Morgunblaðið - 01.12.1984, Síða 25

Morgunblaðið - 01.12.1984, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 25 Kommúriistar í Sviss: Fá þeir styrk frá Soyétmönnum? Bern, 30. nórember. AP. BORIN hefur verið fram fyrirspurn í svissneska þinginu þess efnis hvort fjárstuðningur Sovétmanna við þarlenda kommúnista flokkist undir „glæpsamlega" árás á sjálfstæði landsins. f fyrirspurninni er vísað til upp- ljóstrana í nýrri bók eftir Nicolas Polianski, þar sem segir að Kommúnistaflokkur Sviss og Menningartengsl Sviss og Sovét- ríkjanna fái á ári hverju styrki frá Sovétríkjunum, sem nemi um 400 þúsund svissneskum frönkum (jafnvirði sex og hálfrar milljónar ísl. króna). Polianski er fyrrum stjórnarer- indreki Sovétmanna í Vínarborg. Hann baðst hælis sem pólitiskur flóttamaður áríð 1981 og býr nú í París. ERLENT, Kommúnistaflokkur Sviss hefur fylgi 0,9% kjósenda og hefur einn mann á þingi landsins. flokksfor- manninn Armand Magnin. Sá neitar eindregið ásökunum Poli- anskis og segir þær lið í ófræg- ingarherferð gegn flokknum, sem bandaríska leyniþjónustan standi á bak við. Hnífar loka hraðbraut Manchester, 30. nóvember. AP. LOKA varð 30 kflómetra löngum kafla M62-hraðbrautarinnar milli Liverpool og Manchester þar sem bflfarmur af hnífsblöðum dreifðist á veginn með þeim afleiðingum að hjólbarðar rúmlega eitthundrað bif- reiða eyðilögðust. Hnífsblöðin féllu smátt og smátt af bifreiðinni á 30 km kafla á þeirri akrein vegarins er liggur í austur. Hnifsblöðin eru af Stanl- ey-gerð og um átta sentimetra löng. Stanley-hnífar eru vinsæl- asta vopn bófaflokka í Liverpool. Danmörk: Setjarar á móti tækninýjungum Kaupmannahöfn, 29. névember. Frá Ib Björnbak, frétUritara Mbl. Blöðin Berlingske Tidende, Politik- en, Ekstra Bladet og BT komu ekki út þriðja daginn í röð vegna deilna milli stéttarfélaga offsetprentara og setjara og bendir allt til að þau komi ekki út að nýju fyrr en eftir helgi. Ástæðan fyrir því að blöðin koma ekki út er sú að setjarar setja sig upp á móti áformum út- gefenda, sem hyggjast taka nýj- ustu prenttækni i notkun, offsetprentun. Bæði Berlingske Tidende og Politiken hyggjast fjárfesta i offsetprentvélum og hefur stéttar- félag offsetprentara gefið sitt samþykki en samtök setjara eru þessu andsnúin og lögðu setjarar niður vinnu til að láta andstöðu sina i ljós. Enn síamstvíburar Síamstvíburar þessir fæddust í borginni Galveston í Texas-ríki í Bandaríkjunum í vikunni. Líðan þeirra er eftir atvikum góð. Móðirin er 33 ára. Bandarikin og Sovétríkin: Samkomulag um eftirlit með kjarnorkuyopnum Moskvu, 30. nóvember. AP. STJÓKNIR Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna hafa náð samkomulagi um að halda reglulega fundi til að ræða hvernig unnt sé að hafa eftirlit með því hverjir hafi þekkingu og tækni til að framleiða kjarnorkuvopn. Það var Vladimir Lomeiko yfir- maður upplýsingadeildar sovéska utanríkisráðuneytisins, sem greindi frá þessu í Moskvu í dag. Hann sagði að samkomulagið hefði tekist eftir þriggja daga viðræður fulltrúa stórveldanna í borginni. Að sögn ónafngreinds embætt- ismanns í bandarísku