Morgunblaðið - 01.12.1984, Side 33

Morgunblaðið - 01.12.1984, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 33 Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Reykjavíkur Sl. miðvikudag var sveita- keppninni haldið áfram. Sveit Úrvals tók góðan sprett og náði forustunni. Sveit Jóns Hjalta- sonar var fyrir því að vegna ein- hvers misskilnings mættu aðeins 3 spilarar í fyrsta leikinn, sem þeir urðu því að gefa. Vissulega ólán fyrir sveit sem ávallt berst um efstu sætin. Röðin er nú þessi: Úrval 128 Þórarinn Sigþórsson 123 Jón Baldursson 108 Ragnar Hermannsson 101 Esther Jakobsdóttir 99 ólafur Lárusson 93 Frá Bridgefélagi kvenna Síðastliðinn mánudag lauk Barómeterkeppni félagsins. Úr- slit urðu þessi: Halla Bergþórsdóttir og Kristjana Steinþórsdóttir 435 Margrét Margeirsdóttir og Júlíana fsebarn 381 Ingibjörg Halldórsdóttir og Sigríður Pálsdóttir 332 Rósa Þorsteinsdóttir og Margrét Jensdóttir 330 Petrína Perseth og Guðrún Halldórsson 215 Steinunn Snorradóttir og Dóra Friðleifsdóttir 188 Ingunn Bernburg og Gunnþórunn Erlingsdóttir 184 Aldis Schram og Soffía Theódórsdóttir 150 Næstu mánudagskvöld verður spiluð firmakeppni á vegum Bridgesambands íslands, sem jafnframt er einmenningskeppni og er öllum heimil þátttaka. Mánudaginn 7. janúar hefst svo aðalsveitakeþpni félagsins og eru konur beðnar að tilkynna þátttöku í sima 17933/ Alda, 43474/ Valgerður og 11088/ Si- grún. Ársþing Bridge- sambands íslands Ársþing Bridgesambands fs- lands var haldið laugardaginn 24. nóvember sl., í veitingahús- inu Kvosinni í Reykjavík. Þingið sóttu fulltrúar frá 15 félögum og samböndum innan Bridgesam- bandsins, alls um 30 manns. Er það hvergi næg þátttaka hjá að- ildarfélögum, miðað við að 43 fé- lög eiga aðild að landssamband- inu. Þingið fór fram með hefð- bundnum hætti, samkv. dagskrá aðalfundar. Stjórn BSÍ var endurkjörin með litlum breyt- ingum. Hana skipa nú: Björn Theodórsson forseti, örn Arn- þórsson varaforseti, Guðbrandur Sigurbergsson gjaldkeri, Esther Jakobsdóttir ritari. Kjörnir til 2 ára voru: Jón Baldursson og Guðmundur Eiríksson. Til 1 árs: Júlíus Thorarensen. f varastjórn eiga sæti: Kristján Már Gunn- arsson, Ragnar Björnsson og Þórarinn Sófusson. Endurskoð- endur eru: Stefán Guðjohnsen og Jón Þ. Hilmarsson. Og til vara: Jón Páll Sigurjónsson og Sigfús Þórðarson. Það helsta markverða á þessu þingi, var samþykkt á tillögu frá Sigurði B. Þorsteinssyni og Magnúsi Aðalbjörnssyni o.fl., þess efnis að stofnaður verði sér- stakur ferðasjóður innan BSÍ sem styrkti spilara utan af landi til þátttöku í fslandsmótum sem haldin eru í Reykjavík (eða öfugt ef landsmótið fer fram utan Reykjavíkur). Innheimt verður viðaukagjald á hvern spilara á hverju spilakvöldi félaganna frá og með næstu áramótum, kr. 5. Það þýðir að hvert félag verður að innheimta 20 krónur á hvern spilara á hverju kvöldi næsta keppnisár (félagagjald til BSÍ var hækkað úr 12 kr.pr. kvöld i 15. kr. pr. kvöld á spilara). Síðan mun fjórðungur