Morgunblaðið - 01.12.1984, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984
Aldnir hafa orðið
Bókmenntir
Sigurlaugur Brynleifsson
Aldnir hafa orðid. Frásagnir og fróð-
leikur. 13. bindi. Erlingur Davíðsson
skráði. Bókaútgáfan Skjaldborg, Ak-
ureyri, 1984.
Þetta er þrettánda bindið í
geysimiklum frásagnaflokki. í
þessu bindi eru sögumenn sjö tals-
ins, sex karlar og ein kona. Eru þá
sögumenn orðnir 91 alls, að því er
mér telst til. Það eitt er þeim sam-
eiginiegt að vera komnir á efri ár
og horfa til baka yfir farinn veg.
Að öðru leyti eru frásagnirnar
jafnan margvíslegar og mennirnir
eru margir. Vissulega er mikinn
fróðleik að finna í þessu mikla rit-
safni, og mun óvíða saman komin
jafn mikil vitneskja um aldarfar,
lífsvenjur, viðhorf, atvinnuhætti
og kjör manna á fyrri hluta þess-
arar aldar. Og enda þótt þarna tali
margur maðurinn, sem annars
staðar er ýtarlega getið, geyma
þessi rit mynd allmargra, sem að
öðrum kosti myndi einungis varð-
Erlingur Davíðsson
veitast í huga þeirra, sem þekktu
þá. Þarna hefur því verið unnið
gagnmerkt og þarft verk, sem
bæði er ljúft og skylt að þakka.
Hvað er svo um þessa þrettándu
bók að segja? Fyrst skal þess get-
ið, að ég las hana i einni striklotu
Kynngi lífsins í
vaknandi ástarþrá
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Eðvarð Ingólfsson:
Fimmtán ára á föstu.
Skáldsaga.
/Eskan 1984.
ICðvarð Ingólfsson er þegar
kunnur fyrir sögur sínar um
æskufóik og og unglingaþætti í út-
varpi.
Það er umhugsunarvert hve Eð-
varð sér umhverfi sitt og þá sem í
því hrærast björtum og raunar
hamingjusömum augum, þótt
hann sé einnig næmur fyrir hinum
dökku hliðum tilverunnar.
Þessir eiginleikar lýsa er höf-
undurinn, Eðvarð, segir frá sam-
skiptum unglinga sem skynja af
fullum krafti kynngi lífsins í
vaknandi ástarþrá sinni.
Aðalpersónur sögunnar eru þau
Lísa og Árni 15 ára bekkjarsystk-
ini og 17 ára pilturinn Kiddi.
Margir aðrir koma við sögu, bæði
ungir sem gamlir.
Eðvarð notar mikið frásagn-
armátann og víkur þá til skiptis
inn í hugarheim presóna sinna.
Segir fremur frá því sem gerðist
og gefur lesandanum því ekki færi
á að lifa atburðina með söguper-
sónunum sjálfum.
Frásögnin er hrein og opinská.
Skoðanir höfundar á mannlífi og
mótun þess eru ákveðnar og af-
dráttarlausar og raunar áréttar
hann þær svo oft að þær verða
rauður þráður gegnum allt skáld-
verkið.
Þeir sem um áratugi hafa unnið
með unglingum á þessum aldri
CROSFIELD
540
LASER
LYKILLINN AÐ VANDADRI
LITPRENTUN
MYNDAMOT HF
Eðvarð Ingólfsson
hvern skóladag, þekkja ofurvel
persónuleika þá sem höfundur lýs-
ir í sögu sinni. Mannlífið í skólun-
um er fjölbreytt.
Lísa og Árni eru samnefnarar
fyrir nokkurn hóp á þeirra aldri.
Hóp sem kemst ekki alltaf í
sviðsljósið af þvi að hann hefur
ekki hátt og fremur engar uppá-
komur. Þess vegna er hljótt um
hann og kemur hann sumum þeim
er úr fjarlægð horfa — en telja sig
þekkja æskuna oní kjölinn —
harla ókunnuglega fyrir.
