Morgunblaðið - 01.12.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 01.12.1984, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 Uppsagnir 450 framhaldsskólakennara afhentar: Vegið að menntun í landinu með núver- andi kjörum kennara — segja þeir Kristján Thorlacius, formaður HÍK, og Heimir Pálsson, menntaskólakennari UPPSAGNIR um 450 framhalds- skólakennara í Hinu íslenzka kenn- arafélagi voru í gsr afhentar menntamálaráðuneytinu. Taka upp- sagnirnar gildi hinn fyrsta marz á na-sta ári. Er þetta um 70% fram- haldsskólakennara í HÍK, en þeir kenna flestir í fjölbrautaskólum og menntaskólum. Að sögn Kristjáns Thorlacius, formanns HlK, og Heimis Páls- sonar, menntaskólakennara, eru uppsagnirnar að mestu frá yngra fólki í félaginu, sem á frekari möguleika á annarri og betur launaðri vinnu en eldri félagarnir. Þeir sögðu uppsagnir þessar eig- inlega uppsafnaðan vanda, þar sem laun kennara hefðu dregizt aftur úr launum annarra laun- þega, en vinnuálag aukizt. Með nú- verandi kjörum kennara væri veg- ið að menntun í landinu og fyrir- sjáanlegur væri mikill flótti úr stéttinni, yrði ekkert að gert. Á Sigurjón Björnsson skrifar um bókmenntir Sigurjón Björnsson, prófess- or, hefur verið ráðinn einn af ritdómurum Morgunblaðsins. Sigurjón er lesendum Mbl. að góðu kunnur, hann hefur skrif- að greinar í Lesbók og auk þess bækur, þar á meðal bók um Fjallkirkju Gunnars Gunn- arssonar. Fyrsti ritdómur Sigurjóns birtist á bls. 14 f blaðinu í dag. þeim flótta væri reyndar þegar farið að bera. „Þetta er spurning um að viður- kenna staðreyndir, viðurkenna nauðsyn menntunar, ef við eigum ekki að dragast aftur úr öðrum þjóðum heimsins hvað þekkingu varðar. Meðan kennurum eru ekki greidd mannsæmandi laun er ekki hægt að búast við því, að menn fáist til að sinna þessu mikilvæga starfi. Okkur er alvara og því er óvíst hver viðbrögð okkar verða, ef gripið verður til þess að fram- lengja uppsagnarfrest okkar. Vel getur komið til greina að menn gangi út þrátt fyrir það og þá verður erfitt að fá menn til baka að nýju. Við höfum nú krafizt þess, að laun okkar hækki í 85% af launum sérfræðinga með sam- bærilega menntun í þjónustu ríkisins. Meðaltalslaun kennara í HÍK eru 21.000 krónur fyrir dag- vinnu og hve mikil hækkun sú er, sem með þessu er farið fram á, er enn ekki vitað. Til þess þarf að kanna nánar launagreiðslur til sérfræðinga hjá ríkinu. Það hlýtur að teljast eðlilegt að laun félags- manna í HÍK miðist að einhverju leyti við laun sérfræðinganna," sögðu þeir Kristján og Heimir. íslandsviku að ljúka Símamynd/AP. ÍSLANDSVIKUNNI f Bretlandi lýkur í dag með lista- og menningarkynn- ingn í Royal Festival Hall á vegum íslendingafélagsins í London. Síðdeg- is á fimmtudag efndi Einar Benediktsson, sendiherra, til móttöku f Churchill-hótelinu í London þar sem kynntar voru íslenskar framleiðslu- vörur og ferðir hingað til lands. Myndin var tekin f móttöku sendiherrans. Honum til sitt hvorrar handar eru frá vinstri: Anna Margrét Jónsdóttir, fulltrúi ungu kynslóðar- innar, Unnur Steinsson, fegurðardrottning fslands 1983, Guðrún Möller, fegurðardrottning íslands 1982 og Berglind Johansen, fegurðardrottning íslands 1984. Þrír enn frá vinnu í gær SJÖ lögreglumenn leituðu til slysadeildar Borgarspítalans eftir stökkæfingu á vegum Lögreglu- skóla ríkisins vestur á Seltjarnar- nesi á þriðjudag, að sögn Williams Möller, aðalfulltrúa lögreglustjór- ans í Reykjavík. Fjórir lögreglu- mannanna, sem slösuðust á æfing- unni hafa mætt til vinnu, en þrír voru enn frá vinnu í gær. William Möller vildi ekki gefa nánari upp- lýsingar á meðan málið er í rann- sókn. Skipulag ASÍ: Afskiptum Alþingis mótmælt ÞING ASÍ lagðist gegn frumvarpi því um skipulag verkalýðshreyf- ingarinnar, sem þingmenn Banda- lags jafnaðarmanna hafa lagt fram á Alþingi. í ályktun ASÍ segir að frum- varpið feli í sér bein afskipti löggjafans af skipulagsmálum verkalýðssamtakanna og er því einarðlega mótmælt. í ályktuninni segir að það sé einstaklega ómsekklegt að flytja málið inn í sali Alþingis á sama tíma og verkalýðshreyfingin sé á fullum krafti að leita leiða í skipulags- málum sínum. Kjaramálaályktanir AlþýÖusambandsþings: Brýnt að breyta pójítískum valdahlutföllum á íslandi — verðbætur á laun ófrávíkjanleg krafa í næstu samningum 35. ÞINGI Alþýðusambands íslands lauk í Reykjavík síðdegis í gsr. I ályktun, sem samþykkt var með 244 atkvæðum gegn 6, segir að brýnt sé að „pólitískum valdahlutföllum á íslandi verði breytt. I því skyni þarf tvennt að gerast: í fyrsta lagi verða verkalýðsfélögin að móta víðtæka stefnu í kjara-, félags- og efnahagsmálum, sem yrðu skýrt andsvar við markaðskreddum atvinnurekenda. í öðru lagi verður launafólk að samfylkja öllum, sem aðhyll- ast hugsjónir félagshyggju til að mynda fylkingu sem yrði í samvinnu við verkalýðshreyfinguna nýtt landstjórnarafl.