Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 8. JANUAR 1985 Svæðismótið í Gausdal: Margeir vann Bent Larsen Skák Bragi Kristjánsson Á VÍÐIVÖLLUM gekkst Hesbunannafélagið Fákur fyrir álfabrennu á sunnudag. Kóngur og drottning mættu þar í skrúða og svo var um Grýlu og hennar fólk, sem kvöddu byggð á þrettándanum. Morgunbiaðift/RAX. Hugmyndir forsætisráðherra: Ný efnahagsstefna og fækkun ráðuneyta í 10 — þríhliða viðræður um kjaramál ofarlega á baugi FORYSTUMENN stjórnarflokkanna ræða það nú I sinn hóp á hvern hátt verði unnið að framkvemd þeirra yfirlýsinga, sem Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, gaf um áramótin um endurnýjaðan stjórnarsáttmála, endur- skoðun á stjórnarstefnunni og endurskoðun á stjórnkerfi ríkisins. Hefur for- sætisráðherra kynnt Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðiflokksins, hug- myndir sínar um breytingar af þessq tagi. SVÆÐISMÓTIÐ í Gausdal hófst sl. sunnudag. Þátttakendur eru 12, þar af þrír fslendingar, alþjóðlegu meistararnir Margeir Pétursson, Jó- hann Hjartarson og Helgi Ólafsson. Mót þetta er fyrsti liður í heims- meistarakeppni, og hlýtur efsti mað- ur sæti í millisvæðamóti, en næsti keppandi teflir við annan mann frá öðru svæði um sæti í millisvæða- móti. Þátttakendur í Gausdal eru: (Töfluröð.) 1. Agdestein (Noregi), 2. Moeb (Noregi), 3. Schiissler (Svíþjóð), 4. Vesterinen (FinnlandiL 5. Larsen (Danmörku), 6. Helgi Ólafsson, 7. Jóhann Hjartarson, 8. Margeir Pétursson, 9. Hansen (Dan- mörku), 10. Yrjola (Finnlandi), 11. Ernst (Svíþjóð), 12. Östenstad (Noregi). Danski stórmeistarinn Bent Larsen er í byrjun talinn hafa mestar sigurlíkur, og landi hans, Curt Hansen, heimsmeistari ungl- inga, er líka geysisterkur. Ef stig FIDE, Alþjóðaskáksam- bandsins, eru skoðuð, kemur þó í ljós, að okkar menn eru nr. 1, 2 og 4, svo aö möguleikar þeirra á efstu sætunum ættu að vera góðir. Árangurinn í tveimur fyrstu umferðunum bendir líka til þess, því í fyrstu umferð vann Margeir sigur á Bent Larsen i æsispenn- andi skák. Onnur úrslit i 1. um- ferð: Helgi — Jóhann jafnt Óstenstad — Agdestein 1—0 Vesterinen — Hansen jafnt Schússler — Yrjola jafnt Ernst — Moen jafnt. 1 2. umferð urðu úrslit þessi: Helgi — Margeir jafnt Agdestein — Moen 1—0 Yrjola — Vesterinen jafnt Jóhann — Östenstad biðskák Jóhann vann í gærkvöldi bið- skák sína gegn östenstad og Hansen vann Larsen. Biðskák Schússlers og Ernst er jafnteflisleg. Margeir sýndi í 1. umferð að hann er til alls líklegur, enda er hann stigahæsti maður mótsins. Hvítt: Bent Larsen Svart: Margeir Pétursson. Tarrasch-vörn 1. c4 — RfG, 2. g3 — e6, 3. b3 — d5, 4. Rf3 — c5, 5. Bg2 — Rc6, 6.04) — Be7,7. cxd5 — exd5, 8. d4 — 0-0, 9. Bb2 — Re4, 10. Rc3 — Bf6, 11. Ra4 — b6, 12. Hcl — Ba6, 13. dxc5 — Bxb2, 14. Rxb2 — bxc5, 15. Rd3 — He8, 16. Hel — Db6I, 17. e3 — Had8,18. Bfl — c4,19. Rf4 — Rb4, 20. Hal — Df6!, 21. Kg2 — Rc3 Betra var 21. — Bb7! t.d.: a. 22. Rd4 - g5, 23. Rh3 - Bc8 með betra tafli fyrir svart. b. 22. Dd4? — Rc2 og svartur vinnur skipta- mun, c. 22. Kgl — g5, 23. Rh5 — Df5 með hótununum g4 og d4. 22. Dcl! — Rcxa2, 23. Da3 — cxb3, 24. Dxb3 — Bc4!, 25. Bxc4 — dxc4, 26. Dxc4 — Hc8, 27. Db3 — Dc3, 28. Da4 - Dc4, 29. Hebl - a5, 30. Dxa5 — Ha8. Keppendur voru hér báðir í miklu tímahraki. 31. Dh5 — Rc2, 32. Hb6 — Rxal, 33. Rg5 — h6, 34. Hxh6 — gxh6, 35. Dxh6 — Ha6! Hvítur hótaði 36. Rh5 með máti. 36. Dh7+ — Kf8, 37. e4!? Margeir átti innan við hálfa mín- útu til að Ijúka 40 leikjum, og Larsen æltar að rugla hann i rím- inu. Best var 37. Rfe6+ — Dxe6 (annars 38. Dxf7) 38. Rxe6+ Hexe6, 39. Dh8+ - Ke7, 30. Dxal ogjafntefli eru líklegustu úrslitin. 