Einmitt í þessum hópi finnast
nemendur sem oft hafa svo þjóð-
félagslega þroskað viðhorf að
hægt er að furða sig á. Heimili og
foreldrar sögupersóna eru eins og
gerist og gengur og ekki er líf
þeirra allra dans á rósum í sam-
skiptum við sína nánustu.
En einmitt í þeim lýsingum
koma glöggt fram varfærni og for-
dómaleysi höfundar gagnvart
breyskleika mannsins g hann leit-
ar hlýrra tilfinninga á reynslu-
stundum — og finnur þær.
Ljóst dæmi er móðir Lísu og
viðbrögð hennar er Lísa segir
henni að hún sé ófrísk:
Staðföst trú á hið góða í mann-
eskjunni og umhverfinu er hinum
unga höfundi nærtæk, þess vegna
ráða bjartsýni og hamingja ríkj-
um, þótt mótlæti og erfiðleikar
fléttist þar sem og í veruleikanum
inn í hið daglega líf sögupersóna.
Eg held að ástarsaga þessi verði
vinsæl meðal unglinga. Gleði og
hamingja eru æskunni f raun
hugleiknari en svartsýni og von-
leysi.
Því leitar hún gjarnan á vit
þeirra eiginleika mannlegs lífs
bæði í daglegu lífi og skáldsögu —
ef allt er með felldu.
á einu kvöldi og hafði óblandna
ánægju af. Líklega telja höfundur
og útgefandi að allverulegum
hluta tilgangsins sé náð, ef þeir
fanga þannig hug lesenda. Til
allra þessara sjö sögumanna ber
ég hlýjan hug eftir lesturinn, enda
er sú kynning sem þeir hafa látið í
té af sjálfum sér bæði geðþekk og
yfirlætislaus. Það fer ekki á milli
mála, að allt hafa þetta verið hinir
mætustu menn. Af öllum hefur
margt mátt læra og með sumum
hefði ég gjarnan kosið lengri sam-
verustundir. Þetta þýðir þó ekki
það, að ekkert sé að bókinni að
finna sem ritverki, því fer fjarri.
Einkum er það ritstjórn bókarinn-
ar sem ég er ekki í öllum greinum
sáttur við. Veit ég þó vel, skoðanir
minar í því efni kunna að orka
tvímælis.
Allir eru þættirnir samdir með
sama hætti. Var það nayðsynlegt?
Fyrst segir ritstjórinn deili á
sögumanni á u.þ.b. tveimur blað-
síðum, og síðan gefur hann honum
sjálfum orðið. Talar því hver og
einn í fyrstu persónu. Engu að síð-
ur verður að ætla, að ritstjórinn
hafi sjálfur skrifað frásögnina á
grundvelli viðtala. (Enda hlýtur
það að felast í orðinu „skráði"). Að
öðrum kosti væri naumast sami
stíll og orðalag á öllum frásögnun-
um, enda þótt mennirnir séu
næsta ólíkir og víðs vegar af land-
inu. óneitanlega hefði ég kosið að
heyra tungutak hvers og eins.
Málfar og málsérkenni eru nú einu
sinni svo snar þáttur í persónu-
leika hvers og eins, að mikils er
misst ef það vantar. Bágt á ég
einnig með að trúa því, að sumir,
kannski allir, þeirra sem hér koma
fram séu ekki allvel ritfærir. Hinu
er svo ekki að neita, að vissulega
er þessi hátturinn mun hagkvæm-
ari, ef hafa þarf hraðan á um út-
gerð bókar. En ætla má, að með
þessu móti hafi bókin orðið ein-
hæfari og litminni en annars. Að
vísu verður hvorki að málfari né
rithætti fundið, því að hvoru
tveggja er rétt og hreint. Stillinn
verður þó hvorki talinn rismikill
né litríkur.
