Morgunblaðið - 29.11.1984, Page 67

Morgunblaðið - 29.11.1984, Page 67
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 67 Foreldrar kynnið ykkur málin „Fleiri á foreldrafundi" var fyrirsögn á pistli frá móður í Keflavík í Velvakanda sl. fimmtu- dag. Ég rak augun í þennan pistil meðan ég beið þess að tímabært væri að leggja af stað á foreldra- fund í skóla barnanna minna, Hvassaleitisskóla í Reykjavík. Jæja, hugsaði ég, þetta er sama sagan alls staðar. Það hafa allir svo mikið að gera og þeir sem ekki segjast hafa of mikið að gera hafa ekki áhuga. „Ég hef ekki tíma til að starfa í foreldrafélaginu, ég er í svo mörgu öðru — og ef maður mætir á fund á maður á hættu að verða troðið í eitthvert ráð eða vinnuhóp," er svar, sem margir þekkja, bæði foreldrar og kennar- ar sem reynt hafa að fá fólk til þátttöku. En hvað um það, ég var bjartsýn þetta fimmtudagskvöld. í kvöld- fréttunum hafði ég heyrt að fyrstu niðurstöður ráðherraskipaðrar nefndar til eflingar samvinnu heimila og skóla væru komnar á blað. Og svo var einn liðurinn á dagskrá aðalfundar Foreldra- og kennarafélags Hvassaleitisskóla: Verða grunnskólarnir án kennara 1. mars? Valgeir Gestsson formað- ur Kennarasambands íslands mætir á fundinn og gerir grein fyrir stöðu mála. Verða grunnskólarnir án kennara 1. mars? Þetta er engin smáspurn- ing, a.m.k. ekki f mínum huga. Þjóðin er nýkomin út úr mánaðar verkfalli opinberra starfsmanna og heimilin hafa fundið smjörþef- inn af því hvað lokun skóla hefur í för með sér. Menn rífast um það í blöðum hvort lengja eigi skólaárið til að bæta nemendum upp kennslutap. Sjálfri finnst mér kennslutapið algjört aukaatriði og treysti íslenskum ungmennum al- veg til að ná því upp, ef þau fá næði til þess. En ég kalla það ekki næði til náms að sitja og bíða eftir því hvort kennarar segi upp frá 1. mars og bíða e.t.v. síðan til 1. mars eftir því að sjá hvort kennarar gangi út eða þeim verði skipað að vinna út skólaárið eins og hægt mun vera að gera lögum sam- kvæmt. „Því skyldi maður vera að streða við að læra ef það verður enginn skóli eftir 1. mars?“ Hléið sem varð á kennslu í október kom losi á börn og ungl- inga og þau mega alls ekki við slíku. Ekki virtist fundarefnið vekja sérstakan áhuga, því innan við 60 mættu úr hópi foreldra og kenn- ara í skóla þar sem nemendur eru um 400. Kannski hafa allir hinir verið í þögulli mótmælastöðu á Austurvelli. En 50—60 manna mæting kvað víst þykja góð, ef miðað er við hliðstæð félög í öðr- um skólum. Fundurinn var góður. Valgeir ræddi um launamál kennara, vinnutíma og kennaraskort á landsbyggðinni og urðu umræður líflegar. Þarna fengu foreldrar tækifæri til að fræðast, spyrja, „Ég bef ekki tíma til að starfa í foreldrafélaginu,“ er viðkvæði margra foreldra. Þórdís Árnadóttir telur, að foreldrar eigi að gefa sér tíma til að kynnast því sem að börnunum snýr í skólanum. gagnrýna og koma með tillögur. Foreldrar eru ekki einlit hjörð. Þeir koma úr öllum starfsgreinum þar sem þeir þurfa að heyja sína eigin kjarabaráttu. Þeir ættu að geta miðlað þekkingu, reynslu og skilningi. Og það þurfa þeir að gera. Sú