Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985
Breytinga
er þörf
Það var ekki ætlun mín í þessum
pistlum að veitast að einstökum út-
varps- og sjónvarpsþáttum. Frem-
ur ætlaði ég mér að rabba í léttum
dúr um þau dagskráratriði er lyftu
huganum hverju sinni. Svo sann-
arlega lyfti Lord Olivier brúnum
fjölmiðlarýnisins liðna helgi, en á
móti kom svo herfileg barnastund,
að ekki verður undan hvassyrðum
/ikist. Það er víst ekki hægt að
þaga þvílíka flatneskju í hel og
Stundina okkar í umsjón Ásu H.
Ragnarsdóttur og Þorsteins Mar-
elssonar. Á ég þá sérstaklega við
síðasta þátt þeirra skötuhjúa, sem
ég upplifði reyndar í barnahópi.
Krakkarnir gáfust fljótlega upp á
diskódansinum, hljómsveita-
bröltinu (sem var þó býsna
skemmtilegt, en fulllangdregið) að
ekki sé talað um dönsku langlok-
una og hann Elias, aðeins eitt at-
riði stöðvaði börnin fyrir framan
skjáinn; prýðis leikþáttur af tveim
litlum krökkum í vesturbænum.
Alvarlegt mál
Það er býsna alvarlegt mál að
bjóða ungviði þessa lands uppá
fyrrgreint efni. Að mínu mati er
barnatíminn einhver mikilvægasti
tími dagskrárinnar. Sumir líta svo
á, að höfuðmáli skipti að róa börn-
in, helst með spennuefni er grípur
athyglina. Auðvitað grípa foreldrar
til slíks vitundarfóðurs við og við f
dagsins önn. En þegar vísir menn
setjast niður með sveittan skallann
í því augnamiði að semja sérstakan
barnaþátt, sem ber fyrir augu
velflestra íslenskra barna og
fyrrgreint „barnapíusjónarmið“
nær yfirhöndinni, er betur heima
setið. Það er stórkostlegt tækifæri
sem oss er gefið i Stundinni okkar.
Hugsið ykkur allar sálirnar er
samstillast klukkan 18.00 á sunnu-
dögum fyrir framan skerminn í
hljóðri eftirvæntingu. Næstu
fimmtíu mínúturnar er það „þátt-
urinn þeirra" sem ríkir á skermin-
um. Við megum ekki bregðast
þessu smáfólki.
Hvað er til ráða?
Ntundinni okkar verður að breyta og
hefja uppá hærra plan, svo hún
gleðji ekki aðeins kröfuhörðustu
áhorfendurna heldur sameini fjöl-
skylduna á hvíldardeginum. Mér
skilst að nýskipaður formaður út-
varpsráðs, Inga Jóna Þórðardóttir,
hafi hug á að auka veg og virðingu
barnaefnis í ríkisfjölmiðlunum.
„Slíkt ætti ekki að vera mikið mál
hæstvirtur formaður.“ Við eigum
aragrúa hugmyndaríkra rithöf-
unda, leikstjóra, leikara, kvik-
myndagerðarmanna, myndlistar-
manna, barnakennara, tónlistar-
manna, leikbrúðusmiða. Höfum
smá auglýsingatíma á undan
Stundinni okkar og þá fæst nægt
fjármagn til þess að laða þetta fólk
til starfa. Væri ekki upplagt að
deila barnatimunum niður á bless-
aða listamennina? Þannig að til
dæmis Ármann Kr. Einarsson
hefði umsjón með einum þætti,
Guðbergur Bergsson með þeim
næsta og Vésteinn Lúðvíksson
þeim þriðja. Fólk gæti líka sent inn
handrit að barnaþáttum og fengi
svo aðstoð færra manna til að
hrinda hugmyndunum I fram-
kvæmd. Umsjónarmenn Stundar-
innar á liðnum árum, þar með talin
þau Þorsteinn Marelsson og Ása H.
Ragnarsdóttir, eiga þakkir skildar
fyrir ýmsa merka nýbreytni, en er
ekki mál til komið að stokka spilin
uppá nýtt og láta af kotungshætti?
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚT VARP / S JÓN VARP
Gísli Sveinn Loftsson
stjórnandi þáttarins „Vagg
og velta“.
„Vagg
og velta“
Lög úr söngleikj-
um og fleira
í dag verður
H00 meðal annars á
— dagskrá rásar 2
þáttur Gísla Sveins
Loftssonar „Vagg og
velta“.
