hag lands- manna um að fá að fylgjast með gangi þessara samningamála á bug með þeim rökum að það væri Alusuisse á móti skapi og það svo mjög að hann hefði bundist auð- hringnum þagnarheiti þar um. Þegar þingmenn fengu þennan samning loks í hendur stóðu þeir frammi fyrir gerðum hlut, þeim var stillt upp við vegg og ekki til þess ætlast að þeir hefðu nein áhrif á efnisatriði þessa máls. 1 þessu máli var ekki spurt um þjóð- arsátt. Afarkostir Alusuisse Samningurinn ber þess öll merki að eina ferðina enn hafa ís- lensku samningamönnunum verið settir afarkostir af hálfu Alu- suisse. Ekki efast ég eitt andartak um að Alusuisse er erfiður samn- ingsaðili og okkur væri nær í framtíðinni að halda okkur frá öll- um viðskiptum við alþjóðleg risa- fyrirtæki af þessu tagi — en því er heldur ekki að neita að miðað við stöðu álmála í heiminum í dag og málefnagrundvöll okkar gagnvart Alusuis.se í upphafi þessarar samningalotu þá höfum við í þess- um samningi samið rækilega af okkur einn ganginn enn. I samningnum hefur ráðherra augljóslega lagt höfuðáherslu á að ná fram hækkun raforkuverðs til ÍSAL og hygg ég að alþjóð geti verið sammála um nauðsyn og réttmæti þess að fyrirtækið greiði hærra verð fyrir orkuna en það hefur gert hingað til. Hitt er jafn augljóst að þessi raforkuverðs- hækkun er dýru verði keypt. I samningnum er bókstaflega allt selt sem seljanlegt var til að ná orkuverðshækkuninni fram. Þar er fallist á ýmsa fyrirvara varð- andi raforkuverðið og endurskoð- un þess sem augljóslega eru Alu- suisse í hag en ekki okkur og ég kem að hér á eftir. Það er fallist á að láta allan málarekstur á hend- ur fyrirtækinu niður falla og þess i stað sæst á að taka við ákveðinni peningagreiðslu sem nemur um þriðjungi skaðabótakrafna á fyrirtækið — þeirra hagur ekki okkar. Og það er fallist á að þeir fái að stækka álbræðsluna um helming náist samningar um orkuverð og einnig að þeim sé sþá heimilt að taka nýjan eignaraðila inn i fyrirtækið til þess að auð- velda þeim að standa straum af fjármagnskostnaði vegna stækk- unar þess — einnig þeirra hagur, ekki okkar. Hér höfum við því enn þá einu sinni staðið andspænis af- arkostum Alusuisse og fengið litlu um þokað. Orkuverðið Nú liggur beinast við að ætla að sú orkuverðshækkun, sem fékkst með þessu móti sé umtalsverð en þvi miður er svo ekki þegar til lengri tima er litið. Vissulega er hér um töluverðan árangur að ræða sé miðað við það verð sem ÍSAL greiddi fyrir orkuna fyrir tveimur árum síöan. En sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að þrátt fyrir þessa orkuverðshækk- un mun ÍSAL samt sem áður ekki greiöa það verð fyrir orkuna sem nemur framleiðslukostnaði henn- ar í núverandi virkjanakerfi landsins, né er þessi orkuverðs- hækkun varanleg þar sem orku- verðið er skv. samningnum ekki verðbólgutryggt. I samningnum er kveðið á um að orkuverðið til ISAL skuli vera á bilinu 12,5—18,5 mill á kwst. og breytast f samræmi við heims- markaðsverð á áli. I dag mun þetta þýða að orkuverðið er um 12,8 mill á kwst. og miðað við horfur á álmarkaðnum þá ætlar Landsvirkjun að meðalverð orkunnar til ISAL á næsta 5 ára tímabili, það