Morgunblaðið - 01.12.1984, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.12.1984, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 PltrgiwMalíili Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjórl Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjórl hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árnl Jörgensen. Freystelnn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingl Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintaklö. Fyrsta skrefið til afnáms tekjuskatts Isamkomulagi stjórnarflokk- anna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, frá í sept- ember sl., er gert ráð fyrir af- námi tekjuskatts í áföngum af almennum launatekjum. Sam- komulagið er byggt á þings- ályktun frá sl. vori um sama efni. Það kveður á um að fyrsti áfangi i afnámi tekjuskatts komi til framkvæmda á árinu 1985. Ákvörðun stjórnarflokkanna er fylgt eftir í frumvarpi til fjárlaga fyrir komandi ár. Þar eru tekjuskattar áætlaðir 600 m.kr. lægri en verið hefði að óbreyttri skattbyrði milli ár- anna 1984 og 1985. Fjármálaráðherra lagði síðan fram stjórnarfrumvarp sl. flmmtudag til breytinga á lög- um um tekju- og eignaskatt, sem kemur þessum fyrsta áfanga tekjuskattslækkunar heilum í höfn, ef samþykkt verður. Áætlanir Þjóðhagsstofnunar sýna að tekjuþróun verður hin sama milli áranna 1984/85 og 1983/84 eða því sem næst 25% í báðum tilvikum. Skattbyrði yrði því hin sama 1985 og 1984 með 25% hækkun skattvísitölu. Breytingar þær, sem stjórnar- frumvarpið gerir ráð fyrir, eru mestpart grundvallaðar á slíkri hækkun skattvísitölu. Lækkun skattbyrði er síðan náð með nokkrum frávikum frá þeirri meginreglu: • Óll skatthlutföll í skattstiga eru lækkuð, en þó mest það fyrsta. Samhliða eru skattþrep þrengd til að beina lækkun skatta einkum að hinum tekju- lægstu. • Ónýttur hluti í neðsta skatt- þrepi tekjulægra hjóna er milli- færður til maka, allt að kr. 100.000.—. Þetta er gert til að draga úr þeim mismun sem ver- ið hefur á sköttum hjóna með hliðstæðar heildartekjur, eftir því hvernig tekjur skiptast milli þeirra. • Samhliða verður lagt fram fumvarp til breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem felur í sér hækkun afslátt- ar til útsvars um 25% frá síð- ustu álagningu. • Ennfremur frumvarp þess efnis að sérstakur barnabóta- auki, sem í fyrsta sinni var greiddur í ár, skuli hækka um 25% 1985. Með þessum breytingum lækka skattar undantekningar- laust hjá öllum, frá því sem orð- ið hefði að óbreyttum lögum og skattreglum, að undanskildum örfáum gjaldendum með lágar tekjur en allnokkurn eigna- skatt. Þar getur orðið óveruleg hækkun. Samkvæmt sundurliðun í fjárlagafrumvarpi, sem nú er til umfjöllunar Alþingis, nema óbeinir skattar, sem sóttir eru í vöruverð, rúmlega 84% af heild- artekjum ríkissjóðs. Beinir skattar nema tæpum 13% þar af tekjuskattar um 10%. Tekju- skattar eru því ekki afgerandi í fjárlagadæminu, þó þeir hafi þungavigt hjá flestum heimil- um. Tekjuskattar eru ranglátir; fyrst og fremst vegna þess að allnokkur hluti þjóðartekna sleppur um möskva skattkerfis- ins. Skattur, sem mismunar þegnunum, er óþolandi. Það er og þjóðhagslega séð hyggilegra að skattleggja eyðslu um neyzluskatta en vinnuframlag um tekjuskatt. Skattar mega gjarnan vera hemill á eyðslu, þ.e. hvati til sparnaðar. Þeir eiga