Morgunblaðið - 01.12.1984, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984
+
Bróöir okkar,
STEFÁN traustason,
prantari,
Kloppavagi 60, Raykjavfk,
andaöist fimmtudaginn 29. nóvember.
Pállna Björnsdóttir,
Ingibjörg Björnsdóttir.
Ástkær faöir minn,
HJÖRVAR KRISTJÁNSSON,
Skipaaundi 69, Reykjavlk,
sem andaölst 23. þ.m., veröur Jarösunginn frá Askirkju mánudaglnn
3. desember kl. 13.30.
Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra aöstandenda,
Kjartan Hjörvarsson.
+
GUÐRÚN GUNNAR8DÓTTIR
frá LJÓtunarstööum
andaöist í Landakotsspítala 27. nóvember.
Jarösett veröur aö Hofi f Vopnafiröl mánudaglnn 3. desember kl. 2.
Gunnar Sigurósson,
Ragnhildur Gunnarsdóttir,
Anna Sólveig Gunnarsdóttir.
+
Móölr okkar, tengdamóölr, amma og langamma,
SIGRfÐUR GUDMUNDSDÓTTIR,
Kötlufelli 3,
fyrrum húsfreyja á Brekku, Seltjarnarnesi,
er látin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk sinnar látnu.
Guómundur Hinriksson,
Júlfana Hinriksdóttir, Hjörleifur Hafliðason,
Sigrföur Hinriksdóttir, Páll Sigtryggsson,
Jón Hinriksson, Unnur Björnsdóttir,
Guölaug Hinriksdóttir, Unnur Björnsdóttir,
Guðlaug Hinriksdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
+
Innilegar þakklr fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
BÖÐVAR8 EMILSSONAR,
Þorsteinsstöðum,
Lýtingsstaöahreppi.
Vandamenn.
+
Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og jaröarför sonar
okkar
BRYNJÓLFS INGÓLF88ONAR,
hjúkrunarfraaóings,
Laufey Halldórsdóttír, Ingólfur Th. Guömundsson.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
bróöur okkar
GUÐMUNDAR HELGASONAR,
Túngötu 18,
Kaflavlk.
Matthlas Helgason, Jóhanna Helgadóttir,
Haukur Helgason, Marla Helgadóttir,
Ólafur Helgason, Sigurlaug Helgadóttir.
+
Þökkum innilega öllum þelm sem sýndu okkur samúö og vinarhug
viö andlát og útför
INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR,
Framnesvegi 50.
Jón H. Grlmsson,
Kolbrún Jónsdóttir, Bergur Guðnason,
Magnús Jónsson, Jóhanna Kristjánsdóttir,
Valgeröur Jónsdóttir, Óli Ingvarsson,
Jón H. Jónsson, Helga Ólafsdóttir,
Karl Jónsson, Asta Skaptadóttir
og barnabörn.
Minning:
Gísli Guðbjörns-
son frá Fagurhóli
Gísli Guðbjörnsson frá Fagur-
hóli á Hellissandi lést í Landa-
kotsspitala að kvöldi dags þann
26. nóvember sl., 83 ára að aldri.
Hann verður jarðsunginn í dag frá
gömlu sóknarkirkjunni hans á
Ingjaldshóli.
Gísli fæddist 1. ágúst 1901 í
Brekkubúð, en ólst upp að Fögru-
brekku á Hellissandi. Foreldrar
hans voru þau hjónin Sólveig
Bjarnadóttir og Guðbjörn Gríms-
son. Fullu nafni hét hann Gísli
Björn Kristján.
Þegar á unga aldri gekk Gísli að
þeirri vinnu, sem í boði var, hvort
heldur það var á sjó eða landi.
Hann átti ekki annarra kosta völ.
Strax í upphafi kom sá ásetningur
hans skýrt í ljós, að skila af sér
hverju verki svo vel, sem hann var
frekast maður til. Þessi ásetning-
ur hans fylgdi honum svo ævina á
enda.
Á þeim árum, sem oft var enga
atvinnu að fá, varð Gísli eins og
fjöldi annarra, að sækja eftir at-
vinnu víðs fjarri heimahögum.