sendinefnd- inni munu fundirnir verða á hálfs árs fresti, sennilega til skiptist í höfuðborgum ríkjanna. Bandaríkin, Sovétríkin og 119 önnur ríki eru aðilar að Alþjóða kjarnorkumálastofnunni, sem hef- ur gert samþykktir um öryggisráð- stafanir til að hindra útbreiðslu kjarnorkuvopna. Kína og Frakk- land, sem ásamt Bretlandi eru í hópi þeirra fimm ríkja heims sem hafa yfir kjarnorkuvopnum að ráða, eru ekki aðilar að samþykkt stofnunarinnar. Bandariski embættismaðurinn Eldgos í Ancborage, 30. nóvember. AP. ELDFJALLIÐ Veniaminof, eitt virk- asta eldfjall Alaska, tók að gjósa kröftuglega í morgun og náði gos- mökkurinn í 18 þúsund feta hæð. Sjö mánuðir eru frá því fjallið gaus sfð- ast taldi ekki ólíklegt að á næstu fimm til tíu árum mundu fimm ríki bæt- ast í hóp kjarnorkuveldanna, en kvaðst ekki vilja nefna nein nöfn í því sambandi. Þau ríki, sem talið er að átt sé við, eru Indland, Suður- Afríka, Brazilía, Argentína og Pak- istan. Alaska íbúar í þorpi í 40 km fjarlægð vöknuðu við drunurnar er gos byrj- aði, en þeir eru ekki taldir í hættu. Veniaminof er í 800 km fjarlægð suðvestur af Anchorage. LISTMUNAUPPBOÐ GALLERÍ BORG heldur listmunauppboð í samráði við Listmunauppboð Sigurðar Benediktsson- ar hf. að HÓTEL BORG sunnudaginn 2. desember kl. 15.30. Myndirnar verða sýndar í GYLLTA-SALNUM á HÓTEL BORG í dag, laugardag 1. desember frá klukkan 14.00 til kl. 18.00. Sýnishorn úr uppboðsskrá Ásgrímur Jónsson: Úr Vinaminni. Vatnslita- mynd frá 1911—’12. Baldvin Björnsson: Jómfrúrnar viö lækinn. Olíumálverk frá 1913—'15. Barbara Árnason: Esjan og Laugar- nestanginn. Vatnslitamynd frá 1942. Merkt B. Moray Williams. Benedikt Gröndal: Þjóöhátíöarplagat 1874. Frumprentun. Bragi Ásgeirsson: Tvær myndir unnar meö blandaöri tækni á sjöunda áratugnum. Brynjólfur Þóröarson: Foss í Aöaldal. Olíu- málverk frá 1937. Gunnlaugur Blöndal: Mallorca. Olíumálverk. Gunnlaugur Scheving: Kaffihlé. Trérista. Hringur Jóhannesson. Tvær olíupastel- myndir. Vor á Mosfellsheiði og Viö Ægissíðu. ísleifur Konráósson: Tröllkarlinn viö Tungnaá. Olíumálverk, 1962. Jóhann Briem: Módet. Olíumálverk frá fimmta áratugnum. Jóhannes Kjarval: Tvö olíumálverk, frá 1923 og 1943; blekteikning á striga; vatnslita- myndir, landslag, frá Vattarnesi viö Reyöar- fjörö og úr Þórsmörk. Jóhannes Geir: Krísuvíkurvegurinn. Olíumál- verk frá 1975. Kjartan Guðjónsson: Tvær vatnslitamyndir og ein pennateikning. éraé&Lc BORG ' Magnús Jónsson, dósent: Úr Skagafiröi. Olíumálverk frá 1947. Nína Tryggvadóttir: Á bryggjunni. Olíumál- verk frá 1951. Módel. Olíumálverk frá 1940. Snorri Arinbjarnar: Þjórsá og Hekla, vatns- litamynd. Úr nágrenni Reykjavíkur. Vatnslitir. Steinþór Sigurðsson: Viö hafiö. Olíumálverk frá '73. Svavar Guönason: Olíukrítarmynd frá 1946. Sveinn Þórarinsson: Vatnslitamynd og olíu- málverk úr Kelduhverfi. Sverrir Haraldsson: Sprautumynd frá 1962- ’63. Tryggvi Ólafsson: Spæleggiö. Olíumálverk. Þorvaldur Skúlason: Abstraksjón. Olíumál- verk 130x195. Máluö 1974. Abstraksjón. Olíumálverk. Straumkast í vatni. Vatnslita- mynd frá 1974.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.