hinsvegar ekki að draga úr framtaki og verðmætasköpun. Það er síðan tryggingakerfisins að ná fram æskilegri afkomu- jöfnun þegnanna. Ríkisstjórnin hefur stigið fyrsta skrefið til afnáms tekju- skatta. Því fyrr sem hún gengur þann veg á enda því betra. Refsing fyrir ráðdeild Skuldir íslendinga erlendis, sem eru að drjúgum hluta sjálfskaparvíti, valda því að fjórðungur útflutningstekna okkar skilar sér ekki heim og að kaupmáttur þjóðartekna skerð- izt um 12%. Mikil skuldasöfnun frá árinu 1978 og síðan á einkum rætur í tvennu: 1) Við höfum eytt sem heild um efni fram og 2) Eig- infjármyndun, þ.e. sparnaður fólks og fyrirtækja — til að fjármagna nauðsynlegar fram- kvæmdir og framþróun í at- vinnurekstri —, var nánast úti- lokuð. Tækin í þeirri útilokun vóru verðbólga, neikvæðir vext- ir og skattareglur sem löttu en kvöttu ekki til sparnaðar. Það er fátt sem er íslending- um nauðsynlegra á líðandi stund og í næstu framtíð en að stórefla innlendan sparnað og eiginfjármyndun. Erlendar skuldir eru komnar yfir hættu- mark. Einstaklingur sem eyðir öll- um sínum tekjum jafnóðum og aflast greiðir einu sinni af þeim skatt. Sá, sem leggur hluta þeirra fyrir ár eftir ár og breyt- ir sparnaðinum í eign, greiðir áframhaldandi skatt af þessum tekjum: eignaskatt. Eignaskatt- ar geta verið refsing fyrir ráð- deild. Þær hugmyndir sem nú eru uppi hjá skattahækkunar- flokkum um stóraukinn eigna- skatt eru tvíeggjaðar, að ekki sé meira sagt. HorgunblaðiS/ÓUfur K. Magnússon. Á myndinni eru Lf.v. Valva Árnadóttir fri Helgafelli, Edda Andrésdóttir, Auður Sveinsdóttir, Halldór L&xness og Olafur Ragnarsson fri Vöku. Frá blaðamannafundi á Gljúfrasteini í gæn „Nei, auðvitað er ég ekki að keppa við hann“ Á GLJÚFRASTEINI voru f g*r kynntar tvær bækur, ritgerðasafnið Og irin líða eftir Halldór Laxness og Á Gljúfrasteini þar sem Edda Andrés- dóttir ræðir við Auði Sveinsdóttur Laxness um líf hennar, skoðanir og samferðamenn. Það er Helgafell, sem gefur út bók Halldórs en Vaka A Gljufrastemi. Halldór var spurður, hvernig honum þætti bók Auðar, hin fyrsta hennar. Hann sagði: „Hún nær sér reglulega á strik þarna. Hún hefur verið að nótera ýmis- legt niður, sem ég hef ekki tekið eftir vegna anna, eða hefði kannski ekki einu sinni vakið at- hygli mína þá. Mér finnst þessi samvinna þeirra Eddu hafa bor- ið skemmtilegan ávöxt." „Ég lét Halldór lesa yfir síð- ustu próförk. Stundum krotaði hann f og stundum sagði hann eitthvað ljótt. En oftast var hann ánægður. Nei, auðvitað er ég ekki að keppa við hann. öðru nær. En við sjáum hluti og at- burði mismunandi augum. Eg er svona meira hvunndagsmann- eskja. Þegar við vorum á ferða- lögum var Halldór oft svo önnum kafinn að flytja fyrir- lestra eða ræða við menn sem sóttu á hans fund, að ég hafði stundum tækifæri til að skoða mannlifið öðruvísi." Þau hjón rifjuðu upp ýmis at- vik úr ferðalögum þeirra, sem minnst er á í bók Auðar. „Og ég var ekki alltaf f hátfðlegum sam- ræðum,“ sagði Halldór. „Þegar við vorum á Indlandi hittum við Nehru. Og ég var alltaf að fara út f kofa með honum og gefa pöndunum. Nehru var alltaf að passa þessar pöndur, enda hafði hann fengið þær frá guðlegum manni, sjálfum Dalai Lama. Honum fannst svo gaman að gefa pöndunum, þótt þær rifu og bitu og klóruðu. Eiginlega er mér þetta — að gefa pöndunum altso — ekki síður minnisstætt en Nehru sjálfur.