Morgunblaðið - 01.12.1984, Side 21

Morgunblaðið - 01.12.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 21 Kirkjudagur Ár- bæjarsafnaðar Hinn 2. desember, 1. sunnudag i aðventu verður Kirkjudagur Ar- bæjarsafnaðar hátíðlegur haldinn í safnaðarheimili Árbæjarsóknar og hátíðarsal Árbæjarskóla. Það er orðin árviss hefð í söfnuðinum að halda kirkjudag í aðventubyrj- un, bæði til þess að minna á mál- efni kirkjunnar í sókninni og hefja andlegan undirbúning fyrir komu hátíðar ljóss og lífs, jólanna. Jafn- framt hefur þessi dagur verið einn stærsti fjáröflunardagur kirkj- unnar og hafi oft áður verið þörf, þá er nú nauðsyn að afla fjár til kirkjubyggingarinnar svo að hægt sé að ganga frá húsinu að utan- verðu fyrir jól. Samkomur kirkju- dagsins hafa ævinlega verið mjög fjölsóttar og safnaðarfólk sýnt þessum degi áhuga og fjáröflun- arstarfi hans mikla velvild. Það er von okkar og ósk að svo verði enn á þessum kirkjudegi, þegar svo sýnilegur er orðinn árangur bygg- ingarstarfsins og menn jafnvel farnir að eygja þann dag, er kirkj- an verður vígð og tekin í notkun. Dagskráratriði kirkjudagsins verða sem hér segir: KL. 10.30 verður barnasamkoma í safnaðarheimilinu. Fullorðnir eru velkomnir með börnum sínum. Kl. 14 verður guðsþjónusta í safn- aðarheimilinu fyrir alla fjölskyld- una. Sérstaklega er vænst þátt- töku fermingarbarna og foreldra þeirra. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organistans Jóns Mýrdal. Kolbrún á Heygum syngur ein- - í ■IjJI I ■3'- ‘•Í.V / : * söng í messunni. — Að lokinni guðsþjónustu kl. 15 verður siðan haldið út í hátíðarsal Árbæjar- skóla en þar verður kaffisala Kvenfélags Árbæjarsóknar og veislukaffi á borðum fram eftir degi. Jafnframt verður efnt til glæsilegs skyndihappdrættis með um 100 góðum vinningum. Má þar t.d. nefna málverk eftir Jóhannes Geir listmálara, stól, útigrill, vöruúttektir, myndatöku, ölkassa og margt annarra góðra muna. Safnaðarfólk í Árbæjarprestakalli: Tökum öll þátt i dagskrárliðum kirkjudagsins. Eignumst helga og hljóða stund í safnaðarheimilinu okkar á fyrsta sunnudegi nýs kirkjuárs i upphafi aðventunnar og styðjum um leið starfið, að kirkjan megi sem fyrst komast í notkun öllum til heilla og blessunar. Verið öll hjartanlega velkomin í safnaðarheimilið og Árbæjarskólann á sunnudaginn kemur. Guðmundur Þorsteinsson SYNING í dag frá Nýársfagnaður Bústaðakirkju Eins og á liðnum árum verður efnt til sérstakrar hátíðar i Bú- staðakirkju á fyrsta sunnudegi i aðventu við upphaf kirkjuársins á sunnudaginn kemur. Er nú sér- stakt tilefni hátíðahalda, þar sem lokið er við að ganga frá listaverki Leifs Breiðfjörð i kórglugga kirkj- unnar og verður það formlega vígt við messuna kl. 2 síðdegis. Hefur verkið staðið yfir nú á fjórða ár og var gerður sérstakur samningur við listamanninn um að hann ynni tvær einingar á ári hverju og skil- aði þeim fyrir páska og fyrir jól hvert þessara þriggja ára. Er að vísu eftir að hanna krossinn, sem á að vera fyrir innan kórgluggann og er það gert af listamanni og arkitekt kirkjunnar, Helga Hjálmarssyni. Skal öllum þeim þakkað, sem eflt hafa gluggasjóð- inn með góðum gjöfum. En eftir er að taka ákvörðun um, hvort ráðizt verður í að fá litað gler í fleiri glugga kirkjunnar, en teikningar Leifs Breiðfjörð liggja fyrir. Hátíðahöldin hefjast kl. 11 ár- degis með barnasamkomu, síðan er messan kl. 14 og henni fylgir afmæliskaffi Kvenfélagsins en kirkjan var vígð fyrsta sunnudag í aðventu 1971. Til að auka enn á yndi þeirrar samverustundar yfir kræsingum kvennanna mun organisti kirkjunnar, Guðni Þ. Guðmundsson, og Þorvaldur Steingrímsson flytja tónlist i Rætt um brunavarn- ir á fundi JC Ness 4. félagsfundur JC Nes, sem jafn- framt er jólafundur, verður haldinn í félagsheimilinu Nýjabæ v/Sefgaróa mánudaginn 3. desember og hefst hann klukkan 20.30 stundvíslega. JC-hreyfingin hefur m.a. á stefnuskrá sinni þetta starfsár, að kynna fyrir fólki aukið öryggi á heimilum og þá einkum það sem safnaðarsölunum. En eins og ævinlega áður eru konurnar beðn- ar að koma kökunum í safnaðar- heimilið árdegis á sunnudaginn eða um leið og fjölskyldan kemur til messu. Aðventuhátíðin er undirbúin af Bræðrafélaginu og flytur formað- ur þess, Guðmundur Hansson, ávarp, en hátíðarræðumaður verð- ur Þorsteinn Pálsson, alþingis- maður. Kirkjukórinn syngur auk einsöngvara, og hljóðfæraleikarar flytja tónlist og aðstoða við söng- atriðin. En m.a. eru sungnir nýir sálmar eftrir sr. Árelius Níelsson og Ingólf Jónsson frá Prestbakka og lag eftir Sigfús Halldórsson. Og að lokum eru kertin tendruð, en sú athöfn hefur unnið sér þakkláta hefð hinna fjölmörgu, sem á liðnum árum hafa sótt slík- ar aðventusamkomur, en hin fyrsta þeirra var í hátíðarsal Rétt- arholtsskólans 1964. Ólafur Skúlason snýr að börnum. í tilefni af þessu verða gestir fundarins þeir Hös- kuldur Einarsson og Þórir Gunn- arsson frá Landssambandi slökkviliðsmanna og fjalla þeir um brunavarnir á heimilum al- mennt, en þó einkum þær sem tengjast jólum og áramótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.