I þættinum verða tekin
fyrir nokkur valin lög úr
söngleikjum. Þar munu
söngleikir svo sem Star-
light Express og Chess
koma við sögu. Áð sögn
Gísla Sveins verður þetta
þó ekki aðalefni þáttarins,
því hann mun reyna að
hafa blandað efni að
vanda.
Gömul þekkt lög verða
leikin, einnig 2—3 lög af
vinsældalistum. Gísli
sagðist ekki legja áherslu
á að spila lög af vinsælda-
listum, heldur nýjustu
lögin, t.d. af sömu plötum
og smellirnir, en frekar
þau sem ekki heyrast eins
mikið. „En eldri lögin
verða að vera með til þess
að fá breidd í tónlistarval-
ið,“ sagði Gísli Sveinn að
lokum.
Njósnarinn
Reilly
— lokaþáttur
■I í kvöld verður
JO sýndur í sjón-
“ varpinu tólfti
og síðasti þáttur breska
framhaldsmyndaflokksins
um njósnarann Sidney
Reilly.
í þáttunum hefur verið
lýst viðburðaríku lífi
þessa fræga njósnara í
bresku leyniþjónustunni.
f raun hét Reilly Sig-
mund Rosenblum og var
fæddur í Rússlandi árið
1874. Þar ólst hann upp og
tilheyrði fjölskylda hans
rússneska aðlinum. Hann
lærði á unga aldri að beita
sverði og byssu jafnframt
því sem hann lærði nokk-
ur tungumál. En skyndi-
lega hrundi heimur hans
þegar hann uppgötvaði að
raunverulegur faðir hans
var læknir fjölskyldunn-
ar, og var gyðingur. Hann
flúði til Suður-Ameríku
þar sem breska leyniþjón-
ustan uppgötvaði hæfi-
leika hans.
I siðasta þætti skildum
við við Sidney Reilly þeg-
ar hann hafði verið hand-
tekinn að undirlagi Stal-
íns.
Með hlutverk Reillys
fer Sam Neill, sem meðal
annars hefur getið sér
gott orð fyrir leik sinn í
áströlsku myndinni „My
Brilliant Career".
Barna- og unglingaleikrit:
Kata
ekki
■I í kvöld verður
00 flutt í útvarp-
—’ inu nýtt barna-
leikrit, „Kata þorir ekki
heim“, eftir finnska
barnabókarithöfundinn
Maritu Lindquist í út-
varpsleikgerð John Holl-
þorir
heim
en. Þýðinguna gerði Gyða
Ragnarsdóttir en leik-
stjóri er Guðrún Ás-
mundsdóttir.
Kata getur ekki fengið
allt sem hana langar í.
Hún lendir í því að vera
gripin í verslun nokkurri
Guðrún Ásmundsdóttir
leikstýrir barna- og ungl-
ingaleikritinu „Kata þorir
ekki heim“.
grunuð um að hafa ætlað
að stela skóm. Hún þorir
ekki að fara heim til
pabba síns, sem hún býr
hjá, heldur reikar hún um
bæinn þar sem hún lendir
í ýmsum ævintýrum.
Leikendur eru: Guðrún
Marinósdóttir, Sigmund-
ur Örn Arngrímsson,
Guðmundur Pálsson,
Edda Guðmundsdóttir,
Unnur Stefánsdóttir, Þór-
unn Sigurðardóttir, Ragn-
ar Kjartansson, Bríet
Héðinsdóttir, Sigurður
Jónsson, Guðmundur
Reynisson, Tryggvi Freyr
Harðarson, Sigrún Edda
Björnsdóttir og Viðar
Eggertsson. Tæknimaður
var Friðrik Stefánsson.
ÚTVARP
ÞRIÐJUDAGUR
8. janúar
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn. A virkum degi 7.25
Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn-
ir.
Morgunorð: — Eggert G.
Þorsteinsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Elsku barn"
Andrés Indriðason les sögu
slna (2).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr).
10.45 „Man ég það sem Iðngu
leið“
Ragnheiður Viggósdóttir sér
um þéttinn.
11.15 Við Pollinn
Umsjón: Ingimar Eydal. (R0-
VAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12J0 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
13.20 Barnagaman
Umsjón: Heiðdls Norðfjörð.
(RÚVAK).
13.30 Jass, blús og reggaetón-
list.
14.00 Þættir af kristniboðum
um vlða verðld eftir Clarence
Hall.
Saga um nútlma kraftaverk.
Starf Merrells Vories I Japan.
(Slöari hluti). Astráður Sigur-
steindórsson les þýöingu
sína (5).