er fram til ársins 1989, verði 13,7 mill á kwst. Meðal- kostnaðarverð hverrar kwst. af orku úr virkjanakerfi landsins miðað við orkugetu 1983 er hins vegar 16 mill skv. útreikningum Landsvirkjunar, 18,9 mill sé kostnaður vegna ónýttrar um- framorku og þeirrar orku sem Landsvirkjun kaupir af öðrum virkjunum tekin með í reikning- inn. Þaö má því augljóst vera að hið dýrkeypta orkuverð til ISAL verður á næstu 5 árum töluvert undir því sem kostar að framleiða orkuna sama við hvora kostnaðar- verðstöluna er miðað. Tekið skal fram i þessu tilliti að ekki stoðar að miða við kostnaðarverð úr ein- stökum virkjunum eða mismun- andi kostnaðarverð til stóriðju og almenningsveitna, þar sem hér er um að ræða afkomu Landsvirkj- unar í heild og alls orkubúskapar landsmanna, en ekki afkomu ein- stakra virkjana innan fyrirtækis- ins. Við munum því samkvæmt þessum samningi halda áfram að afhenda Alusuisse orkuna á lægra verði en kostar að framleiða hana, Landsvirkjun mun ekki fá rétt- mætan arð af orkusölunni í sinn hlut og tapið á orkubúskapnum munu landsmenn áfram bera, m.a. í háu raforkuverði til almennings og til innlendra atvinnugreina. Það er athyglisvert að þessi orkusölusamningur er gerður á sama tíma og önnur lönd hafa samkvæmt gerðardómi fengið fram mun hærra orkuverð til ál- vera en hér er á ferðinni og meðan við vitum að Alusuisse þarf að greiða töluvert hærra orkuverð annars staðar í heiminum eða 16,5 mill að meðaltali á kwst. sam- kvæmt upplýsingum iðnaðarráð- herra á Alþingi 25. okt. sl. Skyldi því engan undra að á sama tíma og Alusisse er að leggja niður ál- bræðslur sínar annars staðar í heiminum, t.a.m. í Bandaríkjun- um, leggja þeir kapp á að stækka álbræðslu sina hér, enda sennilega leit að öðru eins gósenlandi ódýrr- ar raforku og Islandi. Og lítið stoðar okkur að bera nýja raforkuverðið til ISAL sam- an við meðalorkuverð til álvera annars staðar i Evrópu. Sam- kvæmt útreikningum Landsvirkj- unar mun það nú vera um 14,6 mill á kwst., en til eru þeir sem telja að hér sé um óraunhæft mat að ræða, þar sem i þessari rölu sé ekki gerður greinarmunur á orkuviðskiptum skyldra og óskyldra aðila og að sú orkuverðs- tala sem sambærileg sé i þessu efni sé ekki 14,6 mill heldur 25,6 mill. Hvora töluna sem menn vilja sannari hafa fer ekki hjá þvi að orkuverðið til ÍSAL nær ekki lægra matinu á meðalorkuverði til álvera í Evrópu. Og ef því er hald- ið fram að það sé eðlilegt vegna lakari samkeppnisaðstöðu okkar í álframleiðslu, sem réttlætir það að orkuverð til álvera sé lægra hér en í öðrum Evrópulöndum, þá má á móti spyrja hvers vegna i ósköp- unum er lagt kapp á að byggja upp áliðnað hér á landi ef hann er ekki samkeppnishæfur við sambæri- legan iðnað i nágrannalöndunum? Svari hver fyrir sig. Fyrirvarar og endurskoðunarákvæði I samningnum er orkuverðið til ISAL tengt heimsmarkaðsverði á áli sem þýðir að við tökum á okkar hlutdeild i þeirri áhættu sem ál- iðnaði fylgir, ekki aðeins hvað varðar álbræðsluna í Straumsvík heldur i heiminum öllum. Það er tvímælalaust til hagsbóta fyrir Alusuisse að fá okkur með i þann áhættuþátt sem hér um ræðir, en fyrir okkur