Morgunblaðið - 01.12.1984, Page 41

Morgunblaðið - 01.12.1984, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 41 Minning: Þórunn Guðbrands- dóttir Loftsölum Fsdd 22. júlí 1912. Dáin 21. nóvember 1984. Þórunn var dóttir hjónanna El- ínar Björnsdóttur og Guðbrands Þorsteinssonar, er bjuggu á Loft- sölum í Mýrdal. Hún var fimmta yngst af fimmtán börnum þeirra hjóna er upp komust. Er hún sú sjötta, sem fellur í valinn úr þess- um stóra systkinahópi. Þórunn háði alla sína lífsbar- áttu á heimaslóðum. Hún annaðist foreidra sína er aldur færðist yfir þau og er þau féllu frá héldu þrjú systkinin áfram búrekstrinum á Loftsölum. Auk Þórunnar voru það bræðurnir Björn, sem lést árið 1973 og Þorsteinn, sem jafnframt var vitavörður á Dyrhólaey en er nú vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík. Ég, er þessar línur rita, dvaldi hjá þessum móðursystkinum mín- um í sveitinni allmörg sumur fyrir meira en þrjátíu árum. Þau voru þá öll á besta aldri, duglegt og hæfileikaríkt fólk, hvert á sína vísu. Á þeim árum voru þau ein- mitt að yfirtaka búreksturinn á Loftsölum, því Guðbrandur faðir þeirra lést árið 1951 en móðir þeirra hafði dáið nokkrum árum áður. Ég held að þau hafi öll talið það fremur örlög en ásetning þeirra sjálfra, að taka við bú- skapnum á Loftsölum. Hefur sú afstaða trúlega einkennt búrekst- urinn hjá þeim að nokkru. Ég minnist Þórunnar frá þess- um tíma sem mikils náttúruunn- anda. Hún var fremur glaðlynd og hressileg í framkomu, opinská en dálítið hæðin. órög var hún að halda fram skoðunum sínum, þó stundum hneyksluðu þær suma. Hún var ekki sérlega kvenleg í fasi eða klæðaburði en spengilegur lík- amsvöxtur leyndi ekki kynferðinu. Þórunn umgekkst mig og önnur börn og unglinga, sem hjá henni vistuðust sem jafningja fremur en sem forsjármaður. Hún var okkur því meiri félagi en fóstra. Hún taldi ekki aðeins bðrnin jafningja sína og félaga, það átti ekki síður við um dýrin. Hún hafði svo sterk tilfinningatengsl við dýrin sín, að það olli henni erfið- leikum í búrekstrinum. Sérstak- lega varð þessa vart eftir að Björn bróðir hennar lést og hún þurfti í ríkari mæli að ráðstafa örlögum þessara vina sinna. Hún gekk svo langt í að deila með þeim kjörum sínum, að mörg- um fannst nóg um. Þórunn var sjúklingur síðustu árin og dvaldist í rúmt ár á Víf- Minning: Hólmfríður Þor- steinsdóttir Er ég kom heim frá vinnu minni mánudaginn 26. nóvember sl. tók ég strax eftir því er ég renndi í hlaðið að ekki var allt með felldu og fékk skýringu á því er dætur mínar ásamt frændsystkinum þeirra sögðu mér lát Fríðu frænku þeirra. Eg kafði komið venju fremur snemma heim í tilefni af- mælis tvíburanna Hjalta og Skafta, bræðra Fríðu, en þeir urðu sjötugir þennan sama dag. Hel- fregnin var sem reiðarslag því bræður hennar höfðu heimsótt hana á sjúkrahús daginn áður og bundu skyldmenni hennar góðar vonir við að hún væri á batavegi. Hólmfríður Þorsteinsdóttir var fædd 17. ágúst 1922, dóttir hjón- anna Þorsteins Antonssonar, Árnasonar frá Hamri í Svarfað- ardal og Kristrúnar Friðbjörns- dóttur, Gunnarssonar frá Efsta- koti á Dalvík. Foreldrar Hólmfríð- ar hófu búskap á föðurleifð Kristrúnar, Efstakoti, og var Hólmfrfður fædd þar. Forfeður Hólmfríðar voru miklir dugnað- arforkar og var Þorsteinn faðir hennar um langt skeið f fremstu röð formanna á Dalvík. Jafnframt sjósókn var stundaður búskapur í Efstakoti og mun ótalinn matar- bitinn sem kom úr Efstakotsbúinu frá Friðbirni og Hólmfríði, afa og ömmu Hólmfríðar, til fólks er lifði við kröpp kjör í þann tfð á Upsa- strönd. Þeirri rausn og hjálpfýsi hafa niðjar Friðbjörns og Hólm- fríðar haldið allt fram á þennan dag. Hólmfríður Þorsteinsdóttir hlaut hina hefðbundnu barna- fræðslu sem þá var til boða, en haustið 1941 fór hún á Kvenna- skólann á Blönduósi og útskrifað- ist vorið 1942. Að því loknu fór hún heim og tók þátt í bústörfum með móður sinni, en þar sem karl- mennirnir stunduðu sjóinn féll það í hlut kvennanna að annast búskapinn. Auk þess gekk Hólmfríður að ýmiss konar vinnu í sambandi við fiskverkun og veið- arfæri og var þá vinna oft sótt í önnur sveitarfélög. Hjá foreldrum Hólmfríðar bjó móðurbróðir hennar, Sveinn Friðbjörnsson, húsasmiður og sjómaður, og er þau féllu frá annaðist hún móð- urbróðir sinn en hann lést árið 