Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985 Morgunblaðii/Ól.K.M. Eyrarfosn kemur til Reykjavíkur í gær, rúmum 13 metrum lengri en þegar hann fór í byrjun desember. Eyrarfoss lengdur um rúma 13 metra EYRARFOSS, eitt af flutninga- skipum Eimskipafélags íslands, kom til Reykjavíkur í gær og væri slíkt ekki í frásögur færandi nema af því að hann kom rúmum 13 metrum lengri en þegar hann fór í byrjun desember. Skipið hafði gengið undir „uppskurð" í skipa- smíðastöðinni Howaldswerke De- utsche Werft í Hamborg og tók verkið aðeins 13 daga. Eftir leng- ingu eykst flutningsgeta skipsins um 20—30% og getur skipið nú flutt samtals 325 gámaeiningar og um 150 bíla og eykst burðargetan í tonnum úr 3600 í 4500 tonn. Fyrir- hugað er einnig að lengja syst- urskip Eyrarfoss, Álafoss, í mars á þessu ári. Viðskiptabankamir: Formenn bankaráða skipaðir Viðskiptaráðherra hefur skip- að Pétur Sigurðsson, alþing- ísmann, formann bankaráðs Landsbanka íslands og Kristinn Finnbogason, framkvæmda- stjóra, varaformann bankaráðs- ins. Viðskiptaráðherra hefur enn- fremur skipað Valdimar Indriða- son, alþingismann, formann bankaráðs Utvegsbanka Islands og Jóhann Einvarðsson, aðstoð- armann félagsmálaráðherra, varaformann bankaráðsins. Þá hefur viðskiptaráðherra skipað Stefán Valgeirsson, alþing- ismann, formann bankaráðs Bún- aðarbanka íslands og Friðjón Þórðarson, alþingismann, vara- formann bankaráðsins. Skipun þessara manna gildir til næstu fjögurra ára frá 1. janúar 1985 að telja. Góð aðsókn að Gullsandi AÐSÓKN að Gullsandi, nýjustu kvikmynd Ágústs Guðmundsson- ar, hefur verið góð og fer vaxandi, að sögn Ágústs Guðmundssonar. Nú hafa um 9 þúsund manns séð myndina í Reykjavík og á Akra- nesi. í vikunni hefjast sýningar í Keflavík og jafn skjótt og fleiri eintök af myndinni hafa borist, verður þeim dreift til sýningar um landið. Árleg þrettánda- gleði Týs í Vest- mannaeyjum VestmanDaejjum, 7. janúar. ÁRLEG þrettándagleði knatt- spyrnufélagsins Týs var haldin í gærkveldi í hinu besta veðri og fylgdist mikill mannfjöldi með gleðskapnum. Nafn Týs var tendr- að stórum eldstöfum í hlíðum Molda á slaginu kl. 20.00 í gær- kvöldi og stórfengleg flugeldasýn- ing var af Hánni. Jólasveinar fóru blysför ofan af Hánni um bæinn og inn á íþróttavöllinn í Löngulág þar sem kveikt var í brennu. Þar dönsuðu og ærsluðust álf- ar, púkar, tröll og aðrar forynjur auk jólasveina, Grýlu og Leppa- lúða fram eftir kvöldi. I blysför jólasveinanna var komið við á Hraunbúðum, dvalarheimili aldr- aðra og á sjúkrahúsinu þar sem heilsað var upp á vistfólk með söng og flugeldaskotum. Knatt- spyrnufélagið Týr hefur í ára- Lýsitröll raðir staðið fyrir slíkum þrett- ándafögnuði ár hvert og mikill fjöldi sjálfboðaliða lagt mikla vinnu í að gera þetta að stórkost- legri hátíð sem notið hefur mik- illa vinsælda meðal bæjarbúa, ekki hvað síst þeirra af yngri kynslóðinni. Eyverjar, félag ungra sjálf- stæðismanna, hafa árlega efnt til grímuballs fyrir börn og unglinga á þrettándanum og nú sem fyrr var þar vel mætt og marga stór- góða búninga að sjá. Það var því svo sannarlega líflegt í Eyjum á þrettándanum og margar furðu- verur á ferð í bænum. Þrettánda- gleðinni lauk síðan með fjölsótt- um dansleik i samkomuhúsinu þar sem jólin voru dönsuð út að gömlum og góðum sið. hkj. Mörg tröll og ýmsir óvættir fóru á kreik. Byrjunarlaun kennara 20.813 kr. á mánuði KENNARAR fengu hækkun sem svar- ar tveimur launaflokkum við undirrit- un sérkjarasamninga nú fyrir helgina, og hækkun á greiðslum fyrir leiðrétt- ingu verkefna og undirbúning kennslu, eins og greint var frá i frétt Morgun- blaðsins á laugardag. Samkvæmt þess- um samningi hækka byrjunarlaun kennara á grunnskólastigi úr 15. launaflokki 1. þrepi í 17. launaflokk 2. þrep og eru nú 20.813 krónur á mán- uði, en voru áður 18. 240 krónur á mánuði. Lágmarkshækkun „stflapen- inganna" nemur sem svarar einum yf- irvinnutíma á viku. Að sögn forystumanna Kennara- sambandsins er hér um að ræða áfangasamning enda felur hann í sér ákvæði um að aðilar taki upp við- ræður um breytingar á launastigan- um eftir að nefnd, sem vinnur að endurmati á störfum kennara, hefur skilað áliti, sem stefnt er að fyrir 1. mars 1985. Samkvæmt samningnum verða byrjunarlaun kennara með réttindi á grunnskólastigi nú 20.813 krónur á mánuði, en eftir 23ja ára starf eru launin miðuð við 23. launa- flokk 3ja þrep og nema þá 26.262 krónum á mánuði. Kennsluskylda kennara í 1. til 6. bekk er 30 stundir á viku og 29 stundir hjá kennurum f 7. til 9. bekk. Á skrifstofu Kennara- sambands íslands fengust þær upp- lýsingar að yfirvinna væri lítil sem engin hjá kennurum á höfuðborg- arsvæðinu, en eitthvað meiri úti á landi og þá einkum í heimavistar- skólum. Útsaumur, dúkar, fatnaður, skór, basttöskur, kínversk teppi, kínverskir skápar og borð, silkimyndir, silkilugtir, sólhlífar, blaöagrindur, horn og vegghillur o.m.fl. Sjónval, Kirkjustræti 8. Sími 22600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.