“ 1 bók Auðar er lýst heimilis- högum og heimilishaldi þeirra hjóna f 39 ára búskaparsögu. Auður sagði, að oft hefði hún líka verið ein með dætur þeirra langtímum saman, þvf að Hall- dór hefði mikið þurft að vera á ferðalögum. „Þá man ég það einmitt," sagði Halldór. „Ég hafði skrifað dálít- ið um Rúmeníu. Gerði það af samúð. Og fannst forvitnilegt, hvað þeir voru að gera. Þeir fréttu af því og buðu mér í þrjár vikur og þegar ég kom heim ... var Auður búin að byggja hér sundlaug. Hún hefur alltaf verið mikil framkvæmdakona. Ég hef verið daufur f öllu bústangi. Það hefur allt legið á hennar herð- um.“ Auður sagðist ekki geta neitað því, að Halldór hefði ekki verið aðsópsmikill ( heimilisverkum. „En ég sætti mig fljótt við það,“ sagði hún. „Eiginlega var ekkert um annað að velja. Auðvitað hef- ur þetta verið reynsla — lífið væri ekki mikils virði, ef maður þyrfti aldrei að leggja að sér. Og eiginlega hefur þetta verið ind- ælt stríð.“ 1 bók Halldórs Og árin líða er fyrirferðarmikill kaflinn Kaþ- ólsk viðhorf. Sú bók kom út 1925 og hefur ekki verið gefin út að nýju fyrr en nú. Halldór sagðist hafa verið trúmálaáhugamaður alla tfð. Um Kaþólsk viðhorf sagði hann: „Hún var svar við Bréfi til Láru á sfnum tíma. Þórbergur var draugatrúar, en ég fylgdi páfanum. Þórbergur var alveg grfðarmikið á móti páfanum. En ég vildi standa með minum manni. Svo að ég safnaði að mér miklu efni og ritaði svo þetta kver. Ég held að það eimi eitthvað eftir af kaþólskunni f mér enn. En ég skipti mér jafnt af trúmálum, landbúnaði... eða öllu mögulegu. Ef eitthvað verð- ur á vegi minum sem ég fæ áhuga á, hef ég oft skrifað ess- eyju um það. Ég lft nú svo á, að það að skrifa góða esseyju geti verið harðvítugra en skrifa heila skáldsögu. í esseyjunni getur maður ekki látið móðan mása, maður er f raun og veru bundinn á höndum og fótum. Ég skrifaði skáldsögur á ákveðnum hluta ævinnar, á tfma, sem var mér hentugur, en eiginlega getur hver fáráður skrifað skáldsögur. Ég flnn hjá mér meiri þörf nú til að skrifa esseyju þótt það út- heimti stundum erfiði og mikinn tíma. Nú orðið vil ég líka gera það sem mig langar til. Ég ýti skáldskapnum sem slíkum til hliðar. Hugsa bara um mig og mfna kristilegu samvisku, ef hún væri til.“ Valva Árnadóttir, fulltrúi Helgafells, sagði, að Og árin lfða væri 47. bókin sem forlagið gefur út eftir Laxness. Hún sagði að óútkomin væri f Austurvegi og er fyrirhugað að gefa hana út á næsta ári. Og árin líða er um 240 bls. að stærð. Ragnheiður Krist- jánsdóttir gerði kápumynd. Edda Andrésdóttir sem skráði bókina Á Gljúfrasteini sagði, að hún hefði haft áhuga á að skrifa samtalsbók og hún hefði fært það í tal við Auði og hún tekið því vel. Sfðan hefðu þær hafið verkið í fyrravor. „Auður var af- skaplega vel undirbúin, hafði dagbækur og bréf til stuðnings og samstarfið varð eins og ég get best hugsað mér það,“ sagði Edda. Á Gljúfrasteini skiptist f 32 kafla. Textasíður eru 285 og 40 myndasíður. ítarleg nafnaskrá er aftast í bókinni. „Þegar farið er að skrifa svona bók, finnst manni smátt og smátt eins og maður sé eitthvað merkilegur," sagði Auður. „Af því að þetta varð svona skemmtilegt geymdi ég svo síðustu tíu árin ... svo sjáum við til með þa<\“ h.k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.