Morgunblaðið - 01.12.1984, Síða 23

Morgunblaðið - 01.12.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 23 Dagur frímerk- isins 6. Frímerki Jón Aöalsteinn Jónsson Á þessu ári eru 60 ár síðan Dagur frímerkisins var fyrst haldinn. Gerðist það í Búdapest í Ungverjalandi 25. sept. 1924. Smám saman komu önnur lönd á eftir, en ekki var þessi dagur ár- legur viðburður framan af. Á Norðurlöndum mun Dagur frí- merkisins fyrst hafa verið hald- inn í Svíþjóð, en það var árið 1944. Síðustu 16 árin hefur hann verið fastur liður í árlegu starfi sænskra frímerkjasafnara og þátttakan stöðugt farið vaxandi. Sænska póststjórnin hefur líka lyft deginum upp með útgáfu sérstakra arka (blokka) frá 1980, þar sem hluti af söluverði þeirra hefur runnið til samtaka frí- merkjasafnara. Hefur þetta reynzt drjúg tekjulind og mjög örvað frímerkjasöfnun þar í landi. Verður vonandi unnt að gera eitthvað svipað hér á landi, áður en mörg ár líða. Við sáum vel árangurinn af sölu „NORDIU-blokkanna þriggja. Svíar taka eitthvert ákveðið efni fyrir í hverri frímerkjaörk. des. nk. apríl það ár og tengdist þá út- gáfu tveggja frímerkja. Sérstak- ur póststimpill var gerður af þessu tilefni og hefur svo verið æ síðan. Það er því í 24. skipti, sem FF minnist Dags frímerkisins í næstu viku. Sérstimpill verður notaður hér í Reykjavík og eins á Akureyri, en engin frímerki koma út sama dag. Er í rauninni einkennilegt, að svo skyldi ekki verða, þegar haft er í huga, að póststjórnin gaf einmitt út síð- ustu frímerki sín á þessu ári réttri viku fyrir Dag frímerkis- ins. Verður tæplega annað sagt en það sé furðulegt tómlæti af hálfu póstyfirvalda. Stjórn FF hefur ákveðið að minnast þessa dags með frí- merkjakynningu nú á sunnudag- inn kemur (2. des.). Verður hún í gamla Sigtúni við Austurvöll, sem Póst- og símamálastofnunin á núna. Verður gengið inn frá Thorvaldsensstræti. Er ætlunin að hafa eina 14 til 16 ramma með sýnishornum af ýmsum söfnunarsviðum. Reynt verður að hafa heildarsafn íslenzkra frímerkja eða því sem næst. Eins verður þarna hluti af átt- Nú var það flugsaga Svíþjóðar. Var Dagur frímerkisins haldinn dagana 13. og 14. okt. sl. 205 fé- lög safnara víðs vegar um landið skipulögðu þennan dag og viða í samvinnu við flugfélög, sem stóðu m.a. fyrir flugmódelsýn- ingum og flugi í loftbelgjum. Frímerkjasýningar voru einnig mjög víða. í Noregi var Dagur frímerkis- ins 5. okt. sl. og í Danmörku 21. okt. í þessum löndum er fram- kvæmd dagsins nokkuð önnur en í Svíþjóð. I Danmörku er ákveðið félag í landinu kjörið til þess að minnast þess dags. Sú kynning, sem honum er samfara, dreifist því um landið með hverju ári. ( Noregi er dagurinn haldinn á nokkrum stöðum í senn. I báðum þessum löndum er einnig náin samvinna við póststjórnir þeirra. Hér á landi er allt að vonum minna í sniðum, enda verður að viðurkenna, að Dagur frímerkis- ins hefur aldrei náð sér verulega á strik meðal íslenzkra safnara. Til þess liggja vafalaust ýmsar ástæður, sem ég treysti mér ekki til að skýra nákvæmlega. Ákveð- ið hafði verið, að halda þennan dag 6. nóv. sl., en það gat hins vegar ekki orðið vegna verkfalls BSRB. Var dagurinn því fluttur til 6. desember, sem er fimmtu- dagur í næstu viku. Félag frímerkjasafnara hefur haft forgöngu um Dag frímerk- isins síðan 1961. Var hann 11. hagasafni og svo flugsafn. Stimplasafn verður þar einnig til sýnis og eins eitthvað af skemmtilegum umslögum. Þá munu væntanlega verða sýnd margs konar afbrigði í frímerkj- um lýðveldisins og svo verður rammi með svonefndum dag- setningarblokkum. Allt kemur þetta efni frá félögum FF. Frímerkjakynning FF verður opin kl. 13.30 til 18.00 á sunnu- dag og alls ekki lengur. Vil ég hvetja alla áhugamenn um frí- merki — og ekki sízt unglinga — til þess að sjá þetta efni, sem fram verður borið. Eigendur efn- isins verða vafalaust á staðnum til þess að kynna það og svara spurningum gesta og benda á, hvernig safna megi frímerkjum og öðru efni þeim tengt. Ekki verða sérstakar sýningar í gluggum ýmissa verzlana, svo sem eitt sinn tíðkaðist. Þó hef ég hlerað, að einhverju efni verði stillt upp í kjallaragluggum að- alpósthússins í Austurstræti. Svo skemmtilega vill til, að ár- legur jólafundur Félags frí- merkjasafnara verður haldinn 6. des. í Risinu að Hverfisgötu 105. Þannig tengist jólafundurinn með nokkrum hætti Degi frí- merkisins 1984, og ætti það ekki að draga úr félögum FF að fjöl- menna á fundinn um kvöldið. Raunar þarf tæplega að hvetja menn, því að jólafundir FF hafa yfirleitt verið vel sóttir. Námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja ÍSLENSKA Bindindisfélagið með að- stoð Krabbameinsfélags Reykjavíkur heldur á næstunni námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Um er að ræða svokallaða 5 daga áætlun gegn reykingum. Námskeiðið hefst sunnu- daginn 9. desember nk. kl. 20.30 og stendur yfir fimm kvöld. Háskóli íslands leggur húsiiæðið til í Árnagarði stofu 201, gengið inn frá Suðurgötu. Stjórnandi og aðal- leiðbeinandi verður Jón Hjörleifur Jónsson og með honum læknarnir Sigurður Björnsson sérfræðingur 1 krabbameinslækningum, Sigurgeir Kjartansson æðaskurðlæknir, Sig- urður Árnason sérfræðingur í krabbameinslækningum, dr. G. Snorri Ingimarsson sérfræðingur í krabbameinslækningum og Eric Guðmundsson sjúkraþjálfari. QPNUhN IDAG KL.19 Veitingahús og ölstofu a sama staö OLKELDAN KEISARINN FRÁ KÍNA LAUGAVEGI 22 Fallegt, eldfast gler, einföld og stjlhrein hönnun Hentugt notkunargildi. Svona eiga góöir hlutir aö vera Eigum fyrirliggjandi hin vinsælu „Irish Coffee“-glös ____________ Einnig eldfastar skálar og flein ú fallegar vörur frá Boda-verksmiöjunum Bankastræti 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.