þýðir það einfaldlega að við opnum okkar viökvæma hagkerfi í enn auknari mæli fyrir sveiflum á erlendum mörkuðum. Til viðbótar við velþekktar sveifl- ur á fiskmörkuðum okkar er af- koma íslenska þjóðarbúsins nú einnig háð sveiflum á álmörkuð- um. Hér er að mínu viti á ferðinni ákaflega hættuleg stefna i orku- sölumálum, og raunar allundarleg miðað við þá skoðun þess ráðherra sem þennan samning gerir — að Islendingar eigi ekki aö taka á sín- ar herðar þá áhættu sem óhjá- kvæmilega fylgir stóriðjurekstri. Um þetta atriði höfum við Kvennalistakonur og ráðherra ávallt verið sammála þótt á mis- munandi forsendum sé, þar sem hann vill reisa hér erlenda stór- iðju án þátttöku Islendinga en við viljum hér enga frekari stóriðju, hvorki innlenda né erlenda. Gerðir ráðherra eru hér því undarlegar miðað við skoðanir hans og í framhaldi af þessu má spyrja sig hvernig ráðherra ætli að eiga við þá orkusölusamninga sem hann kann að vilja gera f framtíðinni með þetta fordæmi á Sigríður Dúna Kristmundsdóttir „Saga þessa máls, ál- málsins, er um margt merkileg og af henni má ýmsan lærdóm draga. Einn er sá að um aldir hafa íslendingar lítið breyst hvað varðar framgöngu sína gagn- vart erlendum valdaað- ilum sem sækjast eftir hlutdeild í gæðum þess lands þar sem smjör var sagt drjúpa af hverju strái. í stað þess að standa saman heilir og óskiptir gagnvart slík- um aðilum hafa íslend- ingar löngum borist á spjótum innbyrðis og er það háttarlag enn í heiðri haft f landinu.“ bakinu? Ef hér er búið að marka frambúðarstefnu Islendinga í orkusölumálum, er hér ekki aðeins á ferðinni slæmur orkusölusamn- ingur heldur hættulegur líka. Hættulegur vegna þess að aðrir viðsemjendur ráðherrans, eins og t.d. auðhringurinn Alcan sem vill reisa álver við Eyjafjörð, koma til með að vilja fá svona samnings- ákvæði líka og þannig koll af kolli ef ráðherra er sjálfum sér sam- kvæmur þangað til ekki verður lengur við neitt ráðið og sá tekju- stofn landsmanna sem orkan á að vera sveiflast til og frá eftir mark- aðsaðstæðum í heiminum hverju sinni. Ekki er það fögur framtíð- arsýn. En það er fleira ófagurt f þess- um málum sé fram á veginn litið. Orkuverðið til Alusuisse er ekki verðbólgutryggt en innlendir og erlendir sérfræðingar eru hins vegar sammála um að gera megi ráð fyrir 5—6% dollaraverðbólgu að jafnaði á næstu árum. Þetta þýðir að raungildi raforkuverðsins mun fara lækkandi á samnings- tímanum, mun verða hæst á næsta 5 ára tímabili eða rétt inn- an við 14 mill á kwst. og fara síðan lækkandi niður í 10—12 mill á næsta 5 ára tímabili, 7—9 mill á þriðja tímabilinu og vera komið niður i 5,5—7 mill á fjórða 5 ára tímabilinu. Ljóst má því vera að sú raforkuverðshækkun sem samningurinn kveður á um, er ekki varanleg, hún er tfmabundin og hér er aðeins um stundarábata að ræða. I þessu sambandi skipta endur- skoðunarákvæði samningsins miklu máli, réttur okkar til að lag- færa orkuverðið til ÍSAL f sam- ræmi við breyttar aðstæður á hverjum tíma. I endurskoðunar- ákvæðinu er hins vegar sá fyrir- vari hafður á að rafmagnssamn- inginn skuli ekki heimilt að endur- skoða nema „orðið hafi teljandi og