öllu jöfnu var það örðug leið og
ekki ætíð ábatasöm, en full nauð-
syn til þess að nýta alla þá mögu-
leika sem buðust. Það varð Gísla
mikið lán, að öllum ókunnugur
vann hann sér það álit, að hann
fékk vinnu á sama vinnustað ár
eftir ár, og það segir vissulega
sína sögu.
Um langt skeið átti Gísli all-
margar kindur, eins og var siður
margra á Hellissandi, og víst er
um það, að hann fóðraði þær vel.
Honum var þessi iðja mikið
áhugamál og aldrei sá hann eftir
öllu amstrinu, sem þetta hafði i
för með sér til viðbótar fullri at-
vinnu.
Gísli kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Kristjánsínu Elimundar-
dóttur, 21. maí 1934 í Reykjavík.
Þau voru þá bæði i atvinnu hér
syðra. Kristjánsína er dóttir hjón-
anna Sigurlaugar Cýrusdóttur og
Elimundar Ögmundssonar, sem
allan sinn búskap bjuggu i
Dvergasteini á Hellissandi.
Gísli og Kristjánsína bjuggu
alla tíð á Hellissandi þar til þau
fluttu á Dvalarheimili aldraðra
sjómanna í Reykjavík fyrir nokkr-
um árum. Þau höfðu byggt sér
myndarlegt hús, sem þau nefndu
Fagurhól. Þau eignuðust fimm
börn, eitt þeirra, drengur að nafni
Sölvi, dó i bernsku, en hin eru öll
uppkomin og mesta myndarfólk,
þau eru Guðmundur, kona hans er
Birna Axelsdóttir, Sigurlaug,
maður hennar er Ingi Einarsson,
Heimir, kona hans er Erla Sig-
þórsdóttir, og Pétur, kona hans er
Guðrún Bjarnadóttir. Barna-
börnin eru 16 og barnabarnabörn-
in 4.
Það sem einkenndi heimili
þeirra Kristjánsinu og Gísla öllu
öðru fremur, var sú einlæga gest-
risni sem þar ríkti alla tíð. Hversu
þröngt sem var i búi tóku þau
hjónin hverjum þeim sem að garði
bar, opnum örmum. Menn urðu
þess strax varir, að það var ekki
litið á þá sem gesti, heldur ein-
faldlega heimamenn. Þau veittu
ætið af mikilli rausn og gleði. Þau
voru bæði þannig gerð, að þau
vildu öllum gott gera og greiða úr
hvers manns vanda.
Konur okkar Gísla eru systur og
við vorum þvi svilar. Okkur varð
gott til vina og það leiddi þvi af
sjálfu sér, að náið samband var i
milli fjölskyldnanna um langt
árabil og er enn. Frá liðnum
samverustundum eigum við öll
hlýjar og heillandi endurminn-
ingar. Nú þegar Gísli er fallinn
frá, verða okkur öllum efstar i
huga einlægar þakkir fyrir
óvenjulega góðvild og trausta
tryggð.
Jafnframt sendum við Kristán-
sínu, börnum þeirra og öllum af-
komendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Með Gisla Guðbjörnssyni er nú
genginn einn af þegnum þagnar-
innar, sem skilaði mikilsverðu
lifsstarfi sinu í kyrrþey. Það er
sennilegt, að hann hafi nú eignast
sína Fögrubrekku og sinn Fagur-
hól i nýrri veröld, handan hafs og
nauða.
Guðjón Halldórsson
Minning:
Guðmundur Sig-
urðsson Breiðási
Fátt er fjær í hugum manna en
dauðinn, þegar allt leikur i lyndi
og starfsglaðar hendur og hugur
vinna að úrlausnum liðandi stund-
ar. En hversu oft rekum við okkur
ekki á nálægð hans.
Þá finnur maður best hve óvæg-
inn og miskunnarlaus hann er.
Mér kemur þetta i hug þegar ég
minnist vinar og samferðamanns i
fulla þrjá áratugi, Guðmundar
Sigurðssonar frá Breiðási í
Hreppum.
