Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 8. JANÚAR 1985 37 Jónína Benediktsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Stefáni Einari Matthíassyni, og dóttur, Jóhönnu Klöru. veg stórkostlegt og ég held að þetta sé ekki nein tískubóla. Fólk er farið að sjá svo mikinn mun þegar það hreyfir sig lítið þá fer því að líða illa, svo eftir smá tíma byrjar það þá upp á nýtt. Það er viss gerð af fólki sem erfiðast er að draga í leikfimi og það er hlé- drægt fólk sem þorir ekki og fólk, sem finnst það vera of feitt, en auðvitað er þetta fólkið sem helst þyrfti að vera á staðnum. — Hvernig er að vera orðin mamma? — Það er alveg frábært. Þetta er eins og að eignast hamingjuna í stað þess að horfa á hana. Að vísu eru þetta ofsaleg viðbrigði og það er ekki létt að hlaupa í burtu þeg- ar mann langar, en svo þarf ekki nema eitt lítið bros, þá gleymir maður öllu. — Ætlar þú að halda áfram í morgunútvarpinu ? — Já, veistu, ég tími ekki að hætta. Mér finnst ég vera að ná svo vel til fólks núna og þá er ekki hægt að hlaupa í burtu. Ég fæ jafnvel hundruð af bréfum viku- lega, þar sem fólk biður um ráð- leggingar og bæklinga og það sýn- ir að fólk hefur áhuga. Það kemur fyrir að maðurinn minn heyrir kannski einhversstaðar á morgn- ana, „Æi, byrjar hún ekki með þessa leikfimi. Fyrir alla muni slökkvið á útvarpinu". En þetta er hlutur sem maður verður að vera viðbúinn að heyra og sætta sig við. Joan Collins og Peter Holm ætla að gifta sig bráðlega Joan Collins hefur nú lýst því yfir að bráðlega muni hún giftast vini sínum Peter Holm. í viðtali sagði hún að þetta hjónaband yrði sitt síðasta, en það er í fjórða skipti sem hún giftir sig og að þessu sinni er verðandi eiginmaðurinn fjórtán árum yngri. Þau opinberuðu trúlofun sína nú um jólin á Englandi, þar sem þau héldu jól ásamt góðum vinum. Hringurinn sem Peter gaf „stjörnunni" er metinn á tæplega fjórar milljónir en það vegur upp á móti að skyrtan sem Joan gaf honum var alsett gull- og demantshnöppum. COSPER Skrúfjárn, gaffall og penni segirðu. Hvað skyldi ég þá hafa gert við tappatogarann? JIM PUROL Reykir 141 sígarettu í einu Jim Purol reykir ekki daglega, en þegar hann tekur sig til púar hann svo um munar og telur sig þá heimsins besta stórreykingam- ann. Hann treður eins mörgum sígarettum og hann getur upp í sig í einu og reykir. Metið hans er að hafa 141 stk. í einu uppi í sér. Aöalfundur Skýrslutæknifélags íslands veröur hald- inn í Norræna húsinu fimmtudaginn 24. janúar 1985, kl. 14:30. Fundarstjóri veröur Klemens Tryggvason, fyrrv. hag- stofustjóri. Dagskrá: 1. Skýrsla félagsstjórnar. 2. Féhiröir leggur fram endurskoöaöa reikn- inga. 3. Stjórnarkjör. Úr stjórn eiga aö ganga formaður, ritari og meöstjórnandi, ásamt varamönnum. 4. Kjör tveggja endurskoöenda. 5. Ákveöin félagsgjöld fyrir yfirstandandi ár. 6. Önnur mál, sem upp kunna aö veröa bor- in. Tillögur um stjórnarkjör þurfa aö berast stjórn fé- lagsins eigi síöar en þremur virkum dögum fyrir aöal- fund. Aö loknum aöalfundarstörfum mun formaöur Oröa- nefndar Skýrslutæknifélagsins, Sigrún Helgadóttir, og formaöur Staöalnefndar, Frosti Bergsson, skýra frá störfum nefndanna. Kaffiveitingar.Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.