“ Segir í ályktuninni að skort hafi á „samstillingu og forystu f stefnumótun innan verkalýðs- hreyfingarinnar og flokkar og samtök sem aðhyllast jafnrétti og félagsleg sjónarmið ekki náð sam- an.“ Þetta hafi gerst á undanförn- um árum á meðan samtök at- vinnurekenda hafi beitt sér æ meira á vettvangi stjórnmálanna og mótað ítarlegar tillögur I ein- stökum málaflokkum. „Náin sam- vinna hefur tekist með forystu- mönnum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem mynda núverandi ríkisstjórn, og helstu leiðtogum VSÍ, Verslunarráðsins og SÍS. Það er þetta bandalag, sem hefur stjórnað hinni miklu aðför að kjörum launafólks. Ljóst er að atvinnurekendur munu í framtið- inni kappkosta að auka pólitísk „Handtökin mörg á langri ævi“ segir Pálína Daníelsdóttir á Akureyri, sem er 100 ára Akareyri, 30. oÓTember. „MfeR líAur vel miðað við aldur, hef enn nokkra beyrn og sæmilega sjón. Handtökin hafa veríð mörg á langri ævi, en Guð hefur verið mér góður og mér líður vel í ellinni. Er hjá dóttur minni og tengdasyni,“ sagði Pálína Daníelsdóttir, Stekkj- argerði 7 á Akureyri í samtali við Mbl., en Pálína verður 100 ára á morgun, fullveldisdaginn 1. des- ember. Pálína fæddist á Viðborði á Mýrum í Hornafirði. Hún giftist ung Páli Bergssyni og bjuggu þau allan sinn búskap að Rauða- bergi á Mýrum, en Páll lést árið 1946. Þau hjón eignuðust fimm börn og komust þrjú þeirra upp, Sigurbergur, Daníel og Þóra. Synirnir búa í Reykjavík, en Pál- ína dvelst á heimili dóttur sinn- ar, Þóru, og manns hennar, Sæmundar G. Jóhannessonar, ritstjóra Norðurljóssins á Akur- eyri. G.Berg. Pálína á heimili dóttur sinnar og tengdasonar. ítök sín í valdakerfinu," segir einnig í ályktuninni. Jafnframt var samþykkt ein- róma ítarleg ályktun um kjara-, atvinnu- og efnahagsmál, þar sem segir m.a., að „með pennastriki gengisfellingar hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að skerða verulega þá kjarasamninga, sem undirritaðir voru fyrir þremur vikum." Segir að þótt lengi hafi verið talað um „skattalækkunarleið" í kjara- samningunum hafi rfkisstjórnin ekki haft áhuga á þeirri leið, þegar til kastanna hafi komið. Þess í stað hafi ríkisstjórnin gengið sjálf til samninga á öðrum grundvelli, sem lagði línur fyrir heildina. Það hljóti því að vera á ábyrgð rfkis- stjórnarinnar að tryggja kaup- mátt samninganna. „35. þing ASÍ vill undirstrika þá skoðun sína, að kjarasamningar án verðbóta eru afar haldlítil vörn fyrir launafólk. Þótt ýmsir gallar hafi reynst vera á þeim verðbótakerfum, sem í gildi hafa verið, þá hafa þau, að mati þingsins, reynst mikilvæg vörn launafólks gegn verðbólgu og kjararánsaðgerðum ríkisvalds og atvinnurekenda. Það er skoðun þingsins, að kröfur um verðbætur á laun hljóti að verða ófrávíkjan- legar í næstu kjarasamningum.“ í niðurlagi ályktunarinnar seg- ir: „35. þing ASÍ skorar á öll aðild- arfélög sfn og sérhvern félags- mann, sem skipar raðir samtak- anna, að nota komandi mánuði til undirbúnings markvissrar sóknar f kjaramálum launafólks. Þingið leggur áherslu á, að tíminn verði notaður til allsherjar umræðu í samtökunum, stéttarfélögunum og vinnustöðum um markvissa áætl- un fyrir endurheimt þess kaup- máttar, sem tapast hefur. 35. þing ASÍ leggur áherslu á, að samhæfð stefna og einhugur er það sem gildir í þessari baráttu." Ólöf Halldórsdóttir Lést af völdum umferðarslyss KONAN, sem varð fyrir bifreið í Hamrahlíð laust eftir klukkan 21 i fimmtudagskvöldið, lést í slysadeild Borgarspítalans laust fyrir miðnætti sama kvöld. Hún hét Ólöf Hall- dórsdóttir, til heimilis að Stigahlíð 20. Hún var 76 ára gömul, fædd 17. nóvember 1908. ólöf heitin var á leið norður yfir Hamrahlfð skammt fyrir vestan Stigahlíð þegar slysið varð. Trabant-bifreið var ekið vestur Hamrahlfð og lenti ólöf heitin á vinstra framhorni bifreiðarinnar. Neyðarbifreið slysadeildar Borg- arspítalans með lækni kom skömmu síðar á vettvang og var Ólöf heitin flutt í slysadeild, en lést þar nokkru sfðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.