1980. Hólmfríður, eða Fríða eins og hún oftast var kölluð, gekk ekki að fullu heil til skógar. Ung fékk hún sjúkdóm sem læknavísindin hafa ekki getað ráðið við. Hægt er að nokkru leyti að halda honum niðri þannig að I umgengni við fólk verður ekki vart við sjúkdóminn en hann lagði verulegar hömlur á Fríðu. Við fyrstu kynni virtist hún hlédræg og fáskiptin en hafði reyndar einarðar og ákveðnar skoðanir á málum sem hún gat látið í Ijós tæpitungulaust. Það var gott að koma í Efstakot til Fríðu. Hún var einstaklega þrifin og allt hjá henni var hreint og fágað. Eins og forfeður hennar veitti hún af rausn og enda þótt hún hafi orðið, sjúkdóms sins vegna, að hafa aðrar neysluvenjur en allur almenningur voru borð hlaðin kaffibrauði og öðru góðgæti sem hún hafði lagað, til að gera gestum sSnum gott. Fríða átti mörg systkinabörn og nutu þau öll samvista við hana og síðar börn þeira. Hún lét sér afar annt um þau öll og hændust þau mjög að henni. Fylgdist hún alla tíð vel með þeim enda þótt í öðrum lands- hlutum væru og munu sum þeirra hafa litið á heimili Fríðu sem sitt annað heimili. Nú við þessi tímamót þakka ég og fjölskylda mín forsjóninni fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Hólmfríði og eiga hana að föru- naut og biðjum við algóðan Guð að blessa minningu hennar. Ljós ber á rökkurvegu, rókkur ber á Ijósvegu. Líf ber til dauða og dauði til lifs. (Þorst. Vald.) Trausti ilsstaðaspítala. Naut hún þar góðrar hjúkrunar og umhyggju. Þar lést hún síðdegis þann 21. nóvember. Ég tel það gæfu mína, að hafa fengið að dvelja með systkinunum á Loftsölum í uppvextinum. Á kveðjustundu þakka ég því Þór- unni samvistirnar og velvilja í minn garð. Ef ég hefði til þess um- boð, þá vildi ég einnig flytja henni þakkir dýranna hennar allra fyrr og síðar. Þeim helgaði hún líf sitt öðru fremur. Eftirlifandi systkinum votta ég innilega samúð. Blessuð sé minn- ing Þórunnar á Loftsölum. Ingjaldur Bogason SVAR MITT eftir Billy Graham Ég hef tekið eftir því, þegar þér haldið hinar fjölmennu sam- komur yðar, að þér bjóðið fólki að veita Kristi viðtöku opinber- lega. Er nauðsynlegt til þess að verða hólpinn að gera slíka „opinbera játningu"? Þetta er ekki nýbreytni, sem ég hef fundið upp, að bjóða fólki að játa Krist opinberlega. Þetta er skýr kenning Biblíunnar. Lesið um það, þegar Kristur kall- aði fólk til fylgdar við sig. Hann kallaði það ekki með leynd í eitt einasta skipti, heldur í allra áheyrn. Hér eru nokkrir ritningarstaðir, sem sannfærðu mig um, að það væri í samræmi við Biblíuna að bjóða mönnum að koma fyrir allra augum: „Hver, sem því kannast við mig fyrir mönnunum, við hann mun ég einnig kannast fyrir föður mínum á himnum" (Matt. 10,32). „Ef þú játar með munni þínum Drottin Jesúm og trúir með hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða" (Róm. 10,9). „Hver, sem afneitar syninum, hefir ekki heldur fundið föðurinn; sá, sem viðurkennir soninn, hefir og fundið föðurinn" (1. Jh. 2,23). „Hver, sem játar, að Jesús sé Guðs sonur, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði“ (1. Jh. 4,15). „Sérhver tunga (skal) viðurkenna, að Jesús Kristur sé Drottinn, Guði föður til dýrðar" (Fil. 2,11). Ég get ekki útskýrt, hvers vegna Guð vill, að við játum Krist feimnislaust. Ég veit aðeins, að hann vill það, og úr því að svo er, ber mér að gera lýðum ljóst, til hvers hann ætlast. „Sérhver, sem á hann trúir, mun ekki verða til skammar" (Róm. 9,33). NÚ MÁLUM VIO MEÐ koma brátt Þá verður húsið málað bæði hátt og lágt HÖRPUSILKI Hörpumálning fæst í eftirtöldum verslunum á Reykjavíkusvæöinu: Álfhóll, Kópavogi Brynja BYKO, Kópavogi BYKO, Hafnarfirði Byggingav.versl. Tryggva Hannessonar Dröfn, Hafnarfirði Dvergur, Hafnarfirði Ellingsen Gos Húsasmiðjan J.L. Byggingavörur Hamraborg 7 Laugavegi 29 Nýbýlavegi 6 Dalshraun 15 Siðumúla 37 Strandgata 75 Brekkugata 2 Ánanaustum Nethyl 3 Súðarvogi 3 Hringbraut 119 Kjörval, Mosfellssveit Litaver Liturinn Málarabúðin Málarinn Málmur, Hafnarfírði Málningavörur Málning og Járnvörur Mikligarður Pétur Hjaltested Slippbúðin Smiðsbúð, Garðabæ Þverholti Grensásvegi 18 Siðumúla 15 Vesturgata 21 Grensásvegi 11 Reykjavíkurvegi 50 Ingólfsstræti 5 Síðumúla 4 Holtagarðar 108 Suðurlandsbraut 12 Mýrargata 2 Smiðsbúð 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.