Flestar eru frásagnirnar í sama
fari. Uppvöxtur og æskuár eru
einatt fyrirferðarmest. Þar er
sumu e.t.v. lýst nákvæmar en
þyrfti, því að margt smátt er tínt
til, enda þótt sitthvað sé auðvitað
allrar athygli vert. Þegar svo fram
á fullorðinsárin kemur verður
frásögnin oft brotakenndari og
snubbóttari (raunar eru frávik),
og stundum er jafnvel eins og
botninn detti úr í miðju kafi.
Hefði mann þó fýst meira að
heyra. Hér hefði ég kosið að rit-
stjórinn hefði beitt áhrifum sínum
meira til að jafna frásögnina. Þá
er eitt fremur undarlegt: Einkalíf
sögumanna er svo til alveg snið-
gengið. Var það virkilega sam-
kenni allra þessara sjömenninga,
að vilja ekkert minnast á maka
sína, börnin, uppeldi þeirra og
samskipti við þau eða var hér um
að ræða ákvörðun ritstjórans?
Aftur á móti er þeim mun meira
talað um dulræna reynslu. í einu
tilvikinu svo mjög, að hún skyggir
algjörlega á frásögn af mann-
dómsárum mikilhæfs athafna-
manns. Nú er dulræn reynsla og
frásagnir af yfirnáttúrlegum •
fyrirbærum að sjálfsögðu allra
góðra gjalda verð, en ekki fæ ég
séð að það eigi að koma í stað
ævisögu, hafi ætlunin verið að
skrifa æviþátt. Líklegast er þetta
ritstjórnarslagsíða.
Þetta eru þó nokkrar aðfinnslur,
en þær hnika þó ekki þeirri stað-
reynd að um gagnmerkt rit er að
ræða, einkum ef öll bindin þrettán
eru skoðuð sem heild. Ritstjórinn
hefur greinilega mótaðar skoðanir
á því hvernig standa beri að slíku
verki. Við það geta menn verið
sáttir eða ósáttir. Eitt er þó víst
að hann hefur sýnt mikla elju og
lofsverðan áhuga.
ÖIl útgerð þessarar bókar er
með sama hætti og hinar fyrri,
eins og vera ber. Frágangur allur
er hinn smekklegasti og sárafátt
er um prentvillur.
Halldór Haraldsson Leifur Þórarinsson
Sinfóníutónleikar
Tónlist
Egill Friðleifsson
Háskólabíó 30.11/84
Stjórnandi: Póll P. Pálsson.
Einleikari: Halldór Haraldsson.
Efnisskrá: Leifur Þórarinsson,
Sinfónía nr. 1.
Franz Liszt, „Malédic-
tion“ fyrir píanó og
strengjasveit, og „Tot-
entanz“ fyrir píanó og
hljómsveit
Alexander Skrjabin,
Sinfónía nr. 2 í c-moll.
Það var sinfónía nr. 1 eftir
Leif Þórarinsson, sem var fyrst á
efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar
íslands á tónleikunum í Há-
skólabíói sl. fimmtudagskvöld.
Þetta verk var frumflutt fyrir
um tuttugu árum. Ég man vel
eftir því. Það var dálítið sérstak-
ur konsert. Þar voru eingöngu
leikin samtímaverk. Það þóttu
tíðindi þá. Sem strákur í tónlist-
arskóla fékk ég tækifæri til að
fylgjast með hljómsveitaræfing-
um. Mér fannst þá sem þessi sin-
fónía Leifs höfðaði meira til höf-
uðsins en hjartans. Ég er enn
sömu skoðunar. Fyrir mér er
þetta erfið tónlist. Hún virðist
erfið fyrir hljóðfæraleikarana og
hún er erfið fyrir hlustendur. I
tónleikaskrá má m.a. lesa „að
sinfónían innihaldi ýmsar
hugmyndir úr andstæðutafli
sónötunnar“. Þó ég væri allur af
vilja gerður tókst mér ekki að
finna neinn skyldleika með
þessu verki og sónötunni, ef orð-
ið sónata er notað í hefðbundinni
merkingu, enda er „vinnuaðferð-
in serial, þannig að allir þættir
tónbyggingarinnar eru dregnir
úr seinni röð tólf tóna“, svo vitn-
að sé aftur í tónleikaskrá. Verkið
skiptist í þrjá þætti. Á mig virk-
aði annar þátturinn best og var
raunar launkíminn á köflum og
myndar þægilega andstæðu við
öll þau útspekúleruðu seriölu al-
varlegheit, sem er að finna í sin-
fóníunni (e.t.v. má kalla það són-
ötuandstæðutöfl). Síðan þetta
verk var frumflutt hefur mikið
vatn til sjávar runnið og margt
breyst, m.a. hefur Leifur Þórar-
insson samið mun hjartnæmari
músík. Nægir þar að nefna
Sálmforleikinn um Liljulag,
mystískt verk og spennandi, sem
er að finna á nýrri hljómplötu,
er ber heitið „íslensk orgeltón-
list“. Svo aftur sé vikið að sin-
fóníunni, þá var það Páll P.