þessa gjalds renna í ferðasjóð Bridgesam- bands íslands. Þessi tillaga var samþykkt á þinginu með 14 at- kvæðum gegn 8. Aðrir sátu hjá. Á þinginu kom fram ánægja fundarmanna með fráfarandi stjórn og hinni nýkjörnu óskað góðs gengis á þessu starfsári. Fram kom að tekjur BSÍ voru um 1,3 millj.kr. (miðað við 475 þús. kr. 1983) og gjöld voru sam- tals 1185 þús.kr. (miðað við 440 þús. kr. 1983). Hagnaður ársins var þvi 120 þús. kr. (miðað við hagnað 1983 sem var 36 þús. kr.). Inn í þessar tölur vantar þó nokkra tekjuliði svo sem uppgjör 9 félaga innan BSf, hagnað af Stofnanakeppni o.fl. Má ætla að Bridgesambandið hafi skilað lágmarkshagnaði upp á 250 þús. krónur siðasta starfsár. Einnig sést að heildarvelta BSÍ eykst um 200 prósent milli ára og hagnaður eykst um 700 prósent milli ára. Eignir Bridgesambands fs- lands eru nú um 370 þús. krónur (voru 157 þús. kr. 1983), skuldir eru samtals 173 þús. kr., eigið fé frá fyrra ári eru um 80 þús. kr., og til viðbótar þvi hagnaður árs- ins 117 þús. kr., samtals eigið fé þvi um 197 þús. kr. (eykst úr 79 þús. kr. frá fyrra ári, aukning um 125 prósent milli ára). Þetta voru niðurstððutðlur fundarins og voru félagsmenn að vonum ánægðir með fráfarandi stjórn og þó sérstaklega Björn Theodórsson forseta Bridgesam- bands fslands. Fundargerð og skýrslur fund- arins verða sendar til allra fé- laga innan BSÍ, um leið og vinnslu á þeim lýkur. VARTA _ OFURKRAFTUR ~ OTRUIEG ENDING BERÐU SAMAN VERÐ OG GÆÐI i ávallt í leiðinni Jólaglaðningur fyrir húsbyggjendur Nú veitum viö öllum húsbyggjendum 10% afslátt af öllum leiguviöskiptum út árið. Opið alla virka daga frá kl. 8-18 og á laugar- dögum milli kl. 10 og 13. Vélaleigan Fosshálsi 27 Sími 687160 Jóladagatölin’84 með súkkulaðinu kornin á alla útsölustaði Miöbær: Bókhlaöan — Laugavegl 39 Dömugarðurlnn — Aöalstrætl Glerauganverslunin — Bankastraatl 14 Hamtxxg — Hafnarstrastl og Klapparstíg Heimllistækl — Hafnarstræti Herragaröurinn — Aöalstrætl 9 Jólamarkaöur — Kjörgaröl Kjötbær — Laugavegí 34a Málningarvörur — Ingólfsstræti 5 Matardeildin — Hafnarstrætl Vesturbær: Hagabúöin Ragnarsbúö — Fálkagötu Skerjaver — Einarsnesi Skjólakjör Austurbær: Austurbæjaraptók BB byggingarvörur Blómastofa Friöfinns Bókhlaöan — Glæsibæ Bókabúöin Flatey — Skipholtl 70 Garösapótek Gunnar Asgelrsson. Suöurlandsbraut Háaleitlsapótek Heimllistæki — Sætúni Hekla hf. — Laugavegi 170—172 HUöabakarí Ingþór Haraldsson — Ármúla 1 Kjötmlöstððin Lífeyrissjóöur bygglngarmanna - Suöurlandsbraut 30 Rafvörur — Laugarnesvegi 52 SS — Glæsibæ SS — Háaleitisbraut SS — Laugavegl 116 Sundaval — Kleppsvegl 150 Tómstundahúslö Vogaver — Gnoöarvogi 46 ðm og Örlygur — Síöumúla 11 /Breíðholt: / Hólagaröur Straumnes Verslunin löufell Lionsklúbbar víðsvegar um landið sjá um dreifingu. Allur hagnaöur rennur óskiptur til ýmissa góðgerðarmála. SKOSEL er hér! CJLcjJks ^UGAVEGI44SÍMI2T270 Kuldaskór í mörgum \ ^ ^ stœrðum og breiddum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.