Guðmundur var fæddur 11.
febrúar 1920 að Stekkjarkoti i
Innri-Njarðvík. Sonur hjónanna
Sigurðar Böðvarssonar og Stein-
unnar Magnúsdóttur, en hann
varð bráðkvaddur við vinnu sina i
límtrésverksmiðjunni að Flúðum
mánudaginn 26. nóv. sl.
Guðmundur lagði gjörva hönd á
marga hluti, enda frábær til allra
verka og því eftirsóttur til vinnu.
Hann var vandvirkur og vinnufús
með afbrigðum svo að aldrei féll
honum verk úr hendi. Glaðvær í
vinahópi og ljúfur i allri umgengni
enda átti hann stóran vinahóp, en
fáa óvildarmenn ef þá nokkra.
Guðmundur giftist 20. júnf árið
1942 Guðrúnu Guðnadóttur frá
Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Þau
eignuðust þrjá syni, þeir eru:
Helgi, starfsmaður Þjóðleikhúss,
býr í Kópavogi, Guðni, starfar hjá
Hveragerðishreppi og býr þar, og
Samúel sem býr í Kaupmanna-
höfn. Þau Guðrún og Guðmundur
slitu samvistir þegar drengirnir
voru komnir á legg, en ávallt var
gott samband á milli þeirra.
Um árabil starfaði Guðmundur
hjá fyrirtækinu BYKO í Kópavogi,
þar til nú fyrir um sex árum. Þá
hafði hann einast nýjan lifsföru-
naut, Elínu Jónsdóttur frá Hrepp-
hólum og fóru þau að búa í Breið-
ási i túnjaðri Hrepphóla.
Þar þróaðist upp sannkölluð
vinátta, ást og virðing fyrir
mannlegu samfélagi. Þar spunn-
ust saman fjölskylduþræðir svo
sterkir að fátítt mun vera nú til
dags, en Elín á einnig börn frá
fyrra hjónabandi. Heimili þeirra
Elínar og Guðmundar var fyrir-
mynd um samvinnu karls og konu
til að byggja upp unaösreit til
samveru á hvildarstundum. Þetta
kunnu börnin að meta, ættingjar
og vinir. Þessum stóra hópi er
fráfali Guðmundar mikið áfall,
ekki síst Elínu og móður hans,
sem nú lifir í hárri elli í Kópavogi.
Ég bið þann guð, sem sólina
skóp að ylja öllum hans ættingj-
um og vinum og gefa honum sinn
frið.
SigurAur Ingimundarson.
Jónína Armanns-
dóttir — Minning
Ennþá einu sinni höfum við ver-
ið minnt á fallvaltleik lífsins. Það
er með þungum trega og söknuði
að ég kveð æskuvinkonu mína,
Jónínu Ármannsdóttur, sem nú er
fallin frá aðeins 35 ára gömui.
Frá bernsku lékum við okkur
saman er heimilin stóðu næstum
hlið við hlið hér í eyjum, ávallt
síðan hélst órofa vinátta, sem eng-
an skugga bar á, þótt leiðir skildi.
Fyrir nokkrum vikum átti ég
sem fyrr yndislega stund á heimili
hennar, og síst hefði mér dottið í
hug, að feigðin væri svo skammt
undan.
Jonna var listhneigð og velvirk
með afbrigðum, og hafði sérstakt
lag á að fegra umhverfi sitt og
öllum leið vei í návist hennar.
I starfi utan heimilis var húh
sjúkraliði, og naut þess að líkna og
hjálpa þeim, er bágt áttu.
Jonna fór ekki varhluta af erfið-
leikum lífsins og hafði margt
reynt, þótt aldurinn væri ekki hár.
Og enginn má sköpum renna.
Jonna hefur kvatt lífið, og við
söknum vinar, sem veitti okkur
margar ógleymanlegar samveru-
stundir og órofa tryggð.
Við ferðalok leitar hugurinn til
barna hennar, Margrétar, Árna
Gunnars og Hafsteins, aídraðra
foreidra og allra ástvina, sem nú
eiga um svo sárt að binda. Bið ég
þeim blessunar Guðs og huggunar.
„Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti.
Signaði Jesú mæti.“
Jóna vinkona