37. — Hf6!, 38. Rd5 — Hxf2+!, 39. Kxf2 - Dd4+ 40. Kf3? Tapleikurinn. Eftir 40. Kg2 — Dd2+ (40. — Dg7, 41. Dh4! - Dg6, 42. Dh8+ — Dg8, 43. Dh6+ — Dg7, 44. Dd6+ - Kg8, 45. Rf6+ - Kh8, 46. Rxe8 — Dxg5, 47. Dd4+ — og hvítur vinnur) 41. Kh3 — Dxg5, 42. Dh8+ - Dg8, 43. Dh6+ - Dg7, 44. Dd6+ - Kg8, 45. Rf6+ - Kh8, 46. Df4! — Dg6, 47. Rxe8 og jafn- tefli eru líklegustu úrslitin. 40. — Dg7, 41. Df5 — Dg6 (biðleik- urinn), 42. Df4 — Rc2, 43. Rf6 — Hd8, 44. De5 — Rd4+, 45. Kg2 — Rc6, 46. Db2 — Rab4, 47. h4 — Ke7 og Larsen gafst upp, þvf hann hef- ur ekki nægilegt spil fyrir hrók- inn, sem Margeir á yfir. Þingflokkar framsóknarmanna og sjálfstæðismanna hafa ekki hist frá því að jólaleyfi þingmanna hófst. Hins vegar hafa þeir Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson rætt saman. I framhaldi af þvi setti Steingrimur hugmyndir sínar fram til athugun- ar hjá sjálfstæðismönnum. Ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins og sér- fróðir aðilar flokksins í efna- hagsmálum tóku þessar hugmyndir til athugunar. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins hafa engar ákvarðanir verið teknar. Athyglin beinist meðal annars sérstaklega að þvi, hvernig staðið skuli að þrfhliða viðræðum aðila vinnumarkaðarins og rfkisvaldsins um kjaramál á þessu ári. Þorsteinn Pálsson sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra 22. nóvember siðastliðinn, að hann teldi brýnna en nokkru sinni fyrr, að til slíkra viðræðna yrði stofnað. Þá lagði Þorsteinn einnig til að stjórn og stjórnarandstaða tækju höndum saman um að gera ítarlega úttekt á tekjuskiptingu og hlut- deild launa i verðmætasköpun og þjóðartekjum. í áramótaávarpi sínu sagði Steingrímur Hermanns- son, að ríkisstjórnin myndi leita samstarfs við aðila vinnumarkað- arins til að stuðla að sanngjörnum og viðráðanlegum kjarasamning- um. Tillögur um breytingar á stjórn- kerfinu, það er fækkun ráðuneyta og fleira, hafa verið hjá Steingrimi Hermannssyni, forsætisráðherra, síðan í desember 1983. Þeim hefur nú verið breytt frá þvi sem upp- haflega var, þannig að nú er ætlun- in að fækka ráðuneytum úr 13 í 10 í stað 8 eins og ráðgert var i upphafi. Hefur forsætisráðherra áhuga á að þessi breyting komi sem fyrst til framkvæmda. Þessum umræðum öllum tengj- ast síðan vangaveltur um breyt- ingar á skipan ráðherrasæta og að einhverjir ráðherrar úr báðum stjórnarflokkunum kunni að víkja. Vangaveltur af þessu tagi hafa ver- ið á döfinni að þvf er Sjálfstæðis- flokkinn varðar frá því vorið 1984 en nú beinist athyglin i fyrsta sinn einnig að Framsóknarflokknum. { áramótaávarpi sinu komst Steingrímur Hermannsson meðal annars svo að orði: „Stjórnarflokk- arnir verða að sameinast um markvissa stefnu, þar sem vanda- málin eru viðurkennd og á þeim tekið. Án slíkra aðgerða má vænta enn nýrrar kollsteypu á næsta ári (þ.e. 1985 innsk. Mbl.) með enn al- varlegri afleiðingum fyrir fslensku þjóðina. Áð þvf mun þessi ríkis- stjórn ekki standa." Óhugnanleg hækkun á launum þingmanna — segir forsætisráðherra um úrskurð Kjaradóms — Hefur áhrif á komandi kaupkröfur, segja verkalýðsleiðtogar FORSÆTISRÁÐHERRÁ, Steingrímur Hermannsson, segir launahækkun þingmanna samkvæmt ákvörðun Kjaradóms „óhugnanlega mikla“. Fjár- málaráðherra, Albert Guðmundsson, segist ekki sjá neitt óeðlilegt við launa- hækkanirnar samkvæmt úrskurðinum. Forvígismenn verkalýðshreyfingar- innar, sem blm.Mbl. ræddi við, telja að niðurstöður Kjaradóms hljóti aö hafa áhrif á gerð almennra kjarasamninga á árinu og auka þunga á kaup- kröfur. