Morgunblaðið - 01.12.1984, Side 37

Morgunblaðið - 01.12.1984, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR L DESEMBER 1984 37 Á valdi loft- hræðslunnar viðfangsefni höfðu sterka per- sónulega merkingu fyrir Hitch- cock sem nánast alltaf valdi sög- ur sínar, lagði allar línur fyrir handritshöfunda, breytti og hag- ræddi þeim eftir sínu höfði, þótt hann sé sjaldnast skrifaður fyrir handritum sjálfur. Trúlega er Hitchcock leikstýrír Kim Novak í hlutverki örlagadísarinnar. James Stewart, sem Scottie Ferguson, fellur fyrir Kim Novak. Vertigo, sem Hitchcock var með lengi á teikniborðinu, flóknasta, mest heillandi og fullnægjandi mynd hans. Vettvangur ráðgátunnar er San Francisco, sem í meðförum Roberts Burk, hins trausta kvikmyndara Hitchcocks, og leikmyndahöfunda hans verður einkennilega tómlegt og leynd- ardómsfullt svið. James Stewart er hér, eins og í Rear Window, ígildi leikstjórans sjálfs i hlut- verki Scotties Ferguson, fyrrum lögfræðings og síðar rannsókn- arlögreglumanns. Ferguson er að nokkru leyti brotinn maður strax í upphafi; myndin hefst á elt- ingaleik lögreglu við glæpamenn á húsþökum, þar sem Ferguson horfir á eftir félaga sínum hrapa til bana og uppgötvar um leið að hann er haldinn sérstakri tegund af lofthræðslu, er gripinn sundl- un og finnst hann sogast inn í óstöðvandi hringiðu. Þessi fóbia er „vertigo“. Hitchcock myndger- :r þessa í senn seiðandi og skelfi- legu tilfinningu með mögnuðum hætti; notar aðdráttarlinsu og afturábakkeyrslu í einu og sama skotinu, þannig að öllum viddum er ruglað og áhorfandinn færist bæði nær og fjær í einu. Eftir þessa lífsreynslu er Scottie Ferguson sem lamaður og hættir í lögreglunni. Þá kemur til skjalanna gamall skólabróðir hans og ræður hann til að fylgj- ast með eiginkonu sinni sem hann segist óttast að sé að missa vitið; hún telji sig á valdi framlið- innar ættmóður og muni svipta sig lifi á sama hátt og hún. Ferg- uson eltir konuna, bjargar henni frá drukknun, verður ástfanginn af henni en horfir síðan á hana hrapa til bana án þess að geta rönd við reist af völdum „vert- igo“. Þannig brotnar Ferguson saman öðru sinni og fyrrum kær- asta hans, sem í túlkun Barbara Bel Geddes verður dálítið skrýtin persóna, megnar ekki að líma hann saman. Ferguson rís hins vegar upp aftur þegar hann fyrir tilviljun hittir og kynnist konu, sem er nákvæm eftirmynd þeirr- Kvikmyndir Árni Þórarinsson Laugarásbíó: Vertigo ☆☆☆☆ Bandari.sk. Árgerð 1958. Handrit: Alec Coppel, Samuel Taylor, eftir skáldsögu Pierre Boileau og Thom- as Narcejac. Leikstjóri: Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk: James Stewart, Kim Novak, Barbara Bel (Jeddes, Tom Helmore. í Hitchcockveislu Laugarásbíós sem nú er boðið til á ný eftir nokkurt hlé eru meðal kræs- inganna tveir réttir sem telja verður meðal þeirra fimm bestu sem meistarinn matreiddi. í þess- um fimm efstu sætum eru óhjákvæmilega North By Northwest, Psycho og eftir smekk, Notorious eða Strangers On a Train, eða Spellbound eða jafnvel The Birds og svo Rear Window, sem opnaði veisluna í Laugarásbíói og Vertigo, sem nú er þar á tjaldinu. Þótt áferð og yfirbragð þessara mynda séu ólík, North By Northwest og Rear Window t.d. til marks um hinn húmoríska Hitchcock, Psycho og Vertigo afturámóti dýpri og myrkari, þá eru í spennufléttum þeirra sameiginleg efnisstef. Þær fjalla allar um menn sem tapa sjálfum sér, menn i álögum ein- hverrar reynslu, ekki síst af völd- um kvenna, sem skekkir eða tor- tímir sjálfsmynd þeirra. Þessi ar sem hann missti. Og þá tekur ráðgátan nýja stefnu, þar sem Ferguson finnur sig læstan i blekkingu á blekkingu ofan, uns hann i lokin hefur sigrast á „vert- igö“, en glatað öllu öðru. Mér er til efs að hinn sálfræði- legi þriller hafi nokkru sinni get- ið af sér jafn nöturlega spennandi og nístandi verk og Vertigo. í brennipunkti þess er þráhyggja Hitchcocks um konuna sem djöf- ul, dýrling og tálmynd, en um leið gyðju. Þessi blanda af kvenhatri, kvenótta og kvendýrkun blundar undir niðri í flestum af seinni myndum meistarans og á sjálfs- ævisögulega samsvörun í sam- bandi hans við þær ljóshærðu, köldu og fjarrænu leikkonur sem hann valdi til að túlka þessa tálmynd — leikkonur eins og Grace Kelly, Vera Miles, Eve Marie Saint, Tippi Hedren og í þessu tilfelli Kim Novak, sem þjónar hlutverki sínu í Vertigo afbragðsvel. Á siðustu blaðsfðu tökuhandritsins skrifaði Hitch- cock inn viðbótarlýsingu á loka- faðmlagi þeirra Stewarts og Nov- aks, sem segir mikið um þessa grunnkennd myndarinnar: „Augu Scotties eru full af sársauka og þeirri tilfinningu að hata hana og hata sjálfan sig fyrir að elska hana.“ Þótt stundum vanti dálítið upp á að James Stewart megni að tjá hlutskipti Scotties Ferguson með fullum áhrifamætti, þá bætir snilldarhandbragð Alfreds Hitchcock það upp. Sviðsetningar og myndgerð eru oft ekkert minna en stórbrotin og má af handahófi nefna kossinn fræga f hótelherberginu, þar sem allt virðist snúast f hringi, leikarar, leikmynd, áhorfendur. öll fag- vinna er samstillt og skiptir tón- list Bernards Herrmann ekki minnstu í sköpun þeirrar róm- antisku spennu sem mettar myndina. Vertigo er veisla fyrir skilningarvitln.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.