Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 RITNEFND FLUGLEIÐA Afmælisrit á döfinni Árið 1987 eru 50 ár liðin frá því að samfellt at- vinnuflug hófst á íslandi. Af því tilefni hefur stjórn Flugleiða ákveðið að gefa út afmælisrit og skipað nefnd til að hafa umsjón með útgáfu þess. Er fyrsti ritnefndarfundurinn fór fram fyrir skömmu var þessi mynd tekin, en fundurinn fór fram að viðstöddum stjórnarformanni Flugleiða, Sigurði Helgasyni. Frá vinstri: Sveinn Sæmunds- son, E.K. Olsen, Sigurður Magnússon, Sigurður Helgason, Jóhannes Snorrason og Sæmundur Guðvinsson. KOLBRÚN Á HEYGUM Maður er kominn með sönginn á heilann Nýlega söng kona að nafni Kolbrún á Heygum færeyska söngva í Norræna húsinu. Blm. hafði samband við hana til að for- vitnast nánar um tónleikana og hana sjálfa. — Ég er fædd og uppalin hér- lendis, faðir minn reyndar íslensk- ur, en ég hef verið óskaplega mikið í Færeyjum, heilu sumrin og í frí- um mínum. Heygum-nafnið er ættarnafn mitt úr Færeyjum, en móðir mín er færeysk. Hefurðu sungið lengi? — Það er tiltölulega stutt síðan ég byrjaði að koma fram. Ég hef verið að kynna færeyska tónlist undanfarið í skólum og á fleiri stöðum. Það er aðallega af áhuga sem ég geri þetta. Eiga Færeyingar mikið af sönglögum? — Því miður þá er ekki til mik- ið á nótum. Það tíðkast meira að dansa og kveða. Þetta eru þulur og danssöngvar. Sú tónlist sem þeir eiga er að miklu leyti í þjóðlaga- stíl. Danssöngvarnir voru færðir í söguform og það hefur verið uppi- staðan í færeyskum söngvum i gegnum árin. Þeir sem mest hafa gert af því að útsetja og semia eru Höjgaard og Waagstein. Eg er alltaf að reyna að útvega mér meira af nótum, en markaðurinn er svo lítill að það er ósköp tak- markað úrvalið. Hvar lærðir þú söng? — Ég hef alltaf verið að syngja frá því ég var lítil stúlka. Ég byrj- aði nám mitt hjá Engel Lund í tónlistarskólanum, en í söngskól- anum hef ég haft hina ýmsu kenn- ara, þó aðallega Guðmundu Elí- asdóttur sem er alveg einstök. Ég er búin með áttunda stigið þar, en verð í tímum hjá Guðmundu áfram. Ég hef verið á námskeiðum einnig í þýskalandi og Banda- ríkjunum. Syngurðu við önnur tækifæri en þegar þú kynnir færeysku lögin? — Já, ég syng með Ijóðakórnum og hef sungið sóló við nokkur tæk- ifæri, einsöng með kórum, í kirkj- um o.s.frv. Það má eiginlega segja að ég sé komin með sönginn á heil- ann. Ég hef nokkrum sinnum ætl- að að hætta, þar sem ég hef stórt heimili að sjá um, fjóra drengi og sá yngsti aðeins tveggja ára, en maður getur ekki hætt að syngja þegar á reynir. Það er líka svo dásamlegt fólkið sem ég syng með í ljóðakórnum og yfirleitt allir sem ég hef komið nálægt í sam- bandi við sönginn. Er eitthvað á döfinni? BETSY 23 ÁRA MEÐ NÝTT HJARTA Eignaðist heilbrigt barn Betsy Sneath frá Pittsburgh Pennsylvania, Banda- ríkjunum, var hamingjusöm yfir því að vera búin með skólann. Nú átti lífið að byrja. Hún ætlaði að fá sér spennandi vinnu, þéna peninga og njóta hvers dags. Þetta var árið 1978. Allt í einu varð hún veik. Það tók tíma að uppgötva hvað að væri, en það voru þá alvarlegar skemmdir á vinstra hjartahólfinu og eftir miklar rannsóknir var það kunngert að það væri eina lífsvon hennar að skipt yrði um hjarta. Eftir fimm mánuði kom hjartað sem leitað hafði verið að frá 23 ára gömlum manni sem dó af slysförum. Uppskurður- inn heppnaðist furðuvel og í dag lifir hún venjulegu lífi. Jafnvel meðgangan lagðist vel í hana og allt gekk samkvæmt óskum. Barnið fæddist velskapað við keis- araskurð. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem þetta gerist. Kries meö tvö djásn í safni sínu. Nokkur höfuöföt lögreglumanna vtös vegar aö úr heiminum. Edou- ard Kries á alls 700 lögreglubún- inga. Á sér þann draum að koma upp safni Lögreglumaðurinn Edouard Kries í Grevenmacher í Lux- emborg á sér eitt áhugamál, sem yfirskyggir allt annað. Það eru einkennisbúningar lögreglumanna og merkin, sem þeim fylgja. Kries byrjaði smátt á söfnun- inni, tók til handargagns ýmislegt, sem til féll, en það var á alþjóð- legu lögreglumannamóti í Wupp- ertal árið 1977, sem hann hófst handa fyrir alvöru. Þar hitti hann marga, sem fúsir voru að senda honum búninga og merki, og Kries fór nú að lesa sér til um efnið af bæði nýjum bókum og gömlum. Kries á nú yfir 5.000 einkennis- merki og mörg hundruð búninga COSPER Pabbi þinn er líftryggður, þess vegna má hann fara í sjóinn. Þegar komiö or inn í íbúðina hans Kries tekur á móti gestun- um íslenskur lögreglumaöur ásamt starfsbróöur sínum frá öörum og eldri tíma. frá ýmsum tímum og löndum. Elsti einkennisbúningurinn hans er frá árinu 1839, af dönskum landamæraverði, en annars á hann lögreglubúninga frá öllum þjóðlöndum Evrópu nema Búlg- aríu. Kries fer með allan sinn pening í safnið og íbúðin hans er yfirfull af lögreglumönnum í fullum skrúða. Hann á sér þann draum að koma á fót sínu eigin safni og seg- ir, að það gæti orðið til að auka ferðamannastrauminn til Lux- emborgar. Yfirvöldin hafa þó ekki sýnt honum þann skilning, sem þarf til að draumurinn geti orðið að veruleika, en Bandaríkjamenn, sem eru stundum betur vakandi fyrir möguleikunum, hafa aftur á móti gert það. Kollegar hans í FBI, bandarísku alrikislögregl- unni, hafa boðið honum að koma safninu upp vestra en Kries hefur ekki áhuga á því, hann er borinn og barnfæddur í Luxemborg og þar vill hann vera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.