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna á Alþíngi telja ákvörðun Kjara- dóms sýna fram á og sanna, að almenn laun í landinu séu alltof lág. Forsætisráðherra sagði enn- fremur, að hann hefði ætíð verið þeirrar skoðunar, að hækka hefði átt laun í krónutölu við rfkjandi aðstæður þar sem þeir lægst laun- uðu hefðu fengið mest. Hann benti á, að þrátt fyrir „óhugnan- lega mikla" hækkun þingmanna- launa, eins og hann orðaði það, þá hækkuðu ráðherralaun tiltölulega minnst, það sagðist hann ánægð- ur með. Hann kvaðst aðspurður ætla, að rökstuðningur Kjara- dóms væri þó réttur, a.m.k. vé- fengdi hann rökin ekki. Álbert Guðmundssson fjármálaráðherra sagðist telja betra að þær greiðsl- ur sem hingað til hefðu verið f ómældri yfirvinnu kæmu nú fram sem laun. Hann kvaðst ekki sjá neitt óeðlilegt við þessar launa- hækkanir og þarna væri um að ræða launafólk með mjög mikla ábyrgð á sínum herðum. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, segir m.a. að hann hefði talið eðlilegt að beinar ákvarðanir hefðu verið sambæri- legar við laun einstakra launþega- hópa. Misgengi þar á milli gæti valdið spennu, en sér skildist, án þess að hafa séð forsendur dóms- ins, að í meginatriðum færi Kjaradómur eftir niðurstöðum kjarasaminga opinberra starfs- manna. Varðandi laun þingmanna sagði Þorsteinn, að menn yrðu að gera það upp við sig, hvort óháður dómur ætti að fjalla um þau, eða Alþingi taka á sig ákvarðanavald- ið á ný. Ásmundur Stefánsson forseti ASl sagði m.a., að dómurinn væri enn ein staðfestingin á auknu misrétti í þjóðfélaginu. Kvað hann rökstuðninginn fyrir hækk- un þingfararkaups sýna, að stjórnvöld færu beint í að hækka hæsta kaupið. Hann sagði Kjara- dóm með þessu stuðla að auknum þunga í kaupkröfum á þessu ári. Kristján Thorlacius formaður BSRB minnti á 30% kaupkröfur BSRB á sl. hausti. Það hefði kost- að fjögurra vikna verkfall að ná fram 20% meðaltalshækkunum, sem með sérkjarasamningum gætu orðið 24—25%. Þessi hækk- un launa æðstu embættismanna kæmi án nokkurra aðgerða. Þá kvað hann athyglisvert við dóm- inn að ómælt yífirvinnukaup væri tekið inn í dagvinnukaupið, en það væri orðið eitt helsta vandamál launafólks hversu dagvinnukaup- ið væri lágt. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalags sagði að niður- staða Kjaradóms þýddi að sinu mati að það hlyti að vera hægt að hækka laun láglaunafólks meira. Hann spurði: „Er þetta til marks um nýja stefnu ríkisstjórnarinnar í launamálum vegna þess að það er vitað, að hún ræður miklu um niðurstöður stofnana eins og kjaradóms?“ Kristín Halldórs- dóttir Kvennalista sagði að dóm- urinn hefði snortið sig illa, þar sem tekjuhæstu starfsmenn ríkis- ins hefðu verið hækkaðir baráttu- laust umfram það sem lágtekju- fólkið fékk eftir langvinna bar- áttu. Hún sagði niðurstöður Kjaradóms ganga þvert á tekju- jöfnunarstefnu Kvennalista. Guð- mundur Einarsson Bandalagi jafnaðarmanna sagði stærstu spurninguna i framhaldi af úr- skurði Kjaradóms þá, hvort al- menn laun i landinu væru ekki of lág. Hann kvað raunhæfara að þingmenn tækju sjálfir ábyrgð á launagreiðslum til sín á ný, frem- ur en að menn „úti í bæ“ tækju þær ákvarðanir. Ragnar Júlíusson Ragnar Júlíus- son formaður fræðsluráðs RAGNAR Júlíusson borgarfulltrúi var í gær kjörinn formaður Fræðslu- ráðs Reykjavíkur í stað Markúsar Arnar Antonssonar, sem lét af störf- um í fræðsluráði um síðastliðin ára- mót, þegar hann tók við starfi út- varpsstjóra. Ragnar hefur átt sæti i fræðslu- ráði frá árinu 1974 og var for- maður þess árin 1974 til 1978. Hann hefur starfað við skóla Reykjavíkur frá árinu 1954, þar af sem yfirkennari og skólastjóri frá 1959. Varaformaður fræðsluráðs var kjörin Bessí Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.