14.30 Miödegistónleikar
National-filharmonlusveitin
leikur forleik að óþerunnl
„Vilhjálmi Tell“ eftir Gio-
acchino Rossini; Richardo
Chailly stj.
14.45 Upptaktur
— Guðmundur Benedikts-
son.
1530 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurtregnir.
16.20 Slðdegistónleikar
a. Sinfónla nr. 5 I B-dúr eftir
Franz Schubert. Fllharmon-
lusveitin I Vfn leikur; Karl
Böhm stj.
b. Tilbrigöi op. 51 ettir Jo-
hannes Brahms um stef eftir
Joseph Haydn. Fllharmonlu-
sveitin I Vln leikur; Sir John
Barbirolli stj.
I
19.25 Sú kemur tlð.
Sjöundi þáttur. Franskur
teiknimyndaflokkur I þrettán
þáttum um geimferða-
ævintýri.
Þýðandi og sögumaöur
Guðni Kolbeinsson. Lesari
með honum Lilja Bergsteins-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
17.10 Slðdegisútvarp
— 18.00 Fréttir á ensku.
Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Siguröur G.
Tómasson flytur þáttinn.
20.00 Barna- og unglingaleikrit:
„Kata þorir ekki heim“
eftir Maritu Lindquist I út-
varpsleikgerð John Hollen.
Þýðandi: Gyða Ragnarsdótt-
ir. Leikstjóri: Guðrún As-
mundsdóttir. Leikarar: Guö-
rún Marinósdóttir, Sigmund-
ur örn Arngrlmsson, Guð-
mundur Pálsson, Edda Guö-
mundsdóttir, Unnur Stef-
ánsdóttir, Þórunn Siguröar-
dóttir, Ragnar Kjartansson,
Brlet Héðinsdóttir, Sigurður
SJÓNVARP
ÞRIÐJUDAGUR
8. janúar
20.25 Heilsaö upp á fólk.
5. Jón Magnússon frá Staö I
Aöalvlk. A ferð sjónvarps-
manna um Vestfirði var
staldrað við á Isafirði og
heilsaö upp á Jón Magnús-
son en hann ól mestan aldur
sinn I byggöinni sem fyrrum
var noröan Isafjarðardjúps. I
spjalli viö Omar Ragnarsson
rifjar Jón upp fyrri tlma á
þessum slóöum.
21.10 Njósnarinn Reilly.
Jónsson, Guðmundur Reyn-
isson, Tryggvi Freyr Harð-
arson, Sigrún Edda Björns-
dóttir og Viðar Eggertsson.
20.40 Súrrealisminn
Örn Ólafsson flytur fyrsta er-
indi sitt.
21.10 Islensk tónlist
„Dimmalimm kóngsdóttir",
ballettsvlta nr. 1 I 7 köflum
eftir Skúla Halldórsson. Sln-
fónluhljómsveit Islands leik-
ur. Páll P. Pálsson stjórnar.
21.30 Utvarpssagan: Grettis
saga
Öskar Halldórsson les (20).
22.00 Tónlist
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Kammertónleikar Sin-
fónluhljómsveitar Islands I
V
Lokaþáttur. Breskur fram-
haldsmyndaflokkur I tólf
þáttum. I slðasta þætti brá
Reilly sér enn I njósnaferð til
Sovétrlkjanna. Þar er hann
handtekinn aö undirlagi Stal-
Ins.
Þýðandi Kristmann Eiösson.
22.00 Kastljós.
Þáttur um erlend maiefni.
Umsjónarmaöur ögmundur
Jónasson.
22.35 Fréttir I dagskrárlok.
Bústaðakirkju 8. nóv. sl.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
• Einleikari: Guðrlður St. Sig-
urðardóttir.
a. „Kanon" fyrir þrjár fiðlu-
raddir, bassa og sembal eftir
Johann Pachelbel.
b. „Konsertmúslk" fyrir pl-
anó, málmblásara og hörpu,
op. 49, eftir Paul Hindemith.
c. Sinfónla nr. 36 I C-dúr
„Linz" K. 425, eftir Wolf-
gang Amadeus Mozart.
Kynnir: Ýrr Bertelsdóttir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
14.00—15.00 Vagg og velta
Stjórnandi: Glsli Sveinn
Loftsson.
15.00—10.00 Með slnu lagi
Lög leikin af Islenskum
hljómplötum.
Stjórnandi: Svavar Gests.
16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur
Stjórnandi: Kristján Sigur-
jónsson.
17.00—18.00 Frlstund
Unglingaþáttur.
Stjórnandi: Eövarð Ingólfs-
son.