Morgunblaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 44
44 fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 MARlA MANDA FATAHÖNNUÐUR „Klassísk föt með tískuyfirbragði“ hún hefur alltaf verið óánægð og afbrýðisöm út í kvennafansinn, sem jafnan eltir David á röndum. Einu sinni fór hún frá honum vegna þessa en þau sættust þó fljótt. Joan Collins tók því með mestu ró þótt David færi ekki fá- anlegur til að fara með henni upp í rúm, hún veit sem er, að nógu margir eru um boðið. ' Fatahönnun skipar sífellt stærri sess í framleiðslu hér á landi. Aukin fjölbreytni og frumleiki eru þættir í sögu sí- vaxandi samkeppni á þessu sviði. Blm. frétti af hönnuði nýkomnum frá námi, sem er „albúin“ að taka þátt í slagn- um á markaðnum. Hún er kunnugum þekkt undir nafn- inu Mandý — en framleiðir fatnað undir nafninu María Manda. Hvar stundaðir þú nám, Mandý? Eftir að hafa lokið námi hér- lendis, fyrst stúdentsprófi og síðan tækniteiknaraprófi lá leiðin út til Kaliforníu í fata- hönnun. Skólinn heitir „The Pashion Institute of Design and Merchandising í Los Ang- eles (FIDM). Þetta var ofsalega skemmtilegt og spennandi nám þar sem aðaláherslan var lögð á verklegt svið sem var mjög fjöl- breytt. í raun er þetta tveggja ára nám en skólinn býður upp á sérstakt tólf mánaða prógr- amm eða eitt og hálft kennslu- ár fyrir þá nemendur sem hafa stúdentspróf eða hliðstæða menntun. Þetta er sú leið sem ég fór og slapp þar af leiðandi við almenn fög eins og ensku, stærðfræði o.s.frv. Aðaluppi- staðan í mínu námi var hönn- un, tiskuteikning, tískusaga, sníðagerð og fleira í þeim dúr. Það er sérstaklega þægilegt þegar skólar geta boðið upp á svona valmöguleika og vantar tilfinnanlega slíka valkosti hér- lendis. — Er erfitt að fá starf við fatahönnun þegar heim er kom- ið? Það hefur nú ekki reynt mik- ið á það hjá mér ennþá. Mig langar mest til að vinna sjálf- stætt og vinn þannig eins og er. Annars hef ég heyrt að nokkrir fatahönnuðir hafi ekki fundið vinnu við sitt hæfi og starfi við aðra grein. Það hefur örlað nokkuð á því, finnst mér, að fólk hafi ekki réttan skilning á starfi fata- í hannaðarins. Þetta er náttúru- lega tiltölulega ung starfsgrein og á eflaust eftir að festa dýpri rætur hér á komandi árum. Það er ætlunin ef hægt er að vinna sjálfstætt og síðan ég kom heim hef ég bara unnið heima við og haft meira en nóg að gera í módelfatnaði. Yfir jól- in hef ég samt sölubás á jóla- markaði uppi á Fosshálsi en hvað tekur við að því loknu veit ég ekki. í rauninni langar mig að gera eitthvað róttækt eftir jólin, hefja framleiðslu á fatn- aði, opna verslun jafnvel, en maður verður bara að bíða og hvernig málin þróast. hugi minn beinist jafnt að fjöldaframleiðslu og módel- fatnaði og meiningin er að fara út í hvort tveggja. — Hvernig föt hannar þú að- allega? Mig langar til að fara út I klassísk föt með tískuyfir- bragði ef það er hægt að orða það svo. Annars er ég ekki enn- þá neitt fastmótuð, tíminn verður að skera úr um þetta. Ég á líka eftir að gera mér betur grein fyrir því hvað hægt er að gera hérna. — Tolla íslendingar í tísk- unni? Það held ég að sé óhætt að fullyrða. Islendingar fylgjast mjög vel með því sem er að ger- ast hverju sinni í klæðnaði og hugsa yfirleitt mikið um það hvernig þeir líta út. Við erum jafnan fljót og ófeimin að taka nýjungum og höfum gífurlega fjölbreytni í fatnaði hérlendis í dag. Það má kannski segja að höfuðborgin bjóði okkur upp á Mílanó, París og London. Bandaríska sjónvarpsstjarnan David Hasselhoff, sem er 31 árs gamall, hefur sagt nei takk við tilboði, sem flesta karlmenn dreymir um að fá, en það er að vera nakinn upp í rúmi með Joan Collins. Rúmsenurnar eiga að fara i myndinni „The Cartier Affair“ og hafði Joan samþykkt en David kom framleiðendunum á óvart þegar hann neitaði að koma fram allsber. „Konan mín vill það ekki,“ sagði hann. David kvæntist f mars sl. leik- konunni Catherine Hickland og Má ekki leika sér við Joan Collins Taliö fré vinstri: Anna Sigurðardóttir, Guðrún Danelíusdóttir, Stella Stefánsdóttir, Kristín Simonardóttir, Snjólaug Kristjánsdóttir, Elína Hallgrímsdóttir og formaður Framsóknar Ragna Bergmann. Verkakvennafélagið Framsókn 70 ára Hinn 25. október sl. varð Verkakvennafélagið Framsókn 70 ára. Þess var minnst fyrir nokkru og voru á fimmta hundrað gestir mættir. Mikið var um ræðuhöld og gjafir gefnar, auk þess sem MFA-kórinn söng nokkur lög. Þessar myndir voru teknar í afmælishófinu sem var haldið á Hótel Sögu. Á fimmta hundrað konur mættu á fundinn /0^mv r' '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.