ófyrirsjáanlegar breytingar til hins verra á aðstæðum". Dollara- verðbólgan er ekki ófyrirsjáanleg breyting á aðstæðum, hún er þvert á móti fyrirsjáanleg og að mati sérfróðra manna bindur þessi fyrirvari hendur okkar á þann veg að við munum trauðla ná fram endurskoðun raforkuverðsins á þeirri forsendu að raungildi þess hafi lækkað sökum dollaraverð- bólgu. Frá lagalegu sjónarmiði þrengir þessi fyrirvari rétt okkar til endurskoðunar, Alusuisse með allt sitt á þurru en við sitjum eftir í súpunni. Á heildina litið þá er þessi rafmagnssamningur með öllu óviðunandi, i honum hefur lang- tímahagsmunum okkar verið fórn- að fyrir stundarábata og fyrir þennan stundarábata höfum við gengið inn á allar meginforsendur Alusuisse, niðurfellingu deilumála og stækkun álbræðslunnar f Straumsvík. Þess vegna höfum við Kvennalistakonur hafnað þessum samningi. Deilumálin Um deilumálin má rita langt mál, en ég vil aðeins nefna hér tvö atriði. Ljóst er að þegar sú ákvörðun var tekin að falla frá málarekstri á hendur Alusuisse, þá höfðum við góða vinningsstöðu í þeim málum sem til meðferðar voru fyrir dómnefndum, bæði f Reykjavík og New York. Um það er þó engum blöðum að fletta að málum þessum var fórnað fyrir þann rafmagnssamning, sem ég hef hér fjallað um og ef til vill hefur þar eitthvað fleira verið á ferðinni svo sem óþægindi þess að Alusisse yrði berlega uppvíst að svikum í okkar garð. Óþægindi fyrir hvern er svo aftur önnur spurning, sem hver og einn getur dundað sér við að svara — en vfst er að svarið við þeirri spurningu tekur til þess hver hafi verið að gæta hagsmuna hverra í þessu máli. Einnig er Ijóst aö við munum í framtíðinni ekki hafa sama laga- grundvöll gagnvart Alusuisse hvað varðar verð á aðföngum til álbræðslunnar því það ákvæði að- alsamningsins sem kveður á um að bræðslunni skuli útveguð að- föng „með bestu skilmálum og skilyrðum sem fyrir hendi eru“ er nú fellt brott. Þar með er farið það ákvæði sem einna haldbest reynd- ist f málarekstri okkar fyrir dóm- nefndum og það er burtu fellt á sama tíma og upplýst er á Alþingi að Alusuisse haldi áfram upptekn- um hætti gagnvart okkur f sfnu margfalda bókhaldi. M.ö.o. þegar við vitum að Alusuisse hefur á undanförnum árum hlunnfarið okkur og heldur þvf áfram, þá föll- um við frá öllum kærumálum okkar á þeirra hendur, gefum þeim skínandi hreint siðgæðis- vottorð hvað fortíðina varðar og kippum i leiðinni burt mikilvægri stoð þess að við getum f framtíð- inni sótt rétt okkar á þeirra hend- ur f þessum málum. Þessi mála- tilbúnaður er með þvílíkum ólík- indum að menn hljóta að spyrja: Var íslensku samningamönnunuir sjalfrátt? Stækkun álversins I svonefndu bréfi um samkomu- lag sem fylgir með þessum samn- ingi og skoðast sem hluti hans er Alusuisse heimilað að stækka ál- bræðsluna f Straumsvik um helm- ing náist samkomulag um orku- verð til þessa hluta bræðslunnar og aðra skilmála varðandi hana. Þar er einnig tekið fram að iðnrh. muni „afhenda Alusuisse bréf þar sem tilgreind verði fyrirhuguð kjör og skilmálar varðandi raf- orku frá Landsvirkjun" til stækk- unarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.