kjarabarátta kennara sem nú stendur yfir er ekki einka- mál kennara. Hún er ekki bara spurning um krónur og launa- flokka, sem togast má um yfir fundarborðið. Hún er líka spurn- ing um framtíð barnanna okkar — okkar allra. Kennari, sem finnst hann van- metinn i áliti og launum er ekki ánægður kennari. Það vita allir hvernig andrúmsloftið verður á vinnustað þar sem starfsfólkið er ýmist í baráttuhug, vonsvikið eða kvíðið. Sé þessi vinnustaður skóli þarf ekki að spyrja að því hver áhrifin verða þegar til lengdar lætur á börnin og heimilin. Það sem aflaga fer á einum vetri getur tekið mörg ár að bæta. Þess vegna má ekki dragast að finna einhverja lausn á málum kennara. Foreldrar þurfa að kynna sér málin. Fundur eins og sá sem For- eldra- og kennarafélag Hvassa- leitisskóla stóð fyrir er gott tæki- færi fyrir foreldra og kennara að skiptast á upplýsingum og skoðun- um, milliliðalaust. Eg hvet því for- eldrasamtök grunnskólanna til að fá forsvarsmenn kennarasamtak- anna á sinn fund hið fyrsta, óháð því hver niðurstaðan verður í upp- sagnamálinu í þetta skiptið. Og ég á erfitt með að trúa því að foreldr- ar séu svo önnum kafnir við að búa í haginn fyrir börnin sín að þeir hafi ekki tíma til að mæta á fund í skólanum, þegar til umræðu er mál sem sumum að minnsta kosti finnst mikilvægara en geng- isfelling, frjálst útvarp og rann- sókn á því hvort við erum ham- ingjusöm, stolt og trúhneigð þjóð. 23. nóvember, Þórdís Árnadóttir. Endurskinsmerki á skjólflíkum EITT af haustverkunum hjá mér líkt og margra annarra foreldra er að kaupa vetrarúlpur á börnin. Á hverju hausti leita ég að úlpum með endurskinsröndum á en finn ekki. Ég hef séð „pollagalla" og skíðavettlinga með endurskins- merkjum á en síðan ekki söguna meir. Ég þarf því að kaupa mér sér endurskinsmerki og sauma þau á flíkina. Þetta kannast allir foreldrar við. Oftar en einu sinni hef ég spurt sjálfa mig að þvi af hverju ekki séu endurskinsmerki á flíkinni frá framleiðanda. Það er augljóst að framleiðendur leggja sig fram við hönnun fatnaðarins. Því þá ekki að taka svona öryggis- atriði með í hönnunina? Ég kaupi alltaf íslenskt ef mögulegt er því að það er oftast fallegasta og vandaðasta varan. Nú spyr ég ís- lenska skjólfataframleiðendur: Getið þið og viljið hanna fatnað þannig að á honum sé endurskins- merki? Stúlkan á myndinni er með endur- skinsmerki á skjólflíkum sínum, en Margréti Sæmundsdóttur flnnst mikið á skorta að slík merki séu á öllum ytri flíkum í verslunum. 03^ SIGGA V/QGA g 1/LVERAH ÞVERSUM Þaö er lagiö í PAX Þú þekkir PAX svefnsófann sem er svo þægilegur aö sitja í og fallegur á aö líta og sem þú getur sofiö í langsum og þversum. svo eigum viö fullt af allskonar sófum og bekkjum í öörum gerðum. * Jóna les vel Kristín skrifar: Hver er þessi Jóna, sem les í Morgunstund barnanna núna? Þessi rödd er alveg einstaklega skýr og skemmtileg og hún fer líka alveg hreint framúrskarandi vel með söguna. Er ekki hægt að fá þessa stúlku meira inn í útvarp og sjónvarp? Með von um upplýs- ingar um Jónu og fleiri sögur með henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.