Morgunblaðið - 01.12.1984, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984
45
„Hvernig er haegt að segja við
stúlku: „Komdu með mér heim og
hittu mömmu. Hún er forsætis-
ráðherra." Mark Thatcher velti
þessari spurningu einu sinni fyrir
sér í viðtali við breskt blað en nú
veit hann svarið við henni. Hann
er nú búinn að kynna konuefnið
sitt fyrir móður sinni, Margaret
Thatcher.
Unnusta Marks er Karen Port-
son, 24 ára gamall erfingi mikilla
auðæfa í Texas, en sjálfur er hann
þrítugur að aldri. Nú fyrir
skemmstu voru þau hjónaleysin
um eina helgi á Chequers, opin-
berum bústað breska forsætis-
ráðherrans, og var ekki annað að
sjá en vel færi á með þeim konun-
um.
Jórunn
grenntist
um 55 kíló á
ekki einu árí
ÞaA má aegja að kinveraka teið
hafi komíð að góðum notum.
Þarna er Jórunn rúmlega 100
kfló.
Grenntist um 55
kíló á tæpu ári
Það er ótrúlegt að Jórunn Granum sem sést á mynd-
inni hafi verið 115 kíló fyrir einu ári.
„Ég hef alltaf verið mikil matmanneskja," segir hún
„en bætti á mig 30 kílóum þegar ég gekk með son minn
Róbert. Ég fór í megrun og náði mér niður ( 85 kfló en
fór strax aftur upp í 100. Nokkru síðar frétti ég af
kínverska teinu sem hjálpaði mér alveg. í dag er ég 60
kíló eins og ég ásetti mér. Ég drakk einn bolla af kín-
versku tei eftir hverja máltíð þrisvar sinnum á dag. Ég
veit ekki hvað er í þessu tei en það er eitthvað sem fær
kílóin til að bráðna af manni. Það eina sem ég gerði
annað, var að borða aðeins minni skammt af hverju
sem hugurinn girntist. Það voru kökurnar sem upphafl-
ega gerðu það að verkum að ég fitnaði. Ég gat verið án
matar og drykks alla daginn, en á kvöldin kom köku-
löngunin yfir mig og þá fór ég og fékk mér súkkulaði-
köku,“ segir Jórunn. „Daglega hleyp ég hálftíma til að
halda mér við og finnst ég mega til. Það er ekki bara að
ég hafi grennst, mér líður miklu betur andlega, hitt var
agalegt. Aðspurð hvort hún væri byrjuð á jólabakstrin-
um sagði hún að engar kökur yrðu bakaðar fyrir þessi
jól. „Ég ætla að skilja eftir góðan mat fyrir fjölskyld-
una, en skreppa sjálf til Kanarí með kínverska teið
mitt,“ sagði hún að lokum.
>eir eru áreiðanlega að koma með kertin á afmæl-
istertuna þína.
Tilsölu
MB 240 diesel 1982, ekinn 192 þús. km. Sjálfskipt-
ur, með útvarpi og kassettu. Ný sumar- og vetrar-
dekk. Upplýsingar í síma 82998 eftir kl. 19.00.
Hádegisjazz íBlómasalnum
Vegna mikilla vinsælda mun Hótel Loftleiðir
halda áfram með hádegisjazz fyrir alla fjölskylduna.
Sambland af morgun- og hádegisverði með
léttri og lifandi tónlist.
Þeir sem koma og leika í sunnudagshádeginu:
Quintett Friðriks Theódórssonar.
Gestir: Saxófónfeðgarnir Hans Jensson og Jens
Hansson.
Hressið upp á sunnudagstilveruna með léttum jazz og
Ijúffengum réttum í Blómasalnum.
Borðapantanir í símum 22321 og 22322.
Verið velkomin
HÓTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA HÓTEL
Fjölskyldutilboð í kvöld
/ ............
Þú færd.3.
Súpa og þrjár safaríkar steikur
í einum og sama rétti.
Nautahryggur
Grísahryggur
Lambahryggur
Aðeins kr. 395.-
Börn innan 12 ára borða frítt með
foreldrum.
og einnig verður á boðstólum okkar
landsfrægi jóladrykkur