Pálsson, sem leiddi hljómsveit-
ina, hress að vanda. Mér fannst
hljómsveitin, einkum strengirn-
ir, spila bæði sárt og hrátt í
þessu verki, en e.t.v. átti þetta
bara að vera svona.
Það var stórt stökk frá sin-
fóníu Leifs til „Malédiction"
(formæling) fyrir píanó og
hljómsveit eftir F. Liszt, sem við
heyrðum næst. Þetta er sjald-
heyrt æskuverk og sérkennilegt
og stenst varla samanburð við
síðari verk höfundar. Raunar er
„Malédiction" ekki annað en
glæsilegar umbúðir um lítið efni.
Það gerir eigi að síður óvægnar
kröfur til píanóleikarans, sem
hér var Halldór Haraldsson.
Halldór er vandaður músíkant.
Hann býr yfir staðgóðri tækni,
ætlar sér aldrei um of, og skilar
jafnan hlutverki sínu með sóma.
Svo var einnig nú. „Totentanz"
lék Halldór einnig með hljóm-
sveitinni. „Dauðadansinn“ er
mun safaríkara verk en „For-
mælingarnar" (voðalegir titlar
eru þetta annars), og þó sam-
vinna Halldórs og hljómsveitar-
innar væri ekki með öllu hnökra-
laus, var heildarflutningur
ágætur. Páll P. Pálsson býr yfir
þeirri hæversku að taka tillit til
einleikarans. Það er meira en
hægt er að segja um ýmsa koll-
ega hans. (Þó það komi þessu
máli ekki beinlínis við, langar
mig að senda Halldóri bestu
þakkir fyrir þátt í útvarpinu
fyrir nokkru, þar sem hann lék
Chopin-scherzo af mikilli prýði).
Tónleikunum lauk svo með
sinfóníu nr. 2 eftir Alexander
Skrjabin, stórt verk og mikið í
fimm þáttum. Páli tókst vel til
við stjórnun á þessu síðróman-
tíska, dálítið angurværa verki,
og mátti þar heyra marga góða
spretti, einkum hjá blásurunum.
Þó verkið búi yfir vissum töfr-
um, er ekki alveg ljóst af hverju
það varð fyrir valinu. Að mínu
áliti stenst það engan saman-
burð við sum tónaljóð Skrjabins.
Spilabók
frá Vöku
VAKA hefur gefíð út Spilabókina, en
Guðni Kolbeinsson valdi spilin og
skýrir þau.
Bókin skiptist i þrjá aðalkafla;
barnaspil með 9 spilum, fjöl-
skylduspil með 26 spilum og pen-
ingaspil, en í þeim kafla eru 7 spil.
Efni bókarinnar er fengið frá
Politiken-forlaginu danska og eru
teikningar í bókinni eftir Ib With-
en, en myndir á kápu eru eftir
Þorstein Eggertsson og S.A.V.
Andersen.
Bókin er 95 síður, prentuð og
bundin í Eddu